Morgunblaðið - 02.08.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 02.08.2000, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ He|, sæta! Prpfpðu þaðgiýjasta! Fimfn flottir augnskuggar og fímm vara/Mr saman í skemmWegum umbúóum. Útsölustaðir: ^ Lyf og heilsa - Apótek og helstu snyrtivöruverslanir Dreifihgáraðili: Cosmic ehf., sími 588 6525 40 > MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 ftaka völdin Rafmagnskælibox 24 lítra, 12 volta Kælibox 30 Iftra, gðð einangrun fatnadur • imrttUntttH JURA gönguskór EXPE combipols göngustafir þrísk með hertum oddi rlLA'SkÓI Sumar- og tískufatnaður toppurÍYW/ V útívúit nærfatnaður á börn og fullorðna UlHEtÖ TILBOÐ Fasteignir á Netinu v^mbl.is UMRÆÐAN Hvað er svona merkilegt við Island? MARGT hefur verið skrifað í framhaldi af kristnihátíðinni sem sýnir frekar ógeðfelldar hliðar á samtíðarmönnum. Það er fárast yfir kostnaði við hátíðina og ekki má gleyma að nefna að þeim peningum sem í hana fóru hefði betur verið varið til að styðja bágstadda. Ætli megi ekki segja það sama um æði margt tilhald í þjóðfé- laginu? Að telja það eftir á velmegunaröld að nokkru sé kostað til að minnast stórat- burðar í þjóðarsög- unni eins og kristni- tökunnar er vitaskuld ekki annað en kot- ungsháttur, hver sem trúarafstaða manna kann að vera. En þetta tækifæri hefur líka verið notað til að blása í glæður óvildar gegn kristni og kirkju. Hver verð- ur að fá að þjóna lund sinni í þeim efnum sem honum sýnist. Hitt er verra þegar menn verða svo átta- villtir að þeir vita ekki hvar þeir eiga heima. Rabb í Lesbók 29. júlí, undirrit- að Árni Arnarson, hefur orðið mér meira umhugsunarefni en önnur skrif um þessi efni. Hann hefur bersýnilega ekki verið á hátíðinni af því hann heldur að sjálf minning kristnitökunnar hafi verið „auka- númer í skemmtidagskrá Alþing- is“, eins og hann segir, og hún hafi ekki verið „í kristilegum anda“ sem hann veit auðsjánlega vel hvernig sýna skal. Þessi höfundur hefur einhvers staðar meðtekið þá hugsun að öll rækt við þjóðerni sé af hinu illa. Honum verður ekki skotaskuld úr að tengja múgsamkomur nasista við þjóðfrelsishreyfingu íslendinga um aldamótin og fyrri Þingvalla- hátíðir. Evrópusambandið „var stofnað til að brjóta niður hina blóði drifnu múra fordóma og tor- tryggni," segir hann og það virðist standa í einhverju samhengi við löngun íslendinga til að efla samstöðu sína sem þjóðar á Þing- völlum og minnast sögu sinnar þar. Hér er ekki ástæða til að rekja málflutning höf- undar ítarlega, les- endur skulu aðeins hvattir til að fletta upp í Lesbókinni og kynna sér þá menn- ingarsýn sem þar birtist. Ég get þó ekki stillt mig um að birta hér sýnishorn af smekkvísi höfundar í líkingamáli: „Fjárveit- ingavaldið, sem venju- lega er haldið krón- ískri hægðatregðu þegar málefni þeirra sem minna mega sín í þjóð- félaginu ber á góma, fær óstöðv- andi niðurgang um leið og styrkja þarf hégómafullar hugmyndir um sögulega yfirburði og afrek ís- lensku þjóðarinnar.“ Höfundur liggur hvergi á því að það hafi verið siðlaust af íslensk- Kristnihátíð Ekki á að letja okkur, segir Gunnar Stefánsson, til að leggja rækt við eigin menningu og erfðir. um stjórnvöldum að minnast kristnihátíðarinnar. Hann verður að hafa þá skoðun fyrir sig og von- andi er hann þá ötull stuðnings- maður góðs siðferðis. En það voru þessi orð sem ég staldraði lengst við í máli hans: „Ef til vill er ástæðan fyrir því að þjóðin snið- gekk þessa kostnaðarsömu hátíð- ....að tilefnið sjálft lá ekki ljóst fyr- ir. Var íslensk kristnitaka eitthvað merkilegri en annarra þjóða?“ Þetta er góð spurning og má gjarnan bæta fleirum við í sama dúr: Var stofnun lýðveldis á Is- landi eitthvað merkilegri en ríkja- stofnanir annarra þjóða? Er saga íslands eitthvað merkilegri en annarra þjóða? Eru íslendingar eitthvað merkilegri en aðrar þjóð- ir? Svarið við öllum þessum spurn- Gunnar Stefánsson Cartíse Cartfse og Lýv, Cartfse, haildverslun, Garöarsbraut 15, Hamraborg 1, Húsavfk, sími 554 6996. sími 464 2450. Stretch buxur, st. 36-52, ný sending. Frábærar kvartbuxur. Micro úlpur. Síðir jakkar. Siffon skyrtur. Dragtir. Lámarksverð Hágæði ingum er vitanlega neikvætt. Ekk- ert af þessu er merkilegra en hjá öðrum. En þetta er okkar saga, okkar menning, okkar líf. Er það „ofvaxið skilningi manna með mannsvit", svo gripið sé til orða Sigurbjörns Einarssonar biskups í Morgunblaðinu 28. júlí, að íslend- ingum sé sómi að því, beri jafnvel nokkur siðferðileg skylda til þess, að virða sögu sína, trú og menn- ingu, - þótt hún sé ekki „merki- legri“ en aðrar þjóðir eiga? Það er auðvitað alveg rétt hjá þessum greinarhöfundi að einstakir at- burðir, eins og kristnitakan á Al- þingi árið 1000, hafa einkum tákn- rænt gildi. „Það er ljóst að landið hefði kristnast hvort eð var,“ segir hann spaklega. „Ártöl skipta þar litlu máli.“ Ekki ónýtt að benda á þetta. Það skiptir kannski ekki máli frá háum sjónarhóli skoðað hvenær atburðir gerast, - þeir hefðu gerst hvort eð er! Þetta er auðvitað heimspekileg spurning sem jafnsnjall maður og höfundur rabbsins gæti áreiðanlega varpað ljósi á í góðu tómi. Ég þykist sjá af þeirri grein sem hér er um rætt að höfundur henn- ar vilji telja sig - eða láta telja sig - alþjóðasinna, eins og kallað er. Þess vegna er honum svo illa við að nokkuð sé gert sem geti ýtt undir þjóðerniskennd þessarar litlu þjóðar. Víst þurfum við að líta vítt yfir og gerum það í vaxandi mæli. En það á ekki að letja okkur til að leggja rækt við eigin menn- ingu og erfðir. Kannski þjónum við umheiminum einmitt best með því. Á þessu sumri stóð ég í húsi Stephans G. Stephanssonar á sléttum Albertafylkis í Kanada. Það var ógleymanleg stund. Ovíða, ef nokkurs staðar, hefur íslenskur andi risið hærra og skyggnst dýpra en í þessu litla lágreista húsi. Stephan G. var enginn heimalningur, en hann gleypti ekki hugsunarlaust tuggur sem að hon- um voru réttar í hinum stóra heimi. Hann var ekki kirkjunnar maður, kallaði sig raunar guðleys- ingja. En hann var umfram allt húmanisti, trúði á þroskamögu- leika manna og samfélagslega ábyrgð þeirra. Hvað orti hann á hinu mikla landflæmi Vestur- heims: Heimsborgari er ógeðs yfirklór - alþjóðrækni er hverjum manni of stór, út úr seiling okkar stuttu höndum. Hann, sem mennir mannafæstu þjóð, menning heimsins þokar fram á slóð, sparar hræ og hrösun stærri löndum. Það getur auðvitað verið álita- mál hver það er sem best mennir hina mannafæstu þjóð - og þokar um leið menningu heimsins fram um hænufet. En það gerir vissu- lega enginn sem ekki veit eða vill vita hvaða þjóð hann heyrir til. Höfundur er bdkmenntafræðingur. mbl.is __/KLLTXíf= CtTTH\0K£J A/ÝTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.