Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 50
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ___________GREINARGERÐ_ SIGURBJÖRN SVARAR SIÐANEFND Sigurbjörn Einarsson biskup sendi siða- nefnd Prestafélagsins greinargerð vegna kæru á hendur honum og síðar svar, eftir að siðanefnd- in felldi úrskurð sinn. Hvorttveggja er birt hér á eftir, fyrst greinargerðin, en síðar svarið eftir að úrskurður var fallinn. Greinargerð Sigurbjörns biskups til siðanefndar vegna kærunnar á hendur honum „Mér barst í gær bréf yðar, dags. 6. þ.m., sem tjáir mér, að yður hafí borist kæra vegna tiltekinna um- mæla minna. Með fylgdi ljósrit af kærunni og beiðni yðar um skrif- lega umsögn mína um hana. Þetta hef ég fram að taka af því tilefni: Kærandinn, Sigurður Þór Guð- jónsson, var hvergi nærri huga mín- um, þegar ég sagði það, sem hann jíærir mig fyrir. Sú grein eftir hann, sem birtist í Morgunblaðinu 29. júní og hann bendir á í bréfi sínu, fór með öllu framhjá mér. Þegar af þeirri orsök gat ég ekki verið að sveigja að henni í tilgreindum svör- um mínum. Þetta get ég ekki sann- að en vona að verða tekinn trúan- legur um það. Að þessu upplýstu tek ég fram, að mér þykir það leitt, að kærandi skyldi taka ummæli mín sérstak- lega til sín, þar sem hann hefur ekki látið í té neina kveikju að þeim. ( Þá vil ég benda á, að í umræddum svörum mínum var ekki vikið að gjörðum, heldur orðum. Það er því mjög fjarstæð ályktun, að ég hafi dróttað morðum og öðrum illvirkj- um að einum eða neinum íslenskum samtímamanni. Ákærandinn breyt- ir orðum mínum „höfðu fram að færa“ í „höfðu í frammi“. Það er óvönduð málsmeðferð, jafnvel þótt um fljótfærni væri að ræða, sem ég vil fremur trúa að hér hafi ráðið en vísvitandi fölsun til þess að finna rök fyrir ósæmilegri aðdróttun. Ég sagði það, að sumt, sem hefði verið birt á opinberum vettvangi gegn áformaðri kristnihátíð minnti á það versta, sem nasistar og kommúnist- ar hefðu haft fram að færa (þ.e. tjáð "Qræðu og riti) í sinni tíð. Ég fylgdist vel með orðfæri þeirra lengi áður en þeir urðu almennt uppvísir að verstu verkum. Hver sem vill má ásaka mig fyrir að hafa látið ýmsan málflutning á þessu hátíðarári minna mig á annað vont og minnis- stætt. En haldi einhverjir því fram, að ég fari með staðleysur í þessu, hvílir sönnunarskyldan fyrir því á þeim, ef til úrskurðar kæmi. Annað atriði kærunnar beinist að því, að ég nefndi geðheilsu í viðtali. Þá var verið að spyrja mig um álit mitt á þeirri „gagnrýni", sem kristnihátíð hefði sætt. Ég gat ekki tekið undir það, að um réttnefnda gagnrýni hefði verið að ræða. Skynsamleg gagnrýni var lítt finn- anleg en mikið um luntaskap, ólundarglefsur, hvæs og urr, hnút- ur og rógsmál í garð kirkju og krist- indóms. Ég kalla slík viðbrögð ekki heilbrigð. Það ættu allir að skilja, að þegar talað er um heilsufar í sambandi sem þessu er orðið notað í óeigin- legri merkingu og er þess háttar málfar algengt. Flestir menn eru sæmilega lundgóðir, svo dæmi sé tekið, og efar enginn, að sá mann- kostur teljist til heilbrigði og stuðli að góðu heilsufari í samlífi fólks. En þeir, sem eru svo gerðir, að þeir gerast lundillir, þegar aðrir gleðj- ast eða hátíð fer að höndum og taka þá að ausa úr sér óþverra, þeir njóta ekki öfundsverðrar heilsu. Við þessa skoðun hlýt ég að standa. Ég tel ekki siðareglur Prestafé- lagsins brotnar né nein kristin boð- orð, þegar satt er sagt umbúðalaust af ærnu tilefni. Ég sé ekki betur en að ég hafi í umræddum skyndivið- tölum sagt það eitt, sem er sann- leikur, og að full þörf hafi verið að tala hispurslaust, úr því að ég var spurður álits á siðlitlu moldviðri. Sigurður Þór Guðjónsson á að mínu áliti ekki teljandi þátt í því fári og er ég reiðubúinn að rétta honum vin- arhönd, ef hann vildi þiggja." Svar Sigurbjörns biskups við niðurstöðu nefndarinnar „Háttvirt siðanefnd Prestafélags Islands hefur úrskurðað í kærumáli Sigurðar Þórs Guðjónssonar á hendur mér með þeirri niðurstöðu, að ég hafi ekki brotið siðareglur fé- lagsins á ámælisverðan hátt. Þau ályktarorð koma á óvart, þegar maður hefur lesið það, sem á undan fer í nefndarálitinu. Þar er tekið undir orð kærandans í öllu, sem máli skiptir. Það segir hann líka í blaðaviðtali 29. júlí, enda augljóst. Ekkert tillit tekur nefndin til þeirrar upplýsingar minnar, að ég hafði ekki lesið grein eftir kærand- ann, þar sem hann veittist að kirkjunni fyrir einn af áformuð- um þáttum kristnihá- tíðar. Ég veit ekki betur en að sú grein hafi verið eina fram- lag hans til „umræð- unnar“ og hún fór framhjá mér. Það er því útilokað, að ég hafi getað haft hann í huga, þegar ég lét þau ummæli falla, sem hann kærir fyrir. Ég á því honum engu að svara í þessu sam- bandi. Hvort mér hefði þótt umrædd grein svaraverð, ef á það hefði reynt, er annað mál, sem ég læt liggja milli hluta, hvort sem háttvirt siðanefnd hefur íhugað það eða ekki. En hvað sem því líður, þá get ég ekki séð, að ákærandinn sé aðili að því máli, sem um er að ræða. Nema ef það er talin staðreynd, þvert ofan í vitnisburð minn, að ég hafi haft hann í huga og verið þá að ráðast á hann. Á að draga þá álykt- un af greinargerð og niðurstöðu háttv. siðanefndar? En þó að kærandinn sé ekki beinn aðili að þessu máli var honum auðvitað frjálst að taka orð mín til sín persónulega, þó að langsótt væri. En með kæru sinni er hann að taka upp hanskann fyrir þann málstað og málflutning, sem ég vítti. Það er því ekki langsótt að finnast siðanefndin vera að bera blak af því liði fremur en hitt. Ég þóttist í skriflegri umsögn minni um kæruna benda nægilega skýrt á, að í henni voru ummæli mín um heilsufar misskilin og rangfærð. Þau orð mín hefur nefndin að litlu. Ég leyfi mér að gera alvarlega at- hugasemd við þessi ummæli henn- ar: „Siðanefnd telur óæskilegt að blanda heilsufari manna inn í um- ræðu um málefni.“ Síðan tekur nefndin undir orð kæranda, þar sem hann sakar mig um „ónær- gætni“ gagnvart fötluðum og þeim, sem standa mjög höllum fæti í til- verunni. Þetta þykir siðanefnd makleg og réttmæt ásökun á hend- ur mér. Ég leyfi mér að mótmæla þeirri ályktun. Enda gengur hún nær æru minni en svo, að ég vilji una henni án andmæla. Ég hef aldrei blandað geðfötlun eða öðrum sjúkleika inn í umræðu um neitt þannig, að heilbrigð (fyrirgefið, mér er víst ekki leyfilegt að nota svona orðalag framar) skynsemi fyndi í því ónærgætni gagnvart þeim, sem síst skyldi. Þetta kæru- atriði er ósæmilegur útúrsnúning- ur. Sennilega fum og fljótfærni hjá kæranda. En ég hélt að dómbæru fólki, sem hafði nægan tíma til athugunar og átti að fella ábyrgan úrskurð, hlyti að vera í augum uppi, að hér var um fráleita túlkun að ræða. Og stórlega æru- meiðandi frá aðila, sem hlýtur að vera tekinn alvarlega. Urskurður siða- nefndar um annað at- riði kærunnar vekur einnig undrun. Ég er að vísu sýknaður af því að hafa „dróttað að morðum í anda nasisma og komm- únisma að neinum íslenskum sam- tímamanni". En „á hinn bóginn...“ Ég á að vísu þær málsbætur í aug- um siðanefndar, að ég veit eitthvað um söguna. Er það þeim til afsök- unar, sem geipa um sögulegar stað- reyndir án þess að hirða um að muna eða vita neitt? Alltént telur siðanefnd, að ég hafi, þrátt fyrir það sem ég man og veit, „valið óheppi- lega samlíkingu í sögulegu ljósi“. Einmitt það. Hvaða „sögulega ljós“ er verið að tala um í þessu sambandi? Ég hef gert nefndinni og öðrum fulla grein fyrir því, hvað ég var að fara í téðum ummælum. Ég nota ekki orðin „kommúnistar" og „nasistar" sem skammaryrði eða blótsyrði, sem ég hreyti úr mér á fólk í illsku. Nöfnin eru mér alvara, þau tákna blóðugan veruleika. Og sá veruleiki, kannski i umbreyttri mynd, gæti verið nær en andvara- lausa grunar. Þá hefði farið betur í álfunni á næstliðinni öld, ef kirkjunnar menn og aðrir, sem báru mikla ábyrgð, hefðu ekki verið eins „hófsamir“ og þeir voru. Þeir voru of margir sem ekki þorðu að segja neitt, slógu alltaf undan, fundu málsbætur í „sögulegu ljósi“, þar til allt andóf var orðið rekald í ómót- stæðilegum flaumi. Ég veit ekki né skil, hvernig siða- nefnd hugsar, þegar hún áfellist mig fyrir óheppilega samlíkingu. Hitt veit ég, að það er máttlaust sið- gæði, sem sleikir sig upp við ósóma. Þá telur siðanefnd ámælisvert, að ég beini ekki gagnrýni minni að neinum nafngreindum aðilum held- ur ótilteknum hópi gagnrýnenda. Og hún segir, að ég hafi ekki fundið orðum mínum stað með dæmum. Er nefndin að segja eða gefa í skyn, að ég hafi ekki haft fullnægj- andi ástæðu til að mæla svo sem ég gerði? Eða meinar hún, að ég hefði átt í einnar mínútu viðtali að hneigja mig í allar áttir og segja við Sigurbjöm Einarsson hvern gjammandi hvoft: „Ég er ekki að tala um þig.“ Ég játa mig gersamlega ófæran til slíkra afreka. En nefndin hefur af stórkostlegri kurteisi hneigt sig í minn stað. Það má víst duga bæði kirkju og þjóð og sakar þá síður, að ég skuli hafa brugðist svona hrappallega. Háttvirt siðanefnd hefur fellt úrskurð í umboði Prestafélags ís- lands. Telur hún, að það sé almennt siðaskyn presta þjóðkirkjunnar, að það megi níða hana endalaust á alla grein, en hitt sé vítavert að bregð- ast við og svara hennar vegna þann- ig, að einhverjir heyri? Og að það sé móðgun við ríkjandi velsæmi (??) í umræðum um kristindóm að bregða upp „sögulegu ljósi“ og benda á hluti sem ættu ekki að gleymast? Ég hef stundum reynt að verja kirkju mína og kristinn málstað fyr- ir andkristnum viðhorfum og áróðri. Ekki hef ég að jafnaði mætt sterkari viðbrögðum frá prestum til stuðnings slíkri viðleitni en vænta mátti. En aldrei fyrr hef ég beinlín- is verið hirtur opinberlega í nafni prestastéttarinnar fyrir að tala í al- vöru í heyranda hljóði af ærnu til- efni. Ef stéttin, svo sundruð sem hún er á stundum, er einhuga í þessu, þá er að taka því. Ekki er ég að áfrýja niðurstöðu siðanefndar. Hún hefur víst ekki annað dómstig yfir sér. En það verður að koma fram, að úrskurður hennar í þessu máli olli mér mikilli undrun, sárum vonbrigðum og djúpri blygðun kirkjunnar minnar vegna. Ég hef ekki megnað að loka skiln- ingarvitum mínum fyrir þindarlaus- um, svæsnum, ódrengilegum aðför- um að kirkjunni á þessu hátíðarári. Ég hef ekki lyst á að kyssa á þá miður geðþekku hrísvendi, sem hún hefur verið lostin með í bak og fyrir. Og þá hef ég misskilið Guð minn skelfilega, ef hann ætlast til slíks af mér. En ég verð eins og aðrir að bíða míns dóms hjá honum. Hitt blasir við hér og nú, að úrskurður siðanefndar er mikill fengur fyrir alla, sem hafa verið að hrækja á kirkjuna í þessari lotu. í augum margra eru röksemdir nefnd- arinnar og niðurstaða þau kirkju- tíðindi þessa afmælisárs, sem helst standa upp úr. Grein mín í Morgun- blaðinu í vikunni sem leið, þar sem ég reyndi að vísa eitthvað til átta í moldviðrinu, fékk stóra ágjöf úr óvæntri átt samdægurs og hún birt- ist, þegar siðanefnd kynnti dóm sinn í fréttum. Þar fékk hann mak- lega á baukinn sá gamli orðhákur, sem ætti að vera þagnaður fyrir löngu! Það er ekki mikið að marka það, sem hann er að þusa! Ég tel það varða minnstu, þó að ég finni persónulega til undan þessu. En ég sé ekki betur en að hér hafi verið óhönduglega að máli stað- ið og þjóðkirkju íslands til verulegs tjóns. Og það þykir mér sárara en tali taki.“ P.s. Samrit af þessu bréfi sendi ég til vitneskju biskupi íslands og formanni Prestafélags íslands. ú t s a I a 40-70% afsláttur inrri Bankaslræli 9 • Sími 551 1088
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.