Morgunblaðið - 30.08.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 30.08.2000, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hjúkrunarheimili einkaframkvæmd UNDANFARANDI umræða um fyrirhug- aða byggingu og rekstur nýs hjúkrun- arheimilis fyrir aldr- aða í Sóltúni hefur, einkum af opinberri hálfu, verið óskýr og loðin og að okkar mati helst til þess fallin að varpa rýrð á aðra þá starfsemi, sem þegar er innt af hendi í þágu hjúkrunar eldri borg- ara hér í borg. Þetta virðist nauðsynlegt til að réttlæta undarleg vinnubrögð við útboð og annan aðdraganda að því annars þarfa verki. Viljum við undirritaðir yfírlæknar hjúkr- unarheimilanna Skjóls og Eirar því reifa málið, sumpart til útskýringar og sumpart til spurnar. Útboðsraunir Eir og Skjól eru umönnunar- heimili, sem reist hafa verið og rek- in af sjálfseignarstofnunum með það eina markmið í huga að bregð- ast á manneskjulegan og sómafull- an hátt við þeirri brýnu þörf, reyndar neyðarástandi, sem ríkt hefur og ríkir raunar enn í hjúkr- unarmálum aldraðra, án þess að vænta eða þurfa að standa skil á hagnaði af starfseminni. Þar hefur einsog á öðrum sambærilegum stofnunum í borginni skapast mikil reynsla í rekstri slíkra stofnana og faglegri umönnun. Hráslagalegur flatur niðurskurður til heilbrigðis- þjónustu á undanförnum árum hef- ur sannarlega reynt á þolrifin og bætt um betur í þann reynslusjóð. Enda eru nú endar hættir að ná saman þrátt fyrir samdráttinn og ómælt umstang og fyrirhöfn við að þurfa að tala fyrir nokkuð augljós- um staðreyndum um rekstrar- kostnað, sem m.a. hefur myndast fyrir sakir rammasamninga ríkis- ins við heilbrigðisstéttir um laun og kjör. Samningatreg og tortryggin yfírvöld virtust helst vera þeirrar skoðunar, að einhvers staðar væri grafínn hundur, - eða leyndur auð- ur. Kom loks að því, að ákveðið var Ólafur Sigurbjöm Mixa Björnsson Oldrunarheimili Þegar eru nokkur rými ónýtt í Skjóli og reyndar víðar, segja Ólafur Mixa og Sigurbjörn Björnsson. Veldur þar mestu skortur á ófaglærðu starfsfólki. að láta hið frjálsa framtak sýna þessu viðvaningslega áhugafólki hvar Davíð keypti ölið og hvernig ætti að reka alvöruhjúkrunarheim- ili á hagkvæman hátt. Verkið var boðið út með haus og hala. Og þótti þá í fínu lagi á tímum hinna trölls- legu stofnanasamruna til hagræð- ingar annars staðar í hagkerfinu að útiloka sérstaklega þann kost að nýta ýmsar grunnþjónustueiningar stofnana, sem fyrir voru og tengja þær rekstri hins fyrirhugaða heim- ilis til samnýtingar og sparnaðar, jafnvel þótt þær kynnu að vera vannýttar. Öll hefur þessi útboðs- saga verið hin skringilegasta, en hún er nú ekki viðfangsefni þess- ara skrifa okkar og verður áreiðan- lega reifuð betur á öðrum vett- vangi. Það hlýtur að hafa verið býsna erfiður biti að kyngja, þegar tilboð bárust frá hinum frjálsu markaðs- öflum, sem gerðu ráð fyrir mun hærri greiðslum en þeim sem búið var að tortryggja svo gagnvart starfandi heimilum. Varð nú að hafa hraðar hendur til að láta eins- og ekkert væri. Útboðsskilmálum var breytt í snatri. Meðal annars var stofnunin stækkuð um 50% í 92 vistunarrými, eða þá stærð, sem lengi hefur verið þekkt sem hag- kvæmasta rekstrareiningin. Síðan var útvalinn annar tilboðsgjafinn, Securitas o.fl., og við hann samið með kurt og pí útfrá þessum breyttu forsendum og enn fyrir hærra verð en áður hafði þekkst. Og það útheimti útskýringar. „Þungir sjúklingar“ Sóltúnsheimilið á að taka erfiða sjúklinga af sjúkradeildum spítal- anna. Tveir þriðju hlutar allra vist- manna í Skjóli og Eir koma beint af sjúkrahúsdeildum og næstum alltaf skv. niðurstöðum formlegra samráðsfunda fulltrúa stóru sjúkrahúsanna og félagsþjónustu borgarinnar og skv. þeirra óskum. Ekki er langt síðan sérstök ósk kom frá ráðuneytinu um að u.þ.b. þriðjungur kæmi úr heimahúsum. Má einnig segja, að þeir sem þann- ig koma væru ella á beinustu leið á sjúkrahúsdeildirnar til að teppa þær, svo að munurinn á þessum tveim hópum í kerfinu er ekki eins mikill og djúpar röksemdafærslur um góða nýtingu gefa til kynna. Rétt er einnig að nefna hér, að sl. 5-6 ár hefur enginn vistast án þess að hafa gilt vistunarmat, en það er eins og sú staðreynd sé ekki alls staðar ljós. Næstum undantekning- arlaust er um mat að ræða, sem flokkast sem: „Mjög brýn þörf“. í svörum yfirvalda um rausnarlegri greiðslur til hins nýja heimilis kemur fram, að þær miðist við hjúkrunarþyngdarstuðul 1,05-1,20, enda sé það tæknivæddara og metnaðarfyllra en áður hafi þekkst. Jafnvel brotið blað í sögu öldrunar- þjónustunnar. Áður hefur verið bent á það í blaði þessu, að RAI- stuðlar fyrir Eir og Skjól mældust síðast 1,10 og 1,13. Á einni deild Eirar mældist hann 1,30. Því væri nú fróðlegt að fá að vita, hvaða sér- staka tæknivæðing sé að koma til skjalanna til að ná svipaðri umönn- unarþyngd og þegar er fyrir hendi á okkar stofnunum en ýtt hefur svo mjög undir rausn ráðuneyta. Þótt það sé góðra gjalda vert að leitast við að finna greiðslum vegna þjón- ustu einhverja raunhæfa mælistiku verður að varast að fara offari. Bent hefur verið á ýmsa galla RAI- matsins og er óvíst hvort það sé á þessu stigi orðið nógu þróað til þess arna. T.d. er samdóma álit fagfólks, að hjúkrunarþyngd vegna heilabilaðra einstaklinga sé þar mjög vanmetin. Þannig mælist t.d. sú umönnun á sérhæfðri heilabilun- areiningu í Eir til aðeins 0,84 stiga. Allir sem til þekkja vita vel, að heilabilaðir þarfnast hvað mestrar þjónustu, en þeir mynda lang- stærstan hluta vistmanna á stofn- unum okkar. En sú umönnun þarfnast ekki sérstaks aukins tæknibúnaðar. Á það raunar við um flesta þætti umönnunar á hjúkrunarheimilum, að mannleg nánd, snerting, tiltal og almenn viðvera skiptir sköpum, ekki sjálf- virk vaktkerfi, eftirlitsvélar eða önnur færibandatækni. RAI-matið ætti því að vera hærra í stofnunum, sem hýsa marga heilabilaða sjúkl- inga en nú er í samanburði við aðr- ar, svo að hagsmunir heilabilaðra vistmanna verði ekki fyrir borð bornir. Almennt skal bent á, að e.t.v. fer ekki endilega saman mælt vinnuálag og gæði. Því gæti jafnvel verið þveröfugt farið. Astand vist- manna getur einmitt batnað eftir mikið vinnuframlag í umönnun og gæði hjúkrunar því verið mikil þótt hjúkrunarþyngdin gæti mælst minnkandi. Ánægjuleg afleiðing útboðsævin- týris heilbrigðisráðuneytisins varð samt, líklega alveg óvart, að nú er komin verðskrá yfir þjónustuflokka skv. RAI. Hljóta því heimili okkar að geta búist við, að unnt verði fljótlega að leiðrétta greiðslur til þeirra skv. því. Enn svífur samt í lausu lofti sú staðreynd, að dag- gjaldagreiðslur til hins nýja heimil- is munu skv. fréttatilkynningu Al- þingis nr. 15/2000 nema kr. 11.880, þótt taxti ráðuneytisins fyrir flokk I , sem sagt er að liggi til grund- vallar greiðslunni og verður vænt- anlega það, sem við hin munum fá, nemi kr. 10.250. Mannekla Þótt bygging nýs hjúkunarheim- ilis sé góðra gjalda verð í þeim mikla skorti á úrlausnum sem hér er ríkjandi, tjáir samt ekki að fjölga vistrýmum ef yfirvöld horf- ast ekki í augu við hinn mikla mönnunarvanda sem ríkir á þeim hjúkrunarheimilum sem nú eru í rekstri. Þegar eru nokkur rými ónýtt í Skjóli og reyndar víðar. Veldur þar mestu skortur á ófag- lærðu starfsfólki. Hér er um að ræða erfið og krefjandi störf, sem þarfnast nærfærni, næmi, seiglátr- ar þjálfunar, lífs- og starfsreynslu, ekki skammtímaráðninga og skyndilausna. Þau hafa verið stór- lega vanmetin til virðingar og kjara með ofangreindum afleiðingum. Að óbreyttri launastefnu fyrir þennan hóp dugar lítið metnaðurinn í út- boðum. Nema vinna eigi þessi störf með vélmennum. Skyldi það vera þarna, sem Davíð keypti ölið? Lokaorð Niðurstaða okkar er því sú að vinnubrögð við útboð og samninga- gerð við hið nýja hjúkrunarheimili hafi verið verulega aðfinnsluverð og ekki síður að þeim heimilum sem undanfarin ár hafa mátt búa við sveltistefnu yfirvalda hafi með því hreinlega verið gefið langt nef. Ennfremur að yfirvöld þurfi að gera stórátak til að rétta kjör starfsfólks á öldrunarstofnunum. Höfundar starfa sem yfirlæknar hjúkrunarheimilanna Skjóls og Eirar. Nokkrir þankar í byrjun skólaárs MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um skólamál undanfarna daga, enda stutt þang- að til æska landsins sest á skólabekk að nýju. Umræðan hefur að- allega snúist um þann kennaraskort sem blasir við þrátt fyrir að menntaðir kennar- ar í landinu séu nógu margir. Ástæðurnar eru eflaust fjölmargar fyrir því að menntaðir kennarar skila sér ekki inn í skólana. Það eru vissulega ekki Inga Þóra Geirlaugsdóttir S.OGÁVEGI 6.9 » 108 kfYKJAVÍK ■ SlMI 58 1 24 1 í Heildsöludreifing, s. 897 6567 girnileg laun sem upp á er boðið í byrjun og ekki lítur dæmið held- ur vel út hjá kennara sem búinn er að starfa í tíu ár og hefur heilar 118.000. kr. í grunn- laun. Margir kennarar grípa til þess ráðs að drýgja tekjur sínar yf- ir sumarmánuðina, til þess að geta séð fjöl- skyldu sinni farborða, og taka sér kannski 1-2 vikur í sumarfrí áður en skóli byrjar aftur. Þetta fólk hlýtur að vera fullt af starfsorku, þegar það mætir börnunum nú í haust, eða hvað? Ég heyrði um kennara sem treysti sér ekki til að kenna í vetur og fékk sér annað starf vegna þess að hún var svo hrædd um að kenn- arar yrðu neyddir út í verkfall í vetur. Hún hafði ekki efni á því að fara í langt verkfall vegna fjár- hagsskuldbindinga sinna. Onnur kaus að vera heima hjá Xvvp-sNú Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Kennsla Það er ekki glæsileg framtíð sem blasir við þessum börnum, segir Inga Þóra Geirlaugs- dóttir, ef ekki fæst hæft fólk til að kenna. sínum eigin börnum, þar sem lítið var eftir af laununum, þegar búið var að greiða gæslu fyrir börnin. Einhverjir hafa eflaust fundið sér annað starf vegna þess álagið var of mikið. Starf kennara er nefnilega ekki bara að kenna og fræða. Stór hluti af tíma kennarans fer í að sinna agamálum og málefn- um sem tengjast félagslegum vandamálum nemendanna. Það hefur ekki farið framhjá okkur kennurum að virðing fyrir kennarastéttinni hefur farið dvín- andi og á hún sjálfsagt einhverja sök á því sjálf. Hins vegar er sú til- hneiging æði ríkjandi í okkar þjóð- félagi að raða í virðingarsæti í sam- ræmi við tekjur og þá lendum við aftarlega á merinni. Sömuleiðis er hann vinsæll gamli söngurinn um að við kennarar séum einatt í fríum og vinnudagur- inn sé svo stuttur. Þar að auki sé nú ekki mikið mál að vera kennari, það geti nánast hver sem er leyst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.