Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 27 Eiríkur Tómasson lagaprófessor HÖFUNDARRÉTT- UR OG SÆMDAR- RÉTTUR W ÍIRÍKUR Tómasson lagaprófessor er R sérfróður um höfundan-étt. Hann var JJj spurðm- að því hve víðtækur höfundar- réttur arkitekts væri þegar einhver vildi breyta verki hans. „Um það gildir 1. málsgrein 13. greinar höf- undarlaganna. [Nú nýtur mannvirki verndar eftir reglum um byggingarlist, og er eiganda þó allt að einu heimilt að breyta því án samþykkis höfundar, að því leyti sem það verður talið nauðsynlegt vegna afnota þess eða af tæknileg- um ástæðum.] Þar er um að ræða veigamikla takmörkun á höfundarrétti arkitekta og ann- arra sem eiga höfundarrétt að mannvirkjum. Sá réttur er mun meiri takmörkunum háður en höfundarréttur almennt. Það stafar af þörfum þeirra sem eiga mannvirkin til þess að halda þeim við og jafnvel breyta þeim í samræmi við breyttar aðstæður, til dæmis breytta notkun.“ Eiríkur sagði að það væri svo álitaefni í sérhvert sinn hvenær þær ástæður sem þarna eru greindar eru fyrir hendi. í Kjarvals- staðamálinu svonefnda hafi reynt á skýringu á þessu. í því máli hafi meirihluti Hæstaréttar talið að ekki hafi verið sýnt fram á það af hálfu Reykjavíkurborgar að breytingar sem gera átti á lofti Kjarvalsstaða gegn andmælum arkitektsins hafi verið nauð- synlegar vegna áfnota þess eða af tæknilegum ástæðum. Eiríkur tók fram að í þessu máli hafi tveir dómendur af fimm verið þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg hafi verið heimilt að breyta lofti hússins vegna ástæðna sem greindar eru í ákvæði 13. greinar. Annar þeirra sem voru í minnihluta hafi verið Sigurður Reynir Pétursson, sem, að öðrum ólöstuðum sé sá íslendingur sem telja megi sérfróðastan um höfundarréttarmál. Eiríkur segir að þótt 13. grein höfundarlaga gangi miklu lengra en aðrar takmarkanir á höfimdarrétti, þá sé hún engu að síður undantekningarákvæði. Almenna reglan sé sú að ekki megi breyta útliti byggingar nema með samþykki þess sem hannaði bygginguna. En hvað má húseigandi breyta miklu í húsi sínu, án þess að brjóta á höfundarrétti hönnuðarins? „Þá kemur upp spurningin um breytt afnot eða tæknilegar ástæður sem vísað er til í 13. grein höfundarlaga. Vel þekkt dæmi er að herbergi eru fyrst teiknuð sem barnaherbergi. Svo vaxa börnin úr grasi og þá vill fólk stækka herbergin. Þá myndi ég ætla að slíkt væri almennt heimilt, vegna breyttrar notkunar.“ Eiríkur bætti því þó við að veigameiri breytingar á útliti og jafnvel innréttingum gætu verið háðar samþykki hönnuðarins. Það færi til dæmis eftir svonefndri verkhæð, þ.e. hve mikið væri lagt í útlitið af hálfu höfundarins. í Kjarvalsstaðamálinu hefði það líklega skipt miklu máli að loftið á Kjarvalsstöðum, sem um var deilt, var um margt sérstætt og var veigamikill hluti af heild- arhönnun hússins að áliti arkitektsins. En getur arkitekt hindrað að hús sem hann hefur hannað sé rífið? „Það er álitamál innan höfundarréttar, hvort eyðilegging eig- anda á hlut sé brot á höfundarrétti," sagði Eiríkur. „I norrænum rétti hefur verið talið að arkitekt geti ekki komið í veg fyrir að bygging sé rifin. En hann getur hins vegar hindrað breytingar á verkinu því að almennt séð má ekki breyta útliti byggingar nema með samþykki arkitektsins og sú breyting getur líka verið þess eðlis að hún teljist brot á svonefndum sæmdarrétti hans sem varinn er af 2. málsgrein 4. greinar höfundarlaga." [Oheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundar- sérkenni.] Brot á sæmdarrétti getur verið tvenns konar, að sögn Eiríks. Annars vegar að um sé að ræða brot gegn höfundareinkennum, til dæmis ef arkitekt hefur ákveðinn stíl. Hins vegar er hægt að gera breytingar á byggingum, þótt ólíklegt sé að það gerist, sem skerða höfundarheiður arkitekts. Með því er til dæmis átt við að gert sé gys að honum með breytingunum. I 1. málsgrein 26. greinar höfundarlaga er þó tekið af skarið um það að sé eiganda heimilt að gera breytingar á byggingu á grundvelli 13. greinar þeirra þurfi hann ekki að taka tillit til sæmdarréttar arkitektsins. Eiríkur Tómasson prófessor. Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður flutti málið fyrir Hann- es Kr. Davíðsson. I samtali við Morgunblaðið sagð- ist Ragnar telja að þennan dóm væri ekki hægt að yfirfæra á öll önnur hús í landinu. Hann hafi flutt málið þannig að Kjarvalsstaðir væru sérstakt (monumentalt) hús í tvennum skilningi. Annars vegar minnismerki um mikinn listamann, Jóhannes Kjarval, og hins vegar stórt og mikið hús í opinberri eigu á áberandi stað og opið almenningi. Um bygginguna hafi verið sam- keppni á sínum tíma og loftgerðin rökréttur hluti af hönnuninni í heild sinni. Hann hefði ekki verið að biðja um dóm sem gilti um öll hús í Reykja- vík. „Ég lagði áherslu á að þetta væri sérstök bygging og taldi erfitt að vinna málið nema nota þau rök. Það liggur ekkert fyrir að þessi dómur sé ráðandi um allar breyt- ingar á öllum húsum. Auk þess gafst Reykjavíkurborg í þessu til- viki kostur á að sýna fram á þörfina á breytingum, en þeim tókst það ekki.“ Ragnar bendir á að slík þörf sé einmitt eitt af skilyrðum 13. greinar höfundalaga fyrir því að eigandi geti breytt húsi án samþykkis höf- undar. „í framkvæmd gerist þetta þann- ig að arkitektinn og eigandinn koma sér saman um lausn. Ef þeir geta það ekki og arkitektinn, eða sá sem hefur réttinn, setur hnefann í borðið þá getur hann gert það með því að fara í lögbann. Þá verður sá sem vill gera breytinguna að sýna fram á þörfina." Ert þú með smá appelsínuhúð eða kannski bara mikla? Er húð þín slöpp eftir meqrun eða meðaönau? Ef eitthvað af þessu á við þig þá er SILHOUETTE ALLTAF LAUSNIN! Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland ...ferskir vitidar í umhirðu húðar I DANS í HAFNARFIRÐI & REYKJAVÍK Samkvæmisdans Línudans með Jóa kántrý FreeStyle - Popp tíví stíllinn Barnadansarfrá 3 ára Mambó & Salsa Bugg & tjútt Dans ársins - La luna Kennt i Haukahúsinu við Flatahraun, Þróttarahúsinu í Laugardal og í Grafarvogi. inmútun Auður Kennarar: Auður Haralds og Jóhann Örn ásamt fleirum. Upplýsingar og skráning í síma 561 9797. Kennsla hefst 13. september Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar danssmiðjan Dansipro£yl%aJ!ið Kvistir ISDN SIMSTOÐVAR LG Stafrænt síma- og samskiptakerfi ' j I G 6DK ISDN slmkUiÖViimar hÞntn flostum h«?imilum. fvTlHívKjuth «>rj fitöfhunum Gúðli nlöinlwikoi oms og Jn.-iölóusli sluuir. innhyuvið umsvðinn tnj tðlvUtÞnylngai T9 '(vnr pr v> isiiiiiisiMfið ivriHíókl Ísrí-I M oti 'iimvii klans pM hlÓhÍtvlUWplKl Svnts ólíniifit fyí-ÍvÍ^Kld.: II|hitlmf Ifi ■ 8.ÚIM !*U» F-m f»Ui rHHU C'ðO AKviif>y*t fíimf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.