Morgunblaðið - 03.09.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.09.2000, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Eg hef áreiðanlega fengið marga við- skiptavini út á and- litið. Ég hef reynt að kynna mig eftir föng- um og ég er þekkt andlit og hef notið góðs af því. Ég þarf að auka kynninguna, fara meira inn á auglýsingastofurnar og sýna hvað ég er með. Eh'sabet og Magnús í Prentkd. íyiux g ujiuiuuiu/^u iiaiuux TROMPIN ERU SONUR- INN OG NÝJA VÉLIN Eftir Guðmund Guðjónsson EIGENDUR Prentkó eru Magnús Ólafsson prent- smiður, landsfrægur skemmtikraftur og leik- ari í hjáverkum, og eiginkona hans, Elísabet Sonja Harðardóttir. Magnús rekur fyrirtækid. tíanii ér fæddur í febrúar 1946 á Siglufirði en ólst upp í Reykjavík. Löngum hefur verið Hafnarfjarðarstimpill á Magnúsi, en hann segir það trúleg- ast stafa af tvennu, í fyrsta lagi hafi verið mikið af fallegum konum í Hafnarfirði er hann fór á stúfana að leita fyrir sér. Þar fann hann El- ísabetu, sem er Hafnfirðingur, og síðar hafi hann leikið handknattleik með FH. Þau Magnús og Elísabet eiga fjögur börn, Rósmund, Hörð, Sonju Maggý og Hjalta Frey. Eftir nám í Iðnskólanum vann Magnús m.a. sem setjari, eins og það hét í þá daga, hjá Hilmi hf. þar sem hann lærði og á Morgunblað- inu í áratug. Þaðan fór hann sem útlitshönnuður á Dagblaðið Vísir og var þar í um tíu ár. Síðan var hann í nokkur ár í prentsmiðju föður síns á Seltjarnamesi. Það var síðan fyr- ir tveimur árum að hann sá að sér, hann gæti ekki séð almennilega fyrir fjölskyldunni með öðrum hætti en að stofna fyrirtæki og láta síðan kylfu ráða kasti. Þetta hefur verið stórt stökk? „Já, það er óhætt að segja að þarna hafi ég tekið mikla áhættu. Þetta var fjárfesting upp á 20 til 30 milljónir þar sem ég keypti bæði vélar og 200 fermetra nýlegt hús- næði og ég var ekki með nema 5 til 10 viðskiptavini á bak við mig. Það var gömul prentsmiðja í húsinu fyr- ir, Solnaprent, sem hét eftir gam- alli prentvél á staðnum og ég fékk enn fremur nokkra fasta viðskipta- vini Solnaprent í arf. Þetta var samt lítið að fara af stað með, sér- staklega þar sem samkeppnin er vægast sagt hörð og óvægin.“ Hversu hörð og hversu óvægin ? „Það níðir hver skóinn af öðrum og verstir eru þeir hjá stóru VIÐSKIPn ATVINNULÍF Á SUNNUDEGI Prentkó er aðeins tveggja ára gamalt fyrirtæki sem segja má ad hafí ilöppsð beint Út í djúpu laugina, því prentsmiðjur á Islandi eru fjölmargar og samkeppnin gífurlega hörð. Eigendur Prentkó hafa þó rúmlega tvöfaldað veltuna og nýlega fjárfest í búnaði sem tvöfaldar afköstin. í prentsal Prentkú. MorgunDiaoio/Arnaiaur prentsmiðjunum sem beinlínis leggja sig fram um að koma litlu prentsmiðjunum á kné.“ Þetta eru stór orð. „Já, það má segja það, en þú mátt hafa þau eftir mér. Svona er þetta bara.“ En hvaða brögðum beitir þú, níð- ir þú skóinn af næsta manni? „Nei, það geri ég ekki. Ég hef áreiðanlega fengið marga við- skiptavini út á andlitið. Ég hef reynt að kynna mig eftir föngum og ég er þekkt andlit og hef notið góðs af því. Ég þarf að auka kynninguna, fara meira inn á auglýsingastofurn- ar og sýna hvað ég er með. Stofurn- ar ráða svo miklu um hver fær verkefnin, þær halda alveg utan um málin íyrir fjölda fyrirtækja." Sonurinn og nýja vélin Og hvað ertu með? „Það er nú æði margt, ekki síst son minn, Kosmuna, séín VSnH I 5JÖ ár hjá Odda og er afburðaflinkur prentari. Það er ekki nóg að vera með góðar græjur, mannshöndin sem stýrir þeim verður einnig að vera fumlaus og örugg. Ef satt skal segja, hefði ég ekki tekið stökkið yfir í einkarekstur ef Rósi hefði ekki verið til í að vera með. Ég er líka með nýjasta trompið mitt, nýja fjögurra lita prentvél frá Adast í Tékklandi, gífurlega fullkomna vél. Á móti seldi ég gamla tveggja lita vél. Þetta gerir það að verkum að ég þarf ekki að renna öllu tvisvar heldur bara einu sinni og liggur því í augum uppi að ég hef með þessu tvöfaldað afkastagetuna. Og ekki nóg með það, heldur kostaði þessi vél aðeins 25-30 milljónir. Ef ég hefði keypt vél með þekktara merki hefði ég eflaust þurft að reiða fram 40 til 50 milljónir. Ég er einnig með stafræna Canon digital-prentvél sem er með ótrúleg gæði og gamlan dígul til að stansa með o.fl., einnig gamla góða Rolandvél sem gerir sitt gagn í smærri verkefnum. Full- komin litgreining er hér og filmuút- keyrsla frá Linotype." Er nýja prentvélin sambærileg vél að gæðum og dýrari vélamar? „Já, heldur betur. íslendingar eru ansi, hvernig er best að orða það, sérvitrir og eru svolítið mikið fyrir að horfa á merkin fremur en að spá í gæðin. Taktu t.d. Skódann sem einnig er frá Tékklandi. Það lítur enginn við honum, en hann er engu síður síst óvandaðri og fal- legri bíll heldur en BMW. Tékkar eru þekktir fyrir vandvirkni og þessi gamli austantjaldsstimpill er óðum að hverfa. Þegar komið var að því að kaupa nýja prentvél frétt- um við af þessum tékknesku vélum. Ég og Rósmundur fórum til Jót- lands í Danmörku til að athuga málin og það sem kom í ljós er að 40 prósent prentiðnaðarins á Norð- urlöndum eru með þessar vélar. Það eitt segir sína sögu. Og af því þú spurðir hvað ég væri með, vil ég einnig bæta við að hjá Prentkó er þjónustan persónuleg." Það hefur sumsé allt gengið að óskum þessi tvö ár í frumskógin- um? „Já, það hefur gengið mjög vel. Viðskiptavinirnir eru orðnir um hundrað og alltaf að bætast við. Þetta gengur svo vel að ég hef ver- ið að velta fyrir mér hvort við séum allt of ódýr! Veltuaukningin segir einnig sína sögu, þetta voru ein- hverjar níu milljónir fyrsta árið, en veltan gæti farið í 30 milljónir á þessu ári ef fram heldur sem horf- ir.“ Og þú þolir alveg að bæta mörg- um við í viðbót? „Já, heldur betur, eftir að nýja vélin kom til skjalanna, enda verð- ur nú settur meiri þungi í að afla nýrra viðskiptasambanda. Ég vænti þess að heyra meira frá auglýsingastofunum í framtíðinni, enda er einungis horft á verð og gæði. Lagt kalt mat á það.“ Hvað ertu að prenta og fyrir hverja? „Við erum nú lítið í bókum og tímaritum enn sem komið er, en þeim mun meira í alls kyns bækl- ingum, bæjarmálablöðum, mynd- bandsumslögum, nafnspjöldum og ekki síst merkingum á vöruumbúð- ir. Við prentum t.d. allt fyrir Máln- ingu og Ora svo ég nefni aðeins tvo af okkar góðu og reglulegu við- skiptavinum. Svo hefur Skífan, sem eefur mikið út af afþreyingarefni, séð hjá mér bæði góöa préníun ög verð og er að auka viðskiptin, mér til mikillar ánægju.“ Fyrirtæki í vexti Endar þetta ekki með því að þú sprengir aIlt af þér og neyðist til að stækka við þig og bæta við fólki? „Það er nú ekki leiðinleg tilhugs- un, en sannast sagna veit maður ekkert hvað þetta getur lengi þan- ist út. Ég stefni að sjálfsögðu að því að gera þetta fyrirtæki stórt og sterkt og hver veit nema ég þurfi að huga að því að stækka við fyrir- tækið eftir 2-3 ár, annaðhvort að kaupa nýtt húsnæði eða byggja við þetta hér á lóðinni. Það er svigrúm til þess, en spurning hvort leyfi til þess fengist." Er ekki streð að halda í við tækn- ina? „Það er nú eitt af þessum enda- lausu málum. Til að reka prent- smiðju og vera samkeppnishæfur verða augun alltaf að vera opin. Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa og tölvutæknin hefur ætt áfram síðustu árin. Ég hef sjálf- menntað mig og gætt þess að fylgj- ast vel með framvindu mála. Það er auðvelt að eingrast og dragast þannig aftur úr, en við höfum bara sett niður tölvur og lært á þær á þann hátt að reka okkur á. Núna erum við á beinu brautinni og ætl- um að halda okkur á henni. En það er rétt, tækninni fleygir svo hratt fram að það þarf ætíð að huga að nýjum fjárfestingum til að fylgjast með. Þjónustuaðilarnir eru a.m.k. mjög duglegir að ýta að manni öllu því nýjasta,“ segir Magnús Ólafs-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.