Morgunblaðið - 03.09.2000, Page 48

Morgunblaðið - 03.09.2000, Page 48
48 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Hallgrímski rkj a í Reykjavík. Ljós gegnum myrkur Sjálfgefíð er að tala vel um fólk sem farið er yfír móðuna miklu. Stefán Friðbjarnarson segir að jafn sjálfgefíð eigi að vera að tala af hlýhug og virðingu um lifandi fólk. GAMALT orðtak Mjóðar svo: Góð- ur er hver genginn. Bakland þess er það almannaviðhorf að genginn einstaklingur eigi að njóta þess góða, sem með honum bjó í lifanda lífi, þegar eftirlifendur hugsa um hann, ræða um hann eða biðja fyrir honum. Þetta fallega viðhorf spegl- ast meðal annars í mörgum minn- ingargreinum, sem lesa má hér í blaðinu nánast dag hvem. Þessar greinar eiga sér mjög stóran les- endahóp. Enda eru þær, þegar bezt tekst tíl, góður texti, sem felur í sér persónulýsingu og samfélags- úttekt, að ógleymdri ættfræðinni, sem er nánast „þjóðaríþrótt“. Trúlega hefur sú spuming leitað á þig, lesandi góður, eins og pistla- höfund, hvort ekki færi vel á því, að samferðafólk njóti betra umtals og hlýrra viðmóts meðan það er enn á meðal okkar. Með þessum orðum er ég engan veginn að varpa skugga á þá ljúfu skyldu sér- hvers manns, að heiðra minningu látinna. Ekki heldur að draga í efa að fjölmargir sýni náunganum vin- semd dags daglega. En of oft og of víða heyrir og les maður miður góðar umsagnir manna um annað fólk. Það á við um samtíð okkar, ekkert síður en tíma Gríms skálds Thomsen að „hom skella á nösum og hnútur fljúga um borð“ í mann- legum samskiptum. Já, „hom skella á nösum og hnútur fljúga um borð“ á kristni- hátíðarári sem öðrum árum. Skammsýnir og neikvæðir setja upp ygglibrúnir og sjást ekki fyrir frekar en fyrri daginn. Og stund- um er vegið að þeim er sízt skyldi. Þeim sem alltaf hafa lagt samtím- anum gott eitt til en aldrei illt. Þeim sem staðið hafa í fylkingar- brjósti kirkju og kristni í landinu. Jafnvel aldinn andans maður, sem gefið hefur þjóðinni mikinn og dýr- mætan vísdóm, fagran og ómet- anlegan starfsdag, fær sinn skammt. Það gladdi því pistlahöf- und meira en orð fá lýst að lesa tímabæra grein Jónínu Michaels- dóttur, sem bar yfirskriftina „Þakkiæti", þar sem hún fjallar um frábær störf og skrif Sigurbjöms biskups Einarssonar. Jónína segir m.a. í Morgunblaðsgrein sinni: .Andlegur leiðtogi þjóðarinnar í áratugi stígur fram á níræðisaldri og flytur mál sitt af æskuþrótti, andagift og yfirburðavitsmunum, með tungutaki sem sjaldan sést á síðum dagblaða hér. Máttug orð rísa allt í einu upp úr því almenna yfirborðsfjasi og sjálfsupphafning- arvaðli sem hvarvetna ríður hús- um.“ Og síðar í sömu grein: „Við lesturinn setur mann hljóðan og fyllist þakklæti fyrir að vera sam- tíma þessum skrifara. Sigurbjöm biskup er óvenju fjölgefinn maður. Þegar hann kýs að kveðja sér hljóðs leggja menn við hlustir. Og eins og ort var forðum: Það læsir sig gegnum líf og sál eins og ljósið í gegnum myrkur." Pistlahöfundur hefur óvíða séð listir, menningu og trú betur tengt saman í guðlega heild en í skrifum Sigurbjöms biskups Einarssonar. Lítíl tilvitn- un í bókina Haustdreifar: „En á hinn bóginn er það víst, að trúin hefur verið hvatí og hreyfiafl í þroskasögu mannkyns, sem ekkert annað jafnast á við. Ég nefni að- eins þá staðreynd, að þar eru upp- tök allrar hærri Mstar. Gríska listin, makleg dáð og rómuð, er að upprana til guðsdýrk- un og reis hæst sem guðsdýrkun. Hin æðri trúarbrögð hafa hvert með sínum hættí fætt af sér listir og frjóvgað listir. Þar er kristnin stórum atkvæðamest. Það er óum- deilanlegt, að listsköpun hefur aldrei í sögunni náð hærra en í mestu verkum kristinna meistara, sem beinlínis, með vitund og vilja, létu gáfu sína þjóna tilbeiðslu kirkjunnar." Hnútukast neikvæðr- ar gagnrýni skaðar ekki andlegan leiðtoga þjóðar á borð við Sigur- bjöm biskup Einarsson, þótt hvim- leitt sé. Fáir eiga fremur en hann skilda virðingu og þakklæti þjóðar- innar, sem hefur í rúma sex ára- tugi notið leiðsagnar hans sem prests, prófessors og biskups. Von- andi finnur hann, seztur í helgan stein, þann djúpstæða hlýhug, sem þorri þjóðarinnar ber til hans. Og fáir eru þeir landsmenn sem ekki taka heilshugar undir lokaorðin í grein Jónínu Miehaelsdóttur: „Mennska og yfirsýn þessa djúp- vitra og skapheita manns er lýs- andi fyrirmynd. Margir hafa gegn- um árin glaðst yfir því að hann er til - og að hann skuli vera Islend- ingur. Kannski hefur aldrei verið meiri ástæða til að gleðjast yfir því en einmitt nú.“ VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Mannrétt- indamál YFIRLEITT í flestum þjóðfélögum er látið líta út fyrir að öll séum við frjáls, en þegar að er gáð eru ýms- ar reglur búnar til, til að hefta okkar frelsi. Hér er dæmi um það: Fólki er gert erfitt fyrir með að skipta um sveitarfélag. I Reykja- vík þarf einstaklingur að vera búsettur í 3 ár á svæð- inu, áður en hægt er að kaupa sér félagslega íbúð. I Kópavogi eru það 3 mánuð- ir. Þarna er mismunun á einstaklingum í sveitarfé- lögum. Þette era fáránleg- ar reglur. I öllum sveitar- félögum borgum við sömu skattaprósentuna. Hvers vegna er verið að mismuna fólki, þó að sveitarfélögin hafi hvert sitt nafnið? Hvaða ijómi er t.d. yfir Kópavogsbúum en ekki Reykvíkingum? Eða öfugt? Þetta er skerðing á frelsi til að velja í hvaða sveitarfé- lagi þú vilt búa. Kjánalegt er að búa til einhver skil- yrði til að fá að búa í sveit- arfélaginu. Er þetta hugsað sem vígsla eða hvað? Það hafa verið sagðir ýmsir brandarar á milli sveitarfélaga. En öll vitum við það að slíkir brandarar eru ekki raunhæfir. Það væru bara fífl sem tækju mark á þeim, það fáránlegir era þeir. Þeim viðhorfum að manneskjur í öðram sveitarfélögum séu eitthvað meiri gallagripir en í sínu eigin sveitafélagi er ekki hægt að traa. Einhæfing í áhti á mörgum manneskj- um er óraunhæf. Ekki er hægt að að dæma margar manneskjur eftir áhrifum frá einni manneskju. Einn- ig ber að kanna hvernig manneskja það er sem er að dæma. Svona lítilsvirðing á milli sveitarfélaga á ekki að hafa í huga þegar gerðar eru reglur fyrir allt landið. Mannréttindi ber að virða við allar reglugerðir. Þó svo að þessar reglur séu gaml- ar og era til í öðrum lönd- um, þá er það engin afsök- un að hafa þessar reglur áfram. Ef það er ekki nógu skýrt í stjórnarskránni að ekki megi skerða frelsi ein- staklinga yfirleitt, ætti að setja það augljósara inn í skrána. Þessi sannindi á enginn að voga sér að hunsa. Hver segir að ein- staklingar eigi ekki að vera frjálsir? Hvers konar ein- staklingur væri það sem segði slíkt? Fljót viðbrögð við mannréttindum ai- mennt, gera lífið meira virði. Katrín Halldórsdóttir, Bústaðabletti 10, Rvík. Karlmenn upp til hópa ókurteisir og frekir í MORGUNBLAÐINU 25. ágúst sl. staðhæfir Víkverji að karlmenn séu upp til hópa ókurteisir og frekir. Margir mundu hneykslast ef einhver segði þetta. Það er álíka fáránlegt að segja að unglingar séu upp til hópa ókurteisir og frekir. Eg þekki enga freka og ókurteisa unglinga. Gæti verið að Víkverji sjálfur sé svona ókurteis og frekur að hann dragi bara svona fólk að sér? Ég bara spyr. Guðlaug Karlsdóttir. Hjólreiðar ÉG vil lýsa ánægju minni með opið bréf Önnu Maríu Geirsdóttur, í Morgunbalð- inu 18. ágúst sl„ til bæjar- stjórnar Garðabæjar, um bættar samgöngur hjól- reiðafólks á höfuðborgar- svæðinu. Þetta ætti fólk í Landssamtökum hjólreið- armanna og ÍFHK að taka sér til fyrirmyndar og eyða ekki vinnunni í að halda heimasíðu opinni og að- stoða erlenda hjólreiða- menn sem hingað koma, heldur gera eins og þessi kona gerir. Hjóireiðamaður. Leiðrétting á Káin MIG iangar að koma á framfæri leiðréttingu á ljóði eftir Káin, sem Guðni Ágústsson fór með á sýn- ingu á kúabúskap austur í Ölfusi og vai' sýnt í sjón- varpinu fyrir nokkra. Ljóð- ið er rétt svona: Kyrrasta tók ég trú / traust hefir reynst mér sú / í flómum því fæ ég að standa / fyrir náð heilagsanda. En Guðni Ágústsson sagði: í fjósflórnum því fæ ég að standa. Sveinn Indriðason, Árskógum 8. Tapað/fundid Gul FILA-úlpa týndist GUL FILA-stelpuúlpa, hettulaus, tapaðist senni- lega við Digranesheiðina í Kópavogi fyrir um það bil einum og hálfum mánuði síðan. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 554- 5639. Pro Style-hjól í óskilum BLÁTT Pro Style-hjól fannst í Eliiðaárdalunum fyrir nokkram dögum. Eig- andi hjólsins getur haft samband við Gunnar eða Sólu í síma 553-6297 eða 863-2163. Nokia 3210 týndist NOKIA 3210 týndist á sumarhátíð Vinnuskóians 13. júlí sl. Hver sá sem fann hann er beðinn að hafa samband í síma 587-7214. Dýrahald Grá læða týndist SUNNUDAGINN 6. ágúst sl. týndist læða frá Baldurs- götu 25. Hún er 8 mánaða, grá að lit með smádrapplit- uðum háram. Hún var með gyllta ól með bjöllu og gult merki sem á stendur Snúlla Dúlla, Baldursgötu 25. Hugsanlega hefur merkið dottið af. Hún gæti hafa lokast inni og er fóik beðið um að kíkja í skúra og geymslur í nágrenninu. Hennar er sárt saknað. Ef einhver hefur séð til hennar eða getur gefið upp- lýsingar þá vinsamlega haf- ið samband i síma 552-5859, 865-9967 eða 861-7837. Svört og hvít læða týndist LÍTIL, svört og hvít læða týndist frá Skólavörðustíg (nýtt heimili). Sést hefur til hennar á Klapparstíg við Laugaveg og Grettisgötu. Hennar er sárt saknað. Ef einhver hefur séð hana eða er með hana vinsamlega hringið í Ásthildi eða Hauk í síma 561-0085, 697-6209 eða 866-1141. Hvítur persneskur fress týndist SILFURPERSI (hvítur síðhærður fress) með fal- leg, stór græn augu, hvarf sunnudagskvöldið 27. ágúst si. frá Sogavegi í Reykja- vík. Kisu er sárt saknað. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 862-0268. Bend- um hka á Kattholt, Kynja- ketti og Dýraspítalann. African gray- fugl týndist FUGL af tegundinni Afr- ican gray týndist í Hraun- bæ fyrir stuttu. Þetta er stór fugl, grár að lit með svartan gogg og svart og rautt stél. Þeir sem hafa orðið varir við hann, vin- samlegast hafið samband í síma 567-4804 eða 899- 1680. Víkverji skrifar... HÁTT í 100 ökumenn vora sekt- aðir vegna hraðaksturs í Reykjavík á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag, skv. frétt hér í blað- inu á föstudaginn en umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík hafði þá tekið upp reglubundnar hraðamæl- ingar í íbúðabyggð í nágrenni skóla í borginni í tílefni þess að skólarnir eru að hefja göngu sína á ný eftir sumarleyfi. Skv. fréttinni var eitthvað um það að ökumenn væru sviptir ökuréttind- um vegna hraðaksturs. Víkverja líst vel á aðgerðir lög- reglunnar og hvetur til þess að full- trúar hennar verði miklu sýnilegri á götum úti en verið hefur, í því skyni að draga úr hraða ökutækja. ÞAÐ ER gífurlega mikilvægt nú, þegar skólarnir hefja vetrar- starfið og unga fólkið hópast því út í umferðina, að fara að öllu með gát í umferðinni. Víkverji hvetur því öku- menn til að hafa hugann við akstur- inn, stilla tónlistína í bílnum lágt, hlusta helst á rólega, þægilega tón- list eða hið talaða mál - því öruggt mál er að eftir því sem tónlistin er kraftmeiri og takturinn hraðari, er hætta á að menn aki hraðar. Og svo á auðvitað ekki að tala í símann á með- an setið er undir stýri! „Slysalausa daginn“ fyrir skömmu skynjaði Víkverji að mun meira var af lögreglubflum á götuhornum en alla jafna, og fann á sjálfum sér - og öðram sem ræddu málið við Vfkverja þennan umrædda dag - að ósjálfrátt var stigið heldur lausar á bensíngjöf- ina, en oft áður. VIKVERJI er mikill áhugamaður um knattspymu, eins og hann hefur margoft lýst yfir. Hann þykist nokkuð vel að sér í fræðum þeim sem dómarar stunda, og hefur tekið eftir því að leikmenn allra liða brjóta eitt smávægilegt atriði hvað eftir annað í nánast hverjum einasta leik, án þess að nokkur athugasemd sé gerð af hálfu yfirvaldsins. Gott dæmi um þetta hefur mátt sjá í sjónvarpinu undanfarið, þegar sýnt og endursýnt hefur verið eitt markanna sem Fylk- ir gerði í stórsigrinum á Keflavík fyrir skemmstu. Líklega þriðja markið; innkast er tekið frá vinstri, einn Fylkismanna skallar knöttinn aftur fyrir sig lengra inn í teiginn þangað sem félagi hans kemur aðvíf- andi og þrumar í netið. Og hvað skyldi það svo vera sem angrar Víkverja við þetta? Skyldi hann ef til vill vera KR-ingur, og ekki þola velgengni Fylkis? Nei, síð- ur en svo. Víkverji er hæstánægður með framgöngu Fylkismanna í sum- ar, liðið er án vafa það sem sýnt hef- ur skemmtilegustu knattspyrnuna hériendis á leiktíðinni og ætti sann- arlega skilið íslandsmeistaratitilinn. Og Víkverji tekur skýrt fram að öll lið eiga hér í hlut - og alls ekki er um viljandi skemmdarstarfsemi að ræða. Það sem hér um ræðir er að þegar leikmaður tekur innkast, gerist það oftar en ekki að hann stígur á hliðar- línu vallarins, gjarnan báðum fótum. Þegar Víkverji tók dómarapróf á sín- um tíma var lína sú hluti af vellinum, enda telst knötturinn ekki kominn úr leik - út fyrir völl - fyrr en hann er allur kominn yfir línuna. Og Víkverji veit ekki betur en reglurnar séu eins. Sem sagt, í sjálfu sér ekki stórmál en rétt á að vera rétt, og því er Vík- verji óhress með að dómarar og að- stoðarmenn þeirra skuli ekki taka fyrir þessa vitleysu í eitt skipti fyrir öll. ENN einu sinni er blásið til djass- veislu í dag, þegar Jazzhátíð í Reykjavík hefst í tíunda skipti. Vík- verji getur ekki annað en viðurkennt að honum finnst fátt skemmtilegra en hlusta á góðan djass og hlakkar mikið til hátíðarinnar. Ekki treystir hann sér til að mæla með neinum sérstökum viðburði á hátíðinni að þessu sinni, þeir verða ugglaust hver öðrum betri, en óhætt er að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að mæta og njóta einhvers af því sem í boði verður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.