Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 27 ■ AGUST fSífft I KL 1 Átök um rúss- neska vodka- verksmiðju Moskvu. AFP. HARÐVITUG átök standa yfir þessa dagana um stjórn rússneska vodkabrugghússins Kristall, sem framleiðir meðal annars Stoliehnaya- vodka. Tveir menn, Vladimíi- Svirskí og Aleksander Romanov, takast á um hvor þeirra eigi tilkall til að vera forstjóri fyrirtækisins og heyja þeir þessa baráttu með vopnaða verði sér til fulltingis. Síðastliðinn föstudag tók Svirskí, sem síðustu árin gegndi stöðu gjald- kera fyrirtækisins en tók í vor við forstjórastólnum til bráðabirgða, og menn honum hollir - öryggisverðir og nokkrir verkamenn - sér yfirráð yfir framleiðslusal verksmiðjunnar. Romanov, sem taka átti við af Svirskí, flutti með valdi inn í for- stjóraskrifstofuna á föstudag og afl- aði sér með aðstoð vopnaðra liðs- manna einnig yfirráða yfir rekstrarskrifstofum verksmiðjunn- ar, að einni undanskilinni. Yfirmaður lögfræðideildarinnar, Natalia Isku- lova, varnaði, ásamt þremur starfs- mönnum, öðrum mönnum Romanovs inngöngu, í þvi skyni að meina „inn- rásarmönnum" aðgang að skjölum fyrirtækisins. „Ég neitaði að víkja úr skrifstofu minni þrátt fyrir hótanir manna Romanovs um að berja mig,“ tjáði Iskulova fréttamönnum í síma úr harðlokaðri skrifstofunni. Málaferli og stríðandi fylkingar Upptök átakanna um stjórn verksmiðjunnar voru þauað þáver- andi forstjóri, Júrí Ermilov, var rek- inn úr starfi í maí sl. en sú ráðstöfun var í tengslum við allsherjarendur- skipulagningu á stjórnun áfengis- framleiðslufyrirtækja sem russneska ríkið á meirihluta eða er stór hluthafi í. Er þessi endurskipulagning liður í tilraunum Vladimírs Pútíns, sem sór embættiseið sem forseti Rússlands í maí, til að laga stöðu ríkisfjármála. Rússneska ríkið verður af miklum skatttekjum vegna útbreiddrar ólög- legrar áfengisframleiðslu í landinu og binda ráðamenn vonir við að með bættu kerfi og eftirliti megi stórbæta bágan hag ríkissjóðs. Svirskí var útnefndur eftirmaður Ermilovs til bráðabirgða, en á stjórn- arfundi varð tillaga um að Romanov skyldi skipaður í starfið ofan á. Átök milli fylkinga innan stjómar íyrir- tækisins og málaferli hafa staðið frá því í júní vegna skipunarmála þess- ara. Sáttadómstóll í Moskvu dæmdi 17. júlí sl. ráðningu Romanovs, sem aldrei hefur starfað við Kristall áður en gegndi starfi aðstoðarforstjóra við rússneska ríkisolíufélagið Rosneft, ógilda. Romanov sakaði Svirskí um að hafa mútað dómaranum og lét til skarar skríða á föstudag er honum var brostin þolinmæðin til að bíða niðurstöðu áfrýjunar sinnar á fyrri úrskurði. Lögregla gerði húsleit á skrifstof- um verksmiðjunnar á föstudag vegna rannsóknar skattayfirvalda á ásök- unum um að stjómendur fyrirtækis- ins hefðu ekki talið allan hagnað þess fram. í sjónvarpsviðtali bar Svirskí á brýn að misnota sér aðstöðu sína til að raka til sín hlutabréfum og að hafa selt 26% einkahlutafjár í fyrirtækinu til „skúffufyrirtækja" skráðra á Kýp- ur. 51% hlutafjár er í ríkiseigu. Áætl- að markaðsverðmæti verksmiðjunn- ar er um 45 milljarðar króna. Svirskí hótaði að fara í meiðyrðamál vegna ummæla Romanovs. ERLENT AP Viðskiptavinur Kristall-vodkaverksmiðjunnar heldur á sýnishorni framleiðslunnar fyrir utan hina þekktu verksmiðju í Moskvu, sem fram- leitt hefur eftirsóttasta áfengið í Rússlandi í 100 ár. Vopnum beitt í deilu um forstjórastól Rill kw ÍÁ TVÆR SYNIN MIÐASALA: UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FER BANKASTRÆTI 2, 101 REYKJAVIK SÍMI: 552 8588 - midasaf OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10:00 - 18 ANDSBANKI isk Kulturfond Máttarstólpar menningarborgarinnar: 'ALMENNAR ®BÚNAÐARBANKINN Landsvirkjun EIMSKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.