Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 14

Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Norrænu yfirdýralæknamir staddir í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Frá vinstri: Eivind Liven, Noregi, Bengt Nord- blom, Svíþjóð, Jaana Husu-Kallio, Finnlandi, Preben Willeberg, Danmörku, Halldór Runólfsson, íslandi, Leif Denneberg, Svíþjóð og Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir í Suðurlandsumdæmi. Norrænir yfírdýralækn- ar funda á Hvolsvelli Hvolsvelli - Fundur yfirdýralækna frá öllum Norðurlöndunum var haldinn á Hvolsvelli 21. ágúst sl. Slíkir fundir hafa verið haldnir ár- lega síðan 1962, til skiptis á Norð- urlöndunum. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis eru þessir fundir afar gagnlegir, eink- um fyrir Noreg og Island og skap- ar þeim góð tengsl við Evrópu- sambandslöndin. Á fundinum gerði hvert land- anna grein fyrir helstu vandamál- um sem verið er að fást við og einnig voru tekin fyrir mál sem snerta öll löndin. Af íslands hálfu var m.a. gerð grein fyrir þeim góða árangri sem náðst hefur í barátt- unni við Campylobacter í kjúkling- um og sagt frá rannsóknum sem eru í gangi á þessu sviði. Einnig var rædd nauðsyn þess að ísland næði hagstæðum samningum í komandi viðræðum við ESB um undanþágur frá reglum um dýra- flutninga og dýraafurðir. Finnar munu á næsta ári halda samnorræna æfingu þar sem æfð verður viðbrögð við bráðsmitandi dýrasjúkdómum, en Danir gerðu grein fyrir samræmingu matvæla- eftirlits þar í landi. Að Noregs hálfu var sagt frá öflugu samskipt- aneti milli yfirdýralæknisembætt- anna en Svíar ræddu þörfina á samræmdum reglum um flutning á keppnishestum milli landanna fjög- urra og lögð voru drög að sam- komulagi þar að lútandi. Fundurinn var haldinn í Sögu- setrinu á Hvolsvelli og var einnig farið með gestina í ferð um Njálu- slóðir undir öruggri leiðsögn Art- húrs Björgvins Bollasonar for- stöðumanns setursins. Brúarhlaup Selfoss 2. september Selfossi - Hið árlega Brúar- hlaup Selfoss fer fram laugar- daginn 2. september nk. Keppt er í 2,5 km skemmtiskokki, 5 km skemmtiskokki, 10 km hlaupi, 21 km hálfmaraþoni, 5 km hjólreið- um og 12 km hjólreiðum. Flokkaskipting bæði kyn: 12 ára og yngri (2,5 km), 13-17 ára, 16- 39 ára (hálfmaraþon), 18-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Hjólreiðakeppnin hefst klukkan 13.00. Hálfmaraþon hefst klukkan 13.30 og aðrar vegalengdir klukkan 14.00. Allar hlaupaleiðir eru löggildar vega- lengdir. Einn stærsti íþróttaviðburður Selfoss Hlauparar eru ræstir á Ölfus- árbrú enda ber hlaupið nafn sitt af brúnni. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og stutt- ermabol við skráningu. Auk þess fá allir sem hlaupa frítt í sund í Sundhöll Selfoss eftir hlaup gegn framvísun keppnis- númers. Búist er við góðri þátt- töku í hlaupinu eins og undan- farin ár en hlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður á Sel- fossi og jafnan góð stemmning í kringum hlaupið og þátttakend- urna. Skráning fer fram í Kjarnan- um á Selfossi fimmtudaginn 31. ágúst kl. 16-19, föstudaginn 1. september kl. 14-19 og í Tryggvaskála Selfossi laugar- daginn 2. september kl.10-11. Einnig er hægt að senda skrán- ingu á tölvupóstfangið helgih- @ka-verslanir.is til og með föstudeginum 1. september. Skráningargjald er 800 kr fyrir 12 ára og eldri (f.1988) og 400 kr. fyrir 11 ára og yngri (f.1989). Afhending númera fer fram í Tryggvaskála, á hlaupadag frá klukkan 10-12, fyrir hjólreiðar og frá klukkan 10-13 fyrir hlaupara. Það er Frjálsíþrótta- deild Umf. Selfoss sem er fram- kvæmdaaðili hlaupsins. Úrslit hlaupsins verða síðan birt á heimasíðu Selfoss, www.- selfoss.is. Séra Solveig Lára sett í embætti SÉRA Solveig Lára Guðmunds- dóttir var sett inn í embætti sókn- arprests í Möðruvallakirkju í Hörgárdal, af séra Hannesi Erni Blandon, prófasti, síðastliðinn sunnudag. Séra Solveig Lára þjónaði Sel- tjarnarnessókn í 14 ár. Eiginmað- ur hennar, séra Gylfí Jónsson, hef- ur verið ráðinn fræðslufulltrúi kirkjunnar í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarprófastsdæmum, en hann hef- ur verið héraðsprestur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra. Hólkur settur í Staðará Norður-Héraði - Sævar Jónsson og verkamenn hans hjá Stjörnu- blæstri á Seyðisfirði hafa verið að setja saman hólk við Staðará á Jökuldal. Uppsetning hólksins er liður í nýbyggingu vegarins um Jökuldal milli Skjöldólfsstaða og Hvannár. Klæðning í Kópavogi hefur unn- ið að nýbyggingunni frá því síðasta haust en þessi nýi kafli verður um 13 kílómetra langur lagður bundnu slitlagi. Stjörnublástur var undir- verktaki við samsetningu þriggja stórra hólka í verkinu og er hólk- urinn í Staðará sá síðasti af þeim. Nú er farið að síga á seinni hluta vegagerðarinnar og vegurinn orðin fullgerður að þremur fjórðu og að- eins eftir að setja út bundið slitlag á fjórðung sem verður klárað fljót- lega. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Nýtt kaupfélagshús rís hratt FRAMKVÆMDIR við nýtt hús Kaupfélagsins í Borgarnesi eru nú í fullum gangi en áætlað er að þeim Ijúki um miðjan nóvember. Fyrsta skdflustungan að húsinu var tekin 26. mai síðastliðinn, og að sögn Guðsteins Einarssonar kaupfélagsstjdra hafa fram- kvæmdir gengið afar vel og er stefnt að því að opnað verði um mánaðamdtin ndvember, desem- ber. Húsið er byggt á tveimur Idð- um við hlið verslunarinnar Hyrn- unnar. Aðra ldðina keypti Kaup- félagið af bilasölu Vesturlands, en hinni úthlutaði bærinn Kaup- félaginu. Grunnflötur hússins er 2.260 fermetrar og verður megin- hluti þess á einni hæð, en önnur hæð, 300 fermetrar að stærð, er ætluð fyrir skrifstofur og stárfs- mannaaðstöðu. Auk verslunar Kaupfélagsins verður verslun ÁTVR, útibú frá Sparisjdði Mýr- arsýslu, apdtek, umboð VÍS og fjdrar aðrar verslanir í húsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.