Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 25
Eigendur kusu aö jafna húsiö viö jöröu. Af þessu tilefni leitaöi Morgunblaðið svara vió spurningum um
höfundarrétt arkitekta, hve víötækur hann er, hverju eigendur megi breyta og hverju ekki í húsum sínum án
samráös viö höfund hússins eöa handhafa höfundarréttar.
enda eðlilegt með tilliti til aldurs
þess og slælegs viðhalds á liðnum
árum. Pá segir: „Byggingaryfirvöld
geta að sjálfsögðu veitt heimild til
tæknilegra viðgerða á því og til
innri lagfæringa með tilliti til hugs-
anlegrar breyttrar notkunar. Þær
breytingar sem þið hafið fyrirhugað
samkvæmt fyrrgreindum teikning-
um geta hins vegar aldrei verið
nauðsynlegar hvorki vegna afnota
hússins eða af tæknilegum ástæð-
um.“
Þá segir í bréfinu að ekki verði
séð að nauðsyn beri til að breyta
þaki hússins eins og teikningar frá
3. júní 1998 sýni. „Byggingartækni,
efni og vinnubrögð í byggingariðn-
aði hafa þróast mikið undanfarna
áratugi. Frágangur á veggjum og
þaki hússins með núverandi formi
ætti því að standast ýtrustu kröfur
um endingu og gæði sé nútíma að-
ferðum beitt.“
í niðurlagi bréfs lögmannsins
segir síðan: „Ég vil að lokum taka
fram að umbjóðandi minn er reiðu-
búinn til viðræðna við ykkur í þeim
tilgangi að vinna að annarri lausn
varðandi viðgerðir og lagfæringar á
húsinu sem bæði hún og þið gætuð
unað við.“
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var aldrei haft samband við
handhafa höfundarréttar eftir að
þetta bréf var sent.
Samhengi byggingarsögunnar
Þegar leitað var til byggingarfull-
trúa í Reykjavík í byrjun júní 1998
um leyfi til að breyta húsinu, rífa
það að hluta eða öllu leyti óskaði
byggingarfulltrúi umsagnar Borg-
arskipulags. í svari Borgarskipu-
lags 15. júní sama ár er talið æski-
legt að borgarminjavörður og bygg-
ingarlistadeild Reykjavíkurborgar
veiti umsögn um húsið, varðveislu-
gildi og niðurrif þess. Þá segir m.a.:
„Umhugsunarefni er að svo mikl-
ar breytingar og jafnvel niðurrif
komi til greina við hús sem ekki er
nema 36 ára. Það er barn síns tima
og sómir sér ágætlega sem slíkt.
Verið er að breyta góðum arkitekt-
úr frá fyrri tíma með sértæðan kar-
akter og mikilvægt að meta það
gaumgæfilega áður en slík ákvörðun
er tekin.“
Niðurstaða Borgarskipulags er
að tillaga húseiganda að nýbygg-
ingu á lóðinni stangist ekki á við
skipulag.
Húsadeild Árbæjarsafns og bygg-
ingalistadeild Listasafns Reykjavík-
ur, sendu varðveislumat hússins að
Skildinganesi 50 til skipulags- og
umferðarnefndar Reykjavíkur 6.
ágúst 1998. Þar segir m.a.:
„ er það [húsið] ágætt dæmi um
framsækna hönnun íbúðarhúss á 6.
áratug aldarinnar. Húsið er eitt af
nokkrum íbúðarhúsum af hendi
Gunnars frá þessu tímabili, en sér-
staða þess felst í því að það er byggt
á sjávarlóð og er hönnun þess
óvenjuleg af þeim sökum.
Ekki skal gerð afdráttarlaus
krafa um það að húsið að Skildinga-
nesi 50 verði varðveitt að öllu leyti í
núverandi mynd. Engu að síður skal
bent á mikilvægi þess að viðhalda
hinu sögulega samhengi í reykvískri
byggingarlist og virða upprunalega
gerð húsa óháð aldri þeirra og stfl.
Það ber því að beina því til hlutað-
eigandi aðila, að leitast við að gera
endurbæturnar á húsinu þannig úr
garði, að upphafleg hönnun Gunn-
ars Hanssonar verði áfram ráðandi í
útliti þess.“
Borgarskipulag leitaði lögfræði-
legs álits hjá skrifstofustjóra borg-
arverkfræðings. í svari sem sent er
29. ágúst 1998 kemur m.a. fram að
ef umsókn um breytingar á húsinu
rúmist innan gildandi deiliskipulags
þurfi hvorki að gera breytingar á
skipulagi né heldur senda umsókn-
ina í grenndarkynningu. Ekki skipti
máli hvort breytingin sem sótt sé
um sé svo mikil að rífa þurfi húsið
°g hyggja nýtt, að því er grenndar-
kynningu varðar, „að því tilskildu
að nýja húsið falli undir gildandi
skipulag og að í skipulaginu sé ekki
kveðið á um neinar sérstakar eða al-
mennar takmarkanir á niðurrifi
hússins. Húsið virðist ekki vera svo
gamalt að ákvæði þjóðminjalaga
taki til þess (þ.e. ákvæði um hús
byggð fyrir 1918). Ef húsið hefur
ekki verið friðað með skipulagsleg-
um aðgerðum eða á annan form-
legan hátt, geta skipulags- og bygg-
ingaryfirvöld ekki synjað um
niðurrif þess án þess að baka sér
bótaskyldu (sbr. úrskurð umhverf-
isráðheira 1/10 ’96 um Vesturgötu
50).“
Skipulags- og umferðarnefnd af-
greiddi málið á fundi þann 7. desem-
ber 1998. Nefndin lagðist ekki gegn
niðurrifi hússins og ákvað að unnir
yrðu skipulagsskilmálar fyrir lóð-
ina. Fulltrúar Reykjavíkurlistans í
nefndinni gerðu eftirfarandi bókun:
„í Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016 er í kafla um húsvernd
eitt af markmiðunum að stuðla ►
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
*
formaður Arkitektafélags Islands
TILKYNNINGASKYLDA
ARKITEKTA
/
Olöf Guðný Valdimarsdóttir er formaður Arkitektafélags fslands.
Hún sagði að samkvæmt gildandi lögum eigi arkitektar ótvírætt höfundar-
rétt á sínu verki. „Uppdrættir, teikningar, líkön og þess háttar gögn njóta
verndar að lögum með sama hætti og bókmenntaverk,“ sagði Ólöf Guðný.
Hún sagði að í siðareglum Arkitektafélags íslands sé meðal annars kveðið á um
tilkynningaskyldu. Leiti viðskiptavinur til arkitekts og óski eftir því að hann breyti
hugverki annars, eigi arkitektinn að gera þeim sem fyrst vann verkið viðvart. Segir
Ólöf Guðný að upphaflegur höfundur geti í raun neitað því að húsinu sé breytt. Hún
telur að yfirleitt virði arkitektar þessa samskiptareglu.
„Ef arkitekt hússins er enn á lífi held ég að yfirleitt sé viðkomandi bent á að snúa
sér til hans. Ég tala ekki um ef breytinguna þarf að leggja fyrir byggingarnefnd. Þá
snýst þetta ekki einungis um höfundarrétt heldur um ábyrgð á verkinu. Núna þurfa
allir hönnuðir að hafa starfsábyrgðartryggingu. Arkitekt er aðalhönnuður húss og
samræmingarhönnuður. Hann þarf að skrifa upp á að allar teikningar séu í lagi. Ef
annar aðili kemur að verkinu, færir til burðarveggi eða gerir aðrar róttækar breyt-
ingar, þá er þessi ábyrgðartrygging í uppnámi.“
Ólöf segir að vissulega geti það farið eftir eðli máls hvort arkitekt vísi ósk um að
hann breyti húsi annars arkitekts til hins upprunalega höfundar. Ef um sé að ræða
t.d. að skipta út innréttingum þá sé því ekki endilega vísað til arkitekts hússins, en ef
um meiriháttar breytingar, að ekki sé talað um útlitsbreytingar, að ræða sé eðlilegt
að vísa erindinu til hans eða a.m.k. að hafa samráð við hann. Ólöf Guðný sagðist telja að slíkt samráð
færðist í vöxt. „Menn eru orðnir betur meðvitaðir um höfundalög og rétt sinn og þar af leiðandi rétt
annarra.“
En hvernig er farið að ef upprunalegur höfundur er látinn, er þá haft samband við handhafa höfund-
arréttarins?
„Það er oft reynt að finna hver fer með höfundarréttinn. Stundum er það faglærður ættingi, einhver
sem hefur rétt til að skrifa upp á teikningar.“
En hvað má húseigandi breyta miklu í húsi sínu, án þess að bera það undir arkitektinn?
„í höfundalögum segir að eiganda sé heimilt að breyta húsi án samþykkis höfundar, að því leyti sem
það verður talið nauðsynlegt vegna afnota þess eða af tæknilegum ástæðum," sagði Ólöf. Eigandi gæti
þó ekki gert neinar breytingar, sem þyrfti að leggja fyrir byggingarfulltrúa, án þess að löggiltur hönn-
uður skrifaði upp á breytingarnar. Þar í felast t.d. breytingar á útliti hússins svo sem þaki og gluggum.
Ólöf sagðist halda að arkitektar geri yfirleitt ekki athugasemdir til dæmis við að fólk máli húsið sitt í
nýjum litum. Þó væru til hús þar sem kveðið er á um að þau skuli vera í tilteknum litum. Þá væri litur-
inn talinn mikilvægur þáttur í hönnun og ímynd viðkomandi arkitekts.
Ólöf sagði að vernd höfundarréttar sneri ekki einungis að hönnuði og eiganda húseignar, heldur
hefði hún víðtækari merkingu.
„Þetta er líka til að vernda menningararf okkar. Við sjáum nútímabyggingar ekki í sögulegri heild.
Okkur finnst oft ekki mikið koma til þeirra húsa sem byggð eru á hverjum tíma. Segjum til dæmis
funkis (nytjastefnu) húsin, þessi með flötu þökunum. Menn hafa viljað breyta þeirn því þeim hefur ekki
þótt húsin falleg eða merkileg. Þegar þetta tímabil fjarlægist þá verða þessar byggingar vitnisburður
um hefð og list á vissu tímabili. Að hluta er þetta því til þess að vernda þessi menningarverðmæti, því
þetta verður hluti af sögu okkar. Ég held að flestir arkitektar hafi það að leiðarljósi að reyna að varð-
veita og gera upp hús í anda þess tímabils sem húsið er byggt á.“
En hvað með vilja eigendanna?
„Vilji þeirra ræður að sjálfsögðu miklu, en yfirleitt er góð samvinna á milli húseigenda og arkitekta
sem eru til ráðgjafar. Oftast næst ágætt samkomulag.“
Berast Arkitektafélaginu kærur vegna ágreinings um breytingar á eldri húsahönnun?
„Já, stundum berast okkur erindi þar sem einum arkitekt þykir sem annar hafi gengið inn í sitt
verk. Stjórn félagsins reynir að ná sáttum milli deiluaðila en stundum er málinu vísað til siðanefndar
Oft er ágreiningurinn vegna ókunnugleika, en það er reynt að leysa málin á farsælan hátt.“