Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Tallinn. í fundarherbergi eistnesku ríkis- stjórnarinnar hef- ur verið tekið upp fullkomið tölvu- kerfi þar sem ráð- herrar hafa hver sinn skjá og þurfa ekki að fletta í blöðum. Mart La- ar sýnir Davíð Oddssyni hvernig hann stjórnar tölvukerfínu og Guðmundur Árnason skrif- stofustjóri og Kristján Andri Stefánsson, deild- arstjóri í for- sætisráðuneytinu, fylgjast með. Davíð Oddsson áritar bók sína Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar í landsbókasafninu í Tallinn. Lennart Meri, forseti Eistlands, tók á móti Davíð Oddssym og íylgdarliði hans í forsetahöllinni í Tallinn. málasamband við Eystrasaltslöndin þrjú í ágúst 1991. Þá var Lennart Meri utanríkisráðherra Eistlands og hann kom ásamt utanríkisráðherr- um Lettlands og Litháens og skrif- aði undir samning um stjómmála- samband við ísland í Höfða. Davíð var nýtekinn við embætti forsætis- ráðherra þegar þessir atburðir gerð- ust. Það var greinilegt að þeim Davíð og Meri er vel til vina þegar þeir hitt- ust í forsetahöllinni í gærmorgun. Davíð sagði eftir fundinn að tengsl Meris við íslenska ráðamenn hefðu alla tíð verið mjög náin og öðruvísi en venja væri til. Davíð sagði að þeir Meri hefðu oft hist áður og rætt sam- an og þekktu því vel hvor annan. „Þegar hann kvaddi mig nú gerði hann það með þeim orðum að biðja mig að skila góðri kveðju til allra okkar sameiginlegu vina. Þetta er nokkuð óvenjulegt þegar þjóðhöfð- ingi á í hlut,“ sagði Davíð við Morg- unblaðið. íslenskar bækur í Tallinn Davíð opnaði einnig í gær sýningu á íslenskum bókum í landsbókasafn- inu í Tallinn. Komelíus Sigmunds- son, sendiherra í Finnlandi, hafði milligöngu um að íslenskir bókaút- gefendur gáfu nærri 400 bækur til safnsins og þar hefur þeim verið komið fyrir í Norðurlandadeildinni. Þetta eru bækur af ýmsu tagi, bæði fræðibækur og skáldsögur, auk bóka um ísland á finnsku. Meðal bókanna var smásagnasafn Davíðs, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, og áritaði höfundurinn bókina fyrir starfs- menn safnsins. Það vakti athygli íslensku gest- anna að eistnesk kona, Lemme Saut- as, kynnti íslenska bókasafnið á lýta- lausri íslensku. Það kom í ljós að Sautas hefur dvalið á Islandi frá ár- inu 1996, lærði íslensku í Háskóla Is- lands og starfar þar sem tónlistar- kennari. Hún hefur einnig þýtt íslensk skáldverk á eistnesku og um þessar mundir er að koma út þýðing hennar á Sögunni af bláa hattinum eftir Andra Snæ Magnason. „Eistnesk erfðagreining“ Mart Laar, sem er sagnfræðingur að mennt, fór með íslensku forsætis- ráðherrahjónin í gönguferð um gamla bæinn í Tallinn í gær. Þetta er þriðja heimsókn Davíðs til Eistlands. Hann kom þangað fyrst sem borgar- fulltrúi í Reykjavík fyrii- um tveimur áratugum og aftur árið 1996. Hann sagði að á þessum tíma hefðu orðið gríðarlegar breytingar í landinu. „Fyrir 20 árum var flest hér í niður- níðslu, enda voru þeir þá undir járn- hæl (Sovétríkjanna). Það hefur einn- ig margt breyst frá því ég kom hingað síðast, því þeir hafa gert upp gríðarmikið af húsum, það er mun meira vöruúrval í búðum og þróunin Opinber heimsókn íslensku forsætisráð- herrahjónanna til Eistlands hófst 1 gær- morgun þegar Mart Laar forsætisráðherra Eistlands tók á móti Davíð Oddssyni í eistneska stjórnarráðinu í Tallinn, höfuð- >S*!S I þrengstu götu Tallinn. Mart Laar forsætisráðherra gekk með íslensku forsætisráðherrahjónunum um gamla bæinn. hér virðist vera í réttum farvegi," sagði hann við Morgunblaðið. Eistlendingar flytja í einhverjum mæli timbur og fisk til vinnslu til Is- lands og dótturfyrirtæki Eimskips í Lettlandi, MGH, rekur einnig skrif- stofu í Tallinn. Þá skrifstofu heim- sótti Davíð Oddsson í gær. Hann leit einnig við hjá fyrirtæki sem nefnist Palmatin og framleiðir bjálkahús og tók m.a. þátt í útboði á húsum sem setja á upp á Suðurlandi fyrir þá sem misstu hús sín í jarðskjálftunum í sumar. Fyrirtækið hefur mikinn áhuga á að komast í viðskipti við Is- lendinga og hefur selt og sett upp eitt hús á íslandi. Einnig hitti Davíð að máli fulltrúa eistneskrar stofnunar sem hefur í undirbúningi að setja upp gagna- grunn á heilbrigðissviði og horfa mjög til íslands og íslenskrar erfðagreiningar sem fyrirmyndar og hafa verið í sambandi við íslensk stjórnvöld og íslenska erfðagrein- ingu á undanfömum mánuðum. Davíð lýsti fyrir þeim lögunum sem sett vom um gagnagrunn á heil- brigðissviði og helstu ágreiningsmál- unum sem uppi hafa verið á Islandi vegna þeirra. Heimsókn Davíðs Oddssonar og Ástríðar Thorarensen lýkur form- lega í dag. borg landsins. Guðmundur Sv. Hermanns- son og Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari fylgdust með heimsókninni. FORSÆTISRÁÐHERRARNIR áttu stuttan fund og við upphaf hans minntist Laar stuðnings Islendinga við Eistlendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra og líkti þeim við ísbrjóta. Ræddu þeir m.a. ræddu framtíð Eistlands og þróun Evrópusam- vinnu en Laar gerði Davíð einnig grein fyrir stöðu mála varðandi um- sókn Eista að Evrópusambandinu. Þá ræddu forsætisráðherrarnir um- sókn Eistlands um aðild að Atlants- hafsbandalaginu, NATO, en Eystra- saltsríkin þrjú sækja fast aðild að þessum stofnunum báðum. Islendingar hafa ávallt stutt aðild Eystrasaltsrikjanna og annarra þjóða Austur-Evrópu að NATO og á blaðamannafundi sem Davíð og Laar héldu eftir fund þeirra sagði Davíð að það væru að hans mati söguleg mistök ef NATO notaði ekki það tækifæri sem gæfist þegar næst yrði fjallað um stækkun bandalagsins ár- ið 2002 og tæki nýfrjálsum ríkjum opnum örmum. Davíð sagði að þótt íslendingar hefðu ekki úrslitaáhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru inn- an bandalagsins, þá hefðu þeir þar þýðingarmikinn atkvæðisrétt og raunar haft áhrif á það á leiðtoga- fundi NATO í Madríd á sínum tíma, að fleiri löndum var boðin aðild en til stóð í upphafi. Davíð sagði við blaðamenn að hann teldi að möguleikar Eistlend- inga á að fá aðild að NATO ættu að vera góðir. Þeir hefðu tekið til í sín- um ranni og mannréttindi og réttar- öryggi væru nú tryggð þar. Þá teldu Eystrasaltsríkin að þau yrðu einnig tilbúin til inngöngu í Evrópubanda- lagið upp úr árinu 2002. Vinir á íslandi Á blaðamannafundinum lagði La- ar áherslu á stjómmálaleg tengsl landanna og sagði að íslendingar hefðu leikið þýðingarmikið hlutverk við endurreisn lýðræðis í Eystra- saltslöndunum. Island varð íyrsta ríkið til að taka upp formlegt stjórn- 0 Landslagsráðgjöf ^ mm ___ _ _ = Landslagsarkitekt hjálpar þér að BJVI'VALl/V útfæra hugmyndirnar. Kynntu Söludeild í Fornalundi Þér ókeypis landslagsráðgjöf Breiðhöfða 3 • Sfmi 585 5050 á WWW.bmvalla.ÍS www.bmvalla.is Meðal vina í Eistlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.