Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
*
HYERNIG Á ÍSLAND AÐ
SJÁLFSAGT getur
enginn gefið þessari
fyrirsögn svar sem öll-
um líkar og um sumt
fáum við mennirnir
engu ráðið. Stundum
finnst mér þó eins og
það sem gert er, skipu-
lega eða óskipulega, sé
eitthvað sem við íbúar
þessa lands fáum ekk-
ert um að segja og er
líkara náttúrulögmál-
um en mannanna verk-
um. Þess vegna skulum
við aldrei gleyma því,
að okkur hefur verið
trúað fyrir óviðjafnan-
legri náttúru og arfleifð þjóðar sem
okkur ber að hlúa að eins og kostur
er. Hættumerkin birtast nú hvert á
fætur öðru og því eins gott að þjóðin
haldi vöku sinni. Við getum haft
áhrif ef við viljum. Með þessu á ég
ekki við að hjakka í sama farinu og
stríða gegn því sem til framfara
horfir, landi og þjóð til heilla þótt
einhver röskun verði, heldur hafa í
huga að allt sem gert er orkar tví-
mælis. Margt hefur gleymst að tala
um við mig og þig og okkur er ekki
sama.
Virkjanamál
Það sem fékk mig til að stinga nið-
ur penna var frétt í Morgunblaðinu
um stækkun Þverárvirkjunar þar
sem til þess var tekið að veruleg
stækkun, eins og
ákveðin hafði verið,
myndi ékki valda um-
hverfisspjöllum. Þessi
frétt vakti mig enn og
aftur til að hugsa að við
gætum verið sjálfum
okkur nóg með raf-
magn, sem aflað væri
með tiltölulega vist-
vænum hætti án þess
að stórskaða náttúr-
una. Auðvitað á þetta
ekki við um virkjanir
fyrir stóriðju þar sem
öllu er umturnað, líf-
ríki, ásýnd lands og
efnahag þjóðarinnar
svo ekki sé minnst á mengun frá
stóriðjuveium. Á íslandi er nóg
komið af slíku og ekki á bætandi.
Mér er til efs að fólk geri sér grein
fyrir þeim landspjöllum og ógnar-
skuldum sem við höfum tekið á okk-
ur vegna stórvirkjana undanfarna
áratugi og fæ ekki séð hvemig má
halda áfram á þeirri braut án þess að
viðhalda þeim skuldabagga. Allar
aðrar erlendar skuldir eru eins og
dropi í hafið miðað við þessi ósköp.
Svo einkennilegt sem það nú er hef-
ur hávaði í stjórnmálamönnum verið
mestur vegna minniháttar niður-
greiðslna á íslenskum landbúnaðar-
vörum ofan í okkur sjálf, auk nokk-
urra laxeldisstöðva og loðdýrabúa,
sem við lánuðum í fé til að styrkja
byggðir, en gengu ekki upp hjá þeim
Spurningín er ekki
hvort við höfum efni á
að byggja landið, segir
Snorri Sigurjónsson,
heldur hvernig við vilj-
umhafabyggð.
sem riðu á vaðið. Reynsla í þessum
rekstri liggur nú fyrir. Sumir hafa
spjarað sig frá upphafi og aðrir hafa
byrjað rekstur á grunni fallinna fyr-
irtækja, en hrópin frá stjórnmála-
mönnum bergmála enn. Lítið hefur
verið gert til að styrkja byggðirnar,
en býsnast er yfir ástandinu og stór-
iðja á öllu að bjarga. Gleymum því
ekki að stórvirkjun með öllu því sem
henni fylgir verður aldrei aftur tek-
in.
Byggðir og þjóðarstolt
Það má til sanns vegar færa að
engum er hollt að treysta á endalaus
lán og styrki, en margt má gera til
að treysta byggðir svo fólk geti búið
þar sem lífVænlegt er og fólk vill
búa. Spurningin er ekki hvort við
höfum efni á að byggja landið, held-
ur hvernig við viljum hafa byggð.
Fyrir allt það fé sem varið er í van-
hugsaðar framkvæmdir, rekstur og
eyðslu í svokölluðu frelsi mætti
skapa raunveruleg verðmæti og afla
Snorri Siguijónsson
R Æ K T I N
Suðurströnd 4, Sími: 551-2815/551-2355
RÆKTIN
TÆKJASALUR • ÞOLFIMI • LJÓSABEKKIR
^aunnæTur arangur
Tækjasalur - Þolfimi - Skvass - Ljós - Einkaþjálfun - Nudd
N ý 11 TILBOÐ
---------- 4.-5. sept.
- Karlapúl Árskort: 29.990 kr.
- Fitness kick-box
• Morgun tímar kvenna • Fitubrennsla
• Tai box • Bardagalist
Morgun- Hádegis- Dag og Kvöldtímar
Stundarskrá
Mánud./Miðvikud
Þriðjud./Fimmtud.
Body-Shape
Karlapúl
30
Pallar
Jóga
Fitness-kick
Spinning
Kviðæf./Teygjur
Body-Shape
Stöðvarþj.
VERA?
gjaldeyris. Það er ömurlegt að sjá í
blómlegum sveitum áðm- reisuleg
býli drabbast niður þar sem ábúend-
ur lifa við fátæktarmörk. Ótrúlegt
að við skulum láta þetta viðgangast
á góðæristímum. Til að renna stoð-
um undir atvinnulíf í landinu þarf að
jafna búsetuskilyrði, t.d. með
breyttu skattkerfi og bættum sam-
göngum. Einskis má láta ófreistað
til að allir landshlutar verði eftir-
sóknarverðir til búsetu. Ekki skortir
hugmyndaflugið og ég treysti eng-
um betur en íslensku landsbyggðar-
fólki til að vinna úr því, ef það fær
notið sanngirni. Reykjavík og ná-
grenni hefur marga kosti og ég er að
mörgu leyti stoltur af borginni okk-
ar, en ég get ekki hugsað mér Island
þar sem flestir búa í borg og ein-
staka auðmenn eignist jarðir um all-
ar trissur þar sem fólki verður bann-
að að fara um, ólíkt þvl sem þorri
bænda hefur leyft ef vel er um geng-
ið. Þetta er landið okkar þrátt fyrir
allt.
I allri þeirri firringu sem mér
finnst einkenna þjóðfélagið verður
mér oft hugsað til fyrri alda og
þeirra afreka sem þjóðin hefur unnið
við misjafnar aðstæður og hvílíka lít-
ilsvirðingu við sýnum þessum
hetjum sem af hugsjón og eldmóði
komu þjóðinni yfir erfiðustu hjalla.
Við erum komin af þessu fólki og
ættum að sjá sóma okkar í að treysta
grunninn, en ekki rífa hann niður
með spákaupmennsku, hégómlegum
kröfum og gerviþörfum sem enga
lífsfyllingu veita. Hvar stöndum við
ef ytri aðstæður versna til muna og
við erum sjálfum okkur ekki nóg
með brýnustu nauðsynjar komi að
skuldadögum? (Eg er hræddur um
að þá yrði lítið úr uppaliðinu og til
lítils að gera út á Laugaveginn).
Hvað verður þá um þjóðarstoltið?
Stoltið sem gerir okkur að þjóð í
landi sem lætur engan ósnortinn.
Ferðamenn og hálendið
Einn þeirra manna sem hafa lært
að lesa náttúruna, skynjað mikil-
fengleik hennar og miðlað af reynslu
sinni er Ómar okkar Ragnarsson.
Við eigum honum mikið að þakka, en
stundum finnst mér hann vera að-
eins á undan sjálfum sér og fara full
geyst í hugmyndum um samgöngur
á hálendinu. Ég kæri mig t.d. ekki
um að breyta óbyggðum svæðum í
einskonar Yellowstone með malbik-
uðum uppýttum vegum og glæsihót-
elum. Nú þegar er farið að bjóða
uppbúin rúm og malbik á hálendinu,
en það er ekki það sem náttúruunn-
endur sækjast eftir. Um leið og við
förum á uppbyggðan veg með til-
heyrandi hraða í stað þess að aka
eftir vegslóða sem fylgir landinu er
eins og við slitnum úr tengslum við
náttúruna og upplifunin verður lík-
ari því að horfa á landslag í bíó eða af
sjónvarpsskjá.
Þeim sem eru í vandræðum með
að skilja hvað ég á við með því að
skynja mikilfengleik náttúrunnar
leyfi ég mér að benda á eina af bók-
um hins merka náttúrufræðings og
listamanns, Guðmundar Páls Ölafs-
sonar. Þetta er lítil bók sem heitir
Hraunið og lýsir svo undursamlega
ást hans og þekkingu á landinu að
hún lætur tæpast nokkurn mann
ósnortinn. Betur færi að viðhorf
hans og skilningur á náttúrunni ætti
sér dýpri rætur í þjóðarsálinni.
Það er mín skoðun að aðeins þeir
sem landið nytja og þeir sem eru til-
búnir að leggja eitthvað á sig eigi er-
indi um óbyggð svæði. Sjálfsagt er
að sem flestir fái notið, en þeim sem
ekki vilja, hafa ekki aðstöðu eða getu
til að ferðast á eigin vegum standi þá
til boða slík ferðalög í hópferðabílum
með menntuðum leiðsögumönnum
sem þekkja landið.
ísland hefur svo margt að bjóða
og er svo síbreytilegt í fegurð sinni
að engum endist ævin til að skoða
það til hlítar. Það er þessi sérstaða
og kyrrð sem togar íslenska sem er-
lenda ferðamenn á vit óbyggðanna
aftur og aftur. Því verðum við að
gæta þess að spilla ekki ásýndinni
þar sem náttúruperlur njóta sín best
í ósnortnu umhverfi sínu. Öllum ætti
að vera ljósar hættur á þessum slóð-
um, en ég vil ekki sjá afgirtan Gull-
foss eða Dettifoss og fleiri hættulega
staði. Sjálfsagt er þó, ef nauðsynlegt
reynist, að leggja vandaða stíga sem
falla vel að náttúrunni til að hlífa
gróðri, en hver og einn verður að
kunna fótum sínum forráð og bera
ábyrgð á sér og sínum þar sem farið
er um hættuslóðir. Sérstakar slysa-
gildrur verður þó að merkja.
Til að efla þjónustu og hafa tekjur
af ferðamönnum þarf að koma upp
fleiri fullkomnum veitinga- og gisti-
stöðum í jaðri óbyggða og skipu-
leggja ferðir og aðra afþreyingu
þaðan. Alls ekki að byggja upp vegi
og hallir á hálendinu. Þá er náttúr-
unni voðinn vís.
Umferð og viðhorf
Oft verð ég hissa þegar fólk lýsir
því að það hafi verið því fegnast þeg-
ar það komst norður eða suður yfir
hálendið eftir þessum voðalegu veg-
um og sá ekkert merkilegt eða svo
annað dæmi sé tekið að ekki skuli
vera hellulagður stígur með afgii-t-
um Surtshelli í Hallmundarhrauni.
(Ég var í Húsafelli og þetta er flott-
ur heilir, sagði maðurinn). Ég býst
við að þetta sé sama fólkið og vill aka
eftir venjulegum þjóðve_gum iands-
ins á yfir 100 km hraða. I versta falli
að fara ekki niður fyiir leyfðan há-
markshraða þrátt fyrir misjafnar
aðstæður og býsnast yfir einbreið-
um brúm sem sífellt koma á óvart.
Einnig að að ekki skuli vera búið að
leggja bundið slitlag á alla vegi. Það
er eins og íslendingar neiti að trúa
því að hér á landi séu engar hrað-
brautir til og að sauðfénu hafi ekkert
farið fram í umferðarreglum. Er-
lendis köllum við þetta sveitavegi og
þar er yfirleitt lægri hámarkshraði
en leyfður er hér.
Sjálfum finnst mér afrek að þessi
fámenna þjóð skuli hafa getað lagt
alla þessa vegi á svo stuttum tíma.
Það er eins og fólk haldi að vegir
buni út úr vélum, en gleymi því að
það þarf að sprengja, skipta um
jarðveg, leggja ræsi, fylla upp, og
smíða brýr, en betur má ef duga
skal, þvi við eigum ansi margt ógert í
vegamálum bæði innan sveita og til
að tengja byggðir.
Lokaorð
Hættum að hugsa eins og millj-
ónaþjóð. Við erum það ekki og verð-
um að sníða okkur stakk eftir vexti.
Margt er merkilegt í heimi hér, en
gleymum því aldrei að ísland er ein-
stakt og okkur ber að gæta þess vel.
Hér hefur margt verið vel gert og
við eigum svo margt sem við getum
verið stolt af. Við lifum ekki af feg-
urðinni einni saman en það er virki-
lega ástæða til að staldra við og
spyrja: Hvernig ísland ætlum við að
byggja?
Höfundur er lögreglufulltrúi.
*
Bardagalist