Morgunblaðið - 30.08.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.08.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 197. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Efnt til móttökuathafnar til heiðurs gíslunum við Bab-el-Azizia Hvattir til að minnast Gaddafís Trípólí. AP, AFP, Reuters. Þjóðverjinn Wemer Wallert, sem var í hópi gíslanna sex sem komu til Líbýu í gær, sést hér ásamt syni sínum Dirk. I baksýn er ein hinna sund- ursprengdu bygginga Bab al-Azizia-herbúðanna, sem Gaddafí sýnir gjarnan gestum sem dæmi um „hryðjuverk" Bandaríkjamanna. VESTRÆNU gíslarnir sex, sem múslímskir öfgamenn létu lausa fyrr í vikunni, tóku í gær þátt í móttöku- athöfn sem haldin var þeim til heið- urs við Bab-el-Azizia-herskálana ut- an við Trípólí, höfuðborg Líbýu, áður en þeir héldu til síns heima í gærkvöldi. Hvorki Múammar Gaddafí, né sonur hans Saif al-Islam, tóku þátt í athöfninni en embættis- maður stjórnarinnar hvatti við þetta tækifæri gíslana fyrrverandi til að gleyma ekki þeim þætti sem Gaddafí hefði átt í að veita þeim frelsi. „Gleymið ekki nafni þess sem los- aði ykkur undan þeirri niðurlægingu sem fangavistinni fylgir. Nafnið er Múammar Gaddafí," sagði embætt- ismaðurinn en Líbýustjórn átti stór- an þátt í því að fólkinu, sem er frá Lí- býu, Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afi-íku, var sleppt lausu eftir fjögurra mánaða fangavist á Suður- Filippseyjum. Ráðherrar þjóðanna, ásamt ættingjum gíslanna, tóku þátt í athöfninni og lýstu þeir Charles Josselin, sem fer með erlenda aðstoð fyrir frönsku stjórnina, og Christ- oph Zöpelsee, aðstoðarutanríkisráð- herra Þýskalands, yfir þakklæti fyrir hönd stjórna sinna. Þá sagði Rajab Azzarouq, samningamaður Líbýumanna, er hann afhenti gísl- ana formlega að hann væri bjartsýnn á að þeir sex erlendu ferðamenn, sem enn eru í gíslingu á Jolo-eyju, yrðu látnir lausir fljót- lega. „Það er samningur í gildi,“ sagði Azzarouq. „Þeir munu verða látnir lausir, þetta er bara tíma- spursmál." Azzarouq, sem heldur á ný til Filippseyja á föstudag til frekari við- ræðna, sagði við þetta tilefni: „Við heitum ykkur því að undir yfirum- sjón Múammars Gaddafís Líbýuleið- toga og með stuðningi sonar hans, Saif al-Islam munum við halda áfram tilraunum okkar til að fá þá gísla sem eftir eru leysta úr haldi.“ Njósnari meðal gíslanna? Ríkisstjórn Filippseyja greindi frá þvi í gær að Abu-Sayyaf-upp- reisnarmennirnir, sem nýlega höfðu látið gíslana sex lausa, hefðu tekið Bandaríkjamanninn Jeffrey Craig Schilhng í gíslingu. Sagði fréttastofa BBC að haft hefði verið eftir tals- manni uppreisnarmannanna að Schilling, sem þeir segja úr röðum njósnara CIA, verði tekinn af lífi láti Bandaríkjamenn ekki lausan Ramzi Yousef, manninn sem sakfelldur var fyrir sprengjutilræðið í World Trade Center í New York árið 1993. Tilkynnti yfirmaður utanríkis- ráðuneytis Líbýu, Hassuna al- Shaush, við þetta tækifæri að Líbýu- stjóm væri reiðubúin að hafa milli- göngu í máli Schillings ef Banda- ííkjastjórn óskaði þess. Bandaríkja- menn hafa ekki enn svarað boði Líbýustjómar, en hafa krafist þess að Schilling verði látinn laus. Líbýumenn hafa oft verið gagn- rýndir fyrir að styðja uppreisnar- og hryðjuverkamenn en að undanförnu hafa þeir leitast við að rjúfa einangr- un þjóðar sinnar. Segja erlendar fréttastofur sögur á kreiki um að Líbýustjórn hafi greitt eina milljón dollara í lausnar- gjald fyrir hvern gísl. Þeim orðrómi hefur þó verið neitað en viðurkennt að styrktarsjóður, sem sonur Gadd- afís hefur yfimmsjón með, hafi boðið héraðinu „þróunaraðstoð" í skiptum fyrir gíslana. Bein- greiðslu- kerfíð dýrt KOSTNAÐUR norska ríkisins vegna svo kallaðs beingreiðslukerfis, þar sem foreldrum er boðin greiðsla fyrir að hafa böm sín heima í stað þess að senda þau á leikskóla, mun reynast töluvert meiri en fyrri áætl- anir gerðu ráð fyrir að því er greint var frá í netútgáfu Aftenposten í gær. Beingreiðslukerfið nýtur meiri vinsælda meðal foreldra ungra bama en tahð hafði verið og fer í ár kostn- aður vegna þess um 270 milljónum norskra króna, eða um 2,4 milljörð- um íslenskra króna, fram úr áætlun. Sagði Karita Bekkemellem Orheim, barna- og fjölskyldumálaráðherra Noregs, þetta ekki koma sér á óvart. En þama sannaðist að Verkamanna- flokkurinn hefði ekki að ástæðulausu haft ýmislegt út á það að setja að beingreiðslukerfi yrði komið á. „Þegar við sátum í stjómarand- stöðu bentum við á að allt útht væri fyrir að kostnaður af beingreiðslu- kerfinu yrði mun meiri. Þessar tölur sýna að við höfðum á réttu að standa og þetta á eftir að verða langtum kostnaðarsamara en stjóm Bonde- viks gerði ráð fyrir,“ sagði Bekke- mellem Orheim í viðtali við norska ríkisútvarpið. í júní var greitt með 95.000 börn- um sem er 5,5% meira en árið áður og samkvæmt nýjum útreikningum hinnar norsku Tryggingastofnunar ríkisins munu gjöld vegna bein- greiðslukerfisins í ár nema rúmum 3 milljörðum norskra króna. Páfagarður Klónun fósturvísa fordæmd IJém. AP, AFP. JOHANNES Páll páfi II fordæmdi í gær klónun fósturvísa og hvatti hann vísindamenn til að sýna mannfólki virðingu. Páfi vís- aði þar til hug- mynda um klónun fósturvísa til að rækta líffæri til ígræðslu, en tölu sína flutti hann á alþjóðlegri ráð- stefnu sérfræðinga í líffæráígræðslu í Róm. Klónun á fóstur- vísum sagði páfi siðferðilega ranga jafnvel þótt í góð- um tilgangi væri. „Vísindin sjálf benda til annarra aðferða sem ekki fela í sér klónun eða notkun á fóstur- vísum, heldur eru þess í stað stofn- frumur teknar úr líkama fullorðinna einstaklinga," sagði páfi. „Þetta er sú leið sem rannsóknir verða að fylgja, vilji menn sýna hverri mann- veru virðingu, jafnvel á fósturstig- inu.“ í ræðu sinni fjallaði páfi einnig um líffæraígræðslur sem hann kallaði „kærleiksverk," þótt verslun með líf- færi teldist alltaf brjóta í bága við siðferðiskennd manna. Stutt er síðan bresk stjórnvöld samþykktu klónun fósturvísa í rann- sóknaskyni. Jóhannes Páll páfi II Yfírheyrslur vegna fjármála CDU Tár og ískalt augnaráð Berlín. AP, AFP. TVEGGJA daga yfir- heyrslur yfir fyrrver- andi háttsettum em- bættismönnum flokks Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi hafa leitt í ljós djúp- stæðan ágreining og í gær táraðist Brigitte Baumeister sem var gjaldkeri í tíð Helmuts Kohls er hann var kanslari og flokksfor- maður. Kohl hefur við- urkennt að hafa tekið við leynilegum fjár- framlögum í sjóði flokksins en neitar að gefa upp nöfn þeirra sem létu féð af hendi rakna, segir það trúnaðarmál. Grun- semdir hafa vaknað um að gefend- urnir hafi þegið pólitíska fyrir- greiðslu að launum fyrir framlögin. Wolfgang Scháuble, sem tók við formannsembættinu af Kohl, bar vitni á mánudag og bar Kohl þung- um sökum. Scháuble varð að víkja úr formannsembætti fyrir Angelu Merkel er hann var bendlaður við hneykslið og sakaði í vitnisburði sín- um Baumeister og Kohl um að hafa átt þátt í samsæri gegn sér. Baumeister var í gær spurð um 100.000 marka greiðslu, 3,6 milljónir íslenskra króna, sem Karlheinz Schreiber, er var fulltrúi vopna- sala, gaf í sjóðinn 1994. Baumeister hefur sagt að hún hafi tekið við umslagi með fénu og látið þingflokksfor- manninn þáverandi, Scháuble, hafa það. Hann segist hafa tekið við umslaginu en af- hent gjaldkeranum og stendur orð á móti orði. Baumeister tárfelldi í gær er hún sneri sér að Seháuble eftir nær fjögurra stunda orra- hríð og neitaði með brostinni rödd að hún hefði tekið þátt í samsæri gegn hon- um. Hún gaf í skyn að þrýst hefði verið á sig til að hún breytti frásögn sinni og sagðist hafa gengið í gegn- um „ægilega eldraun“. Scháuble var svipbrigðalaus og fjarrænn, augnaráðið ískalt, einnig þegar Baumeister ávarpaði hann með skírnarnafni. Hún sagðist áður hafa verið reiðubúin að „standa eins og klettur við hlið honum“ en nú væri hún vonsvikin. „Þetta er að verða sífellt fáránlegra,“ hreytti Scháuble einu sinni út úr sér við vitnaleiðslurnar í gær. AP Brigitte Baumeister yfirgefur salinn eftir vitnaleiðslurnar. Bruni Ostankino-sjdnvarpsturnsins Fjölmiðlar tala um „svarta ágústa Moskva. AP, Reuters. RÚSSNESK stjórnvöld hétu því í gær að Moskvubúar mundu í dag geta á ný náð útsendingum nokk- urra sjónvarpsstöðva frá Ost- ankino-sjónvarpsturninum, sem eldur kom upp í á sunnudag, en yfirvöld telja nú víst að turninn muni ekki hrynja. Moskvubúar hafa nú búið við sjónvarpsleysi frá því síðdegis á sunnudag og hörmuðu rússneskir fjölmiðlar í gær þetta sfðasta óhapp. Gengu sumir jafnvel svo langt að nefna mánuðinn „svarta ágúst“. „í sögu Rússlands hin síðari ár hafa aldrei orðið jafn mörg óhöpp á einum mánuði," sagði í viku- blaðinu Moskvufréttum. Auk brunans minnist blaðið einnig þess er 118 manns fórust er kjarnorkukafbáturinn Kúrsk sökk í Barentshafi, sem og þess er tólf létust í sprengingu sem var í und- irgöngum í Moskvu, en öll þessi atvik áttu sér stað nú í mánuðin- um. Tekist hefur að finna lík þriggja sem fórust í bruna Ost- ankino-turnsins og telja yfirvöld að einn maður til viðbótar hafi látið lífið. Sögðu rússneskar fréttastofur í gær að lyftan, sem fólkið var fast í, hefði hrapað til jarðar er lyftukaplar gáfu sig í eldinum. Eru kaplar sem liggja eftir turninum innanverðum mik- ið skemmdir að sögn ITAR-Tass fréttastofunnar, sem kvað þó hægt að gera við einhvern hluta þess sendibúnaðar sem í turninum var. Eldsvoðinn í Ostankino-sjón- varpsturninum hefur vakið at- hygli á þeim viðhaldsskorti og hnignun sem víða er nú algengur í Rússlandi. Turninn, sem var reistur á árunum 1960-67, þótti áður vera til merkis um tækni- þekkingu Sovétmanna. „Þetta var ekki bara turn ... heldur var hann tákn um tímabil sem nú virðist að fullu lokið," sagði dagblaðið Vremya MN í umfjöllun sinni. MORGUNBLAÐH) 30. ÁGÚST 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.