Morgunblaðið - 30.08.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.08.2000, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hundar drápu 57 lömb og ær í beitarhólfí þrjár HUNDAR réðust á og drápu tugi lamba og nokkrar kindur í beitarhólfi skammt austan við Hellu. Guðmund- ur Ómar Helgason á Lambhaga kom að fénu á mánudaginn. ,A-ðkoma var hryllileg, henni verð- ur ekki lýst og ljóst að hundarnir höfðu verið í fénu í nokkra daga. Það liggja 57 lömb og 3 ær í valnum eftii’ þá, sumu af því var reyndar lógað á staðnum sakir þess hve illa bitið það var,“ sagði Guðmundur Ómar. f fyrradag kom hann að tveimur hund- um í fjársafni í beitarhólfi austan við golfvöllinn á Hellu. Hundarnir höfðu leikið tugi lamba mjög illa. „Ég kom að særðu lambi á mínu landi og varð litið ofar í stykkið og sá þá hóp af særðu fé. Það var ljót aðkoma. Þarna hafði Skúli Jónsson, bóndi á Selalæk, um 450 fjár í beitarhólfi. Það fé sem var óbitið stóð í einum hnapp og var dauðskelkað. Ég sótti fleira fólk og þótt styggt sé hljóp féð nánast í fang- ið á okkur.“ Guðmundur sagðist hafa uppgötv- að hvers kyns var um klukkan 10 á mánudagsmorgun. Lögregla var kvödd á staðinn og dýralæknir úr- skurðaði hvað af særða fénu yrði að aflífa. Af fénu sem slapp eru fjórar særðar ær. Að sögn Guðmundar var féð illa á sig komið og greinilegt að það hefði ekki bitið sér til matar dög- um saman. Skúli hefði vitjað fjárins um fyrri helgi og allt þá verið í stak- asta lagi. Greinilegt væri þó að hund- arnir hefðu verið búnir að athafna sig í nokkra daga. Þeim var lógað. Valtir jaðrakanar STARFSMENN Laxár við Krossanes hafa undanfama daga veitt nokkmm jaðrakönum at- hygli en fuglarnir hafa greinilega átt nokkuð erfitt um gang. Virt- ist sem þeir væru haltir og valtir á fótunum. Þegar ljósmyndari smellti mynd af fuglunum sem vöppuðu þarna í grasinu var aug- ljóst að tveir fuglar gengu ekki heilir til skógar. Á öðrum þeirra er önnur löppin styttri en hin. Hvort það er meðfætt eða hvort fuglinn hefur orðið fyrir slysi er erfitt að segja til um. Lést eftir fall af hestbaki MAÐUR lést í gær af völdum alvar- iegra áverka er hann hlaut þegar hann féll af hestbaki að morgni síðastliðins sunnudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgamesi varð slysið við Hvítár- vallaveg í Borgarfirði. Maðurinn var fluttur með sjúkra- bifreið á Landspítala - háskóla- sjúkrahús í Fossvogi þar sem hann léstígær. Hann hét Viktor Magnússon, hjarta- og lungnavélasérfræðingur á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut. Viktor var fæddur 12. maí 1944 og lætur eftir sig móður, eiginkonu, dóttur og systur. Lést í vinnu- slysi MAÐURINN sem lést er hann var að vinna við rúllubaggavél í Breiðdal á sunnudaginn hét Trausti Jónsson og var frá Grænuhlíð í FJjótsdalshér- aði. Hann var ábúandi á Randvers- stöðum. Trausti var 23 ára, ókvænt- ur og bamlaus. Morgunblaðið/Rúnar Pór Árni Þór Sigurðsson um framtíð R-Iistans Viðræður um samstarf þyrfti að hefja frá grunni ÁRNI Þór Sigurðsson, varaborgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, fjallar um framboðsmál fyrir næstu borgar- stjómarkosningar í grein sem birt var á vefritinu Múrnum í gærkvöldi. Ami bendir á að hvorki Samfylkingin né Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð eigi aðOd að Reykjavflcurlistanum og segir síðan: „Ætli þessir flokkar að bjóða fram í Reykjavík í næstu sveitarstjórnar- kosningum, eins og fullvíst má telja, verður það annaðhvort með sérstök- um framboðslistum eða í samstarfi við aðra flokka. Verði það niðurstaða þessara aðila, annars eða beggja, að efna til samstarfs verður vitaskuld að hefja frá ginnni viðræður um slíkt kosningabandalag sem vissulega gæti heitið Reykjavíkurlistinn. Innihald og form slíks samstarfs er þó eitthvað sem aðilarnir yrðu að ræða og koma sér saman um, þar getur enginn einn aðili mætt sem eins konar þinglýstur eigandi Reykjavíkurlistans og ætlað að skammta öðmm úr hnefa.“ Hann segist einnig telja rétt að Vinstrihreyfingin - grænt framboð haldi sérstakan fund nú á haustmán- uðum um sveitarstjórnarmálin al- mennt þar sem mótaðar verði megin- áherslur flokksins en í framhaldinu myndu félög í einstökum sveitarfé- lögum ráða ráðum sínum og fara að leggja drög að þeirri vinnu sem fram- undan er. Foreldrar íbúa á sambýlinu Einibergi segja ástandið þar óviðunandi Ottast um öryggi o g velferð barna sinna FORELDRAR íbúa á sambýlinu Einibergi í Hafnarfirði segja ástand- ið þar algjörlega óviðunandi vegna skorts á starfsfólki og segjast þeir óttast um öryggi og velferð barna sinna sökum þessa. íbúar í Einibergi em fjórir talsins, allir era þeir fjölfatlaðir og þurfa mikla umönnun. Á heimilinu á að vera starfsfólk í 7,5 stöðugildum en aðeins fæst starfsfólk í 4,2 stöðugildi. „Við bíðum eftir því að einhver sæki um þessi störf,“ segir Marlaug Einarsdóttir, móðir Vignis Þórsson- ar sem býr í Einibergi, og bætir því við að þrátt fyrir að störfin hafi verið auglýst hafi enginn sýnt þeim áhuga. „Þetta hefur verið leyst með því að auka enn frekar álag á starfsfólkið sem þarna er fyrir,“ segir Erla Bragadóttir, móðir Asgeirs Davíðs Sigurðssonar, sem einnig býr í Eini- bergi, og segir hún foreldra einnig hafa staðið vaktir og tekið börn sín heim þegar svo hefur borið undir. Vignir og Ásgeir Davíð hafa búið á Einibergi í um áratug og segjast Erla og Marlaug ekki hafa tölu á því starfsfólki sem komið hafi og farið á þessum tíma. Þær segja ástandið hafa farið mjög versnandi síðustu tvö ár, líklega vegna mikils framboðs á vel launuðum störfum. Nóg sé af störfum sem séu mun betur launuð en þessi en með mun minni ábyrgð og álagi. Eins telja þær að vaktafyrirkomulagið fæli frá, því all- ir starfsmenn verði að taka vaktir á öllum tímum sólarhrings. Þetta seg- ist Marlaug telja eina helstu ástæðu þess að illa gengur að fá starfsfólk og segir hún yfirstjóm svæðisskrifstofu fatlaðra á Reykjanesi afar ósveigjan- lega að þessu leyti, því ekki virðist vilji til að ráða fólk til starfa nema það sé tilbúið að vinna í núverandi vaktakerfi. Ekkert má út af bregða Þær segjast báðar finna að þessi óstöðugleiki og rótleysi hafi áhrif á syni þeirra. Ásgeir Davíð getur hvorki hreyft sig né tjáð sig en Erla segist merkja að hann hafi verið undir álagi undanfarið því hann hafi fengið fleiri krampa en venjulega. Þær segjast báðar finna að synir þeirra séu andlega þreyttir og óttast um velferð þeirra dragi ekki úr þessu álagi. Marlaug segir það valda þeim miklum áhyggjum að oftar en ekki sé enginn faglærður á staðnum. „Þau em svo miklir sjúklingar að þarna ætti alltaf að vera fagaðili. Á hverri vakt,“ segir Marlaug og bætir við að hún vilji ekki gera lítið úr kröftum þeirra ófaglærðu starfs- manna sem þarna hafi unnið. Hins vegar liggi í augum uppi að þeir hafi ekki alla þá þekkingu sem til þurfi til að bregðast við því sem gæti komið upp. Eins séu sumir þeirra mjög ungir og reynslulausir og segjast Marlaug og Erla hafa heyrt nýja starfsmenn tala um að þeir séu mjög hræddir við þá ábyrgð .sem þeim er falin, til dæmis þegar þeir þurfa að standa næturvaktir einir síns liðs. „Hvað ef tveir fengju krampa í einu eða ef eitthvað kæmi fyrir starfsmanninn? Það má ekkert út af bregða," segir Marlaug. Stangast á við Iög og reglugerðir Erla og Marlaug segjast margoft hafa bent yfirstjórn svæðisskrifstof- unnar á hversu alvarlegt ástandið sé en að ekkert hafi verið að gert. Fyrir skömmu hafi núverandi starfsmenn reyndar fengið launahækkun, eftir að hafa hótað að segja upp, en það leysi hins vegar ekki vandann með starfsmannaskortinn. Enn fremur segja þær að svæðisskrifstofan beri ábyrgð á umönnun skjólstæðinga sinna og telja þær það hljóta að stangast á við lög og reglugerðir að henni sé sinnt svona slælega. Sérblöð í dag sstowt Imskm Verðiaunakrossgáta ► Þættir - íþróttir ► Kvikmyndir - Fólk Hálfur mánuður af dagskrá frá miðvikudegi til þriðjudags í VERINU í dag er birtur kvóti allra fiski- skipa á næsta fiskveiðiári. Einnig er sagt frá af labrögðum krókabáta og jap- anskra túnfiskveiðiskipa við ísland. Þá erfjallað um vaxandi skuidastöðu sjáv- arútvegsins í landinu. Með Morg- unblaðinu í dag er dreift blaði frá KSÍ. Út- gefandi er Knatt- spyrnu- samband íslands. FH komið í efstu deild á ný/Bl Guðni kortlagði danska liðið/B3 ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavínir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.