Morgunblaðið - 30.08.2000, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 30.08.2000, Qupperneq 60
Heimavörn Sími: 580 7000 Drögum næst 12. september HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNSI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3(tíO, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Skuldir sjávarútvegs 175 milljarðar króna um síðustu áramót Skuldirnar jukust um 70 milljarða á fjórum árum SKULDIR sjávarútvegsins voru taldar vera kring- um 175 milljarðar króna um síðustu áramót en árið 1998 námu þær um 160 milljörðum. Höfðu þær þá aukist um tæplega 70 milijarða á fjórum árum. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar voru skuldimar 161 milljarður árið 1998 og Kristjón Kol- beins, hjá Seðlabanka íslands, telur þær hafa auk- ist í yfir 170 milljarða á síðasta ári. Kristjón Kolbeins segir fjárfestingu í greininni ekki skýra skuldaaukninguna undanfarin ár og tel- ur hana meiri en hægt sé að átta sig á í fljótu bragði. Ekki sé ljóst hversu þungt kvótakaup vegi í þessu samhengi. Þrír fjórðu hlutar skuldaaukningarinnar ^séu vegna útlána innlánsstofnana, fjárfestingar- lánasjóða og lánasjóða ríkis en afgangurinn sé að mestu leyti innbyrðis skuldir fyrirtækja í greininni, við birgja, sveitatrfélög, lífeyrissjóði og fleiri aðOa. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir vax- andi skuldastöðu sjávarútvegsins mikið áhyggju- efni. Hana megi að mestu rekja til nýfjárfestinga í fiskiskipum að undanfórnu. Þá sé þróun vaxta- kostnaðar eitt stærsta vandamálið sem sjávarút- vegurinn standi frammi fyrir og uppstokkun á fjár- málamarkaðnum hér á landi hafi ekki skilað sér í betri vaxtakjörum útlána eða innlána. Aukið frelsi á íjármálamarkaði síðustu ár hafi leitt tii stóraukins framboðs á lánsfjármagni, á kjörum sem fá ekki staðisttillengdar. Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri Far- manna- og fiskimannasambands Islands, segir að rekja megi skuldasöfnun sjávarútvegsins í landinu að nokkru leyti til þess sem kalla megi „leka“ úr greininni. Þar sé um að ræða aðila sem selji kvóta og fyrirtæki fyrir fé sem ekki er endurfjárfest í greininni, heldur tekið út úr henni. Hann segir að gera þurfi ítarlega úttekt á skuldasöfnun í sjávar- útvegi, enda hafi vaxandi skuldir í för með sér að greinin þarf að axla aukinn fjármagnskostnað. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, segir spár um 175 milljarða heildar- skuldir sjávarútvegsins um síðustu áramót hærri en búist var fyrir fyrir ári. Hann vekur einnig at- hygli á því að framan af síðasta áratug, allt fram til ársins 1995, hafi skuldaaukning sjávarútvegsins verið fremur Iftil. A sama tíma hafi verið mikið um sameiningar sjávarútvegsfyrirtælqa, gefið hafi ver- ið út aukið hlutafé, sem þýddi að skuldimar jukst I Skuldir rúmir/C3 Morgunblaðið/Sverrir Karlsson Samvinna fjöl- miðla og yfírvalda nauðsynleg Skákþing íslands Þröstur Þórhallsson • í úrslit UNDANÚRSLIT á skákþingi ís- lands héldu áfram í gærkvöldi þegar seinni skákir voru tefldar. Þröstur Þórhallsson er kominn í úrslit en hann sigraði Jón Garðar Viðarsson og hlaut því samanlagt U/2 vinning á móti /2. Stefán Kristjánsson og Jón Viktor Gunnarsson gerðu aftur jafn- tefli og munu því tefla bráðabana. Gríðarleg spenna er nú í kvenna- flokki eftir fjórar umferðir en úrslit í fjórðu umferð fóru fram í gær. Harpa Ingólfsdóttir vann Aldísi Rún Lárusdóttur, Anna Lilja Gísladóttir vann Önnu Margréti Sigurðardóttur og Áslaug Kristinsdóttir vann Eydísi jjrnu Sigurbjörnsdóttur. Anna ujörg Þorgrímsdóttir sat yfir. Harpa, Anna Lilja, Aslaug og Anna Björg eru því efstar í 1.-4. sæti. Fimmta umferð verður tefld í dag en keppni á skákþinginu hefst kl. 17. ---------» ♦ «--- Ofsaakstur í Hnífsdal UNGLINGUR, sem fengið hafði ökuleyfi fyrir um hálfum mánuði, var stöðvaður fyrir ofsaakstur á Hnífs- dalsvegi í fyrrinótt. Mældist bifreið hans á 139 km hraða en þar er há- markshraði 70 km. Ökumaðurinn verður að öllum lík- indum sviptur hinum nýfengnu öku- réttindum í a.m.k. tvo mánuði og honum gert að greiða 25 þúsund krónur í sekt. Réttnefnd stórlúða TRILLAN Smyrill kom að landi í Grundarfirði í gær með nokkrar stórlúður sem veiddust á Breiða- firði. Ein lúðan var svo stór að hún náðist ekki um borð heldur varð að draga hana í land. Er það ekki furða, þar sem ferlíkið var 187 kg. Á myndinni eru trillukarlarnir fengsælu, Gísli Kristjánsson og Lárus Guðmunds- son ásamt stoltum barnabörnum Lárusar. ÞÁTTTAKENDUR á alþjóðlegri ráðstefnu um hamfarir og neyðar- viðbúnað, sem nú stendur yfir í Reykjavík, lögðu við umræður í gær áherslu nauðsyn þess að góð sam- vinna væri á milli fjölmiðla og yfir- valda þegar hamfarir ættu sér stað. Á ráðstefnunni kom fram í máli dr. Alciru Kreimer, framkvæmda- stjóra stórslysastofnunar Alþjóða- bankans, að 100 þúsund manns hafi látist í hamförum í heiminum í fyrra og tjónið numið 105 milljörðum Bandaríkjadala. Nick Cater, alþjóðlegur fjölmiðla- ráðgjafi og fyrrverandi ritstjóri al- þjóðagreinargerðar Rauða krossins um hamfarir, stjórnaði pallborðsum- ræðum í gær um hlutverk fjölmiðla og umfjöllun þeirra um hamfarir. Þátttakendur komu víðs vegar að úr heiminum og voru þeir flestir sam- mála um að samvinna milli fjölmiðla og yfirvalda á slysstað væri nauð; synleg en henni væri ábótavant. í því sambandi var minnst á þekking- ar- og tillitsleysi fréttamanna þegar um hamfarir væri að ræða. Dr. Eric Stern, sem starfar við sænska varn- arráðsháskólann, sagði að oft tæki það mikinn tíma frá björgunarað- gerðum að upplýsa fréttamenn um ákveðin atriði en bætti við að í flest- um tilfellum væri samstarfið þó gott. Dr. Carmen Solana, hjá Benfield Greig hamfararannsóknarstöðinni í London, sagði fjölmiðla oft blása upp fréttir af hamförum og gera þannig úlfalda úr mýflugu. Hins vegar sagði hún nauðsynlegt að byggja upp traust á milli yfirvalda og fjölmiðla. Allir þátttakendurnir voru þó sammála um mikilvægi fjölmiðla og að fréttaflutningur þeirra væri nauðsynlegur til þess að koma til skila upplýsingum um alvarleg slys og hamfarir. ■ ÍOO þúsund/10 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gert við varn- argirðinguna undir Óshlíð VEGAGERÐIN byrjaði í gær á að skipta um staura og vírnet í varnar- girðingunni undir Óshlíð, á leiðinni milli Bolungarvíkur og Isafjarðar. Að sögn Jóns Baldvins Jóhannes- sonar, verksljóra hjá Vegagerðinni, eyðilögðust þrír staurar og fímm net í grjóthruninu sem varð í hlíð- inni á sunnudaginn. „Þetta er sá árstimi sem mest hætta er á að stórt grjót falli úr hltðinni, því nú er farið að þiðna verulega þarna uppi,“ sagði Jón Baldvin. „Þess vegna kom þetta grjóthrun á sunnudaginn mér ekk- ert á óvart.“ Jón Baldvin sagði að grjóthrunið nú, og skemmdirnar sem það hefði valdið, væru ekkert einsdæmi, því skipta hefði þurft um einn staur í fyrra og þrjá árið þar áður. Hann sagði að það hefði verið mikil mildi að enginn hefði slasast á sunnudaginn því grjótið hefði farið á mikilli ferði 1' gegnum vírnetið og kastast út í sjó. Hann sagði að vitað væri til þess að netið tæki við a.m.k. 500 kílóa þungum steinum og því hefðu þetta ekki verið neinir smáhnullungar sem fallið hefðu á veginn um síðastliðna helgi. Reiknað er með að viðgerðin taki fimm daga en auk hennar er verið að undirbúa girðinguna fyrir veturinn. Þrír féllu í Skafta- fellsá BRESK kona og tvö börn hennar féllu í Skaftafellsá um hádegið í gær þegar íshella, sem þau stóðu á, gaf sig. Þeim var bjargað úr ánni eftir nokk- urt volk en konan var þá með- vitundarlaus. Eiginmaður kon- unnar og þýskur hjúkr- unarfræðingur, sem átti þar leið hjá, náðu að bjarga þeim úr ánni. Þýski hjúkrunarfræðing- urinn hóf þegar lífgunartil- raunir á konunni sem báru brátt árangur. Börnin hlutu lít- ilsháttar ofkælingu. Óhappið varð við Skaftafells- jökul, skammt austan við þjón- ustumiðstöð þjóðgarðsins í Skaftafelli. Lögreglan á Höfn í Horna- firði fékk tilkynningu um slysið kl. 12.30 og kallaði fljótlega á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti konuna á Landspítal- ann í Fossvogi. Hún liggur nú á gjörgæsludeild og er henni haldið sofandi í öndunarvél. Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Á m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.