Morgunblaðið - 02.08.2000, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Ungmenni í Vinnuskóla Reykjavfkur láta senn af störfum
Tekist hefur
að ljúka flest-
um verkefnum
sumarsins
Reykjavík
SENN ljúka ungmenni í
Vinnuskóla Reykjavíkur
störfum sumarsins. Fjórtán
og fimmtán ára börn vinna
út þessa viku en þau sextán
ára fá að vinna út næstu
viku.
Tæplega 2000 unglingar
hafa starfað á vegum Vinnu-
skólans í sumar að sögn Há-
konar Sveinssonar, upp-
lýsingastjóra Vinnuskóla
Reykjavíkur. Eru það
nokkru færri ungmenni en
síðustu ár.
Hlutfall sextán ára ung-
linga er töluvert lægra nú
en áður. Vegna góðs at-
vinnuástands virðist það
auðvelt fyrir sextán ára
unglinga að fá vinnu, segir
Hákon.
Leiðbeinendur í Vinnu-
skólanum eru nú um 170.
Starfið í sumar
hefur gengið vel
Yngsti árgangurinn, þ.e.
unglingar úr áttunda bekk,
hefur fengið að vinna níu
vikur í sumar, þrjá og hálfan
tíma á dag.
Unglingar í níunda bekk
starfa einnig í níu vikur, sjö
tíma á dag. Tíundi bekkur
fær að vinna í tíu vikur.
Þrátt fyrir manneklu hef-
ur nokkurn veginn tekist að
ljúka þeim störfum sem
starfsmenn Vinnuskólans
hafa með höndum að sögn
Hákonar og hefur starfið í
sumar gengið vel.
Vinnuskóli Reykjavíkur
var stofnaður árið 1951 og
hefur nú í tæpa hálfa öld
sinnt snyrtingu, hreinsun
lóða eldri borgara, gróður-
setningu og umhirðu opinna
svæða Reykjavíkurborgar.
Fylgst með skordýrum
Blaðamaður Morgun-
blaðsins brá undir sig betri
fætinum og heimsótti ung-
linga og leiðbeinendur
þeirra sem starfað hafa við
Laugarneskirkju í sumar.
Þegar blaðamann bar að
garði var starfsliðið í kaffi
og fékk hann því að eiga
nokkur orð við ungmennin.
Krakkarnir voru allir
sammála um að einkar
skernmtilegt, væri að vera í
unglingavinnunni þegar vel
viðraði. Þau sögðu störf sfn
nokkuð fjölbreytt. Þau fá að
slá og raka, reyta arfa, sópa
og jafnvel mála.
Morgunblaðið/Sif Sigmarsdóttir
Inga Dís Pálmadóttir, Margrét Magnúsdóttir, Erling Þór Jónsson, Þórir Örn Sigvaldason
og Dóra Marteinsdóttir við störf.
Morgunblaðið/Sif Sigmarsdóttir
Katrín Ólöf Ólafardóttir og Brynja Þóra Guðnadóttir, leiðbeinendur, reita arfa með Júlíu
Mogensen.
Þórir Örn Sigvaldason,
eitt ungmennanna, sagðist
njóta þess helst við vinnuna
að fá að fylgjast með hinum
ýmsu skordýrum sem er að
finna f blómabeðum inn á
milli arfans þegar hann
reytir burt illgresið.
Þórir taldi mikilvægt að
vera duglegur í vinnunni,
einkum og sér í lagi til að
vera yngri krökkunum góð
fyrirmynd, og þá á hann við
krakkana í áttunda og
nfunda bekk grunnskóla.
Margir hörkuduglegir
Unglingar í Vinnuskólan-
um gera ýmislegt til að létta
sér lund við störfin. Einu
sinni í viku er kökudagur
hjá þeim. Þá gæða þau sér á
kökum, gosi og sælgæti í
kaffítfmum. Einnig halda
þau reglulega nokkurs kon-
ar þemadaga. Fyrir skömmu
var hattadagur og komu þá
allir með skemmtilega hatta
til vinnu.
Katrín Ólöf Ólafardóttir
og Brynja Þóra Guðnadóttir
eru leiðbeinendur hjá
Vinnuskóla Reykjavíkur og
voru þær staddar með
krökkunum við Laugar-
neskirkju. Þær sögðu
sumarið hafa verið gott og
gaman að starfa með ung-
lingunum. Þær sögðu krakk-
ana misduglega eins og
gengur og gerist en margir
þeirra væru hörkuduglegir
og góðir starfskraftar.
Með því að sýna ung-
lingunum hæfilega hörku en
jafnframt hvetja þá til dáða í
starfi töldu þær bestan
starfsárangur nást. Sérlega
hvetjandi væri fyrir starfs-
fólk Vinnuskólans þegar
vegfarendur hrósuðu þeim
fyrir vel unnin störf.
Gamla
baðhúsið
í Naut-
hólsvík
rifið
Nauthólsvík
GAMLA baðhúsið í Nauthóls-
vík var rifið í gær, en til stend-
ur að reisa á sama stað nýtt
þjónustuhús fyrir ylströndina í
víkinni. Upphaflega var gert
ráð fyrir að nýja þjónustuhúsið
yrði byggt áður en svæðið yrði
tekið í notkun, en af því gat
ekki orðið þar sem illa gekk að
ná samningum um land það
þar sem gamla gufubaðshúsið í
Nauthólsvík stóð, en þar á
þjónustuhúsið að rísa.
Nýlega gekk Reykjavíkur-
borg frá samningum við Völ-
undarverk ehf. um byggingu
525 fermetra þjónustuhúss í
Nauthólsvík við ylströndina.
Hönnuðir nýja hússins eru
Heba Hertervig, Hólmfríður
Jónsdóttir og Hrefna B. Þor-
valdsdóttir, en þær eru arki-
tektar hjá Arkibúllunni. Nýja
húsið mun bjóða upp á tví-
þætta nýtingu. Annars vegar
verður þar áningar- og útsýn-
isstaður fyrir fólk á leið um
víkina og hins vegar verður
húsið búnings- og sturtuað-
staða fyrir gesti ylstrandar-
innar.
Byggingin mun snúa að
ströndinni og fyrir framan
hana verða verönd og heit set-
laug. I byggingunni verður
búningsaðstaða fyrir 200
manns og snyrtiaðstaða sem
getur annað 500 gestum. Mið-
að er við að nýtt þjónustuhús
verði risið næsta sumar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólböð hafa verið vinsæl í Nauthólsvík í sumar. í baksýn má sjá gamla baðhúsið, sem nú hef-
ur vikið fyrir nýju þjónustuhúsi.
Morgunblaðið/jim Smart
Gamla baðhúsið við Nauthólsvík hvarf af vettvangi í gær.
Bæjaryfírvöld skoða kosti varð-
andi umferð um Skjólvang
Skjólvangur verð-
ur ekki tengibraut
Hafnarfjörður
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar
vísaði á síðasta fundi sínum er-
indi með kvörtunum íbúa við
Skjólvang til skipulagsnefndar
en margir íbúanna telja um-
ferðarþunga of mikinn á göt-
unni og hafa óskað eftir því að
Skjólvangi verði lokað við
Herjólfsgötu til að losna við
umferð til og frá Hrafnistu-
svæðinu. Hafdís Haíliðadóttir,
skipulagsstjóri Hafnarfjarðar-
bæjar, segir að erindið verði
tekið fyrir á næsta fundi skipu-
lagsnefndar 9. ágúst nk. og þá
verði farið yfir þá kosti sem
eru í stöðunni.
Hún segir að Skjólvangur sé
ekki hluti af því deiliskipulagi
sem nú sé verið að ganga frá
fyrir Hrafnistusvæðið en teng-
ist því og það sé ástæðan fyrir
því að erindinu var vísað til
skipulagsnefndar. Að sögn
Hafdísar er málið í ákveðnu
ferli núna og ekki hægt að
segja hver niðurstaðan verði á
þessari stundu.
Hafdís segir að þess mis-
skilnings gæti hjá íbúum við
Skjólvang að það eigi að
breyta götunni í tengibraut í
nýju deiliskipulagi en í erindi
íbúanna til bæjaryfirvalda var
því eindregið mótmælt að gat-
an verði gerð að tengibraut,
samkvæmt nýju skipulagi, í
stað húsagötu samkvæmt nú-
gildandi deiliskipulagi.
„Mér finnst ástæða til að
vekja athygli á því að það er
misskilningur að það sé verið
að gera ráð fyrir því í deili-
skipulaginu, sem nú er verið að
samþykkja fyrir Hrafnistu, að
þetta verði einhver tengibraut.
Það er alls ekki rétt. Það hefur
alveg frá upphafi verið gert
ráð fyrir innkomu inn í hverfið
þarna megin frá en hins vegar
er hvorki gert ráð fyrir göt-
unni sem tengibraut né húsa-
götu, þetta er safngata."
Gatan þrengd í fyrra
til að draga úr hraða
I fyrra var gatan þrengd
með götuköntum til að draga
úr umferðarhraða um Skjól-
vang og það er að sögn Hafdís-
ar rétt að fólk hafi verið að
kvarta á þessum stað. „Og það
er Jjóst að skoða þarf frekari
aðgerðir til þess að gera það
minna aðlaðandi að fara þessa
götu.“ Hafdís segir jafnframt
að gera megi ráð fyrir því, þeg-
ar nýtt deiliskipulag Hrafn-
istusvæðis sem nú er verið að
ganga frá verði að fullu komið
til framkvæmda, að þá skapist
öðruvísi aðstæður varðandi
umferð á þessum stað.
„Við erum svo sem ekki með
neinar lausnir í bili. Það þarf
fyrst að fjalla um þetta, af því
að bæði aðalskipulag og deili-
skipulag hverfisins frá upphafí
gera ráð fyrir Skjólvangi sem
safngötu og í þessum vanga-
veltum sem voru skoðaðar
varðandi umferðarflæðið við
deiliskipulag Hrafnistu var
ekki álitið rétt að breyta því en
það þarf samt eitthvað að gera
svo að það liggi ekki alveg
svona beint við að nota Skjól-
vang.“