Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrsta matvöruverslunin sem er opin allan sólarhringinn
10-11 opnar 24 tíma
verslun í Reykjavík
10-11 VERSLUNIN í Lágmúla 7
var í gær opnuð sem sólarhrings-
verslun og er þetta fyrsta matvöru-
verslunin hér á landi sem er opin 24
tíma sólarhringsins.
Þórður Þórisson, framkvæmda-
stjóri 10-11, segir að sólarhrings-
verslanir séu í örum vexti erlendis
og hann telur líklegt að slík verslun
muni eiga velgengni að fagna hér á
landi. Hann segir að það hafi alltaf
verið ætlun stofnanda 10-11 versl-
ananna, Eiríks Sigurðssonar, að
opna sólarhringsverslun og bendir
á að 10-11 hafi á sínum tíma verið
leiðandi sem klukkuverslun og sé
nú einnig í fararbroddi með sólar-
hrings opnunartíma.
Verðlagning hinnar nýju sólar-
hringsverslunar verður sú sama og
í öðrum 10-11 verslunum og vöru-
valið með hefðbundnu sniði ef frá er
tekið aukið úrval af skyndibitum.
„Með þessum opnunartíma erum
við sérstaklega að höfða til allra
þeirra sem eru á ferli á óhefð-
bundnum tímum sólarhringsins
eins og vaktavinnufólk og atvinnu-
bílstjórar. Vöruframboðið mun
endurspegla sérstaklega þarfir
þessara hópa. Sér í lagi verður lögð
áhersla á mikið og gott úrval af
rnilupa
Sérvalin bætiefni
fyrír taugarnar
fih
náttúrulega!
eilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smóratorgi
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Vöruvalið verður svipað og í öðrum 10-11 búðum ef frá er talið aukið
úrval skyndirétta sem verður á boðstólum í versluninni í Lágmúia en
hún er opin allan sólarhringinn.
skyndiréttum. Þar á meðal eru
svokallaðar Piccadelly-samlokur og
langlokur og á næstunni bætast við
ýmsar nýjungar í þeirri línu.
Þá verður boðið upp á nýtt kaffi-
brauð í morgunsárið."
Þórður segir að búið sé að koma
upp öflugu myndavélakerfi sem
verður í gangi allan sólarhringinn
og öryggisvörður verður á staðn-
um.
Þegar Þórður er inntur eftir því
hvort fleiri 10-11 verslanir verði
gerðar að 24 tíma búðum segir
hann tímann verða að leiða það í
ljós og viðbrögð neytenda.
Vörur Noa-
Síríus hækka
um 3,8%
FRÁ og með 11. september
næstkomandi hækkar heild-
söluverð um 3,8% á öllum
framleiðsluvörum frá Nóa-
Síríus. Að sögn Hjalta Jóns-
sonar markaðsstjóra hjá Nóa-
Síríus er hækkunin fyrst og
fremst komin til vegna launa-
hækkana og hækkunar á
ákveðnum kostnaðarliðum í
framleiðslu s.s. umbúða.
Síðast hækkaði Nói-Síríus
hluta af framleiðsluvörum sín-
um í byrjun júní 1999.
Hækkun á vör-
um frá Heinz
UM þessar mundir hækkar verð á
öllum vörum, nema tómatsósu, frá
Heinz um að meðaltah 5%.
„Ástæða hækkunarinnar er
hækkun frá framleiðanda erlendis,
en þess má geta að vörurnar hafa
ekki hækkað í tvö ár hjá okkur,“
segir Sverrir E. Bergmann, fram-
kvæmdastjóri heUdverslunarinnar
Bergdal. „Síðan hafa orðið aðrar
kostnaðarhækkanir eins og á flutn-
ingsgjöldum." Að sögn Sverris
hækka allar vörur nema tómatsósa
og er prósentuhækkunin mismun-
andi eftir vörum en meðalhækkun-
in er í kringum 5%.
Nýtt
D-vítamín-
bætt léttmjólk
I byrjun skólaárs er nú að koma á
markað Dreitill, sem er D-vítamín-
bætt léttmjólk.
í fréttatilkynningu frá íslenskum
mjólkuriðnaði segir að að beiðni
Manneldisráðs íslands muni mjólk-
uriðnaðurinn á íslandi hefja fram-
leiðslu á D-vítamínbættri léttmjólk
sem muni líta dagsins ljós í septem-
ber en D-vítamínið eykur næring-
argildi og styrkir kalkbúskapinn.
Mjólkurdrop-
inn DreitiU er
góðkunningi
barna á íslandi
og við hönnun
umbúðanna var
stór hópur
barna og ungl-
inga hafður með
í ráðum. Mjólkin
verður seld í 'A og 1 lítra umbúðum.
I fréttatilkynningu segir enn-
fremur að grunnskólum landsins
hafi um árabil boðist nýmjólk og
léttmjólk á niðurgreiddu verði og
svo mun einnig verða með Dreitil.
Morgunblaðið/Ásdís
Boöið er upp á heitan mat í hádeginu fyrir 1 .-4. bekk Háteigsskóla.
Boðið verður upp á máltíðir í öllum
grunnskólum Reykjavíkur
Flest sveitarfélög
ætla að bjóða
máltíðir
Haustið 2002 er gert ráð fyrir að allir
skólar í Reykjavík bjóði upp á máltíðir
fyrir yngstu bekki grunnskólans.
Misjafnt er hvaða stefnu önnur sveitar-
félög hafa tekið í þessum efnum.
VEGNA aðstöðuleysis geta ekki
allir skólar í Reykjavík boðið upp
á máltíðir nú í haust fyrir yngstu
bekki grunnskólans en haustið
2002 er gert ráð fyrir að allir
skóiar í Reykjavík hafi á boðstól-
um máltiðir fyrir börn í 1-4.
bekk. „Af þeim 29 skólum í
Reykjavík sem eru með 1.-4.
bekk eru 6 skólar með fullnægj-
andi aðstöðu til þess að bjóða
nemendum upp á málti'ð í hádeg-
inu,“ segir Guðbjörg Andrea
Jónsdóttir, forstöðumaður þró-
unarsviðs Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur.
„Þessir skóiar eru með rúm-
lega 30% allra nemenda á aldr-
inum 6-9 ára. Flestir skólanna
bjóða þó þeim börnum sem eru í
skóiadagvist upp á máltíð í há-
deginu. Lauslega áætlað má því
gera ráð fyrir að milli 50 og 60%
reykvískra nemenda í 1.-4. bekk
eigi þess kost að kaupa mat í
skólanum.
Fijótlega verður gengið frá
hvernig fyrirkomulagið verður
fyrir eldri bekki grunnskóla í
Reykjavík."
Móttökueldhús í
7 skólum af 8
í Kópavogi er stefnan að hafa
svokölluð móttökueldhús í öllum
skólum bæjarféiagsins en nú
þegar eru þau komin í sjö skóla
af átta. Að sögn Hannesar Svein-
björnssonar kennslufulltrúa hjá
skólaskrifstofu Kópavogs eiga
nemendur kost á að kaupa sér
iéttar máitíðir í þessum skóium
og eins jógúrt og samlokur.
Hann segir að ekki sé um sam-
ræmda matseðla að ræða þar
sem matráðsfólk í hverjum skóla
ákveður í samráði við skólastjóra
hvað er á boðstólum.
Hannes segir að mikil eftir-
spurn sé eftir iéttum máitíðum
en það sé þó misjafnt eftir lengd
skóiadagsins hjá nemendum.
Stefnt að máltíðum
i alla skóla
Guðjón Ólafsson deildarstjóri
hjá skólaskrifstofu Hafnarfjarð-
ar segir stefnuna í Hafnarfirði
þá að börn hafí aðgang að nær-
ingarrfkum og góðum mat í skól-
anum á iágu verði. „Einungis
tveir af sex skólum eru einsetnir
svo enn sem komið er vantar upp
á aðstöðu svo hægt sé að veita
þessa þjónustu eins og best verð-
ur á kosið.“
Börnin koma með nesti
Birgir Einarsson hjá skóla-
skrifstofu Mosfellsbæjar segir
grunnskóiabörn í' Mosfellsbæ
koma með nesti að heiman í skól-
ann en í efstu bekkjum grunn-
skólans þ.e. 7.-10. bekk geta
börnin keypt samlokur og mjólk-
urvörur.
Þau börn sem eru í iengdri við-
veru fá si'ðan málti'ðir til 9 ára
aldurs. „Þessi mál eru í umræð-
unni hér í MosfeIlsbæ.“
Matarpakkar í boði
Oddný Eyjólfsdóttir, for-
stöðumaður fræðslu- og menn-
ingarsviðs Garðabæjar, segir að
grunnskólanemendur í Flata- og
Hofstaðaskóla í Garðabæ á aldr-
inum 6-11 ára eigi kost á að
kaupa matarpakka frá Sóma.
„Gerð var tilraun sl. vor með sölu
matarpakka þar sem nemendur
voru í áskrift og gátu keypt ef
þeir vildu daglega. Viðbrögðin
voru mjög góð og ákveðið að
halda þessu samstarfí áfram.
I vetur munu fulltrúar skóla og
foreldra skipuleggja matseðlinn
með forsvarsmönnum hjá Sóma
en um er að ræða fjölbreytta
matarpakka. Matarpakkarnir
kosta 160 krónur á dag.
Fyrir utan matarpakkana
stendur nemendum til boða að
kaupa mjólkurvörur, s.s. drykki,
skyr og jógúrt. Nemendur á aldr-
inum 12-15 ára eru í Garðaskóla
þar sem er mötuneyti.
Verið að vinna áætlun
Á Akureyri er verið að vinna
að áætlun um hvernig standa eigi
að matmálsti'mum grunnskóla-
barna. Á þessu ári mun að öllum
líkindum liggja fyrir endanleg
ákvörðun um þessi mái.
Gunnar Gíslason, deildarstjóri
skóladeildar á Akureyri, segir að
eins og málum sé nú háttað sé
misjafnt eftir skólum á Akureyri
hvaða matvara börnum stendur
til boða að kaupa en heimilin sjá
aðallega um nesti. Börn í 1.-4.
bekk sem eru í skólagæslu fá
heitan mat. 1 hádegi.