Morgunblaðið - 30.08.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 30.08.2000, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MINNINGAR + Konráð Bjarna- son fæddist í Þorkelsgerði I í Sel- vogi 25. júlí 1915. Hann lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði 21. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jónsson, bóndi í Þorkelsgerði í Selvogi, og Þórunn Friðriksdóttir ljós- móðir. Móðir Þór- unnar var Elín Árna- dóttir frá Hlíð í Selvogi. Faðir Þór- unnar var Friðrik Hausson, stýri- maður á skútum og síðar kjalfagt- ari í Reykjavík. Móðir Bjarna bónda í Þorkelsgerði var Valgerð- ur Gamalíelsdóttir frá Stekkholti í Biskupstungum Egilssonar. Faðir Bjama var Jón Jónsson bóndi að Þorgrímsstöðum í Olfusi. Konráð ólst upp í foreldrahús- um í Þorkelsgerði og átti 16 systk- ini. tvær systur létust í frum- bernsku og látnir eru bræðurnir Árni Sverrir, Guðni Hans eldri, Valgeir, Andrés, Rafn, Kristinn og Ólafur en sjö systkini eru á lffl: "*■ Þóra Lilja, f. 12.6. 1917; Elín Þór- unn, f. 17.9. 1923; Val- gerður, f. 9.9. 1927; Eydís, f. 3.12. 1928; Kristófer, f. 9.8. 1930; Guðni Hans, f. 11.9. 1931 og Bára, f. 4.12. 1933. Konráð kvæntist 1952 Guðrúnu Ingi- björgu Auðunsdóttur, f. 2.6. 1918, d. 1.5. 1987, starfsmanni við Borgarspítala, frá Dalsseli í Vestur- E yj aíj al 1 a h r e p p i. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Helga, f. 20.2. 1952, starfar f íslandsbanka- FBA en sambýlismaður hennar er Sigtryggur Jónsson framkvæmda- stjóri og á hún eina dóttur, Mörtu Ruth, f. 23.7. 1971. Marta er gift Ragnari Haukssyni og eiga þau soninn Mikael Jafet, f. 19.9. 1998. 2) Sverrir Hans, f. 19.6. 1953, full- trúi á Siglingastofnun og löggiltur skjalaþýðandi en sambýliskona hans er Dagný Björk Þórgnýsdótt- ir mannfræðingur og þýðandi og eiga þau tvær dætur, Eddu Rún, f. 11.1.1997 og Guðrúnu Lóu, f. 12.2. 1999. Sverrir á soninn Inga Torfa, f. 11.7. 1978. Sambýliskona hans er Hafdís Sif Hafþórsdóttir. Konráð stundaði nám við Barnaskólann í Hafnarfirði, var við orgelnám hjá Kristni Ingvars- syni 1935-37, stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og söngnám hjá Þórði Kristleifssyni 1944-45. Konráð var netagerðar- maður í Selvogi og siðan í Vest- mannaeyjum 1939-42 og verslun- armaður í Vestmannaeyjum 1942-46. Hann var einn af stofn- endum Sparisjóðs Vestmannaeyja 1942 og söng í kirkjukór Vest- mannaeyja og Vestmannakórnum 1940-46. Hann var við nám í Kaupmannahöfn frá 1946-49: slökunarnámi hjá B. Forchhamm- er 1946, einsöngs- og talfræðinámi hjá Kristian Riis 1946 og einsöngs- námi hjá Vagn Rehling 1946-49. Konráð var raddkennari við kóra í Rangárvallasýslu 1950-51, kenndi söng í einkatímum í Reykjavík og stundaði eftir það ýmis störf í Reykjavík og nágrenni með söng- kennslu. Hann annaðist víða und- irleik við kirkjulegar athafnir og hjá félögum. Konráð rak eigin garðyrkjustöð í Hveragerði 1973- 75 og starfaði við fræðistörf eftir það. Hann tók saman fleiri hundr- uð ættartölur og ritaði kirkju- og ábúendasögu Strandar í Selvogi auk fjölmargra fræðigreina sem birtust opinberlega. Útför Konráðs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. KONRAÐ BJARNASON i í Mig langar að minnast í örfáum orðum tengdaföður míns, Konráðs Bjarnasonar, tónlistarmanns og fræðimanns. Konráð hitti ég fyrst fyrir sex árum þegar ég kynntist syni hans og sambýlismanni mínum, Sverri. Konráð tók mér opnum örmum eins og hans var von og vísa og fyrr en varði hafði hann lokið við að rekja ættir mínar. Ættartalan sú var ein fjölmargra sem Konráð vann um dagana en hann var snjall fræðimaður, glöggskyggn á ættir manna og uppruna og sat löngum stundum á Landsbókasafni og síðar Þjóðarbókhlöðu við heimildaöflun. Einnig ritaði Konráð margar grein- ar um þjóðlegan fróðleik sem birt- ust gjarnan í Lesbók Morgunblaðs- ins. Ekki er að efa að margir höfðu gagn og gaman af þessum skrifum hans. Konráð var einstaklega heil- steyptur persónuleiki og samkvæm- ur sjálfum sér. Hann var ánægður með sig og sína, sjálfstæður í orði og verki og óhræddur við að fara sínu fram. Hann lagði ekki mikið upp úr veraldlegum gæðum heldur meir upp úr mannauði og manngildi. Hann bar sig aldrei saman við aðra eins og svo títt er nú til dags. Hann horfði fram á veginn og tók sínar sjálfstæðu ákvarðanir. Konráð var afar nægjusamur en gjafmildur með eindæmum. Hann átti alltaf nóg fyr- ir sig og aðra. Konráð var mikill útivistarmaður, hafði unun af að skoða náttúruna á tíðum göngum sínum, vetur, sumar vor og haust. Hann fór hratt yfir, var ávallt beinn í baki og bar höfuð- ið hátt. Konráð þekkti hverja þúfu, klett og gjótu í Gálgahrauninu og kunni skil á öllum helstu gönguleið- um í nági-enni heimilis síns í Hafn- arfirði og á Reykjanesskaga. Hann sagði mér oft og tíðum fi’á þessum ferðum sínum og kryddaði frásagn- irnar með munnmælasögum frá fyrri tíð. Þessar sögur voru svo end- urteknar síðar að hætti forfeðranna til að festa þær í munnlegri geymd. Einn þáttur í fari Konráðs var að fylgjast afar vel með málefnum líð- andi stundar, allt fram í það síðasta. Hann lét sig heimsmálin varða og var mjög vel að sér í sögu einstakra svæða svo sem hinu flókna sam- hengi málefna Mið-Austurlanda, Ir- lands og Austur-Evrópu. Konráð gladdist mjög þegar við Sverrir eignuðumst eldri dóttur okkar, Eddu Rún. Hann kom ósjald- an í heimsókn til okkar þegar við bjuggum á Vesturgötunni í Reykja- vík og þegar Edda Rún fór að sitja hóf hann, maðurinn á níræðisaldri, að leika við hana á gólfinu, rúlla bolta og raða kubbum. Af þvi tilefni sagði hann kankvíslega: „Tvisvar verður gamall maður barn.“ Hann fylgdist einnig grannt með þroska yngri dóttur okkar, Guðrúnar Lóu, þó heilsu hans væri þá farið að hraka. Fór hann oft lofsamlegum orðum um það hversu iðjusöm hún væri og léki sér fallega. Alltaf sýndi Konráð mér hlýju og vináttu og gestrisni hans var rómuð. Þegar við heimsóttum Konráð sett- ist hann við píanóið og við sungum öll saman nokkur lög. Einnig lék Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) ogí tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. hann og söng barnalög fyrir sonar- dæturnar. Fram í það síðasta æfði Konráð sig á píanóið, enda hafði tónlistin verið órofa hluti af lífi hans frá unga aldri. Hann var einnig ágætur hagyrðingur og orti vísur á afmælisdögum sinna nánustu, þar á meðal dætra okkar Sverris okkur til mikillar ánægju. Fyrir tæpum tveimur áram þegar við festum kaup á íbúð okkar í Hlunnavoginum vildi Konráð ein- dregið hjálpa okkur að mála, en hann var þá á áttugasta og fjórða al- dursári. Við þáðum það með þökk- um en höfðum af því áhyggjur að vinnan gengi nærri honum. En þær áhyggjur voru óþarfar með öllu. Það var hugur í honum þegar hann mætti fyrir allar aldir með málning- argallann meðferðis, tók sér pensil í hönd og beitti honum fagmannlega. Og það munaði svo sannarlega um manninn í þessari vinnu. Þegar ég sagði Eddu Rún, sem er þriggja og hálfs árs að aldri, að afi hennar væri dáinn svaraði hún að bragði: „Pabbi verður að kaupa sér nýjan pabba.“ Síðan varð hún hugsi og bætti við: „En það er ekki hægt að kaupa mann eins og afa.“ Það era orð að sönnu. Mér er það heiður að hafa þekkt Konráð Bjarnason og kynnst mannkostum hans. Hvíli hann í friði. Dagný Björk Þórgnýsdóttir. „Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvfld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ (Matt. 11.29-30). Já, svo sannarlega varst þú hóg- vær og af hjarta lítillátur, elsku afi minn. Þó að ég sé döpur og sakni þín sárt þá veit ég að þú átt eilíft líf í Kristi Jesú og hefur loksins hitt ömmu á ný en þú saknaðir hennar svo mikið. Mér er efst í huga þakk- læti, þakklæti fyrir að njóta þeirra forréttinda að hafa alist upp í Öldu- túninu hjá afa og ömmu í ótakmörk- uðum kærleika og umhyggjusemi. Ennþá hljóma fyrir eyrum mér í minningunni fallegu lögin og söng- æfingarnar sem þið æfðuð daglega saman og ég söng svo með þér, afi minn, nú á seinni áram. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, last fyrir mig sögur undir svefninn og baðst yfir mér blessunarbænina okkar úr Mósebók. Þyrftir þú að skreppa frá á daginn beið mín alltaf vísa á borðinu sem sagði hvert þú fórst og hvaða erinda. Þú fylgdir mér til Reykjavíkur í balletttíma, studdir mig og hvattir í listnáminu sem og í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Alltaf gladdist þú með mér þegar ég náði að ljúka áfanga í lífinu og samdir til mín afmælisvísur á hvei'ju ári þar sem þú hvattir mig til dáða. Þó að ég hafi gengið í gegnum erfiðleika og veikindi misstir þú aldrei trúna á mig og varst fullviss um að ég myndi ná bata sem ég gerði með Guðs hjálp. Ég þakka það líka hinum trausta og dásamlega grunni sem ég öðlaðist í uppeldi og umþyggju þinni og ömmu. Ég er svo þakklát fyrir það að þið Mikael Jafet langafabarn þitt feng- uð að kynnast. Hann hélt mikið upp á þig og hlakkaði til að koma í heim- sókn til afa, fá að spila á píanóið og hlusta á afa spila og syngja. Aldrei fengum við að fara tómhent í burtu. Pakkað var vandlega saman ýmsu góðgæti í nesti. Einnig er ég óendanlega þakklát fyrir að þú leiddir mig upp að alt- arinu skömmu fyrir síðustu jól til eiginmanns míns, Ragnars, þegar við gengum í heilagt hjónaband. Ég er líka svo þakklát fyrir þær dag- legu stundir sem við áttum saman síðastliðna mánuði og að fá tækifæri í veikindum þínum til að endur- gjalda þér umhyggju þína gagnvart mér. Einnig er ég full þakklætis fyr- ir að fá að fylgja þér alla leið, kveðja þig á dánarstundu og biðja fyrir þér blessunarbænina okkar. Á milli okkar var alltaf mjög sterkt og sérstakt samband og ég mun ávallt heiðra og varðveita minningu þína þar til við hittumst hjá föður okkar á himnum. Marta Ruth Guðlaugsdóttir. Alltaf veldur það söknuði, þegar vinir hníga í valinn. Og ekki verður ætíð sagt, að maður komi í manns stað. Að minnsta kosti er oft vand- fyllt skarð þeirra, sem ekki fetuðu lífsbrautina troðnum slóðum fjöld- ans, kappkostuðu að vera þeir sjálf- ir og létu aldrei fjötrast áhrifamætti tíðarandans. í þeim hópi var minn einlægi og trausti vinur, Konráð Bjarnason, tónlistar- og fræðimað- ur, sem hér er kvaddur. Hann var um svo margt góð fyrirmynd í breytni, störfum og lífsháttum, að minningin um hann mun geymast í þakklátum huga þeirra, sem honum kynntust og nutu velvilja hans og mikilla mannkosta. Það var upphafið að kynnum mín- um við þau hjónin Konráð og Guð- ránu Auðunsdóttur (Donnu), að árið 1976 tóku þau fyrsta sinn þátt í sumarferð Éélags óháðra borgara í Hafnarfirði og héldu því áfram um margra ára skeið. Það var siður í þessum árlegu eins og tveggja daga ferðum að hafa helgistund í ein- hverri sveitakirkju á ferðaslóðum. Var Konráð þá alltaf við orgelið og Donna driffjöður í almennum söng, en bæði höfðu góða söngrödd. Áttu þau góðan þátt í því að gera þessar vinsælu ferðir eftirminnilegar. Um langt árabil átti ég síðan eftir að verða tíður gestur á heimili þeirra í Öldutúni 18 og njóta þar góðra veitinga, hlýs hugarþels og notalegs heimilisanda. Hjá þeim hjónum var iðkun söngs og hlóð- færaleiks daglegur þáttur heimilis- lífsins. Gleðistundirnar með þeim við söng, tónlist og lifandi samræð- ur era mér ógleymanlegar. Og eftir að Konráð fluttist í há- hýsið í Miðvangi árið 1995, en Donna lést 1987, naut ég þeirrar sérstöku ánægju og tilhlökkunar að mega heimsækja hann vikulega. Alltaf var tekið á móti mér með sama ljúflyndinu. Eftir spjall yfir kaffibolla með góðu meðlæti settist Konráð við sitt vandaða píanó, en hann hafði ágæt tök á píanóleik og átti fjölbreytt nótnasafn. Þessar göfgandi samverastundir með Kon- ráði við söng og tóna og nám úr viskubranni hans lifa í sjóði minna bestu endurminninga. Þar geymist einnig Ijúf minning um ferð okkar um Suðurland fyrir ári við einstaka leiðsögn og annan fróðleik Konráðs. Konráð var við tónlistarnám í Danmörku og víðar, en hafði áður numið orgelleik hjá Kristni Ingvars- syni. Um árabil var hann söngkenn- ari og tók þátt í kórstarfi m.a. sem einsöngvari. Einnig kom Konráð oft fram sem undirleikari við ýmis tækifæri. Hann hafði næman tón- listarsmekk og var fróður um margt í þeim listaheimi. Konráði var fleira gefið en hæfni á sviði tónlistar. Þannig var hann málhagur í besta lagi og ritsnjall. Hann afrekaði miklu á vettvangi ættfræðinnar m.a. með því að taka saman fleiri hundruð ættartölur. Þá sinnti hann ýmsum öðrum fræði- skrifum. Meðal annars skrifaði hann um uppruna og sögu Strandar- kirkju. Þar ber hæst ritgerð hans í jólalesbók Morgunblaðsins 1991 og vandaðan bækling um Strandar- kirkju, en efnið í hann tóku saman Konráð og Magnús Guðjónsson fv. biskupsritari. Stóð Konráð sjálfur að útgáfunni á þrem tungumálum. Þá hafði hann safnað saman miklum fróðleik um byggð og búendur í Sel- vogi fyrr og síðar og hafði í huga rit- verk um það efni, en Konráð var frá Þorkelsgerði í Selvogi. Áhuginn og andagiftin á fræða- sviðinu hélst allt til þess, er Konráð snemma á þessu ári kenndi sjúk- dómsins, sem leiddi til dauða. Þann- ig birtist í Lesbók Morgunblaðsins í október sl. stórmerk grein hans um veru Einars Benediktssonar, skálds, í Herdísarvík, en Konráð hafði þá sérstöðu að hafa verið í vist um tíma í Herdísarvík á fyrsta ári skáldsins þar. Þá kom einnig í Les- bókinni sl. haust grein Konráðs um eignarhald á Krýsuvík og Herdísar- vík, sem bar vott um mikinn dugnað og nákvæmni við öflun heimilda, en Konráð naut samt aldrei sérstaks skólanáms á vettvangi fræði- mennsku. - Síðustu fræðiskrif Kon- ráðs, sem birst hafa, voru mjög fróðleg og vel skrifuð grein í Lesbók Morgunblaðsins 15. janúar sl. um séra Eggert Sigfússon í Vogsósum. Heilbrigðar lífsnautnir voru Kon- ráði hugstæðar. Þannig kunni hann vel þá list að rækta sál og líkama við hollustu útiverunnar og tign náttúr- unnar. Allt frá því hann fluttist til Hafnarfjarðar 1972 fór hann nær daglega í gönguferðir, meðan heils- an leyfði. Fáir munu eiga að baki fleiri ferðir á Ásfjallið og eftir að hann fluttist á Miðvanginn var það Gálgahraunið, sem mest heillaði. - Á einni göngunni þar orti Konráð ljóð um Gálgahraunið. Lýsa eftir- farandi hendingar úr því ljóði hug- hrifum hans: „Sköpunarverkið, hraunið mitt hrjúfa, heillar mig jafnan á dagsins göngu.“ Og enn- fremur: “Þar finn ég dulmögn og friðsæld ljúfa." - Sannindi þeirra orða viturs manns, að „náttúran er sá vinur vor, sem aldrei bregst", kunni Konráð vel að meta og sýndi það í verki. Til marks um elju og mikla tryggð Konráðs við sínar æsku- stöðvar gekk hann oft gömlu Sel- vogsleiðina frá Hafnarfirði austur í Selvog, síðast 78 ára gamall. Þekkti hann manna best kennileiti og ör- nefni á þeirri leið. Og eftir ferðir sínar hér á landi og erlendis var það venja hans að festa á blað það helsta, sem hann hafði upplifað og halda því til haga. Konráð var einkar hógvær og hæverskur. Öll hans skaphöfn ein- kenndist af mikilli yfirvegun, reisn og rósemi. Honum fylgdi sérstök út- geislun, friður og farsæld. Mikil reglufesta, vandvirkni, orðheldni og skilvísi var í öndvegi. Örlátur á hjálpsemi og kærleiksríka þjónustu. Sóttist aldrei eftir vegtyllum. Kristileg lifsviðhorf voru leiðarljós- in. Aldrei missti Konráð sjónir á æðri verðmætum og þeim tilgangi lífsins, sem mestu varðar. Tráin var hans styrkur. Þannig varð ég þess aðnjótandi í einni af síðustu heim- sóknum mínum til hans á sjúkra- húsið að hlusta á hann og hans elsk- uðu dótturdóttur, Mörtu, fara saman með fallega bæn, sem móðir Konráðs hafði kennt honum í bernsku. Var það áhrifaríkt, en Marta sýndi afa sínum einstaka ræktarsemi og ómetanlega hjálp alla daga í hans erfiðu veikindum síðustu mánuðina. Guð launi henni kærleiksverkin. Það var mikil gæfa Guðlaugar og Sverris, barna Konráðs og Donnu, að hafa átt svo góða og grandvara foreldra, sem lögðu kapp á að veita þeim sem hollast veganesti á lífs- leiðinni og gáfu gott fordæmi með vönduðu líferni. Velferð barna sinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.