Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 63 Irnart1 Ltöt t>ra’ Alvöru afsláttur afnýlegum vörum v»S9!am5>. t^riHaíMA Ia«*P* **'] tatftP1 sVj Si»nd'ari ^ sW'«*oí Kwgluníiis^ Vinsælustu bíómyndirnar vestanhafs um síðustu helgi Seiðandi skugga- dans V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind korf úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Too Pure Records 2000 Laika: „Good Looking Blues“ RÚSSNESKI geimhundurinn Laika varð fyrstur jarðneskra skepna til að verða sendur út í geiminn. Það er þó ekki hann sem stendur að baki geisladisksins Good Looking Blues sem kom út fyrr á árinu þótt hann prýði reyndar umslagið. Margaret Fiedler sem áður var í hljómsveitinni Moonshake og Guy Fixsen sem vann mikið með My Bloody Valentine, Breeders og fleiri grasrótarböndum áður en Laika varð til eru skrif- uð fyrir tónlist- inni á diskinum. Drjúgan þátt í hinum einstæða „Laika-hljómi“ eiga þó tvímæla- laust bassaleikarinn John Frenett og trommarinn kostulegi Lou Ciccot- elli. Hann er gæddur fádæma hæfi- leikum til að splæsa slagverki saman við fundin hljóð og flétta inn í litríkt landslag rafhljóða. Ciccotelli á auð- vitað ekki allan heiðurinn af sam- hljómi rafs og rokks, enda hafa Fiedler og Fixsen setið sveitt við smíðar Good Looking Blues í átján mánuði og auðheyrt að þau vönduðu mjög til verksins. Diskurinn hefst á hressilega smellnum Black Cat Bone. Kraum- andi slagverkið dynur á eyrunum, Fiedler hvislar magnaðan textann með tælandi rödd yfir lagið um svarta kisubeinið sem virðist aldrei ætla að hætta að hlaða utan á sig óvæntum en einföldum snilldarlínum og hljóðum úr ýmsum áttum. Trompet, bassaklarínett, flauta, rhodes-píanó og gítarar læða frösum og melódíum inn í grípandi hrynj- andina og Fiedler syngur: „Rocks for my pillow and sand for my bed / for better or worse I left him for dead / but two rivers to each other run / words that shook me like the kick of a gun...“ Það er eitthvað óút- skýranlega heillandi við myrkrið í ljóðrænum textum Laika. Það dvel- ur í þeim einhver mögnuð dramatík sem laðar eyrað nær hátölurunum og hreyfir við taugunum án þess að vera yfirþyrmandi. Textar Laika eru mátulega óljósir þannig að nægt rúm gefst fyrir hlustandann að sníða eig- in hugsanir á milli línanna og gera þá að sínum. Ekki eru alln- textarnir jafn myrkir þótt skuggarnir læðist reyndar lúmskir inn í flest lögin. I laginu „Go Fish“ dregur Fiedler upp einfalda og aðlaðandi mynd: „I’m standing barefoot / lost in the tall grass / a place so quiet / it’s as if I were never born ...,“ syngur hún of- an á flæðandi gítarakrana og kitlandi slagverk Ciccotelli. Lagið sjálft er reyndar heldur sviplaust og flatt miðað við langflest lögin á plötunni sem eru hvert öðni safaríkara. Með- al þeirra safaríku er til dæmis lagið Knowing Too Little sem hefst á trommuleik Robs nokkurs Ellis sem er tekinn upp þannig að hann hljóm- ar örlítið bjagað og loðið. Yfir bjög- uðu trommurnar dynja fljótlega slög Ciccotelli þannig að úr verður dýrleg hrynjandi. Það má hiklaust skrifa gæði disksins að stórum hluta á slagverkspæling- amar. Það er mjög vandasamt að finna Good Look- ing Blues eitt- hvað til foráttu. Það er helst að klóri plötusnúðsins Dannys Doyle sé sums staðar ofaukið, til dæmis í lok lagsins Bad Times. Að öðru leyti er hér á ferðinni gífurlega metnaðarfull plata uppfull af spennandi pæling- um, girnilegum hljóðum, vönduðum lagasmíðum og hljóðfæraleik sem tekur sér bólstað í alveg ókönnuðu hólfi í hjartanu. Rétt eins og hundur- inn Laika sem var skotið út í fram- andi geiminn skýst Good Looking Blues beint í mark. Kristín Björk Kristjánsdóttir Margaret Fiedler og Guy Fixsen eru skrifuð fyrir tónlist Laika. Ösýnilegur Bacon læðist á toppinn KEVIN Bacon er ósýnilegur í nýju toppmyndinni vestanhafs, Hollow Man. Þar fer nýjasta mynd Hollend- ingsins Paul Verhoeven, hins sama og gerði Basic Instinct, Total Recall og Robocop. Síðasta mynd leikstjór- ans snjalla, Starship Troopers, stóð ekki undir væntingum og er vel- gengni Hollow Man því væntanlega kærkomin þar á bæ enda er þetta best heppnaða frumsýningarhelgi Verhoeven frá upphafi - metaðsókn- armyndin Total Recall gerði ekki einu sinni betur sína fyrstu helgi. Bacon brosir fastlega sínu breiðasta einnig því nokkuð er liðið síðan hann bar síðast uppi stórsmell. Síðustu fregnir herma að þetta sé næst- afkomumesta frumsýningarhelgi ágústmánaðar á eftir methafanum The Sixth Sense. Þessi góða aðsókn kemur gagnrýnendum vafah'tið á óvart því þeir eru næstum einróma um að myndin sé illa lukkuð. Hvað sem neikvæðum röddum gagnrýn- enda hður þá eru bíógestir vestra spenntir fyrir Hollow Man og brellu- veislunni sem þar er að finna. Klump-fjölskyldan hans Eddie Murphy heldur ágætis flugi og nær að standa af sér innrás Geimkúrek- anna hans Chnt Eastwood og Coyote Ugly, skutlumynd Jerry Bruckheim- ers. Eastwood gamli, sem stendur á sjötugu, þarf þó ekkert að vera dauf- ur í dálkinn yfir því að skáka ekki Eddie því biýnið hefur aldrei átt betri frumsýningarhelgi - hvorki fyrr né síðar. Það eru líka engin smápeð sem bregða sér í kúrekaleik í geimn- um með honum heldur engir aðrir en Tommy Lee Jones, Donald Suther- Reuters. ** Það er undarlegt ástarsambandið milli Elisa- beth Shue og hins vart sýnilega Kevin Bacon í Hollow Man. land og James Gamer - aht margreyndir ref- ir sem kunna sitt htið af hverju fyrir sér á leiksviðinu. Um næstu helgi má búast við því að nýja gamanmyndin með Keanu Reeves, The Replacements, skipi sér meðal efstu mynda á lista en annars er fremur rólegt um að htast að þessu sinni á vettvangi frumsýn- inga. Leikkonan Joan Chen frumsýn- ir sýna fyrstu mynd, rómansinn Aut- umn in New York með þeim Richard Gere og Wynonu Ryder, og ný og endurbætt viðhafnarútgáfa á Rolling Stones myndinni Gimme Shelter fer í almennar sýningar í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá þvi hún var gerð. BI0AÐS0KN helgina 4.-6. ágúst ÖI0AÖÍ í Bandaríl BI0AÐS0KN Bandaríkiunum ÍADSÓKN na 4.-6. ágúst Titill 1. (-) HollowMan 1.904 m.kr. 26,4 m$ 26,4 m$ 2. (1.) NuttyProfessorII:TheKlumps 1.417m.kr. 18,2m$ 76,7m$ 3. (-) SpaceCowboys 1.411 m.kr. 18,1 m$ I8,lm$ 4. (-) CoyoteUgly 1.351 m.kr. 17,3 m$ 17,3 m$ 5. (2.) What Lies Beneath 1.077m.kr. 13,8 m$ 95,1 m$ 6. (3.; X-Men 527m.kr. 6,8 m$ 136,2 m$ 7. (4.) ScaryMovie 313m.kr. 4,2 m$ 140,1«$ 8. (5.) The Perfect Storm 310m.kr. 4,0 m$ 165,6 m$ 9. (7.) Disney’s The Kid 233m.kr. 3,0 m$ 58,3 m$ 10./g.j The Patriot __________________181 m.kr. 2,3 m$ 105,7 m$ 9.3 . 1,49’ 1.890 5,495 4/n7 4.541 2,993 15L.383 4,750 19 A9T 3,93? IS.I77 11.81® 17.371 S71 a..989 595 799 10.691 3.1 2..2AS _ 13,64» 3,935 2.990 10.88* 9.4*3 11.999 583 1 „9*3 387 479 7,484 SÆ77 2.975 1.918 L: Eyrtosouo* Wb Lt 130 mm "115 nð taka til í hillunum í Byggt og búið u r nýjum vöruflokkum. &« er nú einstakt tældfæri til að eignast yrir heimfllp frábæru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.