Morgunblaðið - 15.08.2000, Page 34

Morgunblaðið - 15.08.2000, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tríósónötur þýskra meistara TÓJVLIST S k á I li o 11 s k i r k j a SUMARTÓNLEIKAR í SKÁLHOLTI Bonner Barock Solisten flutti blás- aratónlist frá barokktímanum fyrir tvær flautur, fagott, og sembal. Laugardagurinn 12. ágúst 2000. SÍÐASTA tónleikahelgi sumars- ins í Skálholti var helguð tónlist fyr- ir blásturshljóðfæri með þverflaut- una í öndvegi. Flytjendur á fyrri tónleikum laugardagsins voru fjórir félagar úr Bonner Barock Solisten. Á efnisskrá fjarkans frá Bonn voru tríósónötur eftir merkustu barokk- tónskáld Þjóðverja frá ofanverðri átjándu öld, Johann Joachim Qu- antz, Johann Sebastian Bach, Georg Friedrich Telemann og Georg Friedrich Hándel. Sónötuform barokktímans var ^ w íliil 11 ólíkt því sem gerðist á klassíska og rómantíska tímanum. Sónötur Mozarts og Beethovens voru jafnan í þremur þáttum þar sem fyrsti og síðasti þáttur voru hraðir og oftast í sömu tóntegund en miðkaflinn hæg- ur og í andstæðri tóntegund. Á barokktímanum voru sónötur hins vegar í fjórum þáttum, þættimir voru yflrleitt í sömu tóntegund eða í samnefndum dúr og moll. Þættirnir voru spyrtir tveir og tveir saman: hægur - hraður, hægur - hraður. Tríósónöturnar voru, eins og nafnið bendir til, þriggja radda en tvö hljóðfæri sameinuðust um að leika bassalínuna (fylgiröddina) og því eru tríósónötur barokktímans alltaf leiknar af fjórum hljóðfæmm, tveimur laglínuhljóðfærum, sembal og einu bassahljóðfæri. Á tónleikum Bonner Barock Solisten var hljóð- færaskipanin tvær flautur, semball og fagott. Friðrik mikli Prússakeisari var áhugasamur um flautuleik og tón- leikarnir hófust á sónötu eftir kenn- ara hans, Johann Joachim Quantz. Quantz þessi var prýðilegt tónskáld auk þess að gefa út merka kennslu- bók í þverflautuleik. Sónötu hans prýddu öll meginein- kenni verkanna sem leikin voru á þessum tónleikum; laglínubygging var alfarið í röddum þverflautn- anna; þær kallast. á og herma hver á eftir annarri. Fagottið og semball- inn eru eingöngu til undirleiks og leggja ekkert til málanna annað en að ti-yggja hljómabyggingu verks- ' i.'' S//"Z FUNDIR VIGTUN MÆLING MATARÆÐI jsb - góður staðurfyrir konur FRA TOPPI TIL TAARI Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, níu vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. I leilsufundir þar sem farið er yfir forðun, klæðnað, hvemig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. FRA TOPPI TIL TAAR n - framhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðlialdi. Fijálsir tímar, 9 vikur. Fundir lx í viku í 9 vikur. I Skálholtskirkju. ins. Þó örlaði stundum á stefbrotum hjá fylgiröddinni í sónötum Tele- manns og Hándels en það voru að- eins stutt augnablik: óðara samein- uðust semball og fagott að nýju um gangvirki undirleiksins. Síðustu ár hafa hugmyndir manna um flutning barokktónlistar breyst í grundvallaratriðum. Fyrir aldarfjórðungi hófu menn að flytja hana á „upprunanleg" hljóðfæri, þ.e. þau hljóðfæri sem verkin voru samin fyrir og gáfu því, að þvi er sumir töldu, „réttari" mynd af tón- listinni. Starf Bach-sveitarinnar í Skálholti grundvallast m.a. á þess- ari hugmynd. Sumir leika barokk- tónlist eingöngu á nútímahljóðfæri og enn aðrir fara bil beggja og blanda saman hljóðfærum ólíkra kynslóða. Þá leið velja Bonner Barock Solisten. Þar er leikið á nú- tíma flautur og fagott en semballinn hafður með sem „upprunalegt" hljóðfæri. Þar sem áherslan á Skál- holtstónleikum hefur einmitt verið lögð á flutning barokktónlistar á upprunanleg hljóðfæri kom hljóð- færaskipan Bonner Barock Solisten nokkuð á óvart. Flokkurinn er engu að síður skip- aður úrvals hljóðfæraleikurum. Samleikur þeirra reyndist afar góð- ur og nákvæmlega útfærður. Helst hefði mátt finna að samspili flautu- leikararanna Evu Hunnekens og Andreasar Bossler. Blær hljóðfæra þeirra var töluvert ólíkur og ekki alltaf fyllilega samstæður svo skeik- aði nokkru í hreinleik hljómanna. Fylgiraddarleikur þeirra Wolf- gangs Sorges og Pauls Reys Kleckas var hins vegar afbragðs góður; Sorge tiplaði áhyggjulausum fagottfótum eftir síkvikri bassalín- unni og Klecka fylgdi honum fum- laust eftir á sembalinn með skýrri vinstri hendi auk þess að spinna þéttan hljómavef með þeirri hægri. Leikur fjórmenninganna einkennd- ist af fínum dráttum og mikilli nær- gætni, jafnvel full mikilli; það var því sem ferskur vindur færi um Skálholtskirkju þegar hljóðfæra- leikararnir slepptu fram af sér beislinu í sérlega skemmtilegri og að sama skapi vel leikinni sónötu Hándels í lokin. Ur sjópoka útlagans Manucla Wiesler flutti einleiksverk frá 20. öld fyrir þverflautu. Sunnu- dagurinn 13. ágúst 2000. Síðdegis, bæði laugardag og sunnudag, hélt Manuela Wiesler flautuleikari einleikstónleika í Skál- holtskirkju. Á efnisskrá voru verk eftir 20. aldar tónskáld sem öll eiga það sammerkt að hafa dvalið lang- dvölum utan heimalands síns. Fjórir listamenn í Pakkhúsinu á Höfn FJÓRIR listamenn opna sýn- ingu á verkum sínum í Pakkhús- inu á Höfn á morgun, miðviku- daginn kl. 17. Á sýningunni eru skúlptúrar, lágmyndir og mál- verk. Listamennirnir eru Inga Sigga Ragnarsdóttir, Felicitas Gerstner, Jockel Heenes og Inga Jónsdóttir. Inga Sigga lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1977 og framhaldsnámi með „Diploma" frá Listaaka- demíunni í Munchen í Þýska- landi. Hún hefur síðan starfað sem myndhöggvari í Þýskalandi og á Islandi og haldið fjölda einka- og samsýninga hér heima og erlendis. Inga hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og prýða verk hennar opinberar byggingar á Islandi og í Þýska- landi. Verk hennar eru auk þess í eigu viðurkenndra listasafna í Svíþjóð, Þýskalandi og á ís- landi. Inga Sigga er búsett í Þýskalandi. Felicitas er fædd í Þýskalandi og nam myndlist við Mynd- listarháskólann í Frankfurt am Main á árunum 1978-1983. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir list sína og verk hennar hafa verið sýnd í Þýska- landi, Póllandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Slóvakíu og Portúgal. Jockel Heenes er fæddur í Þýskalandi og nam myndlist við Listaakademíuna í Múnchen á árunum 1968-1978. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína og m.a. starfað sem gestaprófesssor við Lista- háskólann í Frankfurt am Main. Verk hans hafa verið til sýnis í Þýskalandi, Hollandi, Frakk- landi; Austurríki, Bandaríkjun- um, Italíu, Spáni og Póllandi. Inga Jónsdóttir lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1989 og „Diploma" frá Listaakademíunni í Múnchen í Þýskalandi 1992. Hún hefur hlotið viðurkenningar fyrir list sína og verk hennar hafa verið sýnd í Þýskalandi, á íslandi og Grænlandi. Inga notar hér m.a. tólg, vik- urstein og steinuli. í verkinu rekur Inga ættir sínar til Aust- ur-Skaftafellssýslu. Sýningunni lýkur 3. septem- ber og er opin alla daga kl. 13- 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.