Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Miklar breytingar eiga sér stað f svínarækt á fslandi Þróunin í átt til fækkunar og stækkun- ar á búum Svínarækt mun vera æði gömul búgrein hér á landi. En á síðasta áratug eða svo hafa orðið miklar breytingar í þeim geira, m.a. fækkun svínabúa úr 126 í 41 frá árinu 1992 til þessa dags. Sigurður Ægisson kannaði þá sögu nánar. SVÍN ERU talin hafa borist til ís- lands með landnámsmönnum og mörg ömefni hér benda til þess að útbreiðsla svína hafi verið töluverð áður fyrr. Oddur Einarsson biskup getur svína í íslandslýsingu sinni frá því seint á 16. öld, en þau svin dóu út á 17. öld. Ekki er vitað hvaðan sá svínastofn kom. Þá geta Eggert Ól- afsson og Bjarni Pálsson um það á 18. öld, að farandkaupmenn flytji stundum inn með sér svín, en þeir vilja ekki teija þau innlend. í lok 19. aldar eru engin svín í landinu, en um það leyti er farið að ræða um að flytja þau inn til að nýta úrgang frá rjóma- búunum. Hinn íslenski svínastofn nútímans rekur því ættir sínar til innflutnings ýmissa erlendra dýra um 1930, og eiginleg svínarækt í núverandi mynd er talin hefjast þá, í íyrstu í mjög litl- um einingum. I dag er svínakjöt önn- ur stærsta kjötgreinin á íslandi, með um 23% markaðshlutdeild; neysla þess hefur fjórfaldast á síðustu tveimur áratugum. Rannsóknir á íslenska svínastofninum Mjög litlar eða engar upplýsingar voru til fram að árinu 1980 um fijó- semi íslenskra gyltna, vaxtarhraða og fæðingarþunga grísa, kjötgæði o.s.frv. En á árunum 1980-1983 var byrjað á viðtækum rannsóknum á svínastofninum og hafði slíkt ekki verið gert með sambærilegum hætti áður. Var nú i fyrsta sinn hægt að leggja mat á það hvemig stofninn var á þessum árum miðað við svínastofna í nágrannalöndum. Sá samanburður sýndi að svínarækt á Islandi stóð svínarækt á Norðurlöndum langt að baki. Vöxtur grísa var hægur, mun lengri tíma tók að koma grísum upp í sláturstærð á íslandi heldur en ann- ars staðar á Norðurlöndunum og fitusöfnun íslensku grísanna var mun meiri. Þessar niðurstöður opnuðu augu svínaræktenda fyrir því að um- bóta væri þörf í íslenskri svínarækt. Einnig var augljós þörf á víðtæku skýrsluhaldi til að hægt væri að bæta íslenska svínastofninn, annað hvort með ströngu úrvali undaneldisdýra eða með innflutningi á kynbótadýr- um. Allt frá árinu 1984 hefur verið lögð mikil áhersla á að koma til móts við kröfur neytenda um fitulítið og bragðgott svínakjöt. Svínaræktend- ur telja að þetta hafi tekist að mestu leyti þar eð nú teljist til undantekn- inga að neytendur kvarti undan of mikilli fitu í íslensku svinakjöti. Kynbætur nauðsynlegar í mars 1994 flutti Svínaræktarfé- lag Islands inn tíu norskar Land- kynsgyltur. Eftir gotið voru 40 gylt- ur teknar til undaneldis ásamt tíu göltum og gutu þær á árunum 1995 og 1996. Grísina var leyfilegt að taka úr einangrun í Hrísey og voru 642 gripir fluttir í land frá því í ágúst 1995 og fram í nóvember 1996. 120 grísir voru aldir til slátrunar en 522 notaðir til kynbóta og dreifðust á svínabú um allt land. Innflutningur norska Landkynsins skilaði góðum árangri. Blendingsgrísir af norska og íslenska kyninu uxu 20% hraðar en hreinir íslenskir og notuðu minna fóður, jafnframt því sem frjósemi jókst. Eftir margra áratuga einangrun íslenska svínastofnsins þótti inn- flutningur á norska Landkyninu ekki nægjanleg breyting. Arið 1997 var mótuð kynbóta- stefna og ákveðið að hefja kynbætur með nýjum svínastofnum. Gerði hin nýja stefna ráð fyrir því að svína- ræktin yrði byggð upp á þríblend- ingsrækt. Grunnstofnamir yrðu Landkyn og Yorkshire-svínastofn. Yorkshire-stofninn yrði fluttur inn frá Finnlandi í Einangrunarstöð Svínaræktarfélags Islands í Hrísey og gert var ráð fyrir að honum yrði viðhaldið í framtíðinni með innflutn- ingi á sæði frá Finnlandi. Þriðji stofninn yrði svo Duroc, sem er brúnt eða rauðbrúnt svínakyn. Dur- oc kemur upphaflega frá Kanada en var fluttur inn til Noregs fyrir um tíu árum. Móðurlínan yrði þá blendingur af Landkyni og Yorkshire en föðurlínan blendingur af Landkyni og Duroc, Yorkshire og Duroc eða af hreinu Duroc-kyni. Allt gekk þetta eftir. Voru nú flutt inn Yorkshire-dýr frá Finnlandi og þá komin tvö svína- kyn á íslandi. Menn gerðu sér þó grein fyrir því að þeir yrðu að fá Dur- oc eða Hamshire, ef átti að fara út í svipaða hluti og Danir voru með. Til að uppfæra Landkynið frá 1994 voru fengnar 5 gyltur af því kyni frá Finnlandi og komu þær með Yorkshire-dýrunum. Þessi tvö kyn eru notuð frá 1997-1999 og á þeim tíma er um 700 ásetningsdýrum dreift inn á búin í landinu, flestum af Yorkshire-stofninum. Hinn 19. nóv- ember 1999 flytja menn svo inn í landið 28 kynbótasvín frá Noregi; þar voru 15 gyltur af norsku Land- kyni og 2 geltir, 4 gyltur af Landkyni sem sæddar höfðu verið með sæði úr Duroc-göltum, 5 finnskar Yorkshire- gyltur með fangi, og 2 geltir af Dur- oc-kyni. Voru nú komin þrjú svína- kyn á íslandi og þannig er staðan í dag. Áskrifendur að erfðaefni Með kynbótastarfinu hefur tekist að auka vaxtarhraða, bæta fóðumýt- ingu og fá þyngri en jafnframt meg- urri sláturgrísi. Á sumum búum eru sláturgrísirnir 35-40% þyngri en áð- ur. Samt flokkast þeir betur vegna þess að þeir eru kjötmeiri og meg- urri. Fyrir þessa vinnu hlaut Svína- ræktarfélag Islands viðurkenningu Matvæla- og næringarfræðifélags . , Morgunblaðið/Ámi Sæberg Islensk svínarækt í núverandi mynd er talin hefjast um 1930.1 dag er svínakjöt önnur stærsta kjötgreinin á Is- landi, með um 23% markaðshlutdeild; neysla þess hefur fjórfaldast á síðustu tveimur áratugum. Kjötneysla á Norðurlöndum árið 1998 Kíló á íbúa 60----------- 50 40 30 20 10 0 a t I fil I IIAAJ lca Nautakjöt Svínakjöt Kindakjöt Fuglakjöt □ Danmörk || Finnland g (sland B Noregur [JSvfþjóð íslands í október 1999, svokallað „Fjöregg MNÍ“. Islenskir svínabændur eru nú orðnir áskrifendur að erfðaefni fyrir svín frá Noregi fyrir stofnana. Fékkst þessi áskrift með samningi Svínaræktarfélagsins við Norsvin International, sem er útflutningsfyr- irtæki samtaka norskra svínabænda. Nú er ráðgert að flytja ekki oftar inn lifandi dýr, a.m.k. að svo stöddu, heldur einungis sæði úr bestu göltum í Noregi. Með því er gert ráð fyrir að svínaræktin tryggi sér aðgang að há- gæðaerfðaefni úr sjúkdómalausum og heilbrigðum svínum og endumýi þannig svínastofninn hér á landi. Þetta er álíka og ef hrossaræktendur í Noregi fengju skammta úr Orra frá Þúfu. Með þessum samningi eru ísl- and, Noregur og Finnland komin í ræktunarsamstarf, og Svíþjóð er einnig að ganga inn í þetta. Munu Yorkshire-dýrin verða ræktuð í Finnlandi, en Landkyn og Duroc í Noregi. íslendingar eru með þessu samstarfi komnir með fulltrúa inn í norska ræktunarráðið og hafa þann- ig áhrif á hvernig norsku svínin eru ræktuð. Fækkun og stækkun Frá 1970 hefur þróunin í svína- rækt hér á landi verið í átt til fækk- unar og stækkunar á búum. I árslok 1999 voru þau 50; í dag eru þau 41. Fjöldi svína (lífdýra) var um 4.000, en fjöldi sláturdýra liðlega 66.000. Heildarframleiðsla svinakjöts var næstum 5.000.000 kg og höfðu 15 aðilar leyfi til svínaslátrunar. „Jú, það er rétt að það hefur orðið mjög hröð fækkun svínabúa hér á undanförnum árum, um meira en þriðjung á rúmum áratug," segir Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands. „En þessi rúmlega 40 svínabú sem nú eru starfandi á íslandi framleiða 250% meira magn en þau 130 svínabú sem voru hér fyrir tólf árum. Um það leyti fóru að verða dálítil vatnaskil; þeir menn komu fram, sem ætluðu að hafa þetta sem aðalatvinnugrein. Áður fyrr gátu menn lifað af 25-30 gyltum, en núna verða menn að vera með 70-100 gyltur til að hafa góðan rekstur. Meðalbúið í dag er að nálg- ast hundrað gyltur, stórt er með 300 og yfir. Stærsta búið er með 650 gylt- ur. Fækkunin varð sem sagt vegna þess að menn sérhæfðu sig í þessari grein og búin stækkuðu þar af leið- andi mikið. Síðan voru margir með mjög litla framleiðslu, sem skipti ekki máli fyrir þá, og sem voru að bregða búskap til að fara út í eitthvað annað. Þannig að margt stuðlaði að þessari breytingu. Margt bendir til að þessi þróun haldi áfram, að búun- um haldi áfram að fækka. Það er ekki langt síðan við vorum 80; okkur hef- ur fækkað um helming á um þremur árum.“ Ekki sáttur við þróunina Fimm stærstu búin í dag eru í Brautarholti á Kjalarnesi, á Minni- Vatnsleysu, Hraukbæ í Eyjafirði, Vallá á Kjalamesi og Hýrumel í Borgarfirði. Þessi bú eru með helm- inginn af gyltunum, og hin 35 svína- búin með helming. Már Haraldsson í Háholti í Gnúp- verjahreppi er svínaræktandi og telst í hópi þeirra minni. Hann segist ekki hafa verið sáttur við þróunina í gegnum tíðina, en þessi staða núna sé þó engin ný frétt. „Þetta er það sem menn fyrir 10-15 árum sáu að myndi gerast. Þá fór þessi umræða af stað, að búin þyrftu að stækka, að áður en margt um liði yrðu þau fá og stór, og þar fram eftir götunum. Og þetta hefur í raun og veru allt gengið eftir. Á fundum með svínainnleggj- endum hefur Sláturfélag Suðurlands boðað þessa stefnu, að fækka og stækka. Það eina sem e.t.v. kemur á óvart, er að þróunin hin síðustu ár hefur verið ívið hraðari en menn sáu fyrir.“ Stærðarhagkvæmnin nokkur Már er spurður að því, hvort fækk- un og stækkun búa leiði ekki til ýmis- konar hagræðingar. .Auðritað er stærðarhagkvæmnin einhver í þessu eins og öðru, en hvar þau mörk liggja nákvæmlega er erf- itt að festa hendur á. Það þarf t.d. vissa stærð til að standa undir fóður- blöndunarstöðvunum sem margir eru komnir með núna; þetta er fjár- festing upp á töluvert margar millj- ónir. En svo er auðvitað ýmislegt í umhverfinu sem hefur stutt þetta. Þessir stærri aðilar hafa fengið tölu- vert forskot; þeir hafa t.d. fengið meiri afslætti á fóðri, sem er kannski „eðlilegt“. Þeir hafa líka haft töluvert sterka stöðu gagnvart sláturleyfis- höfunum með að losna við afurðir sínar, en hafa þar leikið tveimur skjöldum, sumir hverjir; þeir hafa lagt inn hjá þessum stóru sláturleyf- ishöfum, eins og t.d. Sláturfélagi Suðurlands, sem ég skipti sjálfur við, hluta af framleiðslu sinni, en svo selja þeir hinn hlutann í beinni sam- keppni og hafa tök á markaðnum með þessu.“ Einhverjir étnir í viðbót En hvernig skyldi Már sjá fyrir sér þróunina á næstu árum? „Það endar auðvitað með því að það verða einhverjir étnir í viðbót, langflestir hinna smæstu. Það getur verið að það skrimti einn og einn á einhverri sérstöðu, en það þarf tölu- vert mikla sérstöðu til að þessir litlu sleppi og nái að keppa við þetta verð. Svo er þetta vitanlega spurning um löggjafarvaldið og almenning, hvað þeir koma til með að gera. Ætla þeir að láta þetta þróast alveg stjómlaust, eða hvað? Það eru nú þegar ýmis við- vörunarmerki komin fram, eins og t.d. í umhverfismálunum. Það er allt of mikið einblínt á að keyra niður verðið á kostnað umhverfis og félags- legra þátta. Þetta er nánast trúar- atriði hjá sumum. Nú eru tvö mjög stór svínabú inn- an borgarmarkanna og eins og menn vita hefur komið þar upp smá nún- ingur í þessum efnum. Þetta eru hlutir sem margir telja að þurfi að taka mun fastar á, og ég held að það hljóti að verða gert í framtíðinni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.