Morgunblaðið - 30.08.2000, Page 19

Morgunblaðið - 30.08.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 19 Fullkomið kerfi með heildarlausn fyrif lagerrymið UMBOÐS- OG HEILDVERSL UN AUDBREKKU 1 200 KÓPAVOGI SlMI: S44 5330 FAX: 544 5335 I www.straumur.is I Á LEIÐTOGAFUNDI ESB í Köln í júní í fyrra var samþykkt að samin skyldi „skrá yfir grundvallarréttindi í ESB“. Leiðtogamir ályktuðu að Evrópusamruninn væri kominn á það stig að nauðsyn væri orðin á slíkri réttindaskrá til að gera mikil- vægi grundvallarréttinda borgar- anna sýnilegri. Roman Herzog, fyrrverandi for- seti Þýzkalands og formaður hinnar sérskipuðu nefndar sem unnið hefur að samningu réttindaskrárinnar, hefur sagt að það sem geri réttinda- skrána nauðsynlega væri sú stað- reynd að stofnanir Evrópusam- bandsins væru sífellt að verða áhrifameiri og því þurfi að tryggja réttindi borgaranna gagnvart þess- um stofnunum. Réttindi og skyldur borgaranna hafa á síðari tímum verið tengdar þjóðríkinu. Eftir því sem fleiri og veigameiri pólitískar ákvarðanir eru teknar á vettvangi hinna sameigin- legu evrópsku stofnana eykst þörfin að sama skapi á því að skýrt sé kveð- ið á um hver réttindi borgaranna eru gagnvart stofnunum ESB. Hinar evrópsku stofnanir koma þó ekki í staðinn fyrir stofnanir þjóðríkisins, heldur eru viðbót við þær. Nú þegar Evrópusamstarfið sé að færast inn á viðkvæm svið, sem hing- að til hafa eingöngu verið á hendi yf- irvalda í hverju ríki fyrir sig að sinna - svo sem samstarf á sviði lögreglu- og dómsmála og innflytjenda- og flóttamannamála sé komin til brýn þörf á að tryggja réttindi borgar- anna gagnvart ESB-stofnununum. Skýr vernd borgararéttinda sé grundvöllurinn að uppbyggingu sameiginlegs svæðis frelsis, öryggis og réttlætis. Þó þýðir þetta ekki að þessi rétt- indi séu ekki þegar fyrir hendi í ESB. í 6. grein Rómarsáttmálans, stofnsáttmála sambandsins, er til- greint að Mannréttindasáttmáli Evrópu gildi fyrir ESB. í 7. grein er tekið fram, að hægt sé að reka aðild- arríki úr sambandinu (tímabundið) ef viðkomandi ríki brýtur gildandi reglur um mannréttindi með grófum og viðvarandi hætti. Afgreitt á leiðtogafundi í desember Hin sérskipaða nefnd, sem Herzog er í forsvari fyrir, kom fyrst saman í desember 1999 og hefur átt allmarga fundi síðan, þar sem allhart hefur verið deilt um hvað eigi heima í réttindaskránni og hvað ekki. í nefndinni eiga sæti fulltrúar ríkis- stjómaleiðtoganna 15, 16 fulltrúum frá Evrópuþinginu, 30 fulltrúum frá þjóðþingum aðildarríkjanna og ein- um fulltrúa úr framkvæmdastjóm ESB. Herzog sagði á blaðamannafundi í Berlín fyrir helgi, þar sem hann kynnti stöðu mála við samningu rétt- indaskrárinnar, að á fundum nefnd- arinnar hefðu hinar ólíku réttarhefð- ir og pólitísku hefðir í aðildar- ríkjunum rekizt ítrekað á og erfitt hafi því reynzt að finna málamiðlun. Þó væri hann ánægður með útkom- una þegar á heildina væri litið. í upp- kastinu sem nú liggur fyrir og á að verða frágengið fyrir 12. september, þegar Evrópuþingið hyggst taka uppkastið til umfjöllunar, er kveðið á um grundvallarmannréttindi svo og um vemd mannlegrar virðingar og helgi fjölskyldulífs og vernd per- sónuupplýsinga, en einnig er að finna þar ákvæði um félagsleg rétt- indi á borð við réttinn til vinnu- og heilsuverndar. í einum hinna sam- tals 45 greina er kveðið á um bann við viðskipti með fólk. Stærsta ágreininginn sagði Herzog snúast um hin félagslegu réttindi, sem nokkur aðildarríkin telja ekkert erindi eiga í slíka rétt- indaskrá. Uppkastið sem nú liggi fyrir sé málamiðlun milli þeirra, Reuters Frá leiðtogafundi ESB í Köln í fyrra, þar sem ákveðið var að samin skyldi réttindaskrá fyrir borgara sambandsins. „sem vilja að 100 félagsleg réttindi séu með og þeirra, sem vilja að engin slík séu með,“ eins og Herzog sagði. Gert er ráð fyrir að uppkastið að réttindaskránni verði að aflokinni af- greiðslu Evrópuþingsins á henni lögð fyrir aukaleiðtogafund ESB í Biarritz 13.-14. október. Leiðtogarn- ir muni svo afgreiða hana endanlega á fundi sínum í Nizza 9. desember. Flestir fréttaskýrendur sem fylgzt hafa með málinu em þeirrar skoðunar að svo til engar líkur séu á því að leiðtogarnir verði sammála um að réttindaskráin skuli verða lagalega bindandi og þar með að Evrópudómstólnum verði skylt að fara eftir henni í dómum sínum. Yfir- gnæfandi líkur séu á því að leiðtog- amir ákveði að samþykkja skrána sem pólitíska yfirlýsingu. I fyllingu tímans gæti síðan komið að því að samstaða næðist um að réttinda- ski'áin ætti bezt heima sem hluti af stofnsáttmálanum sjálfum - sem þar með færðist enn nær því að hafa eðli stjórnarskrár - en með tilliti til þess hve sterk andstaða er við slíkt í sum- um aðildarríkjanna kunni að vera langt í að þetta gerist. Þrýst á Blair að beita neitunarvaldi Mest áberandi hefur andstaða brezkra íhaldsmanna verið við öllum hugmyndum um ESB-borgararétt- indaskrána. Halda þeir því fram að hún sé vísvitandi vísir að stjórnar- skrá evrópsks sambands-„ofur“-rík- is og hafa þrýst mjög á rfldsstjórn Verkamannaflokksins að beita sér af krafti gegn þessum áformum, sem muni óhjákvæmilega gefa dómurum Evrópudómstólsins aukna lögsögu í málum sem nú heyra undir dóms- kerfi hvers aðildarríkis fyrir sig. Brezi forsætisráðherrann Tony Blair hefur lagt áherzlu á, að rétt- indaskráin eigi ekki að vera meira en samantekt á gildandi reglum um réttindi borgaranna, hún eigi m.ö.o. ekki að bæta nýjum réttindum eða skuldbindingum við þær sem fyrir eru. Sem dæmi um réttaráhrif, sem Bretar óttast að réttindaskráin geti haft í Bretlandi, er að ákvæði skrár- innar um réttindi launþega til að vera hafðir með í ráðum við ákvarð- anir sem varða atvinnugrundvöll þeirra. Brezkir íhaldsmenn óttast að þetta geti rýrt það samkeppnisfor- skot sem Bretland hefur umfram t.d. Þýzkaland, þar sem vinnuveitendur í Bretlandi hafa samkvæmt gildandi lögum þar í landi frjálsari hendur til að ráðskast með starfsfólk en raunin er í Þýzkalandi. Annað dæmi varðar 9. grein rétt- indaskrárinnar, sem kveður á um réttinn til hjónabands. Sumir telja að á þessu ákvæði verði hægt að byggja kröfu um að samkynhneigðir fái að ganga í löglega viðurkennt hjóna- band. Francis Maude, talsmaður íhalds- flokksins í utanríkismálum, segir miklum meirihluta Breta þetta vera algjörlega á móti skapi. Blair verði að sjá til þess að þessi réttindaskrá Borgararéttindaskrá Evrópusambandsins, sem unnið hefur verið að því að semja frá því í desember, verður - eftir því sem Auðunn Arnórsson kemst næst - aðeins pólitísk yfírlýsing sem langsótt væri að ætla að hefði nokkur réttaráhrif utan ESB-ríkjanna. komi ekki til með að hafa nein réttar- áhrif á Bretlandi með því að beita neitunarvaldi gegn henni. Engin áhrif á EES Bjöm Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins og fyrrverandi stjómar- maður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, segir ekkert benda til að réttindaskráin nýja breyti í raun nokkm um réttarumhverfið í ESB, þar sem Evrópudómstólnum hefur hvort eð er alla tíð verið uppálagt að taka tillit til þeirra sáttmála sem öll aðildarrfld Evrópuráðsins hafa gengizt undir og varða réttindi borg- aranna. Evrópudómstóllinn sé líka skuldbundinn til að taka tillit til dómsúrlausna Mannréttindadóm- stóls Evrópu, svo að ekki skapizt hætta á klofinni túlkun á mannrétt- indum í álfunni. Segir Bjöm enn minni líkur á því, að hin nýja réttindaskrá muni hafa nokkur merkjanleg réttaráhrif utan Evrópusambandsríkjanna. Erfitt sé að sjá fyrir sér, að áhrifin á EES- samstarfið verði nokkur. í EFTA- ríkjunum í EES - íslandi, Noregi og Liechtenstein - muni ESB-réttinda- skráin því sennilegast ekki hafa nein áhrif. mora blöndunartæki fyrir heimilið Morainxx er nýjasta línan frá Mora og fæst bæði fyrir bað og eldhús TCRGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is Borgararéttindaskrá ESB breytir litlu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.