Morgunblaðið - 03.09.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 39
andstreymi af einurð og festu því
amma var þannig úr garði gerð að
hún leit á mótstreymi sem verðugt
viðfangsefni til að glíma við og leysa,
og stappaði þá ósjaldan stálinu í aðra,
sem ekki áttu þennan styrk og yfír-
sýn. Hef ég oftsinnis notið leiðsagnar
hennar og væntumþykju þegar þungt
hefur verið fyrir fæti í kreppum og
amstri, ekki síst á uppvaxtarárunum.
Pað sem ber hæst í mínum huga er
hið mikla örlæti ömmu, félagslegt og
tilfinningalegt, er hún bar uppi af um-
hyggjusemi gagnvart þeim er hana
þekktu, sem eðlilega tók á sig per-
sónulega mynd innan fjölskyldunnar.
Og skerfur hennar til stuðnings fjöl-
skyldu og heimiiis móður minnar og
systkina í framhaldi af erfiðum skiln-
aði foreldra minna verður aldrei met-
inn til fulls. Og fullvíst er að við búum
öll ævilangt vel að þeim stuðningi og
fómíysi sem hún færði þá.
Margar ljóslifandi minningar nýjar
og gamlar líða fyrir hugskotssjónir
um nána og skemmtilega samveru
þar sem frásagnargleði og leikræn
tjáning ömmu fékk að njóta sín til
fulls. Hún var hafsjór af margvísleg-
um fróðleik; byggðasögu höfuðborg-
arinnar, skemmtilegum samferða-
mönnum, ættfræði og ferðasögum,
svo fátt eitt sé nefnt. Slíkar frásagnir
voru yfirleitt fram settar á svo lifandi
og spennandi hátt að ómögulegt var
annað en að lifa sig inn í atburða-
rásina. Jafnframt eru varðveittar
margar sögur af orðheppni ömmu við
hinar ólíklegustu aðstæður, sem end-
urspeglar ekki síst góða greind og
sveigjanleika í hugsun. Samt var hin
hlýja nálægð við ömmu alltaf ramm-
inn utan um samvistirnar við hana, al-
veg fram að dánardægri. Og hún var
vel andlega hress fram að lífslokum
og sjálfri sér lík með glettni í augun-
um og gamansemi á vörunum, þótt
hún væri líkamlega sárþjáð. En ég
veit að hún var farin að bíða og var
sátt við að halda áfram á sinni þroska-
göngu hinum megin við mörkin.
Blessuð sé hennar minning.
Einar Ingi.
í sögunum sem ég las í æsku eru
langömmur gamlar konur sem sitja í
ruggustól með ullarsjal um axlirnar
og prjóna sokka. Þessar gömlu konur
eru hljóðar og það næsta sem kemur í
tjáskiptum við börn er að klappa
þeim á kollinn og segja „blessuð
bömin“ og segja þeim síðan litla fal-
lega sögu um góðu stelpuna eða
hjálpsama strákinn. Sigríður Þóra
Arnadóttir var ekki svoleiðis, reynd-
ar sagði hún mér að hún kynni ekki að
prjóna (hvað sem svo var til í því) þeg-
ar ég innti hana einu sinni eftir því
hvort hún ætlaði ekki að fara að vera
eins og langömmur ættu að vera og
prjóna eitthvað á börnin mín. Nei,
Sigríður var kona sem sat ekki í stól
allan daginn. Hún var með félags-
lyndari konum og sat venjulega
manna lengst í boðum. Ef henni var
boðið far heim og hún vissi af ein-
hverju öðru síðar um kvöldið var hún
vön að segja „nei, ég held ég verði að-
eins lengur“. Jákvæðari og skemmti-
legii konur en hún eru vandfundnar.
Stundum kom það fyrir að við ákváð-
um rétt fyrir kvöldmat að slá á þráð-
inn til hennar og athuga hvort hún
vildi ekki koma í mat. Aðeins einu
sinni þáði hún ekki boðið og það var
fyrir rúmum mánuði, en þá var heilsu
hennar farið að hraka töluvert. Sig-
ríður hafði skemmtilega frásagnar-
gáfu og var manna glöggust á annað
fólk. Amma mín og Sigríður urðu
góðar vinkonur og í bamaafmælum
settust þær alltaf saman og pískruðu
eins og unglingsstelpur. Eftir að hafa
séð þær saman varð mér Ijóst að fólk
verður ekki gamalt. Annað hvort er
það gamalt eða ekki og þær voru
hvorug gömul. Eitt sinn buðum við
ömmu og Sigríði saman í mat og eftir
matinn fóru þær eftir sem áður að
tala um mannlífið á Laugaveginum
um miðja öld. Sigríður þuldi upp fólk
og tók að rifja upp kjaftasögurnar
sem þá gengu. Amma mín, sem var
alveg þveröfugt við Sigríði ómann-
glögg með afbrigðum og mundi ekk-
ert, hafði mjög gaman af sögunum
sem rifjuðust hægt og sígandi upp
eftir því sem á leið. Það er einmitt
þetta sem er sorglegt. Þegar fólk sem
hefur lifað tímana tvenna deyr hverfa
sögurnar með þeim. Þegar maður
kveður fólk sem hefur frá svo miklu
að segja sér maður helst eftir því að
hafa ekki hlustað betur og spurt enn
meir. Með þessum orðum kveð ég
góða vinkonu og langömmu barnanna
minna.
Sigrún Hallgrímsdóttir.
Kveðja frá Hvítabandinu
Astkær félagskona Hvítabandsins,
Sigríður Þóra Arnadóttir, hefur kvatt
þennan heim. Hennar mun verða sárt
saknað þegar við hefjum vetrarstarf-
ið því hún hefur verið virkur félagi.
Hún gekk í Hvítabandið árið 1985
ásamt systur sinni, Guðnýju Þóru,
sem einnig er látin og unnu þær vel
saman íyrir félagið.
Sigríður Þóra var skoðunarmaður
reikninga Hvítabandsins um árabil
og þar kom nákvæmni hennar og
reynsla í meðferð talna sig vel fyrir
félagið.
Sérstaklega ber að minnast starfa
Sigríðar við verslun Hvítabandsins að
Furugerði 1, en þar vann hún við af-
greiðslu nánast frá upphafi, en versl-
unin var stofnuð 25. janúar 1986. Þar
var hún á heimavelli, enda reyndur
kaupmaður í Reykjavík. Hún var orð-
lögð fyrir nærgætni við viðskiptavin-
ina og fáguð framkoma hennar naut
sín. Það má segja að Sigríður Þóra
hafa verið okkar heimsdama, því hún
bar sig mjög vel og kom sérstaklega
velfyrir.
AUtaf smekklega klædd og snyrt
og fallega brosið hennar yljaði öllum
er henni mættu.
Það var unun að hlusta á Sigríði
Þóru segja frá gömlu Reykjavík, fólki
þar og lífsháttum, því hún mundi allt
svo vel og þekkti svo marga Reykvík-
inga.
Ég vil sérstaklega þakka henni
samverustundir í versluninni að
Framnesvegi 2, en þangað kom ég oft
sem telpa, enda alin upp í húsinu ská-
halt á móti.
Það var svo gaman að koma til
hennar þvi hún gaf sér alltaf tíma til
að spjalla og veitti ómetanlegan hlý-
leika.
Hvítabandið þakkar samfylgdina
og vottar aðstandendum innilega
samúð.
Hildur G. Eyþórsdóttir
formaður.
Þegar ég kvaddi ömmu mína á
sjúkrahúsinu á Selfossi hélt ég ekki
að við hefðum átt okkar síðustu stund
saman. Hún virtist vita það og var
reiðubúin fyrir stundina miklu. Það
tjáði hún mér af æðruleysi og á sinn
einstaka kjarnyrta máta aðeins fáein-
um klukkustundum áður en hún rann
upp.
Lífið gefur og lífið tekur, þannig
hvei’fur hún úr mínu lífí á tímamótum
þegar ég eignast einstakling sem er
mér jafnmikils virði og hún var á
meðan hún lifði. Það gerir söknuð
minn léttbærari.
Laugavegurinn var heimavöllur
ömmu. Þar ólst hún upp og síðar urðu
verslunargötur miðbæjarins starfs-
vettvangur hennar stóran hluta æv-
innar.
Verslunarstörf voru henni í blóð
borin og hefur það eflaust átt sinn
þátt í að móta mín áhugasvið. I mín-
um huga er hún amman og verslunar-
konan sem með fasi sínu og sam-
skiptahæfileikum átti jafnauðvelt
með að umgangast og selja „fínni
dörnum" bæjarins sem og efnaminni
eiginkonum og húsfreyjum og jafnvel
eiginmönnum þeirra vaming, þannig
að enginn fór óánægður frá þeim við-
skiptum. Það er mikill hæfileiki.
Frásagnarhæfileikai- ömmu og
kímnigáfa eru mér samt efst í huga. A
síðari árum hafði ég hina mestu
ánægju af oft glettnum og hvössum
frásögnum hennar af samborgurum
sínum og fékk hana ósjaldan til að
segja mér frá stórmennum sinnar
kynslóðar sem hún hafði á stundum
verið í návígi við á einn eða annan
máta.
Til að læra að lifa í samtímanum
þarf maður að þekkja fortíðina og
eiga sér fyrirmyndii'. Elsku amma,
þú varst mikilvægur tengiliður við
fortíðina og hafðir mörgu að miðla.
Þú varst mér góð fyrirmynd sem ég
gat ætíð leitað til, takk fýrir það allt.
Árni Arason.
+ Páll Friðfinnsson
byggingarmeist-
ari fæddist að Skriðu
í Hörgárdal 9. sept-
ember 1906. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 22. ágúst síð-
astliðinn og fór útfór
hans fram frá Gler-
árkirkju 1. septem-
ber.
Elsku afi, nú hefur
þú lokið þínu hlut-
verki hér í þessu jarð-
lífi og þín bíða ný
verkefni á þeim stað sem við öll
endum á, fyrr eða seinna. Þú munt
leysa þau verkefni sem þín bíða
þar jafnörugglega og þú gerðir hér
meðal okkar. Enginn verk voru svo
stór að þú megnaðir ekki að leysa
þau, vandamálin eru til að leysa
þau, sagðir þú við mig forðum
daga. Sem lítill gutti í Gleráþorpi
ólst maður upp við það að þú hafð-
ir ekki bara teiknað annað eða
þriðja hvert hús í Þorpinu heldur
byggðir þú þau líka. Litla barns-
hjartað var stoltara, afi minn, en
orð fá lýst þegar maður var að
fræða félaga sína og segja „afi
smíðaði þetta“. Það
kom líka oft fyrir að
sem bam var maður
alltaf á leið í vinnuna
eins og afi. Einnig
kom fyrir að maður
fékk að fara með þér í
vinnuna enda ætlaði
maður að verða smið-
ur eins og afi. Það var
ekki nóg með það að
þú hefðir smíðað hálf-
an heiminn, að því að
mér fannst, heldur
hafðir þú gert fjóra af
fimm sonum þínum að
smiðum. Svo að það
var ekkert skrítið þótt maður færi
sömu leið og þú afi minn og prófaði
hamarinn. Þó svo, að mér tækist
ekki að verða að stórsmið eins og
þú bý ég að því alla tíð að hafa
hlotnast sá heiður að fá að vinna
með þér áður en þú lagðir hamar-
inn á hilluna. En fjölhæfni þín var
mikil og til marks um það varst þú,
afi minn, örugglega einn af þeim
örfáu mönnum sem gast sest niður
í kaffitímanum og tekið fram sög-
ina og spilað á hana. Þú lést þér
ekki nægja að nota hana til að saga
viðinn í sundur heldur var hún líka
hljóðfæri í þínum höndum. Engum
mönnum, afi minn, hef ég kynnst
sem voru jafnfróðir um landið og
þú. Þegar maður var á ferð með
ykkur ömmu var hreint með ólík-
indum hvað þú vissir um landið. Þú
virtist þekkja hverja hundaþúfu,
það var sama hvar drepið var niður
fæti, þú hafðir svör við öllu. Sögur
um hvað hafði gerst hér og hvar
hver bjó hér forðum daga, oftar en
ekki fylgdu vísur sem tengja mátti
við staðina, afi átti alltaf svör. En
það var margt annað en smíðarnar
sem hafði áhrif á mann og á eftir
að ylja manni um hjartarætur. Þú
varst nefnilega hagyi’ðingur góður
og kunnir svo sannarlega að meta
góðan kveðskap. Maður kom aldrei
að tómum kofunum þegar kveð-
skapur var annars vegar. Þú varst
ekki bara góður hagyrðingur held-
ur fannst manni þú kunna ljóð eftir
hvert einast skáld sem til er.
Snemma varð ljóst að við kunnum
að meta sömu skáldin enda gátum
við oft setið lengi saman og rifjað
upp hin og þessi ljóð, þeirra stunda
á ég eftir að sakna.
Eg er og verð ávallt þakklátur
fyrir þær stundir sem ég og fjöl-
skylda mín auðnaðist að eiga með
þér, um þig eigum við bara ljúfar
minningar.
Elsku afi minn, um leið og ég
kveð þig í hinsta sinn mun ég biðja
góðan Guð að styrkja ömmu í
hennar erfiðu veikindum þar til þið
sameinist að nýju.
Páll Jóhannesson.
PÁLL
FRIÐFINNSSON
BJARNI
HELGASON
+ Bjarni Helgason
fæddist í Vestur-
Landeyjum hinn 29.
maí 1930. Hann and-
aðist á Hvolsvelli 19.
ágúst síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Stórólfshvols-
kirkju 25. ágúst.
Hugurinn reikar um
lendur liðinna tíma.
Fyrir nærri 30 árum
dvaldi ég vetrarlangt á
heimili þeirra hæfi-
leikaríku sæmdarhjóna
Bjarna og Margrétar
frænku á Hvolsvelli. Eg var í lands-
prófi þennan vetur. Þar var vistin
mér góð og var ég borinn á örmum
þeirra sem þeirra eigin sonur væri.
Með okkur Bjarna tókst náin vinátta
og sýndi hann mér unglingnum ein-
stakan hlýhug og skilning. Bjarni
var vélvirkjameistari og stýrði
smiðjum kaupfélagsins á þessum
tíma. Hann var völundarsmiður,
íhugull og greindur og nýttust þessir
kostir hans vel við hönnun og gerð
ýmissa tækja og verkfæra sem smíð-
uð voru undir hans verkstjórn. Þenn-
an vetur hannaði hann t.d. yfirbygg-
ingu á fóðurbíl og varð bíllinn sá
tilefni frétta í dagblöðunum. Eg
spurði Bjarna um bílinn og langaði
til að vita hvernig útbúnað þyrfti fyr-
ir losun á kjarnfóðrinu. Kvöldið eftir
kom hann heim með teikningar af
smíðinni og útskýrði leyndardóminn.
Hann gaf sér allan tíma til að svara
tornæmum spurningum mínum.
Undir alvarlegu yfirbragði Bjarna
bjó næm kímni. Hann var sagnamað-
ur góður og hló innilega
á góðri stundu. Bjarni
var víðlesinn og fróður
og bera birt og óbirt
ljóð hans og tækifæris-
vísur vott um meirá en
hagmælgi. Bjarni var
bóngóður og úrræða-
góður. Hann var póli-
tískur og trúr sinni
sannfæringu og sat um
skeið í hreppsnefnd
Hvolhrepps. Hann unni
sínu heimahéraði þar
sem hann bjó alla tíð.
Síðustu mánuði lífsins
fór heilsunni að hraka
verulega uns hann andaðist í kyrrð
heima á Vallarbrautinni aðeins 70
ára að aldri.
í dag kveð ég Bjarna vin minn
hinstu kveðju. Þessi trausti maður er
horfinn á vit feðra sinna. Vinarþel
hans, fast handtakið og ávarpsorðin
hlýju geymast í sjóði minninganna.
Með þessum fáu orðum þakka ég
samfylgdina og bið Guð að blessa
minninguna um góðan dreng. Mar-
gréti frænku, Helga, Birnu, börnum
þeirra og öðrum ástvinum sendum
við Hrafnhildur einlægar samúðar-
kveðjur.
Fannar Jónasson.
Slómcibúðin
£AaF*3skom
v/ T-ossvogsklpUfMgapð
Sími: 554 0500
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alia þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Utfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
meg þj5nustu a||an
^ sólarhringinn.
. ÍpC lii - 6
7- "
% <£ ÚTFARARSTOFA
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg
fyrir tvíverknað. Þá er enn
fremur unnt að senda grein-
arnar í símbréfi (569 1115) og
í tölvupósti (minning@mbl.-
is). Nauðsynlegt er, að síma-
númer höfundar/sendanda
fyigi-
Um hvern látinn einstakl-
ing birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd,
en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐAl.STRÆTl 4B • 101 REVKJAVÍK
Ddvíf) Inger Úlafur
l hjhrarstj. Utfamrstj. I hfiuwstj.
\ ÍKKISTÚVI NNUSTOl A
EYVINDAR ÁRNASONAR