Morgunblaðið - 30.08.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 30.08.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 1 5 AKUREYRI Kristinn E. Hrafnsson, höfundur verksins, flytur ávarp. Morgunbiaðið/Rúnar Pór S Islands- klukkan vígð ÍSLANDSKLUKKAN, útilistaverk eftir Kristin E. Hafnsson, var vígö við hátíðlega athöfn við Háskól- ann á Akureyri á Sólborg í gær. Flutt voru ávörp og listamaðurinn afhenti Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri, reipi til að festa í kólf klukkunn- ar. Einnig gróðursetti Haraldur Bessason, fyrrverandi rektor Há- skólans á Akureyri, hlyn við enda verksins. Verkið er sett upp í til- efni aldamótanna, þúsund ára kristni og landafunda í Norður- Ameríku og vfgt á afmælisdegi Akureyrar. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Haraldur Bessa- son, fyrrverandi rektor, og Kristinn E. Hrafnsson listamaður við hlyn- inn sem Haraldur gróðursetti. Aðsókn að tjaldsvæðum góð FORSVARSMENN tjaldsvæða á Akuréyri, á Húsabrekku og í Vaglaskógi segjast sáttir við að- sóknina í sumar og telja hana svip- aða og í fyrra eða ívið betri. Sum- arið á Norðurlandi hefur verið afar sólríkt og þess hafa tjaldgestir not- ið í ríkum mæli. Skátafélagið Klakkur rekur tvö tjaldsvæði á Akureyri, við Þórunn- arstræti ög svo hið nýja tjaldsvæði á Hömrum. Ásgeir Hreiðarsson, Klakki, segir að aðsóknin í sumar hafi verið góð, sé verslunarmanna- helgin undanskilin, en þá var hún mun betri en á síðasta ári. „Eins og þetta lítur út núna höfum við fengið um 16.500 gistinætur á tjaldsvæð- inu við Þórunnarstræti. Þess utan erum við með 4000 gistinætur á nýja tjaldsvæðinu á Hömrum." Ás- geir sagði að í fyrra hefðu gistinæt- ur við Þórunnarstræti verið um 12.000 og þá var heldur ekki búið að taka í notkun tjaldsvæðið á Hömr- um. „Hins vegar fengum við um 8000 gesti á tjaldsvæðið í Kjarna- skógi um verslunarmannahelgina á síðasta ári samanborið við einungis 2500 í ár. Þannig að ef við tökum það með í reikninginn er aðsóknin svipuð og í fyrra,“ sagði Ásgeir. Jarðskjálftarnir höfðu áhrif Hann sagði að þegar allt væri tekið saman væru skátarnir ánægð- ir með aðsóknina í ár. „Við erum sérstaklega ánægðir með að hafa fengið 4000 gistinætur á Hömrum, því að við höfum lítið kynnt það tjaldsvæði. Sumarið hér var nátt- úrulega einstakt, sólríkt og hlýtt. Reyndar heyrði ég það einnig á ferðafólki í sumar að jarðskjálft- arnir á Suðurlandi hefðu haft þau áhrif að sumir ferðuðust frekar norður á bóginn en suður. Það get- ur hafa haft áhrif á aðsóknina hér, ásamt góða veðrinu," sagði Ásgeir. Ketill Tryggvason, forstöðumað- ur tjaldsvæðisins í Vaglaskógi, sagði að aðsóknin í sumar væri mjög svipuð og á síðasta ári. „Já, ég held að þetta sé mjög svipað á milli ára en það var kannski heldur meiri aðsókn nú í sumar. Veðrið lék við okkur í sumar svo ég held ég geti ekki sagt annað en að menn séu ánægðir hér á bæ,“ sagði Ketill. Á tjaldsvæðinu í Húsabrekku fengust þær upplýsingar að að- sóknin að tjaldsvæðinu þar væri ámóta og á síðasta ári. Júlímánuður hefði komið ágætlega út og einhver reytingur hefði verið fram eftir ágústmánuði. Síðasta göngu- ferð sum- arsins FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir síðustu gönguferð sumarsins laugardaginn 2. september. Farið verður upp í Reistarárskarð, upp á Kötlu- fjall og komið niður í Þorvalds- dal. Brottför er kl. 9 um morg- uninn. . Frá mánaðamótunum ágúst- september verður skrifstofa ferðafélagsins lokuð, þó verður opið fostudaginn 1. september frá kl. 17.30-19 vegna fyrirhug- aðrar ferðar. Nánari upplýs- ingar eru á símsvara í síma 462- 2720. Morgunblaðið/Rúnar Þór Rikke Pedersen Freysteum Sigmundsson Barbara Griffiths, sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi. Sumarskóli Norrænu eldfiallamiðstöðvarinnar Fyrirlestrar og vett- vangsferðir í bland NORRÆNA eldfjallastöðin hefur síðastliðna daga staðið íyrir sumarskóla í Reykjahlíð í Mývatnssveit, en honum er nýlokið. Áð sögn Freysteins Sigmundssonar hjá Norrænu eld- fjallastöðinni, hafa 50 nemendur frá Norður- löndunum og Bandaríkjunum stundað nám í sumarskólanum þetta árið. Fyrirlesarar á námskeiðinu eru bæði erlendir og innlendir. Morgunblaðið leit inn á námskeiðinu. Úthafshryggir og möttulstrókar „Þessu námskeiði er ætlað að veita nem- endum, í námi og nýútskrifuðum, góða innsýn í valið efni. Núna er það samspil úthafs- hryggja og möttulstróka sem er tekið fyrir, en Island situr, sem kunnugt er, nánast á út- hafshrygg,“ sagði Freysteinn. Hann sagði að ísland væri svo að segja eins og stór tilrauna- stofa, hér væru nánast óþrjótandi rannsókn- armöguleikar. Að sögn Freysteins er sumarskólinn starf- ræktur nánast á hverju sumri en féll þó niður í fyrra. Vanalega stendur námskeiðið yfir í sjö til tíu daga. „Það má segja að þetta sé byggt upp á fyrirlestrum og skoðunarferðum og segja má að tíminn milli þessara tveggja þátta skiptist til helminga. Sem dæmi má nefna að við höfum farið í skoðunarferðir að Kröflu, Öskju og út á Tjörnesið á síðustu dögum,“ sagði Freysteinn. Vísindamenn framtíðarinnar John Sinton er vísindamaður og er frá Hawaii. Hann er einn af skipuleggjendum sumarskólans og hefur einnig rannsakað jarð- fræði íslands á síðustu árum. Hann segir að sumarskólinn gegni mikilvægu hlutverki í að þjálfa unga nemendur og rannsóknarmenn. „Þau eiga eftir að takast á við vandamál og spurningar í sínu starfi sem við kynnum fyrir þeim hér í sumarskólanum. í framtíðarrann- sóknum verða þau leiðtogar vísindamanna á sínu sviði og eiga vonandi eftir að leysa úr þessum vandamálum," sagði Sinton. Eins og áður segir hefur Sinton stundað ýmsar jarðfræðirannsóknir hér á landi. Hann segir að áhugavert sé að skoða hvað sé líkt með jarðfræði Hawaii og íslands, en ekki síð- ur það sem skilur löndin að. Aðspurður hvort hann hyggist koma aftur hingað til lands til að halda áfram rannsóknum segir hann að nú taki við úrvinnsla gagna og erfitt sé að segja til um framhaldið eftir það. Sendiherra Bandaríkjanna fylgdist með Á námskeiðinu hitti blaðamaður einnig fyr- ir sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, frú Barböru Griffiths. Hún sagði að ómögulegt væri að dvelja á Islandi án þess að hafa áhuga á jarðfræði og því hefði hún gripið tækifærið þegar henni bauðst að fylgjast með sumar- skólanum að störfum. „Eg hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta fylgst hér með fyrir- lestrum og einnig hef ég farið í skoðunarferð inn að Kröflu," sagði Griffiths. Um samstarfið á milli Bandaríkjanna og íslands, sem er um kennsluna í sumarskólanum, sagði Griffiths: „Samvinna þjóðanna við námskeið sem slíkt gerir mikið til að skapa tengsl á milli fólks. Ég tel mikilvægt að sú þekking á jarðfræði sem þjóðirnar búa yfir verði lögð saman til þess að skapa betri alþjóðaþekkingu á jarðfræðifyrir- bærum í heiminum," sagði Griffiths. Nýjar hugmyndir Rikke Pederson frá Danmörku er einn af nemendunum á námskeiðinu. Hún mun dvelja hér á landinu í um eitt ár og stunda eldfjalla- rannsóknir. „Sumarskólinn gefur fólki tæki- færi á að hitta fólk víðsvegar að úr heiminum og kynnast nýjum hugmyndum í greininni,“ sagði Rikke. Hún sagði að uppbygging nám- skeiðsins væri góð, ekki næðist eins mikill ár- angur ef aðeins væri um að ræða fyrirlestra. „I skoðunarferðum er hægt að benda á svart á hvítu hvað hefur gerst í jarðfræði landsins og hvers vegna,“ sagði Rikke.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.