Morgunblaðið - 02.08.2000, Page 29

Morgunblaðið - 02.08.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 29 LISTIR Myndlist á Siglufirði NÚ stendur yfir sýning Birgis Schiöth myndlistarkennara í sýning- arsal Ráðhússins á Siglufirði. Hann sýnir 60 verk, aðallega pastelmyndir og teikningar frá síðustu átta árum til dagsins í dag. I tilefni sýningar- innar hefur hann hannað og gert siglfirskan minjagrip sem einnig er á sýningunni. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl. 16-19 og um helgar frá kl. 14- 19. Hún stendur fram yfir verslunar- mannahelgi. --------------- Sýning framlengd Pakkhúsið, Höfn, Hornafirði Sýning Ásgríms Jónssonar í Pakkhúsinu á Höfn verður fram- lengd til 9. ágúst. Myndirnar eru úr Skaftafellssýslum, flestar úr Homafirði. Sýningin er opin alla daga kl. 13-18. ------*-*-*----- Sýningu lýkur SÝNINGU á listaverkum úr gjöf Sverris Magnússonar og Ingibjarg- ar Sigurðardóttur í Sverrissal Hafn- arborgar, menningar- og listastofn- unar Hafnarfjarðar, lýkur 7. ágúst. Sýningin er opin alla daga kl. 12- 18. Italskar org- elbreiðsíður TOJVLIST Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Orgelverk eftir J. S. Bach/Vivaldi, Respighi, Rossini og Bossi. And- rea Macinanti frá Bologna, orgel. Sunnudaginn 30. jiili kl. 20. BOLOGNA á Ítalíu var vitanlega menningarborg löngu áður en hún hlaut þann titil fyrir árið 2000 ásamt Reykjavík og sjö öðrum borgum í Norðurálfu. Þar er einn af elztu há- skólum álfunnar, frægur fyrir lög- fræði, og þar bjó Padre Martini sem kenndi ungum pilti frá Salzburg að nafni Mozart kontrapunkt. Þaðan kom einnig orgelleikari sunnudag- skvöldsins síðasthðna á 9. af 19 tón- leikum Hallgrímskirkju í röðinni „Sumarkvöld við orgelið". Andrea Macinanti kvað skv. tónleikaskrá m.a. kenna orgelleik við tónlistarhá- skólann í Bologna, sem einmitt heit- ir í höfuðið á fyrrgreindum tónk- ennimanni. Slíkum stofhunum var ekki til að dreifa handa fróðleiksfúsum upp- rennandi orgelsnillingi frá Eisen- ach, þegar hann vildi tileinka sér konsertrithátt Vivaldis, fremsta brautryðjanda hinnar nýju tóngr- einar á fyrri hluta 18. aldar. Hann greip því til þess ráðs sem skilvirk- ast var í stöðunni - að umrita nokkra konserta fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Vivaldi fyrir sitt aðalhljóðfæri. Bach sló þannig þrjár flugur í einu höggi: öðlaðist djúp- stæða innsýn í formrænar vinnuað- ferðir þessa helzta tónjöfurs ítala, hlaut dýrmæta reynslu í að skrifa fyrir bæði orgel og strengi, og æfði sig um leið á hljómborðið. Þar eð tónsmíðanám er í grundvallaratrið- um sjálfsnám, hafa álíkar tileinkun- araðferðir reynzt mörgum nemenda notadrjúgar, allt frá öndverðu og jafnvel löngu eftir að tónlistarhá- skólar komu til skjalanna. Því má svo við bæta, og ætti fáum að koma á óvart, að þessar sjálfsæfingar Bachs í orgelumritun frá unglingsárum hafa fyrir löngu fest rætur í orgel- bókmenntum, hvort heldur til kennslu eða konsertbrúks. Umritun Bachs (BWV 596) á Konsert Vivaldis í d-moll (í lausmáli tónskrár sagður í a-moll) fyrir tvær fiðlur og strengi var frískiega leik- inn, að vísu svolítið göslandi í hrað- ari þáttum, auk þess sem gætti ósamhæfingar í ondeggiando-fígúr- um upphafsþáttar og smáhökts í Largóinu. Útþættir voru merktir „Senza indic. di tempo“, s.s. án hraðaforskriftar, en yfirleitt var vel hægt að una hraðavali organistans , nema helzt í lokaþætti, sem æddi fram og aftur „con rubati alla moda“, líkt og ku ríða húsum í barokkorgelleik seinni ára. En spilamennskan var alltjent ekki leið- inleg, og raddvalið var hugvitssamt. „Kansónu" nefndi tónleikaskrár- ritari (eða -þýðandi) Chaconne-þátt- inn fræga úr d-moll Partítu Baehs fyrir einleiksfiðlu, sem freistað hef- ur mai'gra útsetjara fyrir fjölda ólíkra hljóðfæra. Hér gat að heyra framlag Ulisse Mattheys, organista í Loreto á fyrri hluta aldarinnar, og var það ekki meðal lökustu útfærslna sem maður hefur heyrt, enda var fomt tilbrigðaformið framan af einkayndi orgelleikara. Túlkun Macinantis var afar íjölbrerit, og það merkilega var, að jafnvel stórgerð- ustu kúnstpásur spilarans, sem sennilega hefðu farið í taugar hlusta- ndans af hljómdiski, nutu sín ágæt- lega í stórómi Hallgrímskirkju. Enn sem áður var litadýrð Klais-orgelsins nýtt í botn, allt frá íhugulasta hvísli í kosmíska tign, og þó að einstaka staðir bæru ýmist vott af stirðleika eða hundavaðsyfirferð, var flestallt skemmtilegt áheymar. Prelúdíur Ottorinos Respighis (1879-1936) í a og F yfir „sálma“ [kóralraddsetningar] Bachs, Ich hab’ mein Sach Gott heimgestellt og In dich hab’ ich gehoffet, Herr (BWV 351 & 52) frá 1910 vom þétt spunnar smíðar og krómatískar, einkum hin fyrri. Seinni prelúdían var í léttum og leikandi 6/8 takti og registmð með bullandi suðrænni litagleði. Úr Petite messe solenelle (1867), síðustu tónsmíð Rossinis (1792- 1886), er líkt og Respighi lærði í Bol- ogna en dvaldi seinni hluta ævinnar í París, var leikin Prélude réligieux pendant l’offertoire. Kórverkið var upphaflega skrifað fyrir undirleik tveggja píanóa og harmóníums[!] sem Rossini síðar orkestraði, en hér fylgdi hvorki sögu hvort umritað væri fyrir pedalorgel né hver hefði gert það. Verkið var dulúðlega lág- vært í upphafi, en þegar á leið í senn samtímalega krómatískt og furðu- mótað af barokklegum sekvenzag- angi; óravegu frá tónmáli Rakarans í Sevillu. Leikur Macinantis var tápmikill og innsæ túlkun hans bar vott um mikla innsýn í tónsköpunarlegt ind- jánasumar Rossinis. Kastaði þó tólf- um í lokaverkinu, hinni hátypptu Fantasíu Op. 64 frá 1890 tileinkaðri Césare Franck eftir Marco Enrico Bossi (1967-1925). Þetta dýnamíska verk var líkt og stærstu orgelstykki Francks allstórt í sniðum, í raun vís- ir að sinfóníu, og hófst og lauk með dramatískum hljómabreiðsíðum af stærsta kalíber, svo orrustan við Jótlandssíðu 1916 bliknaði í saman- burði. Hafi eitthvert ryk legið ósnortið eftir í orgelverkinu eftir átökin, losnaði það rækilega í ókynntu aukaverki sem fagkunnug- ir töldu geta verið eftir Respighi, enda gekk það ekki með veggjum frekar en hið fyrrgengna í tjáningu þessa skapmikla ítalska orgelleik- ara. Ríkarður Ö. Pálsson Feilnótur þjóð- félagssymfóníunnar BÆKUR FRÆNIII RAMEAUS eftir Denis Diderot. Islensk þýðing: Friðrik Rafnsson. Hið íslenska bók- menntafélag 2000,197 bls. í LÆRDÓMSRITARÖÐ Hins ís- lenska bókmenntafélags er komin út satíra Diderots, Frændi Rameaus. Eins og venja er með lærdómsritin er verkinu fylgt myndarlega úr hlaði með fonnála og skýringum þýð- andans, Friðriks Rafnssonar, ásamt eftirmála Vilhjálms Árnasonar rit- stjóra. Verk þetta kom upphaflega út í þýskri þýðingu Goethes árið 1805 en var fyrst gefið út á frummálinu í Par- ís árið 1891. í fróðlegum formála þýðanda segir að ætlun höfundar með verkinu hafi einkum verið „að lýsa þeim mönnum sem lifa sníkjulífi á öðrum, skríða fyr- ir öðrum, vilja láta skríða fyrir sér og leyfa öðrum að éta úr lófa sér, en einnig að ná sér hressilega niðri á andstæðingum sínum á sviði bók- mennta og heimspeki" (19). Verkið er skiifað sem samræða þar sem höf- undur og persóna sú, sem titillinn vís- ar til, frændi Rameaus, ræðast við eina dagstund á Régence-kaffihúsinu í París. Á téðu kaffihúsi var á tíma Diderots mikið um að menn sætu að tafli og að eigin sögn skemmti hann sér oft við að fylgjast með viðureign- inni. Á það hefur verið bent að þessu verki Diderots megi einmitt líkja við skák. Mennirnir tveir sem ræða sam- an takast á í orðræðulist sem líkja má við skák. ,jUmar þeirra teflir fram tiltekinni fullyrðingu, hinn kemur með mótrök sem breyta stöðunni í samtalinu (skákinni) eða hreinlega með svo sterk mótrök að hann „drep- ur“ það sem viðmælandinn sagði. Þeir reyna að skáka hvor öðrum" (13). Eins og undirtitill verksins, „sat- íra“, bendir á er hér um háðsádeilu að ræða og það því skrifað að miklu leyti í stóryrtum ýkjustíl og aðalpersónan dregin stórum dráttum. Eins og fram kemur hér að framan var Diderot í mun að „ná sér hressilega niðri á and- stæðingum sínum á sviði bókmennta og heimspeki" og það gerir hann með því að láta háðið dynja á hinum og þessum samtímamönnum sínum, ekki síst leikskáldinu Palissot sem hafði haft Diderot sjálfan að háði og spotti í umdeildum gamanleik sínum, „Heimspekingunum". Það menning- ai'lega og sögulega samhengi sem Diderot skrifar Frænda Rameaus inn í er vandlega útskýrt í neðan- málsskýringum þýðanda og ætti því ekki að koma í veg fyrir að nútímales- endur geti notið háðsins, ádeilunnar og grínsins - þótt þeir kunni ekki fyr- irfram skil á skírskotunum höfundai'. Sú persóna sem verkið er kennt við, frændinn útsmogni, er fyrir löngu orðin ein af klassískum pers- ónum bókmenntasögunnar. Hann er arftaki hinna spönsku „picaro" eða skálka sem bókmenntaunnendur þekkja úr verkum Cervantes og fleiri 17. aldar höfunda sem nokkur hafa verið þýdd á íslensku. Skálkurinn er persóna sem lifir á því að þjóna, svíkja og pretta aðra og eru frásagnir af „list“ þeirra yfirleitt með miklum ólíkindum og óborganlega fyndnar. Frændinn í verki Diderots er kannski betur gefinn en hinir spænsku fyrirrennarar hans en út- smogið skálkaeðlið er af sama toga. Það býr heilt „hugsanakerfi“ á bak við háttalag frændans og það er ein- mitt þetta hugsanakerfi sem hann gerir svo skemmtilega grein fyrii' á síðum þessarar bókar og „ver“ gegn andmælum og siðferðislegum skoð- unum viðmælanda síns. Hann reynir ekki að leyna skálksskap sínum, þvert á móti gerir hann í því að játa galla sína og siðferðisbresti og hefur gaman af: „Fjandinn hirði mig ef ég veit í raun og veru hver ég er. Yfirleitt er hugur minn hnöttóttur eins og kúla og lundarfar mitt ljúft sem lamb. Ég er aldrei falskur ef ég hef hag af því að vera sannur, aldrei sannur ef ég hef hag af því að vera falskur. Ég segi hlutina eins og þeir koma mér fyrir sjónir, skynsamlega, gott og vel, fár- ánlega, og þá er ekki hlustað á mig. Ég notfæri mér til hins ýtrasta að ég skuli vera svona blátt áfram. Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi hugsað áður, á meðan eða eftir að ég sagði nokkurn skapaðan hlut. Enda hef ég aldrei móðgað nokkurn mann.“(109) Samræða þeirra Diderots og frændans spannar breitt svið. Óborg- anleg er lýsing frændans á því hvern- ig hann hagar sér til að komast í mjúkinn hjá þeim sem efnaðir eru til þess að hann fái að njóta sem flests af þeirra ofgnótt og lýsing hans á því hvernig hann myndi hegða sér ef hann sjálfur kæmist í álnfr. Umræða um heimspeki og listir er fyrirferðar- mikil í verkinu - ekki síst um leikhús og tónlist og er margt af því sem látið er falla í því samhengi í fullu gildi enn í dag. Frændinn er sjálfum sér sam- kvæmur í þeirri lífsfilósófíu sinni sem hann lýsir á efth'farandi hátt (og not- ast við líkingamál úr tónlistinni); „Menn verða að kunna að nýta sér feilnótumar í þjóðfélagssymfóníunni, koma sér fyrir á réttum stöðum, und- irbúa, bjarga sér. Ekkert er eins flatt og alger samhljómur. Eitthvað verð- ur að stinga, kljúfa heildir, brjóta geislana" (162). Frændi Rameaus hefur næmt eyi'a fyrir feilnótunum, hann er sífellt að trufla samhljóminn, stinga, kljúfa heildir og brjóta geisl- ana. Með augum slíkra manna sjáum við oft óvæntar hliðar á viðteknum sannleika, venjum og háttalagi sem við sjálf kunnum að vera blind gagn- vart. Hin tveggja alda gamla satíra Diderots á allt eins erindi við lesend- ur í dag og samtíma sinn. Friðrik Rafnsson hefur þýtt verkið af mikilli fagmennsku og er málfar, stíll og all- ur frágangur þýðingarinnar til fyrh'- myndar. Áður hefur Friðrik Rafns- son þýtt annað meistaraverk Diderots, „Jakob forlagasinna og meistara hans“ (Mál og menning 1996) og er bókmenntaunnendum mikill fengur í báðum þessum þýð- ingum. Soffía Auður Birgisdóttir LISTMUNIR Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð. Höfum kaupendur að góðum verkum gömlu meistaranna. Gallerí Fold Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400. fold@artgalleryfold.com www. eryfold.com Stökktu til Costa del Sol 21. ágúst frá kr. Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 21. ágúst, en vinsældir þessa staðar hafa aldrei verið meiri. Hér ftnnur þú frábæra gististaði, glæsilega veitinga- og skemmtistaði, frægustu golfvelli Evrópu, glæsilegar snekkjubáta- hafnir, tivolí, vatnsrennibrautagarða, glæsilega íþróttaðstöðu og spennandi kynnisfeðrir í fríinu. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Þú getur nú tryggt þér ótrúlegt tilboð í sólina, þú bókar núna, og 4 dögum fyrir brott- for, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verðkr. 33.955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, vika. 21. ágúst, stökktu tilboö. Verð kr. 44.990 M.v. 2 í studio, vikuferð, 21. ágúst Feröir til og frá flugvelli, kr. 1600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.