Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ÞVÍ SÓÐALEGRA ELDHÚS - ÞVÍ BETRIMATUR Forvitnilegar bækur ’ttVMi Mtf ftntHrmM •** tf nf -tttmri tmum. m ttv ntt intt Don DeLillo Sigur og niður- læging Underworld, skáldsaga eftir Don DeLiIlo. Simon & Schuster gefur út. 827 síður. Kostaði um 1.200 kr. hjá Amazon. DON DELILLO er með helstu rithöfundum vestan hafs af yngri kynslóðinni og hefur skrifað nokkr- ar forvitnilegar bækur. Oftar en ekki er viðfangsefni hans Bandaríki nútímans og atburðir seinni tíma, eins og til að mynda sögulega skáldsagan Libra, sem segir sögu forsetamorðingjans Oswalds frá óvenjulegu sjónarhorni. I Und- erworld er öllu meira undir því í henni rekur De- Lillo sögu Banda- ríkjanna frá 3. október 1951 til vorra daga. Bókin er þó ekkí sagn- fræðirit; DeLillo segir frá fólki sem tekur út þroska sinn á þessum tíma og í gegnum líf þess birt- ist bandarískt þjóðfé- lag, menningar- og stjórnmálasaga. Bókin hefst á fræg- um hafnaboltaleik í New York og boltinn sem þar kemur við sögu er eins konar leiðistef í gegnum bókina, fyrir sumum tákn um sigurhögg leiksins, en fyr- ir annarri aðalpersónu bókarinnar tákn um ósigur og niðurlægingu þess sem kastaði. Bandarísk blöð slógu sigurhögginu upp og kölluðu höggið sem heyrðist um heim allan, en það er gráglettni sögunnar að sama dag sprengdu Sovétmenn fyrstu kjarnasprengju sína og víg- búnaðarkapphlaupið var hafið. Sögupersónur bókarinnar eru fjölmargar og sumar úr banda- rískri sögu eins og til að mynda J. Edgar Hoover, forstöðumaður alríkislögreglunnar og Lenny Bruce, háðfuglinn beiski. Höfuð- persónurnar eru þó Nick Shay, sem hefur atvinnu af því hvernig best megi koma fyrir rusli, og listakon- an Klara Sax. Þau áttu ástarfundi fyrir langa löngu og hittast aftur áratugum síðar þar sem hún er að breyta safni aflagðra sprengjuvéla í útilistaverk. Skemmtilegur stíll er á bókinni, ýmist í fyrstu persónu eða þriðju, hlaupið fram og aftur í tíma og klif- un eykur áhrifagildi margra þátt- anna. Bókin er ekki auðveld aflestr- ar, gerir talsverðar kröfur til lesandans, en það erfiði gefur vel af sér og óhætt að telja Underworld með helstu skáldsögum síðustu ára vestan hafs. Árni Matthíasson Ilmurinn úr eldhúsinu Umdeild bók vestan hafs er Kitchen Confídential eftir Anthony Bourdain. Árni Matthíasson las bók Bourdains sem minnti hann á aðra eldri, Down and Out in Paris and London eftir George Orwell. FYRIR STUTTU kom út vestan hafs bókin Kitchen Confidential eftir Anthony Bourdain þar sem hann segir frá starfi sínu sem matreiðslu- maður í New York og reyndar víðar. Ekki þurfti lengi að lesa f bókinni til að önnur bók, öllu eldri, rifiaðist upp, Down and Out in Paris and London, sem segir á eftirminnilegan hátt frá lífinu í eldhúsum Parísar á árunum fyrir seinna stríð. Báðar eru bækumar opinskáar, segja báðar frá ókræsilegum mannsöfnuði sem drekkur og hórast á milli þess sem hann eldar himneskar máltíðir. Átakanlegar lýsingar Down and Out in Paris and London kom út f janúar 1933 en Orwell skrifaði fyrsta hluta hennar haustið 1930. í handritum að bók- inni má sjá að Orwell skrifaði X sem nafn höfundar en ákvað á síðustu stundu að skrifa bókina undir rithöf- undarnafni sínu. I bókinni segir Orwell frá lífi fátæklinga í París og London, en Parísarkaflamir em merkilegir fyrir þær sakir að hann vann fyrir sér sem vikapiltur í eld- húsum sumra helstu veitingahúsa Parísar á þeim tíma fyrir sultarlaun. Lýsingar Orwells á lífinu í undir- heimum Parísar em átakanlegar en forvitnilegar lýsingar á því hvemig var að vinna í fínum eldhúsum þar sem menn óðu úrganginn f ökkla f eldhúsinu og fúndu rottur skjótast yfir Anthony Bourdain fætur sér í sorpinu. Orwell lýsir starfsfólkinu í eldhúsunum sem sérkennilegu samsafni fólks með fjölbreytilega persónubresti. Frásögn Orwells hefst í Rue Du Coq D’Or, stræti í einu af fátækra- hverfum Parísar, en hann dvaldi meðal allsleysingja þar í borg í nokkra mánuði, deildi með þeim kjörum, ósigmm og niðurlægingu. Hann fékkst við ýmsa snúninga þar til hann fékk vinnu í veitingahúsum og vann sig smám saman „upp“, æv- inlega neðstur í metorðastiganum sem ómenntaður launaþræll, en veitingahúsin urðu smám saman fínni. Þau vom þó eins og kalkaðar grafir, því Orwell segist hafa komist að því að eftir því sem veitingahúsið þótti betra, maturinn í því ljúffeng- ara og dýrara augakonfekt var sorpið og óþrifnaðurinn í eldhúsinu meiri og nær hámarki í einu besta veitingahúsi Parísar á þeim ámm, en lýsingin á úrgangi í ökkla hér að framan á einmitt við um það. Beittur penni og hreinskiptinn Anthony Bourdain er yfir- matreiðslumaður á veitingahúsinu Brasserie Les Halles í New York sem er hátt skrifað hjá matgæðing- um. Hann er líka beittur penni og hreinskiptinn, svo hreinskiptinn reyndar að mörgum þótti nóg um og er víst að útgáfa þessarar bókar afl- aði honum marga óvina í veitinga- húsarekstri. Bourdain segir frá ann- arri hlið á veitingahúsa- rekstri en George Orwell og þótt ástandið sé langt í frá eins hrikalegt og það var í veitingahúsum París- ar á millistríðsámnum svipar lýsingum þeirra óþægilega saman á köfl- um. Enda má segja að þegar mest gengur á í eldhúsinu og húsið er fullt af gestum sem allir bíða óþreyjufullir eftir mat sínum velti menn ekki alltaf fyrir sér hreinlætiskröfum eða heilbrigðiseftirliti og ilmurinn úr eldhúsinu verður síst lokkandi. Af lýsingu Bourdains af fyrstu ár- um hans í matreiðslunni má skilja að matreiðslumenn á áttunda ára- tugnum, þegar hann var að bijótast áfram, hafi verið dreggjar þjóðfé- lagsins og sitthvað ófagurt átt sér stað í eldhúsinu þegar gestirnir sáu ekki til. Bourdain skrifar það ekki síst á vinnutímann og hið gríðarlega álag sem er á matreiðslumönnun- um þegar mest er að gera í eldhúsinu; að- staða þeirra er yfirleitt í lakara lagi, sífelld hætta af heitum pott- um og pönnum og bit- hvöss eggvopn út um allt. Reyndar má telja kraftaverk að enginn skuli hafa látið lífið í mörgum þeim ævintýr- um sem Bourdain segir fráíbókinni. Aldrei panta fisk á mánudögum Kitchen Confidential byijaði í raun sem löng grein í New Yorker- timaritinu en í henni lýsti Bourdain því meðal annars hvers vegna aldrei ætti að panta fisk á mánudögum og hvers vegna það gæti verið beinlínis lífshættulegt að fá sér kræklinga, hollandaise-sósu, djúpsteikta sjávar- rétti, sverðfisk, vel steikt kjöt og svo má lengi telja. Hann flettir ofan af George Orwell allskyns smáatriðum sem matsvein- ar og eigendur veitingahúsa nota til að hagnast aðeins meira, hvemig brauðið sem ekki gengur út á einu borði er borið fram á því næsta, af- gangar vikunnar verða að helgar- hlaðborði og svo framvegis. Þessi grein varð kveikjan að bók- inni Kitchen Confidential sem vakið hefur mikla athygli og gert Bourda- in að einum umdeildasta matreiðslu- manni New York. í bókinni er grein- in orðin að Iöngum kafla, en framan við hann hefur Bourdain skeytt frá- sögn af því hvers vegna hann leidd- ist út í matreiðsluna, segir frá nám- inu í CIA-stofnuninni f New York sem var þá helsti matreiðsluskóli Bandaríkjanna og aftan við bætir hann frekari hryllingssögum af upp- eldi hans í eldhúsinu. Á sjöunda hundrað rétta á einu kvöldi Bourdain segir frá því af hrein- skilni hvemig starfið leiddi hann út í áfengisdrykkju og síð- an í ýmis önnur fíkni- efni, kókaín og heróín og hvaðeina. Hann sigraðist á fíkninni að lokum að því er hann rekur í bókinni, en ekki gat hann sigrast á spennufíkninni, þeirri löngun að taka þátt í æðinu sem rekstur á eldhúsi í vinsælu veit- ingahúsi er þar sem elda þarf á sjöunda hundrað rétta á einu kvöldi. Bók Bourdains var almennt illa tekið af samstarfsfélögum hans og varla nema von. í bókinni kemur fram að hann hafi unnið á fjölmörg- um veitingahúsum, en í raun svipi þeim mjög saman; starfsfólk að stór- um hluta ólöglegir innflytjendur eða góðkunningjar lögreglunnar og öll samskipti sífellt á háa c-inu. Ekki er laust við að eftir lesturinn finnist lesanda ótrúlegt að þessum ósam- stæða hópi skuli takast að koma saman sómasamlegum mat, hvað þá lostæti og ódáinsveigum. Forvitnilegar bækur Innblásið ævintýri Cryptonomicon, skáldsaga eftir Neil Stephenson. Random House gefur út í Arrow-kiljuröð sinni 2000.918 síðna kilja. Kostaði 1.595 kr. í Máli og menningu. NEIL Stephenson sló í gegn með vísindaskáldsögu sinni Snow Crash sem segir frá þrjótum sem finna leið til þess að láta vitund manns hrynja líkt og stýrikerfi tölvu. Sú bók var mikil flugelda- sýning hugmynda og höfðaði líkast til helst til tölvuáhugamanna þótt lesa mætti hana sem nokkuð hefð- bundna spennusögu. Þá bók sem hér er gerð að umtalsefni er og hægt að lesa sem spennusögu, en þeir sem fengið hafa nasasjón af stærðfræði og/eða stærðfræðisögu, þekkja eitthvað til dulritunar og tövutækni almennt, eiga eftir að finna í bókinni óteljandi tilvísanir og útúrdúra og beitta gamansemi. Áhugamenn um stríðssögu fá nokkuð fyrir sinn snúð og svo mætti reyndar lengi telja því Stephenson er einkar lagið að flétta saman ólíklegustu þætti þekkingar. Ekki er gott að rekja söguþráð- inn en sögusviðið nær frá dulritun- arbúðum Breta í Blenchely Park til Höfuðskeljahæðar í frumskóg- um Filippseyja, segir frá frumherj- um í dulritunarfræðum, leynifélagi, þýskum kafbátahernaði, stríðs- glæpum Japana, nasistagulli, há- tækni í gagnaflutningum, veffé og svo má áfram telja. Cryptonomicon er þrekvirki sem margir hafa líkt við doðranta Pynchons, en Steph- enson er ólíkt agaðri rithöfundur og ekki eins gefinn fyrir innihalds- laust vitundarflæði og Pynchon. Hann er aftur á móti gefinn fyrir upplýsingar og smáatriði og upp- lýsingar um smáatriði. Þannig er á hverri síðu eitthvað umhugsunar- vert og grúi ónauðsynlegra smá- atriða sem ekki er hægt að vera án. Ekki spillir að bókin er drep- fyndin, þótt víða sé hún svo átak- anleg að lesandi fær tár í augun. Eins og sjá má í upphafi þessa texta er bókin ríflega 900 síður og þegar við bætist að letrið er smátt sést kannski hve bókin er mikil að vöxtum. Engu er þó í henni ofauk- ið, hún er skrifuð af svo innblásinni lipurð að unun er að lesa og suma kafla les maður aftur og aftur. Sjá til að mynda lýsingu á fundi með soldáninum af Kinakutta eða af endajaxlsaðgerð söguhetjunnar sem notuð er til að undirstrika mun á samböndum kynjanna. Reyndar stóð ég mig að því undir lokin að skammta mér 50 síður á dag, til að treina bókina sem mest. Síðustu fregnir herma að von sé á framhaldi og vonandi að það verði jafn magnað og ekki minna að vöxtum. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.