Morgunblaðið - 29.08.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.08.2000, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Norrænu yfirdýralæknamir staddir í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Frá vinstri: Eivind Liven, Noregi, Bengt Nord- blom, Svíþjóð, Jaana Husu-Kallio, Finnlandi, Preben Willeberg, Danmörku, Halldór Runólfsson, íslandi, Leif Denneberg, Svíþjóð og Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir í Suðurlandsumdæmi. Norrænir yfírdýralækn- ar funda á Hvolsvelli Hvolsvelli - Fundur yfirdýralækna frá öllum Norðurlöndunum var haldinn á Hvolsvelli 21. ágúst sl. Slíkir fundir hafa verið haldnir ár- lega síðan 1962, til skiptis á Norð- urlöndunum. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis eru þessir fundir afar gagnlegir, eink- um fyrir Noreg og Island og skap- ar þeim góð tengsl við Evrópu- sambandslöndin. Á fundinum gerði hvert land- anna grein fyrir helstu vandamál- um sem verið er að fást við og einnig voru tekin fyrir mál sem snerta öll löndin. Af íslands hálfu var m.a. gerð grein fyrir þeim góða árangri sem náðst hefur í barátt- unni við Campylobacter í kjúkling- um og sagt frá rannsóknum sem eru í gangi á þessu sviði. Einnig var rædd nauðsyn þess að ísland næði hagstæðum samningum í komandi viðræðum við ESB um undanþágur frá reglum um dýra- flutninga og dýraafurðir. Finnar munu á næsta ári halda samnorræna æfingu þar sem æfð verður viðbrögð við bráðsmitandi dýrasjúkdómum, en Danir gerðu grein fyrir samræmingu matvæla- eftirlits þar í landi. Að Noregs hálfu var sagt frá öflugu samskipt- aneti milli yfirdýralæknisembætt- anna en Svíar ræddu þörfina á samræmdum reglum um flutning á keppnishestum milli landanna fjög- urra og lögð voru drög að sam- komulagi þar að lútandi. Fundurinn var haldinn í Sögu- setrinu á Hvolsvelli og var einnig farið með gestina í ferð um Njálu- slóðir undir öruggri leiðsögn Art- húrs Björgvins Bollasonar for- stöðumanns setursins. Brúarhlaup Selfoss 2. september Selfossi - Hið árlega Brúar- hlaup Selfoss fer fram laugar- daginn 2. september nk. Keppt er í 2,5 km skemmtiskokki, 5 km skemmtiskokki, 10 km hlaupi, 21 km hálfmaraþoni, 5 km hjólreið- um og 12 km hjólreiðum. Flokkaskipting bæði kyn: 12 ára og yngri (2,5 km), 13-17 ára, 16- 39 ára (hálfmaraþon), 18-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Hjólreiðakeppnin hefst klukkan 13.00. Hálfmaraþon hefst klukkan 13.30 og aðrar vegalengdir klukkan 14.00. Allar hlaupaleiðir eru löggildar vega- lengdir. Einn stærsti íþróttaviðburður Selfoss Hlauparar eru ræstir á Ölfus- árbrú enda ber hlaupið nafn sitt af brúnni. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og stutt- ermabol við skráningu. Auk þess fá allir sem hlaupa frítt í sund í Sundhöll Selfoss eftir hlaup gegn framvísun keppnis- númers. Búist er við góðri þátt- töku í hlaupinu eins og undan- farin ár en hlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður á Sel- fossi og jafnan góð stemmning í kringum hlaupið og þátttakend- urna. Skráning fer fram í Kjarnan- um á Selfossi fimmtudaginn 31. ágúst kl. 16-19, föstudaginn 1. september kl. 14-19 og í Tryggvaskála Selfossi laugar- daginn 2. september kl.10-11. Einnig er hægt að senda skrán- ingu á tölvupóstfangið helgih- @ka-verslanir.is til og með föstudeginum 1. september. Skráningargjald er 800 kr fyrir 12 ára og eldri (f.1988) og 400 kr. fyrir 11 ára og yngri (f.1989). Afhending númera fer fram í Tryggvaskála, á hlaupadag frá klukkan 10-12, fyrir hjólreiðar og frá klukkan 10-13 fyrir hlaupara. Það er Frjálsíþrótta- deild Umf. Selfoss sem er fram- kvæmdaaðili hlaupsins. Úrslit hlaupsins verða síðan birt á heimasíðu Selfoss, www.- selfoss.is. Séra Solveig Lára sett í embætti SÉRA Solveig Lára Guðmunds- dóttir var sett inn í embætti sókn- arprests í Möðruvallakirkju í Hörgárdal, af séra Hannesi Erni Blandon, prófasti, síðastliðinn sunnudag. Séra Solveig Lára þjónaði Sel- tjarnarnessókn í 14 ár. Eiginmað- ur hennar, séra Gylfí Jónsson, hef- ur verið ráðinn fræðslufulltrúi kirkjunnar í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarprófastsdæmum, en hann hef- ur verið héraðsprestur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra. Hólkur settur í Staðará Norður-Héraði - Sævar Jónsson og verkamenn hans hjá Stjörnu- blæstri á Seyðisfirði hafa verið að setja saman hólk við Staðará á Jökuldal. Uppsetning hólksins er liður í nýbyggingu vegarins um Jökuldal milli Skjöldólfsstaða og Hvannár. Klæðning í Kópavogi hefur unn- ið að nýbyggingunni frá því síðasta haust en þessi nýi kafli verður um 13 kílómetra langur lagður bundnu slitlagi. Stjörnublástur var undir- verktaki við samsetningu þriggja stórra hólka í verkinu og er hólk- urinn í Staðará sá síðasti af þeim. Nú er farið að síga á seinni hluta vegagerðarinnar og vegurinn orðin fullgerður að þremur fjórðu og að- eins eftir að setja út bundið slitlag á fjórðung sem verður klárað fljót- lega. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Nýtt kaupfélagshús rís hratt FRAMKVÆMDIR við nýtt hús Kaupfélagsins í Borgarnesi eru nú í fullum gangi en áætlað er að þeim Ijúki um miðjan nóvember. Fyrsta skdflustungan að húsinu var tekin 26. mai síðastliðinn, og að sögn Guðsteins Einarssonar kaupfélagsstjdra hafa fram- kvæmdir gengið afar vel og er stefnt að því að opnað verði um mánaðamdtin ndvember, desem- ber. Húsið er byggt á tveimur Idð- um við hlið verslunarinnar Hyrn- unnar. Aðra ldðina keypti Kaup- félagið af bilasölu Vesturlands, en hinni úthlutaði bærinn Kaup- félaginu. Grunnflötur hússins er 2.260 fermetrar og verður megin- hluti þess á einni hæð, en önnur hæð, 300 fermetrar að stærð, er ætluð fyrir skrifstofur og stárfs- mannaaðstöðu. Auk verslunar Kaupfélagsins verður verslun ÁTVR, útibú frá Sparisjdði Mýr- arsýslu, apdtek, umboð VÍS og fjdrar aðrar verslanir í húsinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.