Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 32

Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sýnilegur tilhlökkunar- neisti til næstu hátíðar Morgunblaðið/Gísli Sig. Utsýni heim að Kirkjubæjarklaustri af hraunkambinum Baðstofu. TOIVLIST KirkjuhvolI KAMMERTÓNLEIKAR Á KLAUSTRI Verk eftir Jón Nordal, Hindemith, Brahms, Ravel og Fauré. Finnur Bjarnason tenór; Edda Erlends- dóttir, Nína Margrét Grímsdóttir, píanó; Sif Tulinius, Sigurbjörn Bemharðsson, fíðlur; Guðrún Hrand Harðardóttir, víóla; Sigurð- ur Bjarki Gunnarsson, selló. Föstu- daginn 11. ágúst kl. 21. TÍUNDA kammertónleikahátíðin að Kirkjubæjarklaustri hófst á laug- ardagskvöldið var við góða aðsókn þrátt fyrir hryssingslegt veður á Suðurlandi. Ungir flytjendur settu mjög svip sinn á hátíðina að þessu sinni, sem var allviðamikil, með 11 kammerverkum á þrennum tónleik- um. Þar af var í fyrsta sinn í sögu há- tíðarinnar frumflutt íslenzk nýsmíð, og verður vonandi hinum yngri sum- artónlistarhátíðum landsbyggðar fordæmi til eftirbreytni eftir því sem fjárráð leyfa. Verkefnavalið á þess- ari hátíð var vandað og vel upp byggt í heild, þó á mörkum gæti talizt að gæfist nægur samæfingartími fyrir kröfuhörðustu viðfangsefnin. Né heldur hefðu tónleikagestir amazt við einhverri umfjöllun um flytjend- ur og verk í tónleikaskrá, en því var ekki að heilsa. Þeir Sigurbjöm Bern- harðsson og Sigurður Bjarki Gunn- arsson settu vænlegt gæðamark á dagskrána strax í upphafi með fág- aðri og vel samstilltri útfærslu á hinu afburðavel skrifaða Dúói Jóns Nor- dal fyrir fiðlu og selló frá 1983. Verk- ið er í e.k. rondóformi, ef líta má á rísandi og fallandi einkennisstrófu leikna í samstígum áttundum sem A- kafla, og ber heiðskíran post-ný- klassískan heildarsvip með örlitlum ávæningi af Bartók á einstaka stað. Meðal hrifmeiri kosta þessa tveggja sálna tals var afar hnitmiðuð nýting tónskáldsins á fjórhljómamöguleik- um áhafnarinnar, sem þeir félagar skiluðu með sérlega jafnvægum tvígripaleik. Paul Hindemith (1895- 1963) var sjálfur víóluleikari og samdi nokkrar sónötur fyrir hljóð- færið, með eða án píanósamleiks. Op. 11 nr. 4 var samin 1919. Áferðin er impressjónísk-nýklassísk með áhrifum frá barokki en samt oft ein- kennilega síðrómantísk á svip, enda meistari Brahms meðal áhrifavalda framan af ferli þýzka tónskáldsins. Edda Erlendsdóttir og Guðrún Hrund Harðardóttir fluttu verkið af varfæmu öryggi, en víólunni hefði mátt vera heitara í hamsi í tatara- kennda miðþættinum og kannski að- eins gáskafyllri í grótesk-grallara- lega Fínalnum. Edda Erlendsdóttir var enn við slaghörpuna er Finnur Bjamason tenór söng Fjögur söng- lög Op. 96 eftir Brahms við 3 ljóð eft- ir Heine en 1 eftir uppáhaldsskáldið Daumer. í æskuþrangnum ljóðum hins „villta“ Daumers, sem þóttu þá vart í húsum hafandi, fann Brahms sér löngum enduróm tilfinninga sinna, sem hann bar annars aldrei á torg. Það kvað reyndar hafa komið á tónskáldið er hann heimsótti loks Daumer afgamlan í íyrsta og eina skipti og ljóðahöfundurinn benti að- spurður skjálfandi á visna mannveru enn hramari að sjá en sjálfan hann: „Þarna stendur hún, eini innblástur minn og neisti - konan mín!“ Með- ferð þeirra Finns á ljóðasöngvum Brahms var glæsilegur, sérstaklega í síðustu tveim eftir Heine, enda þótt undirritaður vildi gjarnan fá að upp- lifa meiri litafjölbreytni í tónbeitingu þessa stórefnilega söngvara, sem virðist þegar eiga flest allt annað til reiðu. Ef eitthvað má ekki vanta í Tzigane Ravels fyrir fiðlu og píanó, er það blóðhita, sem frassar af hverri síðu að hætti andalúsískra sígauna. En það gustaði sem betur fór veralega af skapmiklum og ein- beittum leik Sifjar Tulinius, er sótti æðralaus á brattann í þessu krefj- andi virtúósaverki. Hún var vel studd af Nínu Margréti Grímsdóttur við slaghörpuna, sem klingdi víða skemmtilega af dæmigerðu cimbal- om-hakkbretti farandþjóðarinnar suðrænu. Heildarsvipur hins níu söngva bálks Gabríels Faurés fyrir einsöngvara og píanókvintett, La Bonne Chanson Op. 61 við ljóð Verlaines, kom undirrituðum fyrir sem furðuóspennandi og einsleitur, og því svolítill „antíklímax“ að þessu niðurlagaatriði dagskrár. En eftir hlýjum móttökum áheyrenda að dæma vora fáir á sama máli, og til sanns vegar má færa, að flytjendur reyndu eftir mætti að kreista sem mestri fjölbreytni fram úr þessum annars yndislega franska síðróman- tíker með snöfurlegum samleik. Eldmessa hin nýja Poulenc: Tel jour telle nuit; Sjost- akovitsj: Píanótno Op. 67; Mist Þorkelsdóttir: Á Kirkjubæjar- klaustri á kristnitökuári (frumfl.) Finnur Bjarnason tenór; Edda Er- lendsdóttir, píanó; íslenzka tríóið (Nína Margrét Grímsdóttir, píanó; Sigurbjöm Beraharðsson, fíðla; Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló); Sif Tulinius, fíðla; Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla. Upplestur: Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Laugardaginn 12. ágúst kl. 17. Aðsókn náði hámarki á tónleikum laugardagsins á Klaustri, og það, ásamt fjölda kunnuglegra andlita úr listaheimi meðal áheyrenda, bar uppi ákveðið eftirvæntingarandrám aðsteðjandi „viðhafnaratburðar“, ef snara má á þann veg franska hug- takinu „cause célébreFyrstur á dagskrá var sönglagaflokkur Franc- is Poulencs við ljóð Eluards, Tel jour telle nuit, þar sem Finnur Bjarnason tenór og Edda Erlendsdóttir píanó- leikari fluttu 9 lög. Flest vora þau stutt og stundum allt niður í örsmáar míníatúrur, en undantekningarlítið vel skapgerð og töluvert fjölbreytt- ari í heild en Fauré-sönglögin kvöld- ið áður, þó að textarnir væra að sögn Finns oftast súrrealískir og í torræð- ari kantinum. Eftir tvö fyrstu lögin, sem vora í dreymandi hægum þrí- skiptum takti, kvað við annan og vasklegri tón, og A toutes brides ólg- uðu beinlínis æstar ástríður, en stóðu skammt, líkt og fleiri lög á valdi tilfinninga, í eðlilegu samræmi við latneska spakmælið „ira furor brevis est“. Einna viðamest var Fig- ure de force brálante et farouche, sem spannaði víðan tilfinningaskala, og fór Finnur þar á kostum. Edda var greinilega á heimavelli í þessu skemmtilega verki og laðaði mörg ólík litbrigði fram úr slaghörpunni. Eftir ópustölunni að dæma gæti Píanótríó Dmitris Sjostakovitsjar í E-dúr Op. 67 hafa verið samið á stríðsáranum. I innlifaðri túlkun ís- lenzka tríósins lifnaði heldur betur yfir þessu frábæra meistaraverki, sem ber sterkan svip af þjóðmenn- ingu rássneskra gyðinga. Bæði gat að heyra klezmer-kenndar strófur og asjkenazýska hrynjandi, en líka dæmigerðan gyðinglegan gálgahúm- or og yndi af kersknum draugahroll- vekjum, og m.a.s. á einum stað eftir- minnilega háðmynd af þjarkslegum jötunmóð við verksmiðjufæribandið, er hefði sómt sér vel í Nútíma Chapl- ins. Þremenningarnir drógu sér- kenni verksins fram með nákvæmni heilaskurðlæknis í vel skipulögðum samleik, sem átti ekki sízt blæ- brigðaríkum tóni Nínu Margrétar Grímsdóttur ýmislegt að þakka. Eftir hlé var framflutt nýtt verk eftir Mist Þorkelsdóttur, er hátíðin pantaði í tilefni af tíu ára afmælisins með hliðsjón af kristnitökuhátíðarári og sögu staðarins og með fjárhags- legum tilstyrk íslenzkrar erfða- greiningar. Höfundur söngtextans var herra Sigurbjörn Einarsson biskup, er steig sjálfur í pontu og las upp kvæði sitt ,Á- Kirkjubæjar- klaustri á kristnutökuári"; e.k. áfangaúttekt á íslenzkri kristni í 6 hlutum undir mergjuðu fornyrðis- lagi, sem á köflum gat minnt á Völu- spá og Sólarljóð miðalda. Síðan tóku Finnur Bjamason og píanókvintett skipaður ofangreindum strengja- leikuram á fiðlur, víólu og selló með Eddu Erlendsdóttur við píanóið til við tónflutninginn. Samnefnd kantata Mistar, ef svo mætti kalla, var allviðamikið verk í mínútum talið (um 25), enda textaer- indin mörg. Ólíkir tímaáfangar ljóðs- ins, er lutu að atriðum eins og kristnitöku, forvígismönnum mið- aldakirkjunnar, siðaskiptunum, höf- uðklerkum lútherskunnar, eldmess- unni og nútímatrá, ljáðu tónhöfundi á hinn bóginn nokkuð skýran form- rænan grandvöll. Stíllinn var e.k. blanda af nútímalegum impressjón- isma og einhverju sem mætti jafnvel kalla „þjóðlegan viðhafnarstíl" með beitning samstígni og íslenzkri rím- hrynjandi, þar sem tónmál Jóns Leifs virtist stundum svífa í bak- granni. Áferðin var yfirleitt gegnsæ og tær, en þó kenndi ýmissa grasa, m.a. þrástefja, pedalkafla, smágerðs hermikontrapunkts og leiks með hljómrænum litbrigðum. Iður fóst- urjarðar minntu passlega á sig þenn- an regnvota dag þegar hlaup kom í Skaftá í annað sinn á fáum dögum. I Eldmessuþætti kantötunnar kvað sömuleiðis við enduróm af ti'öllsleg- um náttúruöflum, þá hinn rámu reg- indjúp ræsktu sig upp um Laka, en þau voru kveðin niður aftur með fal- legu framsömdu sálmalagi Mistar við almenna þáttöku áheyrenda. Sálmtextann fann hr. Sigurbjörn í Grallaraútgáfunni frá 1779, og mun hann talinn hafa getað verið sunginn við eldmessuna frægu, þegar hraun- flóðið nam staðar nánast við kirkju- dyr. Hvort firring nútímans hafi síð- an tjáð sig með tryllingslegum valstakti lokaþáttar er ekki gott að segja, og kom undirrituðum satt að segja á óvart skyndilegt niðurlag verksins upp frá því, í stað þess að fjara t.d. út á líðandi skírri hvíldar- stemmningu. En hvað sem því leið var verkinu forkunnarvel tekið af viðstöddum, enda vandað til flutn- ings eftir föngum, og spillti þar ekki fyrir skýr textameðferð Finns Bjarnasonar í krefjandi aðalhlut- verki. Spriklandi af fáguðu fjöri Verk eftir Sveinbjöm Sveinbjörns- son, Schubert og Schumann. Finn- ur Bjarnason tenór; Islenzka trfóið (Nína Margrét Grímsdóttir, pianó; Sigurbjöm Bernharðsson, fiðla; Sigurður Bjarki Gunnarsson, seiló); Edda Eriendsdóttir, pianó; Sif Tulinius, fiðla; Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla. Sunnudaginn 13. ágústkl. 15. Þriðju og síðustu kammertónleik- arnir á Kirkjubæjarklaustri fóra fram um undornsleyti s.l. sunnu- dags. Heldur færra var í salnum en á fyrri tónleikunum, en hljómburðar- lega séð vai’ það sízt til baga, þar sem lifnaði merkjanlega yfir fremur þurri akústíkinni við aðeins auðari gólfflöt. íslenzka tríóið reið á vaðið með Píanótríói Sveinbjörns Svein- bjömsssonar í e-moll, léttu og áhyggjulausu heimilismúsíseringar- stykki í anda Mendelssohns og Schu- manns. Útþættirnir komu beztir fyr- ir; I. þáttur með alltignarlegri festu og Fínalinn (IV.), sem bar keim af bæði skozkum þjóðlögum og Björt mey og hrein. Miðþættirnir sögðu manni minna. Andantínóið (II.) var svolítið þunn elegía og Allegretto scherzando í 6/8 bryddaði upp á smá kontrapunkti, en verkaði aðeins of hægt í annars gegnheilum flutningi þremenninganna. Finnur Bjamason og Edda Er- lendsdóttir fluttu næst 6 sönglög eft- ir Schubert í víðast prýðisgóðri túlk- un. Píanóið virtist svolítið hart í mars-undirleiknum við Der Wander- er an den Mond, en lýsti hins vegar skemmtilegu bráðutipli í An den Mond in einer Herbstnacht og gust- aði af vellandi arpeggíóunum í Bei dir, þó að „lútu“-herma píanósins í hinu kunna An die Laute minnti öllu frekar á banjó eða ukulele med full- þurra stakkatói. Finnm- Bjarnason skilaði að vanda afburðaskýrum texa og með sterkri tilfinningatúlkun, enda undirtektir glimrandi góðar, en að smekk undirritaðs yfirleitt með of einsleitri raddbeitingu, sem vonandi á eftir að verða fjölbreyttari þegar fram í sækir og nýja tenórtónsviðið hefur fest betur í sessi. Snilldarstrik Roberts Schumann, Píanókvintettinn í Es-dúr Op. 44, var hæfilegur lokapunktur á metn- aðarfullri kammerdagskrá Klaust- urhátíðar. Verkið er innblásið frá upphafi til enda, og var gaman að sjá og heyra hvað það framkallaði ósvikna leikgleði hjá ekki sízt ungu strengjaleikuranum. Þó var jafnvel enn eftirtektarverðara hvað þetta oftast gegnsæja og krefjandi kamm- erdjásn náði vel saman hjá fólki á öndverðum ferli sem í ofanálag hefur aðeins starfað í hópi einu sinni áður, þ.e. í strengjaoktett Bjarkar hér um árið. Allegro brillante (I.) var hresst og vel upplagt, en Un poco Larga- mento bar þó af með vel tímasettri deklamatórík og hárréttum general- pásum. Hinir vellandi 6/8 skalar Scherzosins (III.) vora e.t.v. ekki með öllu lausir við taugastrekkelsi, en hinn magnaði lokaþáttur, með fúgató-útfærslu á ágmenteraðu aðal- stefi uppafsþáttar í anda meistara Bachs, var bráðskemmtilegur og spriklaði af fáguðu fjöri út í gegn. Lauk þar með velheppnaðri kamm- erhátíð með viðeigandi glæsibrag, og var sýnilegur tilhlökkunarneisti í mörgum áheyrenda, þegar merkis- beri hitans og þungans, Edda Er- lendsdóttir, bauð að lokum tónleika- gesti velkomna á 11. hátíðina þann 10.-12. ágúst að ári liðnu. Ríkarður Ö. Pálsson Upplausn fj ölskyldumy ndanna MYNDLIST Gallerí Sævars KarIs TUMIMAGNÚSSON LJÓSMYNDIR Sýningin er opin á verslunartíma ogstendur til 17. ágúst. TUMI Magnússon vakti strax mikla athygli fyrir málverk sín um miðjan níunda áratuginn og hefur síðan þótt einn af merkilegri málur- um sinnar kynslóðar. Málverk hans hafa reyndar orðið sífellt óhefðbundnari með áranum en öryggi Tuma og færni í notkun miðilsins hafa gert honum kleift að leita nýrra leiða og setja saman sýn- ingar sem líkjast að litlu leyti venju- legum málverkasýningum en byggja þó alfarið á möguleikum og tilbreytingum málverksins, lita- fræði þess og umhverfisins. Nú hefur Tumi þó söðlað um og sýnir tölvuunnar ljósmyndir í Gall- eríi Sævars Karls. Um er að ræða fjórar myndir og þekja tvær þeirra heila veggi en hinar tvær eru aðeins mjóar ræmur. Með þessari sýningu hefur hann því tekið í notkun eina af þeim aðferðum sem hvað mest fer fyrir í sýningarhaldi samtímans, en eins og von var til verður niðurstað- an í meðföram hans allt önnur en við eigum að venjast. Ljósmyndin sjálf skiptir Tuma minnstu máli heldur virðist hann heillast af þeim mögu- leikum sem tæknin býður til að um- breyta veruleikanum og fella hann undir lögmál lita og forma, líkt og hann gerði í röðum málverka þar sem hann færði sig til dæmis frá litnum á hafragraut yfir í litinn á heróíni, mynd fyrir mynd. Að vísu hafa ljósmyndir Tuma að nafninu til sterka skírskotun í vera- leikann og í almennustu notkun ljós- myndatækninnar, fjölskyldumynd- irnar. Myndirnar fjórar era sem sagt af fjölskyldu Tuma og honum sjálfum en sýna aðeins hluta af andlitinu og era stækkaðar upp svo ekki má stundum nema rétt greina hver fyr- irmyndin er: Eyra, auga, munnur og nef. Myndimar - og þar með mynd- efnið - teygir hann og stækkar til að fella þær að sýningarrýminu og um leið leysast þær upp í „einhvers konar merkingarleysu“_ eins og Tumi orðar það sjálfur. Úr afbökun myndefnisins verður til einhver nýr merkingarheimur þar sem form og rými ráða meiru en fyrirmyndin. Um leið og Tumi yfirgefur mál- aratæknina - eða tekur frá henni þetta hliðarspor - hverfur líka hin kunnuglega afmörkun flatarins, strigans, sem hengdur er á veggi sýningarsalarins og lifir þar að mestu sjálfstæðú lífi, óháð rýminu. Ilér eru myndirnar felldar inn í rýmið og salurinn ræður lögun verksins. Þannig er myndin af „Munni Ráðhildar" felld ofan í mjóa rennu með endilöngum vegg salar- ins og myndefnið er einfaldlega teygt eftir því sem þarf til að verkið passi ofan í hana. Það er mjög gaman að sjá svo reyndan og vandaðan listamann takast á við nýja framsetningu og ekki síður að sjá hann færa þá af- dráttarlausu einbeitingu sem ein- kennt hefur verk hans yfir í nýjan miðil og nýtt sýningarform. Hvort sem þessi sýning er útúrdúr hjá Tuma eða upphafið að frekari til- raunum og uppbroti er hún gott inn- legg í samtímalistina og til marks um það að sú hugsun sem vandaðir listamenn temja sér skilast áfram, hvaða miðil sem þeir takast á við. Jón Proppé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.