Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 FÓLK í FRÉTTUM I EIKFÉLAG ÍSLANDS ISI.I ASK V OIM .lt \\ Sími 51/ 4200 allt er fertugum fært. Nú söðlaði hann gjörsamlega um, því næsta verkefni, barna- og fjölskyldum- yndin Sagan endalausa - Die Un- endliche Geschichte (84), var á all- an hátt frábrugðin Das Boot. Falleg og hugljúf og skemmtilegar brellur voru fyrirboðar þess sem koma skyldi. Myndin var sú fyrsta sem Petersen gerði með ensku tali ogJ)á rumskaði Hollywood. Island kemur við sögu í frum- raun Petersen fyrir Holly- woodrisana. Fox hafði orðið að hætta við tökur á vísindaskáldsög- unni Enemy Mine úti í Eyjum, sumarið 83. Astæðurnar marg- þættar, en kvikmyndagerðin var komin á nokkurt skrið. Upp- runalegi leikstjórinn var rekinn og nú var brellumeistarnum úr Sög- unni endalausu boðið verkefnið. Petersen þáði og lauk við myndina áfallalaust en víðs fjarri Islands- ströndum og efnið sem búið var að taka lenti allt í ruslakörfunni. Franhaldið var ekki gott. Enemy Mine hlaut reyndar blendna dóma, en næsta Holly- wood-verkefni, Shattered (’91), var ekki upp á marga físka. Spennumynd um arkitekt sem missir minnið í bílslysi og fram- haldið martraðarkennt, yfir- vofandi hættuástand. Tom Ber- enger lék aðalhlutverkið þannig að maður vonaði að persónan yrði sem fyrst send yfir í eilífðina. Tvær myndir, tveir skellir, am- eríski draumurinn virtist allt í einu tekinn að fjarlægjast þegar Peterson kom með þessa fínu mynd, In the Line of Fire (’93). Petersen reyndist hárréttur mað- ur að leikstýra goðsögninni East- wood í einni af hans bestu mynd- um á löngum ferli. Sú næsta, Outbreak (95), var einnig sann- kölluð toppmynd. Fjallar um e.k. ebólaveiru, sannkallaða djöfla- veiru sem berst til Bandaríkjanna og góð ráð dýr. Þrælspennandi, vel gerð og leikin af Dustin Hoff- man og Morgan Freeman. Báðar myndirnar nutu mikilla vinsælda. Hún hitti líka í mark, dellan Air Force One (97), einhver heila- brenndasta mynd síðari ára. Segir af ótrúlegu flugráni um borð í flugvél Bandaríkjaforseta. Harri- son Ford leikur kauða og engin ástæða að spyrja að leikslokum. Endaleysan skrifast ekki á Peter- sen, öðru nær, hann moðar vel úr hlægilegu handritinu. Nú er röðin komin að The Per- fect Storm, sem líkt og fyrr segir, sló heldur betur og óvænt í gegn og er önnur best sótta mynd sum- arsins. Við komumst að því um helgina hvort hún á allt áhorfíð skilið. Hitt er deginum ljósara, að eftir aðeins fimm myndir í Holly- wood, og þær misjafnar, hefur Petersen sannað sig og sest á grænu greinina góðu. Honum er treystandi. ersen í Vesturheimi og sannar svo ekki verður um villlst að hann er með færustu spennumyndahöfundum. Með grjóthörðum Eastwood en líður aðeins fyrir nokkrar liðleskjur í aukahlutverkum. ENEMY MINE (1985) ★★★ Jarðarbúi (Dennis Quaid) og drekamaður úr öðru sólkerfi (Louis Gossett, Jr.), nauðlenda samtímis á mannlausri plánetu langt úti í geimnum. Myndina átti að gera hér- lendis, en ekkert varð úr þegar upp kom ósætti milli leikstjórans og framleiðendanna um útlit myndar- innar og listrænt gildi hennar. Að frádregnum heldur væmnum endi tekst Petersen og handritshöfundin- um Edward Khmara, að höndla efnið á raunverulegan og spennandi hátt með hæfilegri blöndu af kímni og harmi. Myndin byggist á vísinda- skáldsögu Barry Longyear og á að gerast við lok 21. aldarinnar. Senni- leg framtíðarsýn og leikmyndirnar ljá henni ævintýraljóma víðáttu him- ingeimsins. Sæbjörn Valdimarsson Das Boot kom Petersen rækilega á kortið. WOLFGANG PETERSEN ÞJÓÐVERJINN Wolfgang Peter- sen (1941-) er sagður gera fírna góða hluti í The Perfect Storm, ■einum óvæntasta smelli sumarsins, sem verður frumsýnd hérlendis um næstu helgi. Myndin gerist í stórviðri á hafi úti og vonandi tekst Petersen að skapa raunsærri Iýsingu á slíkum aðstæðum en f Das Boot. Reyndar hefur stórsjór og sjólag yfirleitt, reynst drauma- verksmiðjunni ofviða til þessa og því forvitnilegt að sjá hvernig hin- um klóka brellumeistara tekst til. Petersen er stríðsbarn, fæddur í miðjum hildarleik síðari heims- styrjaldarinnar, i borginni Emden í norðurhluta Þýskalands, þar sem áin Ems rennur til sjávar. Mennt- un sína sótti Petersen í næsta ná- grenni, til Hamborgar, á öndverð- um sjöunda áratugum var hann byrjaður að leikstýra við Ernst Deutch-leikhúsið í borginni. Að loknu námi í leikhúsfræðum í Hamborg og Berlín innritaðist Pertersen í Kvikmynda- og sjón- varpsskólann í Berlín og lauk brottfararprófi 1970. Fyrstu kynni af kvikmyndagerð fékk hinn tæplega þrítugi leik- stjóri við Þýska sjónvarpið og það var við upptökur á þáttunum Tat- ort - Glæpamál, sem Petersen kynntist Júrgen Prochnow, sem hann leikstýrði síðar með eftir- minnilegum árangri í Das Boot. I einum þessara sömu þátta kom hann ungri og glæsilegri leikonu á framfæri, hún heitir Nastassija Kinski. Frumraun sína sem kvikmynda- leikstjóri þreytti Petersen 1977, viðfangsefnið var Die Konsequenz, Petersen er einnig skrifaður fyrir handritinu. Upphaflega var hún ætluð til sýninga í sjónvarpi en var hafnað af Bayerischer Rundfunk. Ástæðan að efnið var geysi- viðkvæmt, ekki síst á þessum tím- um, en myndin fjallar um sam- Wolfgang Petersen baráttu- glaður við tökur á The Perfect Storm. kynhneigð karlmanna og vakti mikla athygli innan sem utan Þýskalands er hún var tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Peter- sen gerði tvær myndir til viðbótar áður en kom að tímamótamynd- inni Das Boot. Önnur þeirra, Einer von uns beiden (78), færði höfundi sínum þýsku kvikmyndaverðlaun- in fyrir besta leikstjórn. Með tilkomu Bátsins - Das Boot (81), öðlaðist Wilfgang Petersen heimsfrægð og er myndin með bestu kvikmyndaverkum Þjóð- veija eftir stríð. Petersen var til- nefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir kvikmyndina, leikstjórn og handrit, en þau féllu öll öðrum í hlut. Petersen var hinsvegar búinn að vekja á sér verðuga athygli og DAS BOOT (1981) ★★★‘/2 Margfræg, raunsæ mynd um skelfingu og álag hermannsins. Um- hverfið innilokuð dvergveröld kaf- bátastríðsmanna Þriðja ríkisins. Áhrifarík hemaðarmynd þar sem flestir fara á kostum í bland við furðu slappar stúdíótökur. Einkum þegar allir aðrir hlutir eru unnir af þýskri vandvirkni og metnaði. Júrgen Prochnow er sérstaklega eftirminni- legur en síðan hefur þessi ágæti leik- ari drabbast niður í ómerkilegu myndrusli. Merkasta mynd Peter- sen til þessa. IN THE LINE OF FIRE (1993) ★★★% Clint Eastwood leikur gamlan harðjaxl, leyniþjónustumann í líf- verði forsetans, plagaðan af mistök- um í sama starfi í Dallas, anno 1962 - þegar JFK var drepinn. Kemst á slóð hugsanlegs forsetamorðingja (John Malkovich) og nú á ekki að bregðast skyldunni. Firnaspennandi og þétt afþreying, önnur mynd Pet- Óveðursatriðin úti á rúmsjó í The Perfect Storm þykja einkar vel gerð. Hanastél ræfla- rokkarans TONLIST Geisladiskur EN GAMAN En gaman, geisladiskur hljómsveit- arinnar Kusu. Sveitina skipa þeir Atli F. Ólafsson (bassi), Bjarki H. Steinarsson (söngur), Ingimar Bjarnason (gítar, söngur og bassi) og Valur F. Þórarinsson (trommur). Þeim til aðstoðar eru þeir Haraldur Á. Haraldsson (básúna) og Eggert Hilmarsson (nikka og píanó). Lög og textar eru eftir hina ýmsu með- limi sveitarinnar en einnig koma þau Kristín Lindquist Bjamadóttir, Ágúst Guðmundsson og Haraldur Á. Haraldsson að lagasmíðum. Lag- ið „In the ghetto“ er svo eftir M. Davies og lagið „Up to me“ er eftir Bob Dylan. Upptökum stýrði Har- aldur Ringsted ásamt þeim Ingi- mari og Vali. 39,54 mín. Kýrhaus gefur út. ÞAÐ er mun auðveldara að koma eigin tónsmíðum út á meðal almenn- ings í dag en var hér áður fyrr, því miður eða sem betur að því er virðist stundum. Nú er hægt að fjöldafram- leiða geislaplötur að vild inni í svefn- herbergi og þeim fjölgar stöðugt sem nýta sér „brennslutæknina" mark- miðsbundið til að koma efni frá sér, enda kjörin lausn fyrir þá sem hafa lítið fé milli handa og eru ekki inni á gafli hjá vel stæðum útgefendum. Fyrir um tíu árum eða svo var ágætis gróska í óháðum útgáfum á snældu- formi en með auknu vægi geisladiska á fyrri helmingi síðasta áratugar var eins og það drægi úr þannig útgáfum. Skrifanlegu geisladiskamir, sem al- menningur hefur fyrst nú almennileg ráð á, virðast í dag vera nýja „snæld- an“ hvað óháðar útgáfur varðar. Geisladiskur Kusu, „En gaman“, er skólabókardæmi um þess háttar út- gáfu, allt frá tónlistarlegu innihaldi til umbúða og gengið er í einu og öllu út frá spekisetningu pönkbylgjunnar, „gerðu það sjálfur". Svart-hvítt um- slagið er reyndar svo frumstætt og einfalt að allri gerð að ég á í mestu erfiðleikum með að ákveða hvort mér finnst það forljótt eða flott. En tónlistin svíkur ekki og það er nú fyrir mestu þegar öllu er á botninn hvolft. Kusumenn eru greinilega miklir áhugamenn um ræflarokkið svonefnda (e. punk rock) og leika sér með ýmis tilbrigði þess á plötu sinni þótt segja mætti að meðhöndlun þeirra á forminu fari meira út í rokk- að pönk frekar en pönkrokk. Já, það er mikilvægt að hafa allar skilgrein- ingar á hreinu hér. Fyrsta lagið, sem einnig er það besta, ber nafnið „Þegiðu", nafn sem er vel í takt við ræflarokkið. Einkar vel heppnað tilfinningapönk með sterkum krók og skemmtilegum texta. Svo koma þama lög eins og „Mér finnst“ og „500 kallar" sem eru fölskvalaust gleðipönk, „Disaster" sem hallast í áttina að listpönki því sem Pere Ubu ástunduðu í fyrndinni og lagið „Eins og vera ber“, sem vísar sterkt í bresku frumpönksveitina Buzzcocks. Tilvísunum sleppir svo að mestu í „Lítið lag um ást“ og „Snjór“, vel heppnaðar og frumlegar laga- smíðar sem eru einfaldlega í Kusustíl. Síðasta lagið er svo án söngs, sex mín- útna stórskemmtilegur langhundur, skreyttur villtum málmblæstri. Á diskinum eru svo tvö ábreiðslulög sem hefðu vel mátt missa sín. „In the ghetto“ og „Up to me“ eru hér ger- samlega út úr kú eða kusu ef mér leyfist að nota svo gróteska líkingu. Hljómur er skítugur og hrár eins og sönnum pönkurum sæmir og á heildina litið er þetta skemmtileg og kröftug plata sem iðar af mikilli spila- gleði. Hvað getur maður sagt? Meira pönk! Arnar Eggert Thoroddsen Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 5. sýn.fös. 11/8 6. sýn. lau. 12/8 örfá sœti laus 7. sýn. lau. 19/8 Miöapantanir í síma 561 0280. Miðasölusími er opinn alla daga frá kl. 12- 19. Miöinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús. Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn. UéWlSDljjJjj Gamanleikrit [ leikstjórn Siguröar Sigurjónssonar fim 10/8 kl. 20 lau 12/8 kl. 20 sun 13/8 kl. 20 mið 16/8 kl. 20 fim 17/8 kl. 20 Miðasölusími 551 1475 Miðasala opin frá kl. 15-19 mán-lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. 55X 3000 THRILLER sýnt af NFVI fös. 18. ágúst kl. 20.30. 530 3030 BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans þri. 15/8 kl. 12 mið 16/8 kl. 12 ATH Aðeins þessar sýningar Miðasalan er opin 1 Loftkastalanum frá kl. 11-17 og frá kl. 11-17 I Iðnó. A báðum stöðum er opið fram að sýningu sýning- arkvðld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttír I viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Sígild myndbönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.