Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Endurbætur á Tónabæjarhúsinu Suðurhlið hússins úr gleri BYGGINGANEFND hefur samþykkt tillögur um breyt- ingar á gamla Tónabæjar- húsinu sem stendur við Skaftahlíð 24. Þyrping hf. keypti húsið af Reykjavík- urborg fyrr í ár og hyggst gera á því gagngerar endur- bætur. Tillögurnar eru nú í grenndarkynningu en Ragn- ar Atli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Þyrpingar, segir að framkvæmdir ættu að geta hafist í kringum ára- mótin ef öll áform ganga eft- ir. Að sögn Ragnars hafa fjölmargir sýnt áhuga á hús- næðinu. Hann segir ekki búið að ákveða hvers konar starf- semi verður í húsinu en við- ræður standi nú yfir við væntanlega leigjendur. „Þetta mun verða gler- bygging að miklu leyti og verður hún mjög áberandi frá Miklubraut séð. Gamla Tóna- bæjarhúsið er orðið ansi lúið og þreytt og þarna er tæki- færi til þess að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Ragnar. Allt burðarvirki heldur sér Halldór Guðmundsson og Freyr Frostason, arkitektar á Teiknistofu Halldórs Guð- mundssonar, eiga heiðurinn að hönnun hússins. Að sögn Freys er hönnunin ekki full- búin og gæti breyst töluvert frá því sem er í dag þótt heildarmyndin muni halda sér nokkurn veginn óbreytt. Hann segir að glerveggurinn Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar Ný útlitshönnun Tónabæjarhússins við Skaftahlíð. iviurgunuiauiu/overni Gamli Tdnabær mun fljdtlega breyta um svip. á sunnanverðu húsinu muni gefa því mestan svip. Freyr segir að ekki standi til að rífa gamla Tónabæ og byggja nýtt hús. „Burðar- virki verður látið halda sér en allir léttir veggir verða rifnir og hannað verður nýtt útlit,“ segir Freyr. í teikningum Halldórs og Freys er gert er ráð fyrir því að aðalinngang- ur verði norðan megin við húsið. Þar verður einnig bíla- stæði sem mun tengjast bíla- stæði sunnan megin við hús- ið. í kjallara er gert ráð fyrir birgðageymslu og starfs- mannaaðstöðu en á jarðhæð og aðalhæð verður verslunar- eða skrifstofurými. í við- byggingu, þar sem nú er að- alinngangur hússins, er gert ráð fyrir skrifstofu og starfs- mannahaldi. Tengibygging úr gleri Að sögn Freys kemur til greina að byggð verði tengi- bygging úr gleri sem tengja mun Tónabæjarhúsið við gamla Nýherjahúsið en það er staðsett á sömu lóð. Það hús er einnig í eigu Þyrping- ar en tölvufyrirtækið Aco hf. er þar til húsa. Reykjavíkurborg mun af- henda Þyrpingu Tónabæjar- húsið 1. október næstkom- andi. Starfsemi Tónabæjar mun flytjast í félagsheimili Fram við Safamýri en Reykjavíkurborg hefur tekið það á leigu til tíu ára. Hlíðar Morgunblaðið/Sverrir Svona lítur framhlið Geysishússins nú út. Geysishúsið komið í ljós Miðborgin FRAMHLIÐ Geysishússins hefur nú tekið á sig nýjan blæ þvf á húsið er komin timburkæðning lík þeirri sem prýddi það á árunum 1906-1955. Að sögn Tdmasar Tdmas- sonar, verkfræðings hjá Istaki, sem hefur umsjdn með endurnýjun Geysis- hússins, er nú verið að Ieggja lokahönd á vinnu við húsið og er miðað við verk- lok fyrir afmælishátíð og menningarndtt næstkom- andi laugardag. Istak samdi við borgina um endurnýjun tveggja hliða á húsinu og frágang á þaki en Tdmas segir að vegna þess að fjárveitingar séu nú uppurnar bíði áframhald verksins fram yfir áramdt. Þá verður farið að vinna við þann gafl hússins sem snýr að Vesturgötu og við þak þess. Nú þegar vinnu við Geys- ishúsið er lokið í bili fer vinnuflokkur Tdmasar að snúa sér að endurbdtum á öðru gömlu húsi í miðborg- inni, Hafnarstræti 16. Tdmas segir að vandi verði við það að eiga því húsið sé skakkt og skælt og fyrst þurfi að ákveða hvernig standa eigi að þvf að rétta það af og styrkja. Morgunblaðið/Sverrir Reykjavíkurtjörn Við Tjörnina ÞEIR sem leggja leið sína niður að Reykjavíkurljörn til þess að gefa öndum og öðr- um fuglum brauð hafa ef- laust fundið fyrir þvi' að máv- urinn getur verið aðgangsharður. Mörgum hefur gefist vel að halda sig hjá gæsum þar sem mávur- inn ku halda sig frá þeim en hann virðist alls dhræddur við endur og álftir. V erið að steypa upp Smáralind Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Framkvæmdasvæðið við Smáralind er fremst á myndinni. Fyrir miðri mynd sést í verslana- miðstöðina Smárann, sem virðist fremur smár í sniðum í samanburði. Kópavogur UM 150 manns vinna nú hörðum höndum að byggingu verslanamiðstöðvarinnar Smáralindar í Kópavogi. Að sögn Kolbeins Kol- beinssonar, sem stjórnar framkvæmdum fyrir hönd Istaks, ganga framkvæmdir vel. „Við erum á fullu í upp- steypu," sagði Kolbeinn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við erum að steypa upp neðri hæðina; erum bún- ir með undirstöður að mestu og byrjaðir á efri hæðinni." Kolbeinn sagði að upp úr áramótum yrði farið að vinna við þak hússins en gert er ráð fyrir að það verði komið undir þak í mars nk. Vegna þenslu á bygginga- markaði hérlendis eru um 35 af starfsmönnunum 150 er- lendis frá. Flestir í þeim hópi koma frá Svíþjóð og Portúgal en einnig eru þar Hvít-Rúss- ar og Pólverjar. Þá sagði Kolbeinn að danskir smiðir væru væntanlegir á bygging- arstaðinn. Áætlanir gera ráð fyrir að Smáralindin verði opnuð þann 20. september 2001. „Þetta er gríðarlega þröngur verktími en við berjumst á fullu,“ sagði Kolbeinn. ístak annast framkvæmdir fyrir Smáralind ehf. og er byggingakostnaður sam- kvæmt samningi um 5 millj- arðar króna. Undirbúningur vegna Smáralindar hefur staðið frá 1996 og verður heildarkostnaður vegna verkefnisins um 7 milljarðar króna. í Smáralind verða 80- 100 verslanir, þar á meðal stórmarkaður Hagkaups, matvöruverslun Nóatúns og sérvöruverslun Debenhams; einnig veitingastaðir, þjón- ustufyrirtæki og kvikmynda- hús fyrir 1250 manns og er stefnt að því að þar fari fram 10-13% af allri smásöluversl- un á höfuðborgarsvæðinu en húsið verður töluvert stærra en Kringlan. Þegar hefur verið gengið frá leigu á meg- inhluta verslanarýmisins. Þá verður í Smáralind um 2000 fermetra yfirbyggður sýn- ingar- og skemmtigarður. Verslanarými eykst um 10-15% Með tilkomu verslanamið- stöðvarinnar eykst verslana- rými á höfuðborgarsvæðinu um 10—15%. Gert er ráð fyrír að 1000-1500 manns verði við vinnu á byggingarstað næsta sumar. Lóð Smáralindar er á suð- vesturhorni Reykjanesbraut- ar og Fífuhvammsvegar, og er um 90 þúsund fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir um 3000 bílastæðum við hús- ið. Stærstu hluthafar Smára- lindar ehf. eru Olíufélagið hf„ Byko hf„ Saxhóll ehf„ Bygg ehf„ Skeifan 15 sf„ Baugur hf. og Gaumur ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.