Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 9 FRÉTTIR •• Ondunarsýnatækið til hagræð- is fyrir lögreglu og ökumenn Morgunblaðið/Arni Sæberg Hjálmar Björgrinsson lögreglumaður tekur öndunarsýni í nýja tækinu. SÉRÚTBÚIN bifreið Ríkislögreglu- stjóraembættisins, með tækjabúnað til töku öndunarsýna vegna meints ölvunaraksturs, var tekin í notkun á ný í síðustu viku. Embættið fékk bíl- inn og tvö öndunarsýnatæki fyrir tveimur árum, 25. júlí 1998, en í kjöl- far dómsmáls var hætt að nota tækin tímabundið meðan unnið var að verk- lagsbreytingum. Öndunarsýnatækið hefm' í för með sér mikla hagræðingu fyrir lög- regluna en ekki síður ökumanninn, jafnt í tímaspamaði og minni bið eftir niðurstöðum. Einnig dregur tækið úr álagi á heilbrigðisstarfsmenn þar sem dregur úr blóðsýnatökum. Hjálmar Björgvinsson, lögreglumað- ur og umsjónarmaður bifreiðarinnar, segir að ákveðið hafi verið að hafa eitt tækið ávallt í Reykjavík, þar sem reynslan undanfamar vikur sýni að mikið er um ölvunarakstur. Hitt tæk- ið er í bílnum og því á ferðinni hvar- vetna um landið. Árs svipting neiti ökumaður að gefa öndunarsýni Hjálmar segir að ákvörðun hafi verið tekin um það nýlega að auka eftirlit með þeim þremur þáttum sem hafi leitt til alvarlegra umferðarslysa umfram annað, sem era ölvunarakst- ur, brot á reglum um notkun bílbelta og um leyfilegan hámarkshraða. Þau alvarlegu umferðarslys sem orðið hafi í gegnum tíðina feli mörg í sér einn eða fleiri þessara þátta. Ölvun fylgi útihátíðum, eins og haldnar eru um verslunarmannahelgina, og því verði eftirlit sérstaklega hert um land allt. Samkvæmt umferðarlögum verður ökumaður að gangast undir öndunar- próf, blása í blöðra, fari lögregla fram á það. Öndunarprófið sýnir magn áfengis í blóði í prómillum. Sé magnið 0,45 prómill eða meii'a er ökumaður spurður hvort hann vilji gefa öndun- arsýni sem greint er í tölvubúnaðin- um. Neiti hann því bendir sýnatöku- maður honum á ákvæði í umferðarlögum sem kveður á um að neitun kosti hann sviptingu ökurétt- inda í eitt ár og honum jafnframt gert skylt að gangast undir blóðsýnatöku. Hjálmar kveðst hafa tekið á annað hundrað öndunarsýni og hingað til hafi enginn neitað að gefa sýni. Öku- maður er einnig spurður að því hvort hann hafi neytt áfengis eftir að akstri lauk og svari hann því játandi fer ekki fram öndunarsýnataka heldur er ökumaðurinn sendur í blóð- og þvagsýnatöku. Ökumaður er spm'ður hvort hann neyti þríhyrningsmerktra lyfja daglega og hvort hann sé undir áhrifum þeirra. Sé því svarað játandi er hætt við öndunarsýnatöku og öku- maður sendur í blóðsýnatöku. Einnig er ökumaður spurður hvort hann sé með aukinn líkamshita, þ.e. hærri hita en 37 gráður. Astæðan er sú að líkaminn brýtur áfengi niður á annan hátt þegar líkamshiti er meiri en 37 gráður og það gerir öndunarsýnatök- una óáreiðanlega. Að lokum er öku- maður spurður hvort hann hafi unnið við leysiefni. Tækjabúnaðurinn er þannig gerður að hann skynjar leysi- efni í andrúmsloftinu og fari magn þeirra upp fyrir ákveðið mark stöðv- ast öndunarsýnatakan og ökumaður er sendur í blóðasýnatöku. Gangist ökumaður undii' öndunar- sýnatöku þui'fa hins vegar að líða 20 mínútur frá því hann blés í blöðrana þar til öndunarsýnið er tekið til að auka áreiðanleika prófsins. Tækið mælir áfengismagn í milligrömmum í lítra og sýni það t.d. 0,30 mg/1 er sú tala margfölduð með tveimur til að fá út áfengismagn í blóði í prómillum. Á þeim tíma sem ákveðið er að ökumað- ur gangist undir öndunarsýnatöku og þar til henni er lokið má hann einskis neyta. Mælingin er gerð tvisvar sinnum og meðaltal úr báðum fundið og síðan er ákveðið frávik reiknað út. Tækið prentar út niðurstöðumar og málið fer síðan sinn hefðbundna feril. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eldurinn kom upp í hjólageymslu í Grafarvogi í gær. Kviknaði í hjóla- geymslu Útsala — Útsala 15% afsláttur af útsöluvörum! TVEIR tólf ára drengir voru fluttir á slysadeild með reykeitrun, ertingu í öndunarfæram, eftir brana í Grafar- vogi um miðjan dag í gær. Þeir voru að fikta með eld og bensín í hjóla- geymslu í fjölbýlishúsi og við það kviknaði í geymslunni. Þeir náðu ekki að komast út fyrr en vegfarandi sá hvað um var að vera og náði að opna fyrir þeim. Slökkvilið slökkti eldinn og reykræsti hjólageymsluna, en að sögn lögreglu var mesta mildi að ekki fór verr. FÉLAG HÖPUOBEINA- OOSPJALDHRYGOSJAfNARA Nám Höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun www.simnet.is/cranio S. 699 8064 og 564 1803 www.mbl l.is Ríta TÍSKUVERSLUN Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 $. 554 7030. Opið mán,—fös. frá kl. 10—18, lau. 10-15. 50-80% afsláttur á lagci'KÖIu i kjallara. * Oti’iílckgt iirval - irália’i* |»jóiiusln h}á.<Zý&afhluUi fngjalcigi 5. 'ími .'iiíl 2141. Opið \irka ilaga Irá kl. 10.00—1 <5.0(1. laugardaga frá kl. 10.00— I.'>.00. Andblær iiðinna ára ................. , Skolavorðustíg 21, sími 552 2419 Ný sending komin af góðum antikhúsgögnum og skrautmunum. Góðir greiðsluskilmálar. Opið virka daga kl. 12-18, laugardaga kl. 12-16. N°7 MASKARATILBOÐ Þykkja betur 12 tíma Meðmæli augnlækna Fást á næsta útsölustað Urð og grjót. . . Hálfstífur Vibram sóli Þýskir eðal-gönguskór 16.245 Heilt yfirleður og Goretex öndun Grandagarði 2 | Reykjavík | sími 580 8500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.