Morgunblaðið - 30.08.2000, Side 38

Morgunblaðið - 30.08.2000, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 -------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gísli Sigurðsson fæddist að Kappastöðum í Fljótum í Skagafirði, sem þá var hjáleiga frá kirkjujörðinni Felli hinn 15. októ- ber 1916. Hann and- aðist aðfaranótt laugardagsins 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ásgríms- **"son, f. 26.6. 1883, d. 1936, bóndi og sjó- maður og Jóhanna Lovísa Gísladóttir, f. 21.8. 1881, d. 2.1. 1973. Systkini Gísla voru: Jónína Kristín Sigurð- ardóttir, f. 1.5. 1906; Grímur Sig- urðsson, f. 5.4. 1912; María Sig- urðardóttir, f. 7.8. 1913; Sigurður Ásgrímur Sigurðsson, f. 11.9. 1919; Stefán Eiríkur Sigurðsson, f. 6.2. 1921 og Jóhann Sævaldur Sigurðsson, f. 22.10. 1922. Tvö þeirra eru enn á lífi, María, sem býr á Ólafsfirði og Stefán, sem býr í Reykjavík. Eiginkona Gísla var Freyja Steinólfsdóttir Geirdal, f. 18.12. •T ------ Nú er kveðjustundin komin og ég set þessar hugleiðingar á blað fyrir hönd okkar systkinanna svo þær verða í bland okkar allra, og mínar eigin hugleiðingar. Eftir nokkum baming við sjúkdóma ertu allur. Að- faranótt laugardagsins 19. ágúst lauk tæplega 84 ára ævi þinni. Ég var hjá þér ásamt sonarsyni þínum og al- nafna þegar stundin rann upp, hún var friðsæl, þú virtist sæll og þó vissulega sé söknuðurinn mikill þá itegir hjartað og væntumþykjan okk- ur að við eigum að vera sátt eins og þú á þessari stundu. Dauðinn er óneitanlega órætt og skrítið fyrir- bæri. Við vitum lítið um hann né held- ur hvað tekur við að honum loknum. Stundum ræddum við þessi mál og ég held að þú hafir hitt naglann á höfuð- ið eins og svo oft áður þegar þú sagðir að sennilega væri líka best að vita ekki hvað tæki við. Þá gæti hver og einn gert sér sínar væntingar, gæti haft sína trú og það væri e.t.v. best að hver og einn hefði nokkuð um það að segja hverju hann tryði. Ég er vissu- lega sammála þér en jafnframt því að best sé og mikilvægast að leggja áherslu á lífið fyrir dauðann. Það er - þó til og við getum þó nokkra ráðið um það. Þú byrjaðir snemma á sjónum, sem þá var siður og varst raunar kominn í róðra frá Málmey strax fyr- ir fermingaraldur og segja má að sjórinn hafi alltaf verið þér einkar kær. Þú varst við flestar tegundir af veiðum og á mörgum og ólíkum far- kostum um ævina og þú lifðir svo sannarlega tímana tvenna í þeim efn- um. Eflaust hafa þau verið ófá verkin og ólík sem þú vannst til sjós, enda varst þú bæði skipstjóri, stýrimaður og kokkur góður, þó oftast værir þú í vélinni. Enda varst þú völundur hinn mesti á jám ogyélar hvaða nafni sem þær nefndust. í fámennum byggðar- ->-Iögum eins og Grímsey er lítið um sérhæfingu, menn verða að vera þús- und þjala smiðir og það varst þú sannarlega. Þú varst því oft kallaður til þegar gera þurfti við eitthvað, en það gat verið viðgerð á bátavélum, byssum, saumavélum, miðstöðvum, útvörpum, klukkum og yfirleitt öllu því sem menn þurftu að láta gera við. Þú varst líka bóngóður með afbrigð- um svo margir leituðu til þín allt fram á síðustu daga, en af greiðslum fara minni sögur enda hirtir þú lítið um slíka smámuni. Þú last mikið af þjóðlegum fróðleik ^íg ævisögum, en véla, bíla og tækni- blöð hvers konar vora einnig í miklu uppáhaldi og sérstaklega allt sem fjallaði um náttúrana og lífið. Þú heillaðist af öllu slíku og sennilega hefði menntun á þessu sviði verið þér kær, en tækifærm vora ekki fyrir hendi fyrir mann í þinni þjóðfélags- ^töðu á þínum yngri áram. Þú varðst að ná þér í þína menntun einn og 1913, d. 13.1. 1996. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Ásgrímur Geirdal, f. 4.7. 1939, k. Ólafía Ragnars- dóttir, f. 10.1. 1939, búsett í Kópavogi. Börn Sigurðar eru Sigurjón Birgir, f. 27.8. 1962, móðir Ás- laug Sverrisdóttir. Ragnheiður, f. 30.5. 1968, Hólmfríður, f. 15.9. 1969, dó mánað- ar gömul, Gísli, f. 13.9. 1970, Ragnar, f. 23.4. 1974 og Jóhann Örn, f. 10.6. 1975. 2) Örn Geirdal, f. 30.9. 1940, k. Óhna Guðmunds- dóttir, f. 11.9. 1941, skilin. Þau eiga synina Erlend Hilmar, f. 24.10. 1963 og Guðmund Gísla, f. 13.7. 1965. Seinni kona Arnar er Þórhalla Stefánsdóttir, f. 30.1. 1940. Búsett í Njarðvík, Reykja- nesbæ. 3) Steinólfur Geirdal, f. 27.9. 1941, dó sex mánaða gamall. 4) Eygló Ágústa Geirdal, f. 18.1. 1944, m. Georg Viðar Hannah, f. 26.9. 1945, búsett í Keflavík, Reykjanesbæ. Synir þeirra eru óstuddur í skóla lífsins og það gerðir þú svo sannarlega. Þú varst í raun al- æta á allt er snerti náttúrafræði og bækur um atferli dýra heilluðu þig alltaf, sem og sjónvarpsþættir um svipað efni. Síðustu árin var upp- áhaldstímaritið þitt Lifandi vísindi og þú last það spjaldanna á milli um leið og það barst þér í hendur. Bók Dav- ids Attenborogh um fuglana sem kom út um síðustu jól heillaði þig mjög og oft snerast umræðumar um furður náttúrannar. Þú barst þá oft saman það sem þú varst að lesa og athuganir á dýralífi sem þú hafðir gert sem krakki í Málmey eða sem fullorðinn maður á sjó eða annarsstaðar. Það vakti oft undran mína hve nákvæm- lega þú gast lýst háttalagi dýra og fugla og minni þitt var ótrúlegt. Stundum fannst mér að erfið lífsbar- átta margra dýra höfðaði sérstaklega til þín, þú dáðist að útsjónarsemi náttúrunnar og hvernig hún hafði kennt þeim að bregðast við óblíðum aðstæðum. Vera má að þar hafir þú fundið til vissrar samkenndar. Þú þurftir að bregðast við því sem í dag yrði kallað óblíðar aðstæður en út- sjónarsemi þín, dugnaður og jákvætt lífsviðhorf varð tfi þess að þú gast kvatt þetta líf með jákvæðu hugarfari sáttur við sjálfan þig og umhverfi þitt. Þú hafðir líka gaman af öllum kveðskap enda varst þú ágætur hag- yrðingur, þó þú vildir ekki hafa um það mörg orð. Af kveðskap þínum er líklega mest glatað, enda mest um tækifærisvísur og tækifærisljóð að ræða en þó kunna margir vísur og ljóð eftir þig og væri þarft verk að reyna að ná einhverju af því saman. Þú fæddist að Kappastöðum sem var hjáleiga frá kirkjujörðinni Felli 15. október 1916. Foreldrar þínir bjuggu þá þar. Tveggja ára gamall fluttir þú á Dæli í Fljótum. Þegar þú varst sex ára veiktist pabbi þinn af holdsveiki og fór á Holdsveikraspít- salann. Það hefur verið erfitt fyrir fjölskylduna og sérstakleg mömmu þína að hugsa um ykkur sjö börnin. Hún naut auðvitað stuðnings þeirra eldri en þegar elsta systir þín gifti sig var ekki lengur hægt að halda fjöl- skyldunni saman. Þú fluttist til Mál- meyjar og reyndar vorað þið allir bræðumir þar um nokkurn tíma þó þið værað ekki samtímis þar. í Mál- mey lærðir þú að umgangast náttúr- unna, varðst raunar einskonar nátt- úrabarn. Lýsingar þínar á atvinnuháttum á þessum tíma við erf- iðar aðstæður vora oft mjög skemmtilegar og lærdómsríkar. Þú naust þess að Franz sem bjó þá í Mál- mey hafði m.a. verið barnakennari og kenndi ykkur það sem nauðsynlegast var, en ekki varst þú sendur í skóla. Skömmu fyrir tvítugt fórst þú til Grímseyjar, að vinna við að reisa þar vita. Svo heppfiega vildi til að þú meiddist eitthvað á fæti þar og flengt- Georg Eggert, f. 29.4. 1969, Rúnar Ingi, f. 14.8.1970 og Viðar Ágúst, f. 17.8. 1977. 5) Ægir Geirdal, f. 4.5. 1946, k. Lilja Jónsdóttir, f. 9.7.1948. Búsett í Kópavogi. Þeirra börn eru: Freyja, f. 25.9. 1969, Sigurborg, f. 16.12. 1970, Jón Gunnar, f. 3.10. 1974 og Alma Dröfn, f. 6.9. 1979. 6) Steinólfur Sævar Geirdal, f. 6.5. 1948, d. 11.5. 1993. 7) Jóhann Gísli Geirdal, f. 15.11. 1952, k. Hulda Bjarnadóttir, f. 15.12.1952. Búsett í Keflavík, Reykjanesbæ. Börn þeirra eru Sigríður Lára, f. 16.12. 1979 og Steinþór, f. 15.8.1981. Barnabörnin eru því 17 að tölu og barnabarnabörn 19. Er Gísli var á þriðja ári flutti hann í Dæli í Fljótum. Þegar hann var níu ára fluttist hann svo út í Málmey þar sem hann var í 12 ár. Um tvítugt fer hann til Grímseyjar og kynnist þar konu sinn Freyju og bjuggu þau þar sín fyrstu hjúskap- arár. Þau bjuggu um alllangt skeið á Siglufirði en fluttust suður árið 1959. Frá þeim tíma bjuggu þau lengst af á Suðurnesjum í Njarðvík, Vogum og síðustu árin að Austur- götu 18 í Keflavík. Gísli lagði stund á sjómennsku, lengst af sem vél- stjóri, og almenna verkamanna- vinnu mikið þó í tengslum við járn- smíði. Útför Gísla fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ist því í eyjunni. Það varð til þess að þú kynntist mömmu sem verður að teljast a.m.k. í hugum okkar afkom- enda ykkar, mikið happ. Þar fæddist elsti sonur ykkar Sigurður en eftir það fluttust þið um tíma tfi Hríseyar. Það er ekki hægt að segja annað en að eyjarnar, sjósóknin og fuglanytjar hafi verið þessari fjölskyldu í blóð borin. I Hrísey fæddist svo Orn, ann- ar sonur ykkar, en þaðan lá leiðin aft- ur tfi Grímseyjar. Þar bjugguð þið næstu árin og tvö böm fæddust þar til viðbótar, Steinólfur sem lést hálfu ári síðar og Eygló eina dóttirin. Þá lá leiðin til Siglufjarðar þar sem þið vor- uð til ársins 1959 er leiðin lá suður. Á Siglufirði fæddust svo Ægir, Steinólf- ur Sævar sem var lengi með þér á sjó þegar hann stækkaði og varð síðar sjómaður en hann lést 1993 og svo ég. Éftir að þið fluttuð suður var í fyrstu búið á ýmsum stöðum, í Njarðvik svo í Reykjavík. 1965 fluttust þið svo í Vogana á Vatnsleysuströnd og síðar aftur til Njarðvíkur og svo Keflavíkur þar sem ykkar síðasta heimili var. Oft var lífsbaráttan erfið á þessum tíma, þú stundaðir sjóinn af miklum krafti og vannst það sem til féll í landi þegar á þurfti að halda. Þú varst m.a. einn af félögunum í hinu svokallaða Stúarafélagi á Siglufirði. Það kom sér oft vel að þú þekktir vel til sjósóknar og veiða og varst góð skytta, en það hjálpaði oft mikið uppá þegar lítið var að hafa. Þegar þú svo slasaðist á sjó og varst ófær um að stunda mikla vinnu utan heimilis um tíma, útvegað- ir þú þér prjónavél, smíðaðir í hana nálar og aflaðir tekna fyrir heimilið með prjónaskap. Uppgjöf var orð sem ekki var til í þinni orðabók. Þú tókst hverri raun með jafnaðargeði, oft ótrúlegu æðraleysi og oftast var stutt í húmorinn. Þessir eiginleikar era mikils virði. Þú varst ekki ríkur maður af efnislegu prjáli, við höfðum þó yfirleitt nóg fyrir okkur en lítið umfram það, en þú varst ríkur í hjarta. Þú varst því einn af þeim mönnum sem alls staðar eignaðist vini, hvar sem þú komst. Þetta loddi við þig alla ævina og kom berlega í Ijós þegar aldurinn færðist yfir og þú varst orðinn einn í kotinu, þá litu æði margir við á Austurgötunni. Það var áberandi hvað böm löðuðust að þér og þú varst hreinlega umsetinn þegar bamabömin vora annars vegar og oft vitnuðu þau í afa í Keflavík þegar mikið lá við. Sama má segja um ýmsa þá sem minna máttu sín, þeir áttu í þér hauk í homi. I stuttu máli komst þú jafnt fram við alla, það var einn af þínum stóru kostum. Þegar í ljós kom að þú værir al- varlega veikur og þörf væri á geisla- meðferð tókst þú því með stakri ró. Þegar læknar fóra að fikra sig að því að ræða hve alvarlegur sjúkdómur- inn var bentir þú þeim á að þú hefðir gert þér grein fyrir því að lífið væri stórhættulegt. Allt frá sex ára aldri hefðir þú vitað að enginn slyppi lif- andi frá því. Ekki var að sjá að þessi tíðindi breyttu þér mikið. Þú hélst þinni léttu lund, tókst tíðindunum með miklu æðruleysi eins og sjá má m.a. í tveimur vísukomum sem þú kastaðir fram um það sem framund- an var, en þau era svona: Gekk ég á grafarbakka, glápti á regnþrungið ský. Er drottinn sig teygði í takka ég var tilbúinn gröfma í. Nú sé ég hve fógur er foldin og fallegan sólroðinn tind Svo hrynur oná mig moldin og ég molna sem beinagrind. Þetta jafnaðargeð og æðraleysi var ótrúlega hughreystandi líka fyrir okkur aðstandendur. Eftir að með- ferðinni lauk stóð til að bíða nokkurn tíma með að meta árangur. Áður en sá tími var liðinn fór máttur að minnka í hægri hliðinni. Við athugun reyndist orsökin vera æxli sem komu fram í höfðinu. Ég man vel þegar við mættum tveir til viðræðna við lækna og hjúkranarfólk á Landspítalanum föstudagsmorgun snemma í júlí. Það var daginn fyrir kristnitökuhátiðina á Þingvöllum og fengum við þá niður- stöðu að meinsemdin væri komin í höfuðið. Þá ræddum við líka hvað framundan væri og þú lagðir áherslu á að þú vildir vera rólfær sem lengst en síðan væri best að fá að fara fljót- lega eftir að það gengi ekki lengur. Þú vildir ekki vera algjöriega háður öðrum og eins og þú sagðir sjálfur sástu engan tilgang í því að hggja lengi jafnvel rænulítill þegar ekkert væri framundan annað en dauðinn. Þetta gekk líka merkilega eftir. Þú fórst í áframhaldandi meðferð, áttir ágæta daga heima og að lokum varstu ekki nema rétt rúma viku á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Þennan tíma nýttir þú vel. Strax sama dag og við funduðum með hjúkranarhði fóram við heim til Keflavíkur, heimsóttum móðursystur þína í Grindavík og gerðum þeim nánustu grein fyrir að hverju stefndi. Daginn eftir fóram við á Suðurlandið m.a. til að kanna verksummerki jarð- skjálftanna sem þar áttu sér stað. Það var mjög í þínum anda, náttúran og umbreytingar í henni höfðu alltaf vakið áhuga þinn. Meira að segja tókst þeim sonarsonum þínum, Gassa og Edda, að fara með þig eina helgina tfi Ólafsfjarðar svo þú gast hitt Maríu systur þína í síðasta sinn. Þið komuð líka við í Skagafirðinum, á þínar æsk- uslóðir þar sem þú sagðir þeim frá ýmsu sem á daga þína hafði drifið. Mikið úr þessari ferð tóku þeir upp á myndband og er það ómetanlegt fjrir okkur hin. Ég man líka hve ánægður þú varst með þessa ferð enda hafðir þú sagt að það eina sem þú ættir eig- inlega eftir væri að kveðja systur þína. Þú varst svo lagður inn á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 9. ágúst. Tveimur dögum síðar var nokkuð ljóst að þú ættir ekki afturkvæmt þaðan. Þú lést aðfai-anótt laugar- dagsins 19. ágúst. Þann tíma sem þú varst á sjúkrahúsinu voram við af- komendur þínir hjá þér, a.m.k. einn en oftast þó fleiri, og aldrei var skort- ur á fólki til að vera hjá þér. Þá kom auðlegð þín líka í ljós. Hún var ekki mæld í fasteignum eða verðbréfum, þau gerðu lítið gagn á svona stundu. Hún mældist hins vegar í fjölda barna og barnabama sem voru meira en fús til að verja tíma sínum með þér. Það var líka augljóst að þú kunn- ir að meta þetta. Þú hélst ótrúlega lengi þinni léttu lund. Ég var oftast hjá þér á nóttunni og einn morguninn sagði ég þér að ég væri að fara heim, annar sonur þinn væri kominn og hann ætlaði að skutla mér heim en kæmi rétt strax aftur. Þá leist þú glottandi á mig og spurðir „hvenær fórað þið tveir að vinna á sjúkrahús- inu?“ Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað valdi því að menn geta tekið svona atburðarás, fréttum um alvar- legan skjúkdóm, að skammt sé eftir, með jafn miklu jafnaðargeði og þú gerðir. Við höfðum reyndar oft áður rætt um þessi mál t.d. um það leyti sem mamma dó. Sennilega byggist þetta á þeirri lífssýn sem þú hafðir tamið þér. Þú hafðir kynnst því að líf- ið er ekki endalaus leikur. Því fylgja GÍSLI - SIG URÐSSON ýmsar þrautir og við þroskumst á því að takast á við þær og helst að yfir- vinna þær. Það gefur líka lífinu gildi. Við þurfum að elska lífið, með sínar björtu en ekki síður sínar dökku hlið- ar. Mönnum með þína lífssýn er ekki tamt að nota „game over“ (leik lokið) takkann sem því miður allt of margt ungt fólk virðist grípa til nú þegar það hefur ratað í erfiðleika sem það telur sig ekki komast úr. Erfiðleikar- nir vora samt oft á tíðum miklir. Það að yfirvinna erfiðleika kennir okkur hins vegar að njóta velgengninnar. Eftir slíka ævi er dauðinn í raun ósköp heilbrigður endapunktur lífs- ins. Þegar menn hafa lifað lífi sínu jafn heiðarlega og þú gerðir, þá er hægt að skilja við það sáttur og án þess að þurfa að sjá eftir neinu sem máli skiptir. Þegar að dauðastundinni kemur skiptir sennilega miklu máli hvað menn hafi gert sér í hugarlund um lífið eftir dauðann og sennilega skiptir lífið fyrir dauðann ekki minna máli. Það að geta kvatt sáttur við sig og sína, að samviskan sé góð, er lík- lega það sem mestu máli skiptir þeg- ar ljfinu lýkur. Ég sendi þér kveðju frá okkur systkinum og mökum okkar, bömum og bamabömum, með þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Þinn yngsti sonur, Jóhann. Sú kynslóð, sem fæddist fyrir 1920, fer nú minnkandi og má segja að þjóðin standi í ævarandi þakkarskuld við hana, vegna fórnfýsi hennar og æðraleysis. Vissulega eiga allar gengnar kynslóðii’ þakkir skildar, en þessi stendur manni nær vegna þess að foreldrar mínir tilheyrðu henni, Gísli Sigurðsson og Freyja Kristmey Steinólfsdóttir Geirdal. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að skila mér og systkinum mínum út í þjóðfélagið með gottveganesti. Þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu, þar sem allt snerist um vinnu og aftur vinnu og stundum mátti líkja við hreinan þrældóm, sinntu þau sínu og sínum af alúð og manngæsku, sem við búum enn að. Allt þeirra miðaðist við að hlúa að bömunum sínum og koma þeim til manns, þó að hlutur þeirra sjálfra væri æ og aftur skertur. Fyrir utan dugnað, fórnfýsi og æðraleysi var eitt sem einkenndi þau öðra fremur, en það var kímnigáfan. Mér eru í barnsminni öll þau skipti þar sem brugðið var á glens og gaman, þrátt fyrir að þau væra þreytt eftir óralangan vinnudag, sem svo oft fylgdi sfldaráranum. Þegar ég hef reynt að lýsa því fyrir mínum börnum og barnabörnum, hvernig lífið var á þessum áium og hversu erfið lífsbar- átta fólksins var, eiga þau erfitt með að trúa þeim sögum. Pabbi var sjó- maður og það er erfitt fyrir nútíma- böm að sjá fyrir sér aðbúnað sjó- manna á þeim tíma. Að bera saman líf sjómanna í dag og þá, er eins og að lýsa muninum á svefnpokaplássi og brúðhjónasvítu. Samt var alltaf hægt að gera svolítið að gamni sínu, þegar í land var komið og gleðja barnahóp- inn með því að búa til tréleikföng eða tálga út fugla og dýr úr ýsubeinum eða flautur úr fuglshausum. Það vom líka búnir til bátar úr dagblöðum, skór og skólatöskur úr selskinni og á margan hátt annan reynt að létta til- verana og lífga upp á baslið. Daglegt líf mömmu er ennþá ótrú- legra í augum ömmu og lang- ömmubarnanna. Það er erfitt að gera sér í hugarlund í dag hvernig það er að þurfa að rjúka af stað frá heimili og bömum til þess að salta sfld í tunn- ur og jafnframt að sinna öllum heim- ilisstörfum og stóram bamahópi. All- ir þurftu að leggja hönd á plóginn til þess að koma sfldinni í tunnur og þá var lagt á sig ofurmannlegt erfiði til þess að halda þeirri vinnu meðan hún gafst. Og þrátt fyrir allt það erfiði og þrautir í öllum líkamanum var hægt að gleðjast og stíga dans ef færi gafst á, í landlegum. Það var eins og það að gleðjast og gleðja aðra þótt í litlum mæli væri, væri það eina sem hélt mönnum gangandi í lífsbaráttunni. I minningunni er það eins og rauður þráður frá þessum bernskuáram, þessi glaðværð yfir oft á tíðum svo litlu. Ég fyrir mína parta lít svo á að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.