Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 37
+ Erla Guðmunds-
dóttir fæddist 27.
maí 1929. Hún lést
12. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Vilborg Ein-
arsdóttir frá Með-
alfelli, Hornafirði og
Guðmundur Benja-
mínsson klæðskeri
frá Flatey á Breiða-
firði.
Eiginmaður Erlu
var Gunnar Mekkín-
ósson húsgagna-
bólstrari. Þau slitu
samvistir.
Börn Erlu eru: Vilborg
Gunnarsdóttir; Björk Gunnars-
dóttir Huzell; Dagmar Gunnars-
dóttir; Guðmundur Gunnarsson,
lést í bernsku; Gunnar M. Gunn-
arsson og Máría Kamal Gordons-
dóttir.
Erla starfaði Iengst sem Iöggilt,-
ur dómtúlkur og skjalaþýðandi
hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli.
Erla var jarðsett 20. ágúst.
Það var á kvennafrídeginum 1975
sem ég sá fyrst nafn Erlu
Guðmundsdóttur. Þó að komið væri
haust var vor í hugum þeirra kvenna,
sem fjölmennt höfðu á útifund í
Reykjavík og sátu síðan fjölmennan
fund kvenna í Félagsheimilinu
Stapa, Njarðvík. Við vorum tilbúnar
að reyna eitthvað nýtt, eitthvað fyrir
okkur og því vakti lítil auglýsing
áhuga okkar, en þar bauð Erla kon-
um að kynnast I.T.C. (International
Toastmistress Club). Þetta var al-
þjóðlegur félagsskapur kvenna, þar
sem m.a. var lögð áhersla á tjáningu,
hlustun og sjálfsöryggi.
Við mættum hjá Erlu, nokkrar
systur, mæðgur, frænkur og vinkon-
ur og hún hreif okkur með eldmóði
sínum og persónuleika. Erla átti sér
draum, hann var að gera eitthvað
sérstakt iýi’ir konur á kvennaári,
eitthvað sem skipti máli og gæti
breytt lífl kvenna og bætt íslenskt
samfélag. Sjaldan hefur eins lítil
þúfa og auglýsing Erlu var velt jafn
stóru hlassi og raun varð á. Hin eld-
rauðhærða og skapmikla Erla bók-
staflega lyfti okkur upp
úr skónum, það var
ekkert ómögulegt fyrir
konur, við höfðum gáf-
ur, þrek, úthald og hún
lét okkur vita að það
skipti máli hvað við
sögðum/gerðum.
Kvennaári hjá okkur
lauk með glæsibrag.
Við höfðum unnið vel
undir stjóm Erlu, við
þýðingar á kennsluefni
I.T.C. jrfir á íslensku.
Allt efni átti að vera að-
gengilegt fyrir íslensk-
ar konur, þótt félags-
skapunnn væri alþjóðlegur, leggja
átti áherslu á móðumiál okkar í allri
framsetningu. I.T.C. fékk íslenska
nafnið Málfreyjur og fyrsta deildin
sem stofnuð var í Keflavík 22. des-
ember 1975 fékk nafnið Málfreyju-
deildin Varðan. Þetta var erfitt,
gaman og umfram allt þroskandi.
Konur fundu þarna vettvang þar
sem þær gátu eflt sjálfsöryggi sitt í
hópi góðra vina.
Málfreyjufélagsskapurinn varð
stökkpallur til frekari dáða, konur
fóm menntaveginn, tóku virkan þátt
í félagsstörfum og bæjarmálum og
umfram allt nutu þær lífsins, vel
meðvitaðar um að þær höfðu sitt-
hvað að segja um menn og málefni.
Alltaf var Erla með sitt fallega,
glettna bros og eld í augum í fai'ar-
broddi. Við námum land í Reykjavík,
Hafnarfirði og síðan tók landsbyggð-
in við, allsstaðar vom konur sem
vildu fræðast, efla sjálfsöryggi sitt
og koma skoðunum sínum á fram-
færi, brátt voru um 600 konur starf-
andi innan Málfreyjusamtakanna.
En allt er breytingum háð í henni
veröld, eins var með félagsskap
I.T.C. Breytingar vom gerðar á höf-
uðstöðvum okkar í Bandaríkjunum,
nú átti að opna félagsskapinn fyi-ir
báðum kynjum og átti hið nýja enska
nafn þessara samtaka að vera alls-
staðar það sama. Þessu undi Erla
illa, enda kominn tími á breytingar
hér heima, við konur áttum val.
Erla samdi nýtt íslenskt fræðslu-
efni/-kerfi. Hér urðu kaflaskipti hjá
okkur, alíslenskur félagsskapur varð
til og hélt nafninu Málfreyjur, áfram
var unnið á alþjóðlegum vettvangi í
félagsskap I.T.C. ' (Intemational
Training in Communieation). Við
höldum enn hópinn nokkrar „stelp-
ur“ sem vomm stofnaðilar, eða kom-
um í félagsskapinn á fyrstu árum
hans og köllum hópinn Freyjur. Allt
fram á þetta ár hefur Erla verið drif-
fjöður hópsins. Hvar sem hún kom
setti hún svip sinn á umhverfið, hún
var litrík í orðsins fyllstu merkingu.
Ég vil þakka Erlu samfylgdina á
liðnum ái'um, það var gaman, það
var gefandi. Erla Guðmundsdóttir,
hafðu þökk fyrir gjöf þína til ís-
lenskra kvenna, með viljastyrk þín-
um og áræði gafst þú okkur og ís-
lensku samfélagi ómældan arf sem
seint verður þakkað. Þú lést draum
þinn rætast.
Við sendum börnum Erlu og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. Freyja,
Jórunn Guðmundsdóttir.
Elsku, kæra Erla. Ég var að frétta
að þú værir farin frá okkur. Ég vissi
að þú varst búin að vera veik um
tíma. Með eftirsjá hugsa ég til þess
að hafa ekki komið í heimsókn. Sú
var ætlunin en ekki framkvæmd. Ég
man þig sem kjarnorkukonu, alltaf
að fást við eitthvað, í háhæluðum
skóm með rauða hárið um allt og svo
fallegt bros.
Faðmur þinn stóð mér alltaf opinn
til huggunar. Þú kenndir mér að
baka djöflaköku, sem var svona
Erlu-kaka, sú besta sem ég hef
smakkað. Hjálpsemi þín átti sér lítil
takmörk. Þegar við mamma fórum
eitt sumar til Englands varðir þú
mörgum kvöldum við saumaskap.
Mér fannst þú geta allt. Þarna rann
út úr saumavélinni hvert dressið á
fætur öði-u; tveir kjólar og buxna-
dress sem ég tók með mér út. Ég var
svo flott.
Ofarlega er mér í minni páska-
helgi sem þú eyddir með okkur. Ég
vaknaði um morguninn og leið eins
og Lísu í Undralandi. Hvílíkt páska-
hlaðborð sem þú útbjóst handa okk-
ur. Annað eins hef ég hvorki séð fyrr
né síðar. Best var að kynnast Björk,
dóttur þinni, sem varð besta vinkona
mín. Ég sendi henni og börnum þín-
um mínar samúðarkveðjur.
Ég þakka þér gjafir þínar og kveð
með söknuði.
Þín
Steinunn Björk.
ERLA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Málfríður Er-
lingsdóttir var
fædd á Þorgrínis-
stöðum í Brciðdal 6.
júlí 1922. Hún andað-
ist á Sjúkrahúsi
Keflavíkur 26. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Er-
lingur Jónsson og
Þórhildur Hjartar-
dóttir. Málfríður var
Igift Ragnari Sigurðs-
syni frá Urðarteigi á
Berufjarðarströnd.
’ Hann var fæddur 17.
júní 1902, d. 14. sept-
ember 1964. Börn þeirra voru: 1)
Unnur Svanhildur, f. 28. janúar
1940, d. 9. mars 1994. Eftirlifandi
„Mínir vinir fara fjöld“.
Þessi ljóðlína er orð að sönnu. 1
henni felst bitur reynsla okkar,
| sem eigum mörg ár að baki. Kyn-
slóðin, sem við ólumst upp og
störfuðum með, hverfur smátt og
’ smátt af sjónarsviðinu. Við, sem
eftir erum, fyllumst söknuði og
tómleika, einkum þegar um ætt-
ingja eða vini er að ræða.
Énn einu sinni verð ég nú að
kveðja kæra vinkonu, sem árum
saman bjó undir sama þaki og ég.
Maðurinn minn var enn á lífi,
þegar Málfríður Erlingsdóttir kom
Ií heimsókn til okkar ásamt annarri
konu, sem ég þekkti ofurlítið. Mál-
Ifríður þurfti þá á húsnæði að halda
fyrir sig og dótturdóttur sína, Sól-
maki hennar er
Hlöðver Kristinsson.
Börn þeirra voru sjö
talsins. 2) Þórey, f.
13. janúar 1941.
Maður hennar er
Svavar Borgarsson.
Þau eiga fjögur
börn. 3) Eiríkur
Björn, f. 5. apríl
1942, d. 6. febrúar
1995. Eftirlifandi
kona hans er Pálína
Guðnadóttir. Börn
þeirra eru fimm.
Útför Málfríðar
fer fram frá kirkju
Fíladelfíusafnaðarins mánudag-
inn 4. september og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
rúnu, sem ólst upp hjá ömmu
sinni. En kunningjakonan hafði
frétt, að um þetta leyti losnaði
íbúð í húsi okkar hjóna.
Ég man, að okkur leist báðum
vel á Málfríði og vildum gjarnan
gera henni gi-eiða. Svo heppilega
vildi líka til, að vinnustaður hennar
var í nágrenninu. Varð því að sam-
komulagi, að hún flytti bráðlega til
okkar.
Við urðum ekki fyrir vonbrigð-
um með nýja leigjandann. Málfríð-
ur var elskuleg kona, ljúf og hlý í
viðmóti. Hún var hjálpsöm, skilvís
og mjög snyrtileg í allri umgengni.
Brátt urðum við góðir vinir. Þó
að hún væri ekki orðmörg að jafn-
aði eða bæri tilfinningar sínar á
torg, þekkti ég hana vel. Hún var
einlæglega trúuð kona, tilheyrði
Hvítasunnusöfnuðinum og sýndi
kristindóm sinn í verki. Því kynnt-
ist ég best er ég missti manninn
minn skyndilega. Þá var gott að
eiga hana að.
I tæplega tvo áratugi bjó hún í
húsi mínu. Þegar hún kom til að
segja upp húsnæðinu af ófyrirsjá-
anlegum orsökum, voru vangar
okkar beggja votir af tárum. Enda
var hún áður búin að segja við
mig, að hún vonaði að hún þyrfti
ekki að flytja fyrr en Drottinn
kallaði hana heim í himin sinn.
Þó að leiðir skildu og höf og
lönd væru milli okkar héldum við
sambandi hvor við aðra. Frá síð-
ustu heimsókn hennar til mín fyrir
réttu ári, geymist hlý kveðja í
gestabókinni. Hún vermdi hjarta
mitt þá og enn meira nú, þegar
Málfríður er sjálf horfin sjónum.
Þó að ég sakni þess að heyra
ekki framar rödd hennar í síman-
um samgleðst ég henni að vera
laus við þrautir og vanmátt, sem
fylgdi banameininu. Hún er nú
komin heim í himininn til Drottins,
sem hún trúði á. Þar er engin
þjáning, engin sorg, engin tár. Þar
hefur hún fengið að sjá frelsara
sinn eins og hann er og verða hon-
um lík.
Um leið og ég votta öllum ást-
vinum Málfríðar einlæga samúð
mína, þakka ég Guði fyrir samvist-
arár okkar og trúfasta vináttu
hennar. En fyrst og fremst vil ég
taka undir orð Páls postula í fyrra
Korintubréfi, þar sem hann segir:
„Guði séu þakkir, sem gefur oss
sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm
Krist.“
Lilja S. Kristjánsdóttir.
MALFRIÐUR
ERLINGSDÓTTIR
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁGÚSTA SIGURJÓNSDÓTTIR,
áður Hafnargötu 51,
Keflavík,
lést á Garðvangi, Garði, mánudaginn
28. ágúst.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánu-
daginn 4. september kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Jónsdóttir, Jóhann Hjartarson,
Ásdís Jónsdóttir, Hilmar Pétursson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
VALTÝR GÍSLASON,
frá Ríp,
Aflagranda 40,
lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku-
daginn 30. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eva Benediktsdóttir,
frá Þverá, Aflagranda 40.
t
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÞÓRA ÁRNADÓTTIR,
Gullsmára 7,
Kópavogi,
verður jarðsett frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 4. september kl. 13.30.
Blóm afþökkuð en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna.
Soffía Einarsdóttir,
Anna R. Einarsdóttir, Þórir E. Magnússon,
Arnar Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir,
Einar Ingi Magnússon, Sigrún Guðmundsdóttir,
Gunnar Magnússon, María Palma Rocha,
Sigrún Magnúsdóttir, Jón Helgason,
Ása Magnúsdóttir,
Anna Þóra Aradóttir, Karl V. Karlsson,
Jóhannes Ari Arason, Sigrún Hallgrímsdóttir,
Árni Alvar Arason, Elsa Ævarsdóttir,
Sigrún Arna Aradóttir, Jóhannes G. Ólafsson
og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri,
VIKTOR MAGNÚSSON,
hjarta- og lungnavélasérfræðingur,
Skólavörðustíg 20,
Reykjavík,
sem lést af slysförum þriðjudaginn 29. ágúst
sl., verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 6. september kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á Hallgrímskirkju.
Ida Anna Karlsdóttir,
Hulda Guðrún Þórólfsdóttir,
Sonja Viktorsdóttir,
Annalísa Magnúsdóttir, Kristján Gr. Tryggvason,
Gunnar Már Kristjánsson,
Hermann Kristjánsson, Guðborg A. Guðjónsdóttir,
Signý Ó. Kristjánsdóttir,
Þórólfur Jónsson, Guðný Laxdal
og aðrir aðstandendur.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BIRGIR ÞÓRÐARSON,
Akurgerði 12,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 5. september kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Sjúkrahús Akraness.
Sigríður Svavarsdóttir,
Jónína Birgisdóttir, Þorvaldur Heiðarsson,
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Eyjólfur Þór Guðmundsson,
Birgir Þór Arnarson,
Þorvaldur Heiðar og Þórður Elí Þorvaldssynir.