Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Biskup messar í Drangey Injyjbjörg Sólrún færir Guðna Helgasyni gjöf Biskup Islands, Karl Sigurbjörnsson, messaði í Drangey í fyrradag. Til aðstoðar var séra Guðbjörg Jóhannsdóttir, prestur á Sauðárkróki. Um hundrað messugest- ir í blíðskaparveðri KARL Sigurbjörnsson, biskup ís- lands, messaði í Drangey í Skaga- firði á sunnudag í blíðskaparveðri og voru um það bil 100 manns við- staddir athöfnina. I samtali við Morgunblaðið segist Karl fyrir löngu hafa gefið loforð um að messa á þessum stað og kominn hafi verið tími til þess að efna lof- orðið. Sóknarprestur Sauðárkróks- kirkju, séra Guðbjörg Jóhanns- dóttir, tók þátt í athöfninni, kirkju- kór Sauðárkrókskirkju söng og Rögnvaldur Vilbergsson organisti spilaði á harmonikku. Messugestir nutu einnig leiðsagnar Jóns Eiríks- sonar úr Fagranesi sem sagði sögu eyjarinnar og endursagði Grettis sögu listilega vel að sögn biskups. „50 millj- óna króna virði að hrista upp í kerfinu“ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarsljóri, kom færandi hendi á heimili Guðna Helgasonar, raf- virkjameistara, í gær. Guðni, sem er á áttræðisaldri, greiddi hæsta út- svar Reykvíkinga fyrir árið 1999, um 50 milljónir króna, en hann seldi á árinu húseign í Borgartúni sem hann hafði verið að baslast með í gegnum árin. Ingibjörg færði honum Sögu Reykjavíkur eftir Guð- jón Friðriksson. „ Ég met það við Guðna að hann er að borga heilmik- ið í skatt þegar hann gæti fundið ýmsar leiðir til þess að koma þess- um fjármunum undan. Það er gert svo mikið út á það að segja mönnum að finna leiðir til þess að komast hjá skatti og þess vegna fínnst mér það mikils virði þegar menn koma fram eins og Guðni og segja að þeir séu Morgunblaðið/Amaldur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri færði Guðna Helgasyni bók að gjöf í gær. Guðni greiddi hæsta útsvar Reykvíkinga árið 1999. tilbúnir til þess að greiða sina skatta og skyldur. Ég vildi gjarnan sýna að við mætum það f verki,“ sagði Ingibjörg í gær. Keyrði mjólkurbíl í Flóanum „Mér þykir mjög vænt um þetta og það er alveg 50 milljóna króna virði að hrista aðeins upp í kerf- inu,“ sagði Guðni en hann keyrði lengi mjólkurbíl í Flóanum og sagð- ist oftsinnis hafa sótt ömmu Ingi- bjargar og nöfnu á Loftsstaði í Flóanum og keyrt hana niður á Sel- foss. „Hún fékk að silja frammí en karlarnir þurftu að vera aftur á palli,“ sagði Guðni. Guðni sagðist alla tfð hafa verið heppinn maður. Hann hefði verið einstaklega vel giftur og börn hans staðið sig vel í lífinu. „Það er mitt mesta lán,“ segir Guðni. Nordjamb 2000 sett í Ráðhúsinu í gær Morgunblaðið/Jim Smart Skátar frá öllum heimshornum í Ráðhúsinu í gærmorgun. Skátar á ævintýraslóðum Breytingar á greiðslu sveppalyfja Fjöldi sjúklinga hefur ekki ráð á að leysa lyf sín út ALÞJÓÐLEGT skátamót, Nord- jamb 2000, sem skátahreyfingar á norðurlöndunum standa að, var sett í Ráðhúsinu í Reykjavík í gærmorg- un. Um 450 skátar á aldrinum 15-30 ára frá öllum heimshomum komu þar saman í upphafi mikillar ævin- týraveislu til sunnudags. Eftir mótssetninguna var skátun- um skipt í hópa, sem fóru síðan á vit ýmissa svaðilfara, sem þátttakendur höfðu valið sér fyrir ári. „Það er allt frá því að fara upp á Hvannadals- Slasaðist á höfði í bíl- veltu ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var send til að sækja dreng sem slasaðist á höfði í bílveltu skammt frá Hvoli við Saurbæ í Gilsfirði laust fyrir þijú í gær. Drengurinn var fluttur á slysa- deild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeildinni var drengurinn ekki alvarlega slasaður. Hann var skorinn í andliti en ekki með neina innri áverka. Gert var að sárum hans í gær og dvaldist hann á sjúkrahúsinu í nótt. Þrennt var í bflnum sem valt en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Búðardal eru hin tvö líklega óslösuð. Öll þrjú voru í bflbeltum. hnúk til þess að kafa við Kjalarnes. Ég er til dæmis staddur við Úlfljóts- vatn núna og er að fara með hóp hjól- andi í kringum Þingvallavatn," sagði Helgi Grímsson, fræðslustjóri skáta. Hann nefndi einnig að stokkið yrði úr fallhlíf, farið í hellaferð og einn hópur færi upp gijúfrið að fossinum Glym til að upplifa hæsta foss ís- lands. Þar fyrir utan er boðið upp á hesta- og jeppaferðir, kajakasiglingu á Breiðafirði og fleira. Ævintýraferðimar standa fram á FYRIRHUGAÐUR samningur Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Línu.Nets um ljósleiðaratengingu í grunnskóla Reykjavíkur er nú til skoðunar hjá borgaryfirvöldum í kjölfar þess að Landsíminn kærði samninginn til kærunefndar útboðs- mála. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins óskaði Landssíminn í gær eftir fundi með borgarstjóra vegna málsins og mun sá fundur fara fram í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks og full- trúi í stjóm Innkaupastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði óskað eftir skrif- legri yfirlýsingu frá Landssímanum þar sem þeirra sjónarmið væm kynnt. Ef rétt reyndist vera að þeir gætu boðið sömu þjónustu og Lína.- fóstudag og munu skátarnir þá koma saman að Ölfljótsvatni og dvelja þar fram á sunnudag, er mótinu verður slitið á Þingvöllum. Að sögn Helga er þetta í fyrsta sinn, sem mót af þessu tagi er haldið hér. Reyndar hafi samnorræn mót verið haldin tvisvar áður en þá hafði þau gengið frekar út á náttúruskoð- un en núna ævintýri og upplifun. Sagði hann að álíka mót hefðu verið haldin á hinum Norðurlöndunum en langmest þátttaka væri á mótinu nú. Net þá ætti að bjóða verkið út. Alfreð Þorsteinsson, borgarfull- trúi Reykjavíkurlistans, stjómarfor- maður Innkaupastofnunar og Línu.- Nets, sagði í gær að ekki virtust vera meinbugir á samningnum. Viðtekin venja væri hjá Innkaupastofnun að efna ekki til útboðs þegar sýnt væri að eingöngu eitt fyrirtæki gæti veitt tiltekna þjónustu eins og raunin væri í þessu tilfelli. Alfreð sagðist undrast viðbrögð Landssímans í málinu og gætu þau leitt til þess að þjónustusamningar Landssímans viðopinbera aðila yrðu endurskoðaðir. Ólafur Þ. Stephen- sen upplýsingafulltrúi Landssímans sagði í samtali við Morgunblaðið full- komlega eðlilegt í kjölfar samkeppni á fjarskiptamarkaði að öll fjarskipta- mál fæm í útboð. HÚÐSJÚKDÓMALÆKNAR segj- ast nú sjá það gerast í fyrsta sinn að fjöldi sjúklinga hafi ekki efni á að leysa út lyfin sín. Að sögn Bárðar Sigurgeirssonar húðsjúkdómalækn- is hefur hann orðið fyrir þvi að eldra fólk og öryrkjar fari niðurbrotið frá honum sökum þess að það telji sig ekki hafa ráð á að leysa lyfseðlana út. Greint var frá því í Morgunblað- inu nýverið að eftir breytingar á greiðslu sveppalyfja, sem ný reglu- gerð heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins hafði í för með sér, hafi kostnaður við algenga meðferð auk- ist um 150%. Bárður segir að vissu- lega hafi sú eðlilega regla gilt í gegn- um tíðina að sum lyf væra mikið niðurgreidd, jafnvel að fullu, á með- an önnur væra minna niðurgreidd. Bárður segir að sýklalyf, sem gef- in era t.d. við algengum sýkingum, séu ódýrari og yfirleitt gefin í skemmri tíma. Algengur kostnaður fyrir sjúkling sé kannski ekki nema um tvö þúsund krónur fyrir lyfja- skammt. Að vísu þurfi stundum að beita dýrari lyfjum en þá hafi lækn- arnir möguleika á að sækja um lyfja- skírteini fyrir sjúklingana og það sé veitt. Hvað sveppalyf varði sé sá mögu- leiki ekki fyrir hendi að sækja um lyfjaskírteini fyrr en þá í fyrsta lagi eftir tveggja mánaða lyfjameðferð og þá sé lágmarkskostnaður sjúkl- ings fyrir þessa tvo mánuði um tutt- ugu þúsund krónur. I kjölfarið þurfi sjúklingur síðan einnig að greiða hluta lyfjaverðsins á móti Trygging- astofnun. Sjúklingar séu því í flest- um tilfellum að greiða hátt í 30 þús- und krónur vegna lyfjakúrsins. 10 sjúklingar á þremur mánuð- um höfðu ekki ráð á lyljunum Bárður tekur sem dæmi að komi til hans sjúklingur með slæmt exem eða psoriasis á iljum reynist e.t.v. nauðsynlegt að beita dýram lyfjum, sem kosti jafnvel 50-60 þúsund krón- ur á mánuði, ef ódýrari lyf skili ekki árangri. Séu þessir sjúkdómar slæmir á iljum eða í lófum getur það haft veraleg áhrif á hreyfifæmi, sér- staklega hjá eldra fólki og sjúklingar þurfi ekkert að greiða fyrir þessi lyf. Komi hins vegar til hans sjúkling- ur sem erfitt á um gang vegna slæmrar sveppasýkingar þurfi hann að gjöra svo vel og reiða fram mikla fjármuni. Segir hann að á daginn hafi komið að það séu einkum þeir sem mest þurfi á lyfjunum að halda sem ekki hafi ráð á þeim; þ.e.a.s. eldra fólk og öryrkjar. Giskar hann á að á undanförnum þremur mánuð- um hafi hann fengið til sín um tíu sjúklinga sem ekki höfðu ráð á að leysa út lyfin sín. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi, segir að hann fái gjaman til sín á spíta- lann sjúklinga með sjúkdóminn heimakomu sem tengist fótsvepp- um. Hann sé hægt að lækna með ein- földum hætti en til að tryggja að sjúkdómurinn komi ekki aftur sé nauðsynlegt að lækna fótsveppinn. Að undanförnu hafi hins vegar margir ekki viljað þiggja sveppalyf þar sem kostnaður þeim samfara sé yfirgengilegur. Afleiðingin sé gjarn- an sú að heimakoman tekur sig upp að nýju og sjúklingarnir þurfi þvi á aðstoð að halda á nýjan leik. ----------------- Bflvelta í Eyjafirði UNGUR maður var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri eftir að bfll hans valt skammt frá Gröf í Eyjafirði rúmlega níu í gærkvöldi. Að sögn lögreglu á Akureyri slapp maðurinn með minniháttar meiðsl og þakkar lögregla það að hann var í bfl- belti. Bíllinn er hins vegar talinn ónýtur. Lögregla segir að svo virðist sem ökumaður, sem var einn á ferð, hafi misst stjóm á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt áður en hann kastaðist út af veginum. Bfllinn kastaðist út af austan megin vegar, sem er sömu megin og ekið var. Lögregla segir engin merki hafa verið um hraðakstur en ökumaður sé tiltölulega nýkominn með bílpróf. Samning’ur Fræðslumið- stöðvar Reykjavfluir og Línu.Nets til skoðunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.