Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta matvöruverslunin sem er opin allan sólarhringinn 10-11 opnar 24 tíma verslun í Reykjavík 10-11 VERSLUNIN í Lágmúla 7 var í gær opnuð sem sólarhrings- verslun og er þetta fyrsta matvöru- verslunin hér á landi sem er opin 24 tíma sólarhringsins. Þórður Þórisson, framkvæmda- stjóri 10-11, segir að sólarhrings- verslanir séu í örum vexti erlendis og hann telur líklegt að slík verslun muni eiga velgengni að fagna hér á landi. Hann segir að það hafi alltaf verið ætlun stofnanda 10-11 versl- ananna, Eiríks Sigurðssonar, að opna sólarhringsverslun og bendir á að 10-11 hafi á sínum tíma verið leiðandi sem klukkuverslun og sé nú einnig í fararbroddi með sólar- hrings opnunartíma. Verðlagning hinnar nýju sólar- hringsverslunar verður sú sama og í öðrum 10-11 verslunum og vöru- valið með hefðbundnu sniði ef frá er tekið aukið úrval af skyndibitum. „Með þessum opnunartíma erum við sérstaklega að höfða til allra þeirra sem eru á ferli á óhefð- bundnum tímum sólarhringsins eins og vaktavinnufólk og atvinnu- bílstjórar. Vöruframboðið mun endurspegla sérstaklega þarfir þessara hópa. Sér í lagi verður lögð áhersla á mikið og gott úrval af rnilupa Sérvalin bætiefni fyrír taugarnar fih náttúrulega! eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smóratorgi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Vöruvalið verður svipað og í öðrum 10-11 búðum ef frá er talið aukið úrval skyndirétta sem verður á boðstólum í versluninni í Lágmúia en hún er opin allan sólarhringinn. skyndiréttum. Þar á meðal eru svokallaðar Piccadelly-samlokur og langlokur og á næstunni bætast við ýmsar nýjungar í þeirri línu. Þá verður boðið upp á nýtt kaffi- brauð í morgunsárið." Þórður segir að búið sé að koma upp öflugu myndavélakerfi sem verður í gangi allan sólarhringinn og öryggisvörður verður á staðn- um. Þegar Þórður er inntur eftir því hvort fleiri 10-11 verslanir verði gerðar að 24 tíma búðum segir hann tímann verða að leiða það í ljós og viðbrögð neytenda. Vörur Noa- Síríus hækka um 3,8% FRÁ og með 11. september næstkomandi hækkar heild- söluverð um 3,8% á öllum framleiðsluvörum frá Nóa- Síríus. Að sögn Hjalta Jóns- sonar markaðsstjóra hjá Nóa- Síríus er hækkunin fyrst og fremst komin til vegna launa- hækkana og hækkunar á ákveðnum kostnaðarliðum í framleiðslu s.s. umbúða. Síðast hækkaði Nói-Síríus hluta af framleiðsluvörum sín- um í byrjun júní 1999. Hækkun á vör- um frá Heinz UM þessar mundir hækkar verð á öllum vörum, nema tómatsósu, frá Heinz um að meðaltah 5%. „Ástæða hækkunarinnar er hækkun frá framleiðanda erlendis, en þess má geta að vörurnar hafa ekki hækkað í tvö ár hjá okkur,“ segir Sverrir E. Bergmann, fram- kvæmdastjóri heUdverslunarinnar Bergdal. „Síðan hafa orðið aðrar kostnaðarhækkanir eins og á flutn- ingsgjöldum." Að sögn Sverris hækka allar vörur nema tómatsósa og er prósentuhækkunin mismun- andi eftir vörum en meðalhækkun- in er í kringum 5%. Nýtt D-vítamín- bætt léttmjólk I byrjun skólaárs er nú að koma á markað Dreitill, sem er D-vítamín- bætt léttmjólk. í fréttatilkynningu frá íslenskum mjólkuriðnaði segir að að beiðni Manneldisráðs íslands muni mjólk- uriðnaðurinn á íslandi hefja fram- leiðslu á D-vítamínbættri léttmjólk sem muni líta dagsins ljós í septem- ber en D-vítamínið eykur næring- argildi og styrkir kalkbúskapinn. Mjólkurdrop- inn DreitiU er góðkunningi barna á íslandi og við hönnun umbúðanna var stór hópur barna og ungl- inga hafður með í ráðum. Mjólkin verður seld í 'A og 1 lítra umbúðum. I fréttatilkynningu segir enn- fremur að grunnskólum landsins hafi um árabil boðist nýmjólk og léttmjólk á niðurgreiddu verði og svo mun einnig verða með Dreitil. Morgunblaðið/Ásdís Boöið er upp á heitan mat í hádeginu fyrir 1 .-4. bekk Háteigsskóla. Boðið verður upp á máltíðir í öllum grunnskólum Reykjavíkur Flest sveitarfélög ætla að bjóða máltíðir Haustið 2002 er gert ráð fyrir að allir skólar í Reykjavík bjóði upp á máltíðir fyrir yngstu bekki grunnskólans. Misjafnt er hvaða stefnu önnur sveitar- félög hafa tekið í þessum efnum. VEGNA aðstöðuleysis geta ekki allir skólar í Reykjavík boðið upp á máltíðir nú í haust fyrir yngstu bekki grunnskólans en haustið 2002 er gert ráð fyrir að allir skóiar í Reykjavík hafi á boðstól- um máltiðir fyrir börn í 1-4. bekk. „Af þeim 29 skólum í Reykjavík sem eru með 1.-4. bekk eru 6 skólar með fullnægj- andi aðstöðu til þess að bjóða nemendum upp á málti'ð í hádeg- inu,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þró- unarsviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. „Þessir skóiar eru með rúm- lega 30% allra nemenda á aldr- inum 6-9 ára. Flestir skólanna bjóða þó þeim börnum sem eru í skóiadagvist upp á máltíð í há- deginu. Lauslega áætlað má því gera ráð fyrir að milli 50 og 60% reykvískra nemenda í 1.-4. bekk eigi þess kost að kaupa mat í skólanum. Fijótlega verður gengið frá hvernig fyrirkomulagið verður fyrir eldri bekki grunnskóla í Reykjavík." Móttökueldhús í 7 skólum af 8 í Kópavogi er stefnan að hafa svokölluð móttökueldhús í öllum skólum bæjarféiagsins en nú þegar eru þau komin í sjö skóla af átta. Að sögn Hannesar Svein- björnssonar kennslufulltrúa hjá skólaskrifstofu Kópavogs eiga nemendur kost á að kaupa sér iéttar máitíðir í þessum skóium og eins jógúrt og samlokur. Hann segir að ekki sé um sam- ræmda matseðla að ræða þar sem matráðsfólk í hverjum skóla ákveður í samráði við skólastjóra hvað er á boðstólum. Hannes segir að mikil eftir- spurn sé eftir iéttum máitíðum en það sé þó misjafnt eftir lengd skóiadagsins hjá nemendum. Stefnt að máltíðum i alla skóla Guðjón Ólafsson deildarstjóri hjá skólaskrifstofu Hafnarfjarð- ar segir stefnuna í Hafnarfirði þá að börn hafí aðgang að nær- ingarrfkum og góðum mat í skól- anum á iágu verði. „Einungis tveir af sex skólum eru einsetnir svo enn sem komið er vantar upp á aðstöðu svo hægt sé að veita þessa þjónustu eins og best verð- ur á kosið.“ Börnin koma með nesti Birgir Einarsson hjá skóla- skrifstofu Mosfellsbæjar segir grunnskóiabörn í' Mosfellsbæ koma með nesti að heiman í skól- ann en í efstu bekkjum grunn- skólans þ.e. 7.-10. bekk geta börnin keypt samlokur og mjólk- urvörur. Þau börn sem eru í iengdri við- veru fá si'ðan málti'ðir til 9 ára aldurs. „Þessi mál eru í umræð- unni hér í MosfeIlsbæ.“ Matarpakkar í boði Oddný Eyjólfsdóttir, for- stöðumaður fræðslu- og menn- ingarsviðs Garðabæjar, segir að grunnskólanemendur í Flata- og Hofstaðaskóla í Garðabæ á aldr- inum 6-11 ára eigi kost á að kaupa matarpakka frá Sóma. „Gerð var tilraun sl. vor með sölu matarpakka þar sem nemendur voru í áskrift og gátu keypt ef þeir vildu daglega. Viðbrögðin voru mjög góð og ákveðið að halda þessu samstarfí áfram. I vetur munu fulltrúar skóla og foreldra skipuleggja matseðlinn með forsvarsmönnum hjá Sóma en um er að ræða fjölbreytta matarpakka. Matarpakkarnir kosta 160 krónur á dag. Fyrir utan matarpakkana stendur nemendum til boða að kaupa mjólkurvörur, s.s. drykki, skyr og jógúrt. Nemendur á aldr- inum 12-15 ára eru í Garðaskóla þar sem er mötuneyti. Verið að vinna áætlun Á Akureyri er verið að vinna að áætlun um hvernig standa eigi að matmálsti'mum grunnskóla- barna. Á þessu ári mun að öllum líkindum liggja fyrir endanleg ákvörðun um þessi mái. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar á Akureyri, segir að eins og málum sé nú háttað sé misjafnt eftir skólum á Akureyri hvaða matvara börnum stendur til boða að kaupa en heimilin sjá aðallega um nesti. Börn í 1.-4. bekk sem eru í skólagæslu fá heitan mat. 1 hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.