Morgunblaðið - 02.08.2000, Page 23

Morgunblaðið - 02.08.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 23 Hægt að skoða reikninga viðskipta- vina Barclays Einkar óheppilegt mál fyrir bankann Lundúnuni. AFP. BARCLAYS-BANKINN á Bret- landi neyddist til þess að loka fyrir viðskipti á Netsíðu sinni á mánu- daginn var en viðskipti voru stöðvuð eftir að fjórir viðskiptavinur bank- ans höfðu hringt og kvartað undan því að þeir gætu skoðað reikninga annarra viðskiptavina bankans. Er nú unnið að rannsókn málsins. Tals- menn Barclays sögðu að ástæðuna vera þá að tekið hefði verið í notkun nýtt tölvuforrit en því hefði strax verið lokað og gamla kerfíð keyrt á nýjan leik eftir að kvartanir bárust. Nú yrði farið vandlega yfir nýja kerfið og það yrði ekki keyrt aftur fyrr en menn væru handvissir um að engin vandamál gætu komið upp. Neytendasamtökin á Bretlandseyj- um hafa barist fyrir auknu öryggi í viðskiptum á Netinu og talsmaður þeirra sagði að atvikið hjá Barclays væri staðfesting á því að full ástæða væri til þess að taka öryggismálin fastari tökum. Þetta atvik kemur einkar illa við Barclays-bankann því stjórnendur hans ákváðu að loka 171 bankaútibúi á Bretlandi, þrátt fyrir mótmæli bæði viðskiptavina og stjórnmálamanna, og réttlættu lokun útibúanna með auknum bankaviðskiptum á Netinu. -------------- Vaxandi hlutabréfa- eign Þjóð- verja HLUTABRÉFAEIGENDUM í Þýskalandi hefur fjölgað mjög á und- anförnum misserum og í könnun, sem þýska rannsóknarstöðin DAI lét gera, kom í ljós að í lok júní áttu um 11,3 milljónir Þjóðverja bréf í hluta- félögum eða í fjárfestingarsjóðum sem fjárfest höfðu í hlutabréfum eða 17,7% allra Þjóðverja fjórtán ára og eldri. Hlutafjáreigendum hefur fjölgað mjög hratt því um áramótin síðustu áttu 8 milljónir Þjóðverja eða 12,9% bréf og þeim hefur því fjölgað um 3,3 milljónir á síðustu sex mánuð- um. „Þetta staðfestir að hlutabréfa- eign í Þýskalandi er að verða mjög almenn eins og tíðkast í flestum iðn- ríkjum heimsins,“ segir Ruediger von Rosen hjá DAI. Rosen telur að hlutafjáreigendum í Þýskalandi muni halda áfram að fjölga á næstu árum en að þeim muni þó ekki fjölga eins hratt og verið hefur. -----*-++----- Austurbakki og Hans Petersen Viðræður um sam- einingu STJÓRNIR Austurbakka og Hans Petersen hafa ákveðið að hefja form- legar samningaviðræður með það að markmiði að sameina félögin. Stefnt er að því að niðurstaða fáist innan fárra daga, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings ís- lands. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Strengur semur við Weartical.com STRENGUR hf. og Weartical.com hafa gert með sér samning um samtengingu Navision Financials- viðskiptahugbúnaðar og Intershop enfinity-vefvið- skiptalausnarinnar. Tengingin er byggð á Info- Store- og InfoServer-lausnum frá Streng hf. Info- Store er verslunarkerfí, sérkerfi sem Strengur hf. hefui’ skrifað í Navision Financials og er selt sem vottuð eining af Navision Software. Um lausn er að ræða fyrir smásöluverslun, heildsölu og vöruhús með innbyggðu afgreiðslukerfi. Meðal notenda má nefna Baug, NTC, Háess, Sparverslun, Rúmfata- lagerinn o.fl. Nú síðast bættust 18 snyrtivöruversl- anir á Mallorca í hóp InfoStore-notenda. InfoServer er samskiptalausn skrifuð af Streng hf. sem auðveldar samskipti á milli flókinna kerfa. Intershop enfinity er vefverslunarlausn og byggist á nýjustu tækni s.s. Corba, Java og XML. I frétta- tilkynningu kemur fram að lausnin frá Streng hf. felst í tengingu milli vefbúðarinnar enfinity og við- skiptahugbúnaðarins Navision Financials. Info- Store og InfoSei-ver tengja hugbúnaðinn saman þannig að gögn flæða í rauntíma milli verslunar- kerfa Strengs og vefbúðarinnar. Því er hægt að stýra öllum upplýsingum á vefsíðunni í gegnum InfoStore og stýra þannig vefbúðinni eins og um afgreiðslukerfi í verslun væri að ræða, að því er fram kemur i fréttatilkynningu. Weartical.com var stofnað 26. október 1999. Olav Djupvik og Olav Roeyset frá Weartical.com og Jón Heiðar Pálsson, sölusfjóri Strengs hf. Fyrirtækið hóf rekstur 1. júní með gangsetningu vefseturs síns í Bretlandi. Weartical.com selur vinnufatnað, s.s. samfestinga, öryggisskó og hlífð- argleraugu, til stórfyrirtækja í dreifðri starfsemi. Áætlað er að velta fýrirtækisins verði um 19 millj- ón pund, 2,2 milljarðar íslenskra króna, í lok árs 2002. ítalskir gæðagönguskór Söluaðilar um allt land öld t VAUDt m b 66°N & ngu uxur Nýjar göngubuxur kr. 6.990,- Kynningarverð j ^í'f) _ Barnastærðir kr. 4.950,- Kynningarverð |S|jj|gM| ' Ý ^ 1 >y" | ' • 1 ____I jmapaiapgiga göngustafir) O O -------y Gabel göngustafir frá: 2.990; parið (Trail). (HTnJ öndunarja kar Keilir aðpinv £ i c \ c öndunarjakki doemb- zJ.ZJZ Faxafeni 12 • Simi: 588 6600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.