Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 35 Líflegir landafundir Jóhanna Karlsdóttur, annar höfundur bókarinnar, ásamt Bimu Sigur- jónsdóttur ritstjóra, Tryggva Jakobssyni, útgáfustjóra Námsgagna- stofnunar, og Gunnari Marel Eggertssyni skipstjóra um borð í Islend- ingi daginn áður en hann lagði úr höfn frá Reykjavík. BÆKUR Skáldsaga LEIFUR EIRÍKSSON - Á FERÐ MEÐ LEIFI HEPPNA eftir Jóhönnu Karlsdóttur og Leif Aidt. Jetta Jorgensen mynd- skreytti. Námsgagnastofnun. 2000 - 80 bls. LANDAFUNDIR íslendinga verða ýmsum að umhugsunarefni um þessar mundir. Ef marka má fomar bækur íslenskar og aðrar heimildir eni töluverðar líkur á því að menn af íslenskum uppruna hafi fundið Vest- urheim á undan öðrum Evrópu- mönnum fyrir 1000 árum. Það er raunar eitt af mestu ævintýrum mið- alda. Þótt landnám hafi ekki heppn- ast þar vesturfrá hefur minningin um Vínland hið góða, Helluland og Markland lifað með þjóðinni - að ógleymdu Grænlandi. Sagan af landafundunum og tilraununum til landnáms varðveittust best í tveimur ritum fornum, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Út frá þessum tveimur fornsögum hafa Jóhanna Karlsdóttir og Leif Aidt spunnið sögukom sem þau kalla sögulega skáldsögu og nefna Leifur Eiríksson - á ferð með Leifi heppna. Jetta Jprgensen myndskreytir sögun líf- lega, oft með blæbrigðum myndasög- unnar og gefur bókinni aukna dýpt. Mér finnst raunar nokkuð mikið sagt að nefna verk þetta sögulega skáldsögu. Höfundar byggja að sönnu á sögulegum heimildum og yf- ir sögunni er dálítið þjóðfræðilegur blær. En söguleg skáldsaga ein- kennist umfram allt af skáldlegri umsköpun sögulegs vemleika og sköpun skáldsagnaheims sem ein- kennist af örlagasinfómu tilbúinna persóna sem lifa þó og hrærast í sögulegum tíma við átakafullar að- stæður. Þeim er ætlað að túlka anda tímans og örlög þeirra em oft mögn- uð söguflétta. Persónur Aidts og Jóhönnu em aftur á móti þekktar úr frumheimild- unum og í stað sögufléttu sjáum við brot úr sögum þeirra, svipleiftur, sem að sönnu em haganlega gerð. Þar sem verkið er bersýnilega ætlað ungum lesendum velja höfundarnir gjaman bamsleg sjónarhom, Eirík rauða í æsku eða Leif son hans á æskuáram sínum. Takmarka þau sjónarhorn gjarnan söguframvind- una enda er ýmislegt í þessum fmm- heimildum varla við hæfi ungra barna. Ég hygg að ritið sé nokkuð vel heppnað sem skemmti- og fræðslurit um landafundina. Frásögnin er lífleg og auðlesin en þó hlutlæg. Mér þykir líklegt að börn eigi auðvelt með að samsama sig helstu persónunum. Þar að auki hefur frásagan fræðslu- gildi, getur aukið á orðaforða og veitt innsýn inn í heim miðalda. Einhvem veginn finnst mér þó fulllítið verða úr framvindu og risi sögunnar, líkt og allt renni dálítið saman í eitt. Kannski af því að sagnfræðin og þjóðfræðin taki völdin af skáldskapn- um. Frágangur og útlit ritsins er að flestu leyti gott þótt próförk hefði mátt lesa betur á stöku stað. Þetta er rit sem hefur í senn skemmti- og fræðslugildi enda þótt hæpið sé að kalla það sögulega skáldsögu. Skafti Þ. Halldórsson Verktaka- og framleiðslufyrirtæki: 1. Til sölu lítil naglaverksmiðja sem framleiðir 2 til 4 tommu saum. Hraðvirk og einföld. Nægur markaður fyrir þessa vöru. Þarf góðan bílskúr. 2. Mjög góður körfubíll til sölu í frábæru viðhaldi. 50 kw rafstöð fylgir með ef vill. Fastir og góðir viðskiptavinir. Laus strax. 3. Steinsögun, kjarnaborun og smámúrbrot. Sami eigandi í 9 ár. Næg verkefni, góð velta. Laus strax ef vill. 4. Verktakafyrirtæki til sölu með 30 feta trailer með tonnmetra krana. Sjálfstæð dæla með 1000 bör með 130 I pr. mín. 350 hestöfl. Vél Man diesel, Fullt af slöngum og aukahlutum fylgja með. Eru elstir og þekktastir í faginu. Fastir og stórir viðskiptavinir. Sami eigandi í 10 ár. 5. Tækjaleiga sem sérhæfir sig í hábrýstidælum, jarðvegsbjöppum o.b-h. Sami eigandi í 11 ár. Mikið af föstum viðskiptavinum. Sölu- og veitingastaðir: 1. Einn nýjasti og glæsilegasti matsölustaður landsins á frábærum stað. Öll tæki ný, allt nýtt og gott. Mikil aðsókn frá byrjun og ört vaxandi. Góður kokkur á staðnum sem getur haldið áfram. Heitasti tískustaðurinn í dag. 2. Ein þekktasta ísbúð landsins til sölu. Selur mikinn ís allt árið. Grill, sælgæti og er með stóra myndbandaleigu. Sæti fyrir 12 manns. 3. Veisluþjónusta með matvælaframleiðslu sem selur um 500 matar- bakka á dag. Gott fyrirtæki í eigin húsnæði. 4. Veitingahús á Vesturlandi sem tekur 120 manns í sæti. Dansleikir um helgar. Bar, matur og kaffi. Vinsæll ferðamannastaður. Heilu rúturnar koma í mat og það oft á dag, enda einn fjölmennasti ferðamannastaður á Vesturlandi. Veitingaaðstaðan og húsnæðið er til sölu og hægt að yfirtaka gott lán til 25 ára. Allt nýtt í húsinu. Mikið úrval af ýmsum veitingastöðum til sölu ásamt veisluaðstöðu. Upplýsingar aðeins á skrífstofunni. SUOURVE R I SiMAR 581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON. Veður og færð á Netinu 'jjþmbl.is Þrumandi bassaraddir TOIVÍLIST Hallgrfmskirkja ORGELTÓNLEIKAR Luc Antonini frá Avignon flutti orgelverk eftir Marchand, J.S. Bach, Mozart, Mendelssohn, Marcel Dupré og Olivier Messiaen. Sunnu- dagurinn 6. ágúst, 2000. EITT af því sem skiptir miklu máli í útfærslu orgeltónlistar er samskipan radda og styrkleiki þeirra en bæði þessi atriði snerta ekki leiktækni orgelleikarans, því um er að ræða stillingu registra, sem leiðir af sér vél- ræna svöran orgelsins en ræðst af smekk og skilningi organistans og möguleikum í raddskipan hvers org- els. Að þessu leyti býr Klais-orgel Hallgrímskirkju yfir miklum mögu- leikum í mótun blæbrigða og mikil- fenglegri hljóman. Margföld áttund- arskipan eins tóns getur brenglað hina náttúrlegu skipan raddanna og sé sú aðferð notuð í þéttri hljómskip- an eða fjölrödduðum rithætti getur myndast sí-hljóman, sem leiðir til þess að lagferlið hverfur inn í sí-nið yfirhljómandi radda. Þetta á einnig við ef áttundaskipanin er í undirátt- undunum, þ.e. ef svonefnd 8-fóta rödd, sem er í réttri tónstöðu, er tvö- földuð með 16- eða jafnvel 32-fóta röddum og getur þá orðið úr slíkri þrefóldun þvílíkur drynjandi að efri raddimar nánast týnist í þmmgný bassans. Þetta atriði á reyndar við um leik Luc Antonini frá Avignon, sér- staklega í fyrsta verki tónleika hans í Hallgrímskirkju sl. sunnudag. Grand dialogue, eftir Louis Marchand (1669-1732), var þannig registeraður að aðeins heyrðist á köflum í bassan- um. Þessi þykka raddskipan var einn- ig ráðandi í fúgu eftir J.S. Bach, sér- staklega undir lokin. Fúgan er samin yfir fornkirkjulega sléttsálmastefið Meine Seele erhebet den Herren, sem rakið er til Georg Rhau, tón- skálds og útgefanda, er starfaði við kirkjuskólann í Leipzig til 1520 og síð- an í Wittenberg, m.a. sem prentari og gaf þar út merkilegt safnrit söng- verka árið 1535. Næst á efnisskránni var Andante- þátturinn fyrir sjálfspilandi orgel eft- ir Mozart, sem þrátt fyrir allt er falleg tónsmíð, enda ástæðan talin sú að Mozart hafi, hreint út sagt, ekki getað samið Ijóta eða lélega tónlist, jafnvel þótt um væri að ræða hljóðfæri eins og sjálfspilandi orgel. Þarna notaði Antonini háraddimar í líkingu við það sem gerist með sjálfspilandi orgel og lék þetta yndislega og einfalda tón- verk mjög faUega. Sónata í d-moll, op. 65 nr. 5, eftir Mendelssohn, var um margt fallega flutt, sérstaklega fyrsti þátturinn, sem er tilbrigðaverk yfir sálminn Vater unser im Himmelreich en einkum var þó Andante-þátturinn fallega mótaður. Fúgan sem er þar í millum þoldi ekki þykka raddskipan- ina, sérstaklega þegar stefið birtist í bassanum, svo fjölröddunin varð einn iðandi hljómagrautur. Tvö síðustu verkin vora frönsk, það fyrra Prelúdía og fúga í g-moll eftir Marcel Dupré og lokaþátturinn Guð er hjá oss, úr Fæðingu Krists eftir Olivier Messiaen. Prelúdían eftir Dupré var glæsilega flutt en fúgan rann saman í eitt. Þátturinn eftir Messiaen var einnig glæsilega fluttur og þar naut raddskipanin sín í þéttum og rismiklum hljómum þessa magn- aða orgelverks. Luc Antonini er leik- inn orgelleikari, svo sem heyra mátti í verkunum eftir Mendelssohn, Dupré og sérstakiega Messiaen en hefði bet- ur hugað að raddskipaninni í kontra- punktísku þáttunum, fúgunum (þremur), sem því miður mnnu saman í einn samfelldan hljómanið og þá ekki síður í upphafsveridnu eftir March- and, sem að mestu leyti heyrðist ekki fyrir þramandi bassaröddunum. Jón Ásgeirsson Rílcishréf í marlcflnlckum Utboð miðvikudagiiui 9. ágúst í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, kl. 14:00 fer fram útboð á rfldsbréfúm hjá Lánasýslu rfldsins. í boði verður efdrfarandi markflokkur: Flokkur Gjalddagí Lánstími Núverandi staða* Áætlað hámark tekinna tilboða* RB03-1010/KQ 10.okt.2003 3,2 ár 9.139 500.- ♦Milljónir króna Ríkisbréf í flokki RB03-1010/KO eru gefin út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. og er lágmarkseining ein króna þ.e. nafnverð er það sama og fjöldi eininga. Ríkisbréf þessi eru skráð á Verðbréfaþingi Islands og eru viðurkenndir viðskiptavakar þeirra Búnaðarbanki íslands hf., Kaupþing h£, Íslandsbanki-FBA hf. og Sparisjóðabanki íslands hf. Sölufyrirkomulag: Ríkisbréf verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisbréf að því tilskildu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfa-fyrirtækj um, verðbréfasj óðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 í dag, miðvikudaginn 9. ágúst 2000. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgau 6, 2. haeð • Sími: 562 4070 • Fax: S62 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.