Morgunblaðið - 02.08.2000, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐTÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Gengið í Víkurfjöru
FERÐALANGARNIR tveir sem gengu eftir Víkuríjiiru Svört strandiengjan heiilar ferðamenn og þeir sem
á dögunum hafa notið kvöldbirtunnar og góða veðurs- gista í Víkurskála ganga gjarnan fram í Víkurfjöru og
ins sem hefur verið viðvarandi um allt land í sumar. upp undir Reynisfjall, en náttúrufegurð er þar mikil.
SCOLA-sjónvarpsstöðin
vill kenna íslensku
BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin
SCOLA hefur áhuga á því að vera
með íslenskukennslu á dagskrá sinni
en lítill áhugi er fyrir slíku hjá ís-
lenskum stjómvöldum, að sögn Mike
Handley, stofnanda Enskrar mál-
stöðvar ehf. Scola sjónvarpsstöðin er
einungis með íræðsluefni á dagskrá
sinni og fer þar mest fyrir tungu-
málakennslu. Fjöldi háskóla í
Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada
notfærir sér kennsluefni stöðvarinn-
ar. „Fyrir fimm árum vildi
sjónvarpsstöðin vera með klukku-
tíma þátt fimm sínnum í viku þar
sem kennd yrði íslenska,“ sagði
Handley í samtali við Morgunbiaðið.
„En íslensk stjómvöld sýndu þessu
engan áhuga,“ sagði Handley, en
sjómvarpsstöðin býður einnig upp á
tungumálakennslu á Netinu. „Það
eina sem stjómvöld þurfa að gera er
að framleiða kennsluefni fyrir sjón-
varpstöðina sem mun sýna það end-
urgjaldslaust,“ sagði Handley, en
hann telur að slíkt framtak muni
kosta um tíu til tuttugu milljónir
króna. Handley sagði mörg fyrirtæki
í landinu hafa sýnt framtakinu áhuga
þegar hann kannaði málið á sínum
tíma og telur hann líklegt að kostn-
aður við gerð þáttanna muni ekki
verða greiddur af skattborgurum
heldur einkafyrirtækjum.
„Mér finnst ótrúlegt að íslensk
stjórnvöld notfæri sér ekki þetta
tækifæri, en nýverið las ég það í
Morgunblaðinu að áhugi á íslensku-
kennslu í erlendum háskólum væri
dvínandi," sagði Handley.
Handley sagði mikinn áhuga fyrir
íslenskukennslu í Norður-Ameríku.
Að hans sögn vom námskeið á hans
vegum í Washington D.C. og Balti-
more vel sótt og komust færri að en
vildu. „Það er mikill áhugi á íslandi
og íslenskunni í Ameríku," sagði
Handley, en SCOLA hefur sýnt ís-
land ídagí þrjú ár og telur Handley
fleiri horfa á þáttinn í Ameríku en á
íslandi. „íslendingum stendur enn
til boða að koma tungumáli sínu og
menningu á framfæri. Sjónvarps-
stöðin hefur enn áhuga á að vera með
íslenskt kennsluefni," sagði Hand-
ley.
„Það er einnig hægt að nýta
kennsluefnið við önnur tækifæri.
Þetta myndi henta vel í íslensku-
kennslu fyrir nýbúa.“
HORiySÓFAR
Landsátak VIS
Sýndu þroska
- aktu eins
og maður
Ragnheiður Davíðsdóttir
Landsátak vís,
Vátryggingafélags
íslands, verður
hrundið í framkvæmd í
íyrramálið. Ragnheiður
Davíðsdóttir stýrir for-
vamastarfi VÍS, en í hverju
er landsátakið fólgið?
„Átakið er margþætt. Á
Kjalamesi verður komið
fyrir stórri fjölskyldumynd
og tveimur bílflökum úr
einu og sama slysinu, þar
sem fjórar manneskjur
slösuðust alvarlega íýrir
skömmu. Þá munu starfs-
menn VÍS verða á stærstu
tjaldstæðum landsins og
dreifa þar bæklingum og
öðm forvarnarefni sem
miðar að því að vekja fólk
til umhugsunar um skelfi-
legar afleiðingar umferðarslysa.
Auk þess munum við hengja upp
myndspjöld á öllum ESSO-bensín-
stöðvum landsins, þar sem minnt
verður á hörmulegar afleiðingar
gáleysis-, ölvunar- og hraðaksturs,
undir kjörorðunum: Sýndu þroska,
aktu eins og maður.“
- Hvað með auglýsingar, verða
þær umfangsmeiri um þessa helgi
en endranær?
„Já, við munum auka mjög birt-
ingar á forvamarauglýsingum
okkar sem við höfum birt af og til
þetta ár og era einn liður í miklu
átaki sem hófst í janúar. Þessar
auglýsingar hafa vakið mikla at-
hygli vegna þess að þar hafa komið
fram aðstandendur ungmenna sem
látist hafa í umferðarslysum, lækn-
ar, lögreglumenn og sjúkraflutn-
ingamenn sem tala á áhrifaríkan
hátt um reynslu sína á þessum
vettvangi.“
- Hvers vegna er VIS með svona
mikla starfsemi á forvamarsviðinu
núna?
„VÍS hefur frá fyrstu tíð lagt
injög mikla áherslu á hvers konar
forvamir og þá einkanlega for-
vamir gegn umferðarslysum. Það
hefur sýnt sig að stór hluti þjóðar-
innar er á ferðinni um verslunar-
mannahelgina og því ástæða til að
vera með aukinn viðbúnað um
þessa helgi. Þegar undanfamar
sex verslunarmannahelgar hafa
fjórar manneskjur látið lífið,
hundrað og ellefu slasast og þar af
tuttugu og þrír alvarlega. Þetta
sýnir alvöra málsins. Þetta átak er
stuðningur VÍS við átak dóms-
málaráðuneytisins, Ríkislögreglu-
stjóra, Vegagerðarinnar og Um-
ferðarráðs, þar sem markvisst er
stefnt að fækkun umferðarslysa
næstu mánuðina. Við teljum það
enn fremur vera skyldu okkar hjá
VÍS, sem tryggingarfélags, að gera
allt sem í okkar valdi stendur til að
koma í veg fyrir umferðarslys.“
- Hvers vegna verða svona
mörgslys?
„Það er engin ein skýring sem
getur verið svar við þeirri spum-
ingu en persónulega hef ég lengi
verið þeirrar skoðunar
að helsta ástæða um-
ferðarslysa, og þá eink-
anlega meðal ungs
fólks, sé skortur á um-
ferðarlöggæslu og aga-
leysi meðal ökumanna, sem er auð-
vitað fylgifiskur lítillai- löggæslu.
Menn komast einfaldlega upp með
að brjóta af sér í umferðinni og
tveir allra stærstu áhættuþættim-
ir era allt of mikill ökuhraði og van-
ræksla á notkun bílbelta.“
- Telur þú rétt að lækka öku-
hraða á vegum úti?
„Ég held að það þjóni litlum til-
gangi að setja lög og reglur ef eng-
► Ragnheiður Davíðsdóttir
fæddist 28. júlí 1954. Hún stund-
aði nám við Menntaskólann við
Hamrahlíð og lauk síðan prófi
frá Lögregluskóla ríkisins 1978.
Hún stundaði tveggja ára nám í
íslensku og lauk prófi f hagnýtri
fjölmiðlun. Háskóla íslands 1998.
Hún hefur um árabil starfað um-
ferðaröryggismálum og við ijöl-
miðla en er nú forvama- og ör-
yggismálafulltrúi hjá
Vátryggingafélagi íslands.
Ragnheiður er gift Jóhanni Ósk-
arssyni teiknara og eiga þau tvo
drengi, 16 og 28 ára.
inn er til staðar til að framfylgja
þeim lögum.“
- Hvað þarf að fjölga í löggæsl-
unni til þess að viðunandi gæsla
fari fram að þínu mati?
„Svarið við þeirri spumingu er
einfalt. Bílum hefur fjölgað um
hundrað þúsund á síðastliðnum
tuttugu áram en löggæsla hefur
dregist saman á sama tíma. Þegar
ég var að byija í lögreglunni fyrir
24 áram var starfrækt öflug um-
ferðardeild í Reykjavík með allt að
tuttugu sérhæfðum löggæslu-
mönnum og átta eftirlitsbílum úti á
þjóðvegunum þegar mest var, t.d.
um verslunarmannahelgar. Nú
heyrir til undantekninga ef maður
mætir lögreglubíl nema í nánd við
þéttbýli úti á landi. Góð undan-
tekning er þó auðvitað lögreglan í
Húnvatnssýslu sem sannarlega
sinnir umferðargæslu á sínu svæði.
Við gætum byijað á því að fjölga
lögreglumönnum um helming, þá
væri ástandið kannski viðunandi."
- Hvað getum við öll gert til þess
að þetta markmið ykkar náist, að
verslunarmannahelgin verði slysu-
laus?
„Fyrsta reglan er að aka eftir
aðstæðum, það er samasemmerki
milli alvarleika slyss og þess hraða
sem bíll er á sem lendir í eða veldur
slysi. Að halda ökuhraða í skefjum
skiptir öllu máli. Regla númer tvö:
Spenna beltin, ekki stundum, held-
ur alltaf, hvort sem
farnar era stuttar eða
langar vegalengdir.
Gætið þess að lítil böm
noti viðurkenndan ör-
yggisbúnað og sitji
aldrei í framsæti þar sem öryggis
floft)púði er. Þetta er auðvitað há-
leitt markmið sem við setjum okk-
ur, en VÍS gerir það ekki eitt og
sér, það þarf ekki minna en þjóðar-
vakningu til þess að helgin verði
slysalaus. Nú geri ég mér engar
vonir um að hún verði óhappalaus
en markmiðið er að hún skilji ekki
eftir sig mannlega harmleiki eða
dauðsföll.
Fyrsta reglan
er að aka eftir
aðstæðum