Morgunblaðið - 02.08.2000, Side 19

Morgunblaðið - 02.08.2000, Side 19
www.saa.is Fréttir SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann - Ármúla 18-108 Reykjavík Sími 530 7600 - 5. tölublað, ágúst 2000 - Ábyrgðarmaður Theódór S. Halldórsson auglýsing ■ Fjölbreytt skemmtun fyrir börn og fullorðna: Risafjölskylduhátíð Fjölskylduhátíöin ógurlega og óvið- jafnanlega, „Mjólkurgleði SÁÁ og Oalamanna", verður haldin að Stað- arfelli í Dölum um verslunarmanna- helgina. Þessi fjölskylduhátlð er ætluð öllum sem vilja njóta þess að fara á vlmulausa útihátíð. Einstaklingar eru að sjálfsögðu jafnvelkomnir og fjöl- skyldufólk en heitið „fjölskylduhátíð" vísar til þess að þarna verður reynt að gera allt sem hægt er til þess að fjöl- skyldur geti notið samvista I fögru og vímulausu umhverfi um verslunar- mannahelgina og nóg veröi við að vera fyrir unga fólkið. Fyrir þá sem eldri eru verður mikið um dýrðir og mikill mannfögnuður. Magnús Scheving, Mignty Gareth og fleíri góðir Á Fjölskylduhátíð SÁÁ á Staðarfelli verður margt til skemmtunar: Töfra- og fjöllistamaðurinn Mighty Gareth eða Geirharður mikli sýnir listir sínar, söngkonan Ingveldur Ýr flytur frábæra söngvadagskrá, Magnús Scheving verður á svæðinu í gervi íþróttaálfs- ins, Jón Bjarnason verður kynnir og skemmtanastjóri, írski þjóðlagahóp- urinn Tamóra og hljómsveitin Karma munu einnig koma fram á hátfðinni. 1 ði um versl Maíjnús Scheving og Iþróttaálfurinn Hljómsveitin Karma Brenna ■ írski þjóölagahópurinn Tamóra fc^I^Bátsferðir Iþróttamót / \ -11 ss í Jón Bjarnason Brekkusöngur - * Loftkastalar Hestar Dansleikir Brekkusongur Sérstök áhersla á að börnin hafi nóg að gera Það verður nóg við að vera þarna á heimaslóðum Sturlunga og Dala- manna. Sérstök áhersla verður lögð á að krakkarnir hafi nægileg verkefni og verður Iþróttaálfurinn á svæðinu: Loftkastalar, hestar, fþróttamót, bátsferðir, leikjamót, opnir Alanon fundir, töfrasýning, jassballett, dans- kennsla, dansleikir, fjölskylduball, brenna, flugeldasýning, brekku- söngur og fleira. Ókeypis sætaferðir Aðgangseyrir er 4.000 kr. og ókeypis fyrir 13 ára og yngri. Fríar sætaferðir verða frá SÁÁ Síðumúla 3-5 föstudag 4. ágúst kl. 19. Meiri upplýsingar veitir Tómas Jónsson í síma 899 9030 fram á þriðjudag 1. ágúst og í slma 434 1291 á Staðar- felli eftir það. Hittumst að Staðar- felli um verslunar- mannahelgina á „Mjólkurgleði SÁÁ og Dalamanna" - fjölskylduhátíðinni ógurlegu! ■ Aðalfundur samtakanna: Góð samstaða 1 Nýbyggingum á Vogi lokið: Nýtt starfsár hafið hjá SÁÁ Fyrsti fundur fram- ^ kvæmdastjórnar SÁÁ: Framkvæmdastjórn SÁÁ kom nýlega saman til að skipta með sér verkum og skipuleggja starfshætti næsta starfsárs. Þráinn Bertelsson og Amþór Jónsson voru endurkjörnir varaformaður og gjaldkeri samtakanna. Framkvæmda- ráð skipa Þórarinn Tyrfingsson for- maður, Þráinn Bertelsson varaformað- ur, Arnþór Jónsson gjaldkeri ogTheó- dór S. Halldórsson framkvæmdastjóri og er framkvæmdaráðið óbreytt frá síð - asta starfsári. 54 milljónir af sjálfsafla- fé til sjúkrarekstrar Fimmtudaginn 15. júní var haldinn fundur í aðalstjórn SÁA eða 36 manna stjóminni eins og hún er stundum köll- uð. Fundurinnvarhaldinní Armúla 18 ogvar Gunnar Kvaran fundarstjóri. Gjaldkeri samtakanna, Arnþór Jóns- son, gerði grein fyrir rekstarafkomu siðasta árs og kom fram í máli hans að reksturinn er í góðu jafnvægi og sam- kvæmt áætlun en fjárþörf samtakanna er mikil um þessar mundir vegna hinna miklu byggingaframkvæmda vegna stæklcunar Sjúkrahússins Vogs og við- haldi á gamla hluta hússins. Framlög samtakanna 1999 vegna sjúkrareksturs á árinu 1998 námu rúmlega 54 milljón- um króna. Theódór S. Halldórsson fram- kvæmdastjóri sagði frá byggingarfram- kvæmdum. Nýbyggingu og margskonar viðhaldi og endurnýjun er að mestu lokið en eftir er ýmiss konar vinna við gamla hluta sjúkrahússins og svo að ganga frá lóð ogumhverfi Vogs. Lán- tökuheimild var samþykkt fyrir 75 milljón króna láni til að fjármagna það sem eftir er af þessum framkvæmdum. Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁA og forstöðulæknir samtakanna flutti síðan erindi um stöðuna i meðferðar- málum hjá samtökunum á árinu 1999 og fjallaði sérstaklega um hina miklu aukningu sem hefur orðið á fjölda sjúklinga innan við tvítugt. Þórarinn sagði frá starfi hinnar nýju Unglinga- deildar og lýsti mikilli ánægju með hvernigtil hefurtekist með bygginguna sem er bjartur og fallegur vinnustaður og góð aðstaða fyrir sjúklingana. Formaðurinn skýrði einnig fundar- mönnum frá því að Ríkisendurskoðun hefði lokið árvissri yfirferð sinni yfir reikninga og bókhald samtakanna og skilað afarjákvæðri umsögn svo að ástæða væri til að þakka framkvæmda- stjóra, skrifstofustjóra ogöðru starfsliði skrifstofunnar fyrir hversu vel hefði verið að verki staðið í sambandi við bókhaldsmál samtakanna. Þráinn Bertelsson forstöðumaður Útgáfu- og útbreiðslusviðs SÁÁ sagði frá kynningar- og fræðslumálum sam- takanna og fjallaði einnig um ýmiss konar kynningar- og fræðsluverkefni og heimildasöfnun sem er í gangi hjá samtökunum. D Stjórn SÁÁ endurkjörin Aðalfundur SÁÁ var haldinn fimmtu- daginn 29. júní í sal Göngudeildar í Síðumúla. Fundarstjóri var kosinn Gunnar Kvaran og fundarritari Ásgerð - ur Th. Björnsdóttir. Á dagskrá voru aðalfundarstörf samkvæmt þvi sem kveðið er á um í lögum samtakanna. Þórarinn Tyrfingsson formaður skýrði frá störfum stjómar og starfsemi samtakanna á síðasta ári. Engar tillögur komu fram um laga- breytingar en formaður skýrði frá því að í umræðu væri að leggja fram að ári tillögu um að fjölga í aðalstjórn SÁAtil að stuðla að aukinni þátttöku unga fólksins í starfsemi samtaka. Kjörtímabil eftirtalinna aðalstjóm- armanna var útrannið og vora þeir allir endurkjömirtilstjómarsetu: AtliFreyr Guðmundsson, Reykjavik, Bjarki Elías- son, Reykjavík, Bjami Pálsson, Kópa- vogi, Grettir Pálsson, Reykjavík, Gunnar Ó. Kvaran, Reykjavík, Ingólf- ur Kristmundsson, Reykjavík, Kolbrún Jónsdóttir, Reykjavík, Láras Halldórs- son, Reykjavík, Oddur Hjaltason, Reykjavík, Ragnar Aðalsteinsson, Sel- tjarnarnesi, Valdís Björgvinsdóttir, Reykjavík og Þórarinn Tyrfingsson, Reykjavík. Varamenn í aðalstjóm, kosnirtil eins árs: Auðbjörg Björnsdóttir, Garðabæ, Axel Rúnar Guðmundsson, Hvamms- tanga, Flosi Ólafsson, Reykjavík, Tómas Jónsson, Reykjavík og Öm Kjæmested, Mosfellsbæ. Endurskoðendur voru kjörnir: Gunnar Ólafsson, Kópavogi og Þór Fannar, Mosfellsbæ. Varaendurskoð- endur vora kjörnir: Gísli Sveinn Lofts- son, Reykjavík og Sigurður H. Þor- steinsson, Hafnarfirði. Félagsgjöld vora ákveðin óbreytt, kr. 3ooo. Að loknum aðalfundi kom aðalstjóm SÁÁ saman á stuttum fundi og kaus framkvæmdastjóm. ÞórarinnTyrfings- son forstöðulæknir var einróma kjör- inn formaður samtakanna og aðrir í framkvæmdastjórn eru: Þráinn Bertelsson, Arnþór Jónsson, Heiður Gunnarsdóttir og Oddur Hjaltason. Varamenn í framkvæmdastjórn eru: Atli Freyr Guðmundsson, Gunnar Kvaran og Jakob Ó. Jónsson. CH Göngudeiidarþjónusta SÁÁ Upplýsingar um meðferðarúrræði, fræðslu og ráðgjöf í síma 530 76 00 eða á Fræðsiusetri SÁÁ á veraldarvefnum www.saa.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.