Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 53
■ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 53 FÓLK í FRÉTTUM MorgunblaðiS/Ásdís Að mati Kristínar Bjarkar hefur Glópagnll Grétu Sigurjónsdóttur „ í sér eitthvað „Dúkkulísískt" bindiefni sem setur lögin öll í samhengi.“ Dúkkulísu- tryggðin TOJVLIST Geisladiskur GLÓPAGULL Geisladiskur Grétu Sigurjónsdótt- ur, Glópagull, gefinn út af henni sjálfri. Öll lög og textar eftir Grétu nema „Uppi dagsins" eftir Herdísi Hallvarðsdóttur og „Pési“ eftir hljómsveitina Teppið hennar tengdamömmu. Stjórn upptöku: Tómas M. Tómasson og Gréta Sig- urjónsdóttir. Upptökumaður, hljóð- blöndun og útsetningar: Tómas M. Tómasson. Hljóðritað í Hljóðveri al- þýðunnar í janúar-maí 2000. Hljóð- færaleikarar: Erla Ragnarsdóttir: Söngur, Bragi Hreinn Þorsteins- son: Trommur, Ingólfur Magnús- son: Bassi, Björgvin Ploder: Raddir og þýska, Hilmar Örn Hilmarsson: Slagverk og munkakór, Gígja Sig- urðardóttir: Söngur, Rúnar Vil- bergsson: Fagott, Ingvar Lundberg Jónsson: Hljómborð og píanó, Gréta Sigurjónsdóttir: Kassagítar, raf- magnsgítar og söngur. TALSVERT hefur verið skegg- rætt um hetjudáðir riddaranna sem hætta sér inn á tónlistarmarkaðinn með heimatilbúna geisladiska sína að vopni. Út af fyrir sig er viss feg- urð í því einu að hirða ekki um duttl- unga útgáfufyrirtækjanna, heldur ríða einfaldlega á vaðið og láta tón- listina tala fyrir sig sjálfa. I sumum tilfellum hunsa fyrirtækin fádæma ia eðalsnilli en stundum geta þau líka || verið ágætis sía. A Glópagulli má segja að nýrri öld sc fagnað með tryggð við tónlistar- strauma síðustu áratuga, einkum þess níunda. Lögin eru mjög í anda þess íslenska rokks sem þá átti mjög upp á pallborð landsmanna og lög eins og „Svart hvíta hetjan mín“ með hljómsveit Grétu Siguijónsdóttur, Dúkkulísunum, sat á vinsældalistum útvarpsstöðvanna. Gréta er eina Dúkkulísan sem hélt sig við tónlist- ina eftir að hljómsveitin gerði upp snúrur sínar og á hún veg og vanda af Glópagulli. Diskurinn er afskap- lega rökrétt framhald af verkum Dúkkutísanna, en það er eins og tím- inn hafi staðið í stað því hann hljóm- ar eins og hann hefði vel getað verið hljóðritaður á sokkabandsárum þeirra. Sjálf leikur Gréta á gítar og syng- ur en hún nýtur einnig aðstoðar fjöl- niargra hljóðfæraleikara á diskinum. 1 Kvikmyndatónskáldið Hilmar Örn [f Hilmarsson kemur við á tveimur stöðum á Glópagulli. í laginu „Eyja gærdagsins" á hann ansi sterkan leik. Það hefst á mjúklegum, skjálf- andi gítarstrokum Grétu sem léttur ásláttur Hilmars laumast síðan inn í. Síðar í laginu þyngjast höggin um leið og Gréta stígur á bjögunar pedalann og lætur gítarinn sinn urra taktfast ofan á slagmynstrið. Undir lok lagsins rennur enn ein gítarrödd- in inn með blíðlega laglínu sem gefur laginu ákveðna dramasnertingu. „Eyja gærdagsins" er tvímælalaust eitt sterkasta lag disksins og jafn- framt það lengsta og yfirvegaðasta. Seinna innlegg Hilmars Arnar er í lokalagi disksins, „Fyrirsjáanlegur leikur“. Það er ekki laust við að andi Ham sálugu svífi yfir vötnum fyrstu sekúndur lagsins sem fer kröftug- lega í gang með hressilegum gítar- og trommuleik. Hörkulegur söngur og flatar laglínur spilla þar annars prýðilegum hamagangi. Fyrir miðju lagi læðir Hilmar inn stefi úr „ísland farsælda frón“ sem sungið er af djúprödduðum munkakór sem gæti allt eins verið úr iðrum hljóðgervils sem mannsbarka en hljómar hvort sem er fallega og smýgur laglega inn í rífandi rokkið. Eins og reyndar í fleiri lögum er texti lagsins frekar slakur, ofgnótt myndlíkinga kaffærir línur sem væru sýnu áhrifameiri ef stóru orðunum væri ekki öllum pakkað í sömu hendingarnar. Á Glópagulli skottast poppið um í ýmsum birtingarmyndum sínum með slettu af reggí stemmningu („Uppi dagsins"), smá slurk af fönk- dúllum („Flettir") ogeinu „skólabók- ar“ blúslagi (,,Blá“). Það er þó ekki þar með sagt að diskurinn sé sund- urleitur, hann virkar alveg ágætlega sem heild. Hann hefur í sér eitthvað „dúkkulísískt" bindiefni sem setur lögin öll í samhengi. Söngstíllinn á þar stóran hlut í máli en ekki síst áð- urnefnd tryggð við níunda áratuginn sem birtist helst í útsetningum og hljóðgervilshljóm. Eins og með allar útgáfur, hvort sem þær eru heimalagaðar með kaffisopanum eða stumrað yfir þeim í fjárfeitum fyrirtækjum, þá er það víst tónlistin sem þetta snýst allt um þegar upp er staðið. Glópagull er síð- ur en svo gallalaus gripur, því fer fjarri. En eins og með aðra sjálf- stæða útgáfu er svo dýrmætt að fá tækifæri til að heyra það sem gengur á utan hins almenna tónlistarmark- aðs, hvort sem það er gott eða slæmt. Hlustendur geta þá ákveðið fyrir sig sjálfa hvorum megin síunnar tón- listin á heima í þeirra eyrum. Kristín Björk Kristjánsdóttir. Hjá okkur ræður þú hvernig leikárið þitt er samsett ELDAÐ MEÐ JjJjjj jj j Oj%jj jjjjj JJJJJJ JJJJJ Snigla VEISLAN □ Rugbeitt og drepfyndin sýning. Loftkastallnn □ Tinna og Siggi Sigurjóns. í seinni hlutanum. Loftkastallnn □ Fyndiö verk og hjartnæmt í senn. lónó □ Gunnar Eyjólfsson í leikgerö hinnar vinsælu skáldsögu. lónó □ Áhorfendur og gagnrýnendur voru sammála. lónó MEDiEÁ [~~| Fjölskylduskemmtun í jólaundirbúningnum. lónó sýnd^upidi □ Sígildur harmleikur í nýjum búningi. lónó SJEIKSPÍR EINS OGHANN LEGGURSIG □ Gaman og spenna. Edda Björgvinsdóttir, Ólafía Hrönn og Rósa Guöný. iónó □ Sýningin sem geröi allt vitlaust. Loftkastallnn Sagaum pandabimi ■M- SOCÐAMUAfÚNaAMSZMÁUKSnjlmMDVIT C] Ástin °g Hfiö á mörkum draums og veruleika. lónó mm flMfl □ Sprellfjörug stund meö , Árna Tryggvasyni og Erni Arnasyni. lónó Panodil tyrirtvo □ Jón Gnarr glímir viö konur. Loftkastallnn TRÚDLEIKUR □ Fjölskylduverk sem sendir þig hugsandi heim. lónó □ Dansleikhús- spennandi og kraftmikiö leikhúsform. lónó llvdiuiij SH0PPING & FUCKING Q Sjóöheitur rokksöngleikur undir stjórn Jóns Ólafssonar og Maríu Siguröardóttur. Loftkastallnn □ Einvalaliö leikara undir stjóm Viöars Eggertssonar. Nýllstasafnló Einstakt leikhústilboö fyrir korthafa VISA Emm sýningar á aðeins 7.900 kr. sími 5 303030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.