Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 A U LÝSING KENNSLA YMISLEGT ÞJONUSTA Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Stöðupróf Stöðupróf á vegum Menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir: Mánudaginn 14. ágúst. Kl. 17.00 enska. Kl. 19.00 stærðfræði og tölvufræði (tölvufræði einungis fyrir nemendur MH) Þridjudaginn 15. ágúst. Kl. 17.00 norðurlandamál og franska. Kl. 19.00 ítalska, spænska og þýska. Tekið er á móti skráningu í stöðupróf á skrif- stofu skólans í síma 595 5200 dagana 9, —10. ágúst. Prófgjald, kr. 2.500 á hvert próf, greiðist hálf- tíma fyrir prófið. Að gefnu tilefni skal tekið fram að fyrir liggur álit menntamálaráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki nota sem upptekt- arpróf fyrir nemendur sem fallið hafa á annar- eða bekkjarprófi. TIL SÖLU Til sölu úr þrotabúi Sæunnar Axels ehf. eru eftir- taldir munir: 1. Boss PE—25 rafmagnslyftari, árg. 1985, skrnr. JL-1767. 2. Balkancar EFG—2533 rafmagnslyftari, árg. 1991, skrn. JL-1198. 3. Strapex Canaria VSS bindivél, árg. 1996. 4. Tvöfaldur saltari, SSD frá Vélsmiðju Þorsteins ehf., árg. 1999. 5. Saltsíló úr áli. 6. Henkovac H 3500 LL, vaccumpökkunar- vél, árg 1995, 3,5 Kw. 7. Henkovac H 2000 vaccumpökkunarvél, árg. ekki vituð, 2,5 Kw. 8. Skreidarpressa heimasmíðuð. Upplýsingar á skrifstofu skirtastjóra, Ólafs Birgis Árnasonar hrl., Lögmannsstofu Akureyrar ehf., Geislagötu 5, 600 Akureyri, sími 462 4606, fax 462 4745. TILKVIMISIIISIGIAR Tilkynning frá Fjármálaeftirlitinu um framlenginu á fresti til að gera athugasemdir við fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni Vélbátaábyrgðar- félags ísfirðinga til Sjóvár-Almennra trygginga hf. Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að framlengja frest vátryggingataka og vátryggðra til að gera skriflegar athugasemdir vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu á vátryggingastofni Vélbátaábyrgð- arfélags ísfirðinga til Sjóvár-Almennra trygg- inga hf. til 16. ágúst 2000. Upphafleg tilkynning Fjármálaeftirlitsins um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofnsins var birt í Lögbirtingablaði nr. 64, 30. júní sl. Frestur var þá einn mánuður frá birtingu til- kynningarinnar. Þar sem framhaldsaðalfundur Vélbátaábyrgðarfélags ísfirðinga, sem fjallaði um málið, var ekki haldinn fyrr en 31. júlí 2000 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um framleng- ingu frestsins. Fjármálaeftirlitið veitir fyllri upplýsingar ef óskað er. 4. ágúst 2000. Fjármálaeftirlitið. Lager til sölu Til sölu lager af góðum vörum. Húsbúnaður, gjafavara, leikföng, jólavara o.fl. Mjög heillegar og sölulegar vörur á frábæru verði. Áhugasamir hafi samband í síma 892 7990. Byggingakranar • Mjög vandaðir byggingakranar — sjálf- reisandi með fjarstýringu. Bómulengd 18, 24, 28, 32 og 36 m. Til afgreiðslu ágúst—september. • Trésmíðavélar - byggingasagir. Sími 565 5055 og 565 5056. Málum bárujárns- klædd þök Vönduð vinna — verðtilboð. Sími 698 7219. Innheimta — landsbyggð Fer umhverfis landið 1. september. Állir sölu- r- turnar og bókaverslanir heimsóttar. Margra ára reynsla (meðmæli). Áhugasamir sendi fyrirspurt til auglýsinga- deildar Mbl. merkt „Æ - 1313" fyrir 25. ágúst. > BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Miklabraut, breikkun á milli gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Grensásvegar. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr: 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi Miklubrautar. Helstu breytingar frá núverandi aðstæðum. Gatnakerfi: Syðri akbraut Miklubrautar til austurs breikkuð um eina akrein með tilheyrandi aðlögun að gatnamótum við Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. Frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar austur fyrir aðrein frá Kringlu inn á Miklubraut er breikkun fyrirhuguð til norðurs inn í núverandi umferðareyju, en frá þeirri aðrein yfir gatnamót Háaleitisbrautar og Grensásvegar verður akbraut breikkuð til suðurs. Fyrirhuguð breikkun er 3,5 metrar. Gatnamót eru breikkuð á sama hátt. Beygjurein vinstri beygju á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar verður lengd nokkuð frá því sem nú er. Áætlað er a færa frárein Kringlu inn á Miklubraut til og er hún samkvæmt deiliskipulaginu vestar en núverandi tenging. Frárein bensínstöðvar verður inn á þessa nýju frárein. Göngu- og hjólreiðarstígar: Helstu breytingar á göngustígum eru að stofnstígar norðan við Miklubraut eru færðir fjær götunni og nær skjólbeltunum sem liggja meðfram götunni. Sama er að segja um tengistígana að sunnanverðu, þeir eru færðir fjær götunni. Frá stoppistöð SVR við bensínstöð að sunnanverðu er göngustíg beint inn að Kringlu og meðfram götunni til austurs og yfir Kringluna.,* á leið til austurs meðfram lóðarmörkum blokka sem standa við Hvassaleiti. Á þessum kafla er stígurinn í skjóli frá hljóðmön á milli stígs og götu. Austan við Háaleitisbraut er stígurinn sveigður frá götunni. Girðingar: Með girðingu eftir miðeyju Miklubrautar er lokað fyrir gönguleiðir yfir Miklubraut utan við gangbrautir við Ijósastýrð gatnamót og undir brú við Krínglu. Gróður: Allur núverandi gróður verður látinn standa eins og hægt er. Hluti af ungum gróðri sem er sunnan við Miklubraut á móts við blokkir við Hvassaleiti þarf þó að færa til á meðan komið verður fyrir 2m hárri hljóðmön. Þessum gróðri verður síðan komið fyrir í hljóðmöninni auk þess sem talsvert verður gróðursett í ný gróðurbeð í fláa hljóðmananna. Manir og hljóðvarnir: Gert er ráð fyrir hljóðmön sunnan við Miklubraut á móts við blokkir við Hvassaleiti sem að jafn-' aði verður 2m há. Einnig má benda á möguleika á að koma fyrir hljóðvörnum, við blokkir við Safamýri og við Fellsmúla, annaðhvort með girðingu inni í skjólbelti eða hljóðmön út að götu. Borgartún 33 - 39 í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr: 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 33-39 við Borgartún. Byggingarreit merktum hús B á skipulagsuppdrætti er breytt og byggingarmagn aukið í samræmi við samþykkt skipulags -og umferðarnefndar frá 04. 05. 00. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 9 ágúst til 6. september 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 20. september 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir. Reykjavík, 2. ágúst 2000 Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.