Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tvær deiliskipulagstillögur auglýstar vegna Vatnsendalands Tvær 6 hæða blokkir milli vatns og vegar Vatnsendi KYNNING stendur nú yfir á tveimur deiliskipulagstillög- um vegna byggðar við Vatns- enda og rennur frestur til at- hugasemda út á næstu vikum. Rut Krístinsdóttir, talsmaður íbúa við Vatnsenda, segir íbúa afar ósátta við tillögumar og undrandi á vinnubrögðum bæjarins. Á næstunni muni þeir halda fund til að leggja gninn að viðbrögðum sínum við tillögunum. Onnur tillag- an, deiliskipulag svonefnds reits F, gerir ráð fyrir 113 íbúðum á 5 ha svæði, milli Vatnsendavegar, hlíð austan vegarins og Elliðahvamms- vegar, m.a. tveimur sex hæða blokkum. I hinni er svæði við Elliðavatn, sem nú er opið svæði og landbúnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi, skipulagt fyrir byggð, opin svæði, afþreyingu, atvinnu- starfsemi og þjónustu. Fyrmefnda svæðið er nú skilgreint sem íbúðasvæði í aðalskipulagi. í deiliskipulag- stillögunni segir að þar séu þrír sumarbústaðir, þar af tveir með leyfi til heilsársbú- setu. Annar þeirra fái sam- kvæmt tillögunni afmarkaða lóð með endurbyggingarrétti en önnur mannvirki á svæðinu verði látin víkja fyrir nýrri byggð. Tvö sex hæða hús Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð fjölbýlishúsa og raðhúsa á reit F. 2 fjölbýlis- húsanna verða á 6 hæðum með samtals 46 íbúðum og bílageymslum. Þá verður eitt fjögurra hæða fjölbýlishús með 15 íbúðum; 3 þriggja hæða fjölbýlishús með sam- tals 15 íbúðum og tvö tveggja hæða fjölbýlishús með sam- tals 8 íbúðum, auk 6 raðhúsa- lengna með samtals 29 íbúð- um. Bílageymslur verða við öll húsin. Einnig er gert ráð fyrir vegagerð á svæðinu, göngu- leiðum og tveimur leiksvæð- um. Hin skipulagstillagan nær yfir 37 ha svæði frá Elliða- vatni og ánni Dimmu, hlíðinni austan Vatnsendavegarins, þar sem svæði F tekur við, að Elliðahvammsvegi og vatns- vemdarlínu. Svæðið hefur annars vegar verið skilgreint í gildandi aðal- skipulagi sem opið svæði og hins vegar sem landbúnaðar- svæði umhverfis Elliðahvamm og Vatnsenda. Afmörkun landbúnaðarsvæðanna um- hverfis býlin breytist í nýju aðalskipulagi, að því er fram kemur í greinargerð. í deili- skipulagstillögunni eru svæði fyrir íbúðabyggð tilgreind þama fyrir 32 einbýlishús á einni og tveimur hæðum. Sumarbústaðir fjarlægðir í greinargerðinni kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að sumarbústaðir verði áfram á svæðinu og skuli fjarlægja þá þegar íbúðarhús verða byggð. Þó sé gert ráð fyrir að tveir bústaðir fái „takmarkað stöðuleyfi" og að tvö hús, sem hafa leyfi til heilsársbúsetu, standi áfram í óbreyttri mynd. Þá gerir tillagan ráð fyrir opnu svæði og útivistarsvæði með reiðleiðum og gönguleið- um sem séu hluti af stærra skipulagi. M.a. sé gert ráð fyr- ir sérstakri gönguleið með- fram vatnsbakkanum. Akst- ursaðkoma fyrir almenning verði að vatninu á tveimur stöðum og gert ráð fyrir að- stöðu fyrir báta og veiði- mennsku þai-. Þá er afmarkaður reitm- fyrir byggingu gisti-smáhýsa fyrir ferðaþjónustu norðan Vatnsendabæjarins og áfram- haldandi landbúnaðarstarf- semi. Einnig er gert ráð fyrir leikskólalóð fyrir að minnsta kosti fjögurra deilda leikskóla en önnur þjónusta verður sameiginleg með hverfinu í heild, samkvæmt aðalskipu- lagi sem nú er í undirbúningi, að því er fram kemur í grein- argerð. Óánægðir íbúar og húseigendur Eins og fram kom í blaðinu 16. og 21. júní sl. hefur Kópa- vogsbær sagt upp með árs fyrirvara lóðarleigusamning- um nokkurra eigenda sumar- og heilsárshúsa í Vatnsenda- hverfi og landeigendur hafa einnig sagt upp samningum við lóðarleigjendur sína. Unn- ið er að skipulagningu 5-6.000 manna byggðar við Vatnsenda í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Kópavogs. íbúar hafa komið á framfæri viðhorfum sínum til þess að byggðin verði aðeins fyrir um 3000 manns og mun lágreist- ari en þær hugmyndir sem nú eru uppi á borðinu geri ráð fyrir, auk þess sem ný byggð verði samræmd þeirri sem fyrir er. Um 200 manns búa árið um kring við Vatnsenda og hafa bæjaryfirvöldum verið afhentar sameiginlegar tillög- ur og athugasemdir 120 hús- eigenda við þær aðalskipulag- stillögur sem kynntar voru í vor. Óvænt tímasetning, of þétt og háreist byggð o.fl. Rut Kristinsdóttir, tals- maður íbúanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það hefði komið íbúunum í opna skjöldu að sjá tillögur um deiliskipulag auglýstar á svæðinu í ljósi ummæla Sig- urðar Geirdal bæjarstjóra í Morgunblaðinu þann 16. júní sl. að erfitt væri að segja til um hvenær farið yrði að byggja í nýju hverfi því fyrst þyrfti að ganga frá aðalskipu- lagi bæjarins og svæðisskipu- lagi höfiiðborgarsvæðisins áð- ur en farið yrði að deiliskipuleggja, en sá þáttur einn tæki venjulega 114 -2 ár. Rut sagði að tillögumar hefðu komið íbúum í opna skjöldu þar sem ekkert væri farið að ræða við fólk um framtíðarstöðu þess eftir að lóðarleigusamningum hefur verið sagt upp. Nú væri komin fram tillaga sem gerði ráð fyr- ir að tvö heimili þyrftu að víkja, m.a. heimili fólks sem hefði búið þarna í 12 ár.Einnig hefði komið á óvart að bærinn hefði talið rétt að auglýsa skipulagstillögurnar um miðj- an júlí með athugasemdafresti fram til loka ágúst, á þeim tíma sem fólk ætti erfitt með að gæta hagsmuna sinna vegna sumarleyfa. I samtali blaðamanns við Rut kom fram að auk þessara atriða gerðu íbúarnir ferns konar athugasemdir við skipulagstillögurnar og vinnu- brögð bæjarins við gerð þeirra. I fyrsta lagi væri gert ráð fyrir mun þéttari byggð á svæðinu við veginn; þar verði 113 íbúðir á 5 ha svæði en í að- alskipulagi sé gert ráð fyrir um 30 íbúðum á 45 ha svæði, sem reitur F tilheyri. Einnig væri athyglisvert hve byggðin væri háreist, með allt að 6 hæða húsum, í ljósi þess að skipulagsstjóri hefði áður lýst því yfir að byggðin mundi verða lágreist næst vatninu en hærri hús yrðu ofar í hlíðinni. Þá sagði Rut að íbúar undruð- ust að tillagan um að breyta landbúnaðarsvæði og opnu svæði í íbúðabyggð, opin svæði og þjónustusvæði, væri í andstöðu við gildandi aðal- skipulag. Svo virtist sem bæj- aryfirvöld ætluðu að breyta aðalskipulagi samhliða deili- skipulaginu og það án þess að fylgt hefði verið því ferli og þeirri kynningu sem lög kveða á um. Loks sagði hún að það kæmi íbúum einkennilega fyr- ir sjónir að skipulagstillaga um það fyrrverandi landbún- aðarsvæði, sem er að finna á neðra svæðinu, væri lögð íram á vegum bæjarins án þess að bærinn hefði eignast það land en það sé í eigu einkaaðila. Bærinn hafi hins vegar þegar tekið eignarnámi þá 5 ha lands austan vegarins þar sem skipulögð er fjölbýlishúsa- og raðhúsabyggð. íbúar undir- búa mótmæli Rut sagði að á næstu dög- um mundu íbúar og húseig- endur við Vatnsenda koma saman til fundar þar sem ákveðin yrðu næstu skref af þeirra hálfu í málinu. Hún kvaðst búast við að langflestir eða allir hagsmunaaðilar á svæðinu mundu senda inn rökstudd mótmæli við þeim tillögum sem nú hafa verið auglýstar. Einnig kvaðst hún búast við að íbúar mundu taka til athugunar möguleika á samstarfi við samtök, sem hafa náttúruvernd á stefnu- skrá, um baráttu gegn skipu- lagsáformum bæjaryfirvalda, m.a. í ljósi fjölmargra spurn- inga sem ósvarað væri um náttúrufar og áhrif byggðar- innar á vatnasvæðið. Gangstéttir o g veitukerfi endurnýjuð við Rauðalæk VIÐ Rauðalæk stendur yfir endurnýjun gangstétta og veitukerfa. Um er að ræða samvinnu Orkuveitu Reykjavíkur, gatnamála- stjtíra og Landssíma íslands, að sögn Indriða Indriðason- ar, deildarstjtíra út- boðsverka hjá Orkuveitunni. Verið er að endurnýja lagnir í hverfinu sem tírðnar eru 25 ára og eldri, fyrst og fremst hitaveitu- og raf- magnslagnir. Einn áfangi af fjtírum Galnamálastjtíri stendur fyrir endurnýjun gang- stétta. íbúum er jafnframt gefinn kostur á að koma snjtíbræðslu í gangstéttir við hús sín. Landssíminn vinnur að lagningu breiðbandslagnar á svæðinu, sem ibúar sækj- ast mjög eftir að fá, segir Indriði. Hafist var handa við verk- ið í maí en því á að Ijúka nú um mánaðamtítin. Indriði segir framkvæmd- irnar við Rauðalæk eitt af fjtírum sambærilegum verk- um sem standa nú yfir í borginni. Endurnýjun gang- stétta og veitukerfa á sér einnig stað við Haga og Gnoðarvog, Stekki og Vest- urberg og Heiðargerði og Rauðagerði. 3.210 íbúðir tengdar breiðbandinu Ólafur Stephensen, for- stöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssím- ans, segir að verið sé að leggja breiðbandið í um 180 hús við Rauðalæk, Lauga- læk, Sundlaugarveg og Kleifarveg. Víða er unnið að lagningu Ijtísleiðara á höfuðborgar- svæðinu um þessar mundir, segir Ólafur. Við Lyng- og Starhaga er verið að tengja rúmlega 100 íbúðir breið- bandinu, við Vesturberg og Stekki 90 íbúðir, við Rauða- gerði og Heiðargerði um 200 íbúðir, 120 íbúðir við Unnið er að endurnýjun gangstétta og veitukerfa við Rauðalæk. Ásvallagötu og 200 íbúðir við Stíltún. Einnig er unnið að upp- setningu Ijtísleiðaralagna í fjölda iðnaðarhverfa að sögn Ólafs. Breiðbandið í nýju hverfin í nýhverfin er einnig ver- ið að hefjast handa við að koma upp breiðbandinu. í Grafarholtinu hefst senn ljögurra áfanga verk þar sem 612 íbúðir verða tengd- ar breiðbandinu. í Sala- hverfi í Ktípavoginum verða 330 íbúðir tengdar Ijtísleið- ara, 400 íbúðir í Hraunsholti í Garðabæ og 440 íbúðir í Áslandi í Hafnarfirði. í Mos- fellsbæ verða um 400 íbúðir tengdar Ijtísleiðara og á Álftanesinu 80 íbúðir. Ólafur segir að verið sé að fjölga þeim íbúðum sem tengst geta breiðbandinu um 10% á árinu. I ár verður breiðbandið lagt í 3.210 íbúðir. Þá verður heildar- fjöldi fbúða sem ciga kost á ljtísleiðaratengingu kominn upp í 33.000. Reykjavík Alftnes- ingar auka hlut í Jarðlind Bessastaðahreppur HREPPSRÁÐ Bessa- staðahrepps hefur sam- þykkt að nýta að fullu rétt sinn til kaupa á auknu hlutafé í orku- vinnslufyrirtækinu Jarðlind ehf. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, sveit- arstjóra Bessastaða- hrepps, kaupir hrepp- urinn hlutafé fyrir 10 m.kr. en hann á 7% hlutafjár. Jarðlind hefur rann- sóknaleyfi til jarðbor- ana á Trölladyngju- svæðinu og er markmið hlutafj áraukningarinn- ar m.a. að taka þátt í uppbyggingu fyrirtæk- isins. Aðrir helstu hlut- hafar eru Hafnarfjörð- ur, sem á 30%, Hitaveita Suðurnesja, sem á um 40%, og Kópavogur og Garða- bær, sem eiga um 7% hvort, líkt og Bessa- staðahreppur. Með samþykkt Bessastaða- hrepps hafa öll sveitar- félögin samþykkt að nýta rétt sinn til hluta- fjárkaupanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.