Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 52
D0LE + Borðtölvur + Fartölvur + Netþjónar 563 3000 + www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLVNNU, 103 REYKJAVÍK, S1MI6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJISMBLIS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. 203 millj- óna tap hjá ÚA ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. var rekið með 203 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði árs- ins. Veltufé frá rekstri var 353 milljónir króna. Petta er umtalsvert lakari afkoma en á sama tímabili í fyrra en þá var félagið rekið með um 180 milljóna króna hagnaði. Meginskýringamar eru gengistap skulda, sölutap eigna, auknar af- skriftir og lægra afurðaverð. Heild- arvelta samstæðunnar nam samtals 3.2 milljörðum króna og jókst um 608 milljónir frá árinu áður. Rekstrartekjur, þ.e. heildarvelta að frádregnum eigin afla til vinnslu, voru samtals 2,7 milljarðar króna, samanborið við 2,1 milljarð árið áð- *ur. Hér er þvi um 31,6% aukningu að ræða, sem skýrist einkum af því að seint á árinu 1999 sameinaðist Jökull hf. á Raufarhöfn ÚA og í upphafl þessa árs sameinaðist Hólmadrangur á Hólmavík einnig ÚA. Rekstrargjöld námu samtals 2.3 milljörðum króna, miðað við 1,5 milljarða árið áður. Meðal rekstrar- gjalda er nú færð 121 milljón króna sem er tap vegna sölu á loðnubátn- um Arnamúpi ásamt veiðiheimild- um. Bókfærðar veiðiheimildir nema nú um 2,4 milljörðum króna og hafa tvöfaldast frá fyrra ári. ■ Úrhagnaði/17 Fjöldi fólks tekur á móti Islendingi Hátíðardagskrá, sem haldin var til að minnast þess að eitt þúsund ár þess að taka á móti skipinu og í tilefni hátíðarinnar hafði fjöldi fólks eru síðan norrænir menn settust að í vesturheimi, náði hámarki þegar klætt sig eins og víkingar. Gunnar Marei Eggertsson, skipstjóri íslendings, og áhöfn hans stigu á _______________________________________________________________ land á Nýfundnalandi í gær. Mörg þúsund manns söfnuðust saman til ■ íslendingi/26 Morgunblaðið/Kristmn Sjúkraflutningamenn hlúa að flugmanninum, sem brotlenti Iítilli vél í Þingvallasveit í gær. I Flugvél hrapaði í Þingvallasveit LÍTIL eins manns flugvél hrapaði til jarðar í Stíflisdal í Þingvallasveit á sjötta tímanum í gær. Flugmaðurinn slasaðist töluvert og var margbein- t brotinn, en ekki í lífshættu sam- kvæmt upplýsingum frá Landspítal- anum í Fossvogi. Sjúkra- og slökkviliðsbílar voru kallaðir út skömmu fyrir kl. 18 og komu fljótlega á slysstað. Jeppi sótti manninn í flakið, sem var um 200 metra frá Þingvallaveginum. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti síðan á Þingvallaveginum og sótti manninn úr sjúkrabílnum á leiðinni, og lenti hún við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 19:15 í gærkvöldi. Framendi flugvélarinnar brotnaði af í lendingunni og að sögn sjónar- votts var vélin mjög illa farin. MITSUBISHI CRRI5MR MITSUBISHI - demantar í umferð HEKLA - íforystu á nýrri öld! Lenda þurfti þotu íslandsflugs í Skotlandi í gærkvöldi 115 farþegar stranda- glópar í Glasgow LENDA þurfti þotu íslandsflugs í Glasgow í Skotlandi í gærkvöldi eftir að vart hafði orðið bilunar í vélinni en hún var á leið til íslands frá Alicante á Spáni með 115 far- þega sem verið höfðu í ferð á veg- um Plúsferða. Var fastlega gert ráð fyrir að farþegamir, en þeirra á meðal var 31 bam, þyrftu að eyða nóttinni í flugstöðinni í Glasgow. Reyndust öll hótel í borginni og næsta nágrenni hennar vera upp- pöntuð, að sögn flugrekstrarstjóra Islandsflugs. Þotan, sem er af gerðinni 737- 300, hefur bilað þrisvar sinnum á undanfömum hálfum mánuði. Áætlað hafði verið að hún lenti klukkan 19:30 í Keflavík. I þriðja sinn á skömmum tíma sem þotan bilar Yfír Skotlandi tók hins vegar að heyrast óeðlilegur hávaði í flugvél- inni, og var því ákveðið að lenda í Glasgow. Ekki hafði fengist nein skýring á hljóðunum, en að sögn Einars Björnssonar, flugrekstrar- stjóra Islandsflugs, hafði ekki orð- ið vart neinnar bilunar. Einar sagði að leitað hefði verið til Flugleiða um að flytja farþeg- ana til íslands. Þar áttu menn til lausa þotu, en enga áhöfn til að fljúga henni. Stóðu tilraunir til að finna þotu annars staðar í Evrópu, til að flytja íslendingana heim, enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Fyrir um hálfum mánuði bilaði sama þota tvisvar sinnum með stuttu millibili. í annað skipti var hún í flugi fýrir ferðaskrifstofuna Samvinnuferðir-Landsýn, og í hitt skiptið fyrir Flugleiðir. Efnahagsdeild ríkislögr eglustj óra Kannar hvort lög um inn- herjaviðskipti voru brotin FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur vísað máli Gunnars Sch. Thorsteins- son, stjórnarmanns í Skeljungi, til efnahagsdeildar ríkislögreglustjóra og óskað eftir að kannað verði hvort Gunnar hafi brotið lög með viðskipt- um með hlutabréf í Skeljungi hf. þar sem hann telst til innherja í félaginu. í yfirlýsingu frá Gunnari Sch. Thorsteinsson segir orðrétt: „Inn- herjaviðskipti þau sem fjallað var um í DV föstudaginn 28. júlí síðast- liðinn snúast um kaup Gunnars Sch. Thorsteinsson, stjórnarmanns í Skeljungi, þann 7. júlí 1999 á hluta- bréfum í Skeljungi hf. fyrir krónur 3.055.000 að kaupverði. Kaupin voru gerð með milligöngu löggilts verð- bréfafyrirtækis og koma Skeljungi ekkert við.“ í samtali við Morgunblaðið sagðist Gunnar vera agndofa á þessu öllu saman, hann hefði einfaldlega keypt bréfin hjá löggiltu verðbréfafyrir- tæki og hefði síðan selt hluta þeirra í byrjun vetrar. Gengi bréfanna hafi hækkað en það hafi líka gilt um bréf í fjölmörgum ef ekki flestum hlutafé- lögum sem skráð voru á markaði á þessum tíma enda miklar almennar hækkanir á hlutabréfamarkaðinum árið 1999. Gengi bréfa í mörgum fyr- irtækjum hafi hækkað enn meira en bréfa Skeljungs. Að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstöðumanns Fjármálaeftirlitsins, er það nú ríkislögreglustjóra að taka ákvörðun um það hvort kæra verði gefin út eða ekki, málið sé nú úr höndum Fjármálaeftirlitsins. Að- spurður segir Páll að gengisþróun á bréfunum eftir að viðskiptin áttu sér stað þurfi ekki endilega að breyta stöðunni, það sé ekki refsiskilyrði samkvæmt lögunum að gengið hafi hækkað heldur hitt hvort menn hafi nýtt sér trúnaðarupplýsingar. Gengi bréfa í Skeljungi lækkaði um 7,4%, úr 8,75 í 8,10, á Verðbréfa- þingi íslands í gær. Rúmlega 6 millj- óna króna viðskipti voru með bréf fé- lagsins. ■ Málinu visað/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.