Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
••
mm
!0tf£ma
mm
Upplífgandi
Fatboy Slim
DANSBOLTINN ofursvali Fatboy
Slim gefur út nýja plötu 6. nóvem-
ber næstkomandi sem fengið hefur
heitið Halfway Between The Gutt-
er And The Stars. „Feiti drengur-
inn“, sem í raun og veru heitir
Norman Cook og plokkaði bassann
nett með Housemartins hér áður
fyrr, segir að nýja platan verði mun
afslappaðri og þægilegri áheyrnar
en síðasta platan Yoúve Come A
Long Way Baby: „Það verða gospel-
kenndir hljómar á nýju plötunni í
stað harða og háværa taktsins sem
einkenndi þá síðust. Hún er heldur
ekki eins poppuð og blátt áfram -
það verður ekkert lag á henni á _
borð við „Rockafeller Skanks“. Ég
hef líka pælt meira í heildarmynd-
inni núna og húsáhrifin eru auð-
heyranleg. Hún verður fyrst og
fremst upplífgandi.“
Meðal samstarfsmanna Slim á
plötunni eru söngdrottninginn
Macy Gray, gamli glansfönkarinn
Bootsy Collins og Jim Morrison
heitinn sem heimtur var úr helju til
að fara með ljóðlínur í fyrsta smá-
skífulagi plötunnar „Sunset (Bird
Of Prey)“.
Reuters
Fatboy Slim vann til fjölda verð-
launa fyrir sfðustu plötu.
MYNDBOND
Að gullöld lokinni
Síðasti framleiðandinn
(The Last Producer)
Gamanmyiid
★★
Leiksljóri: Burt Reynolds. Handrit:
Clyde Hayes. Aðalhlutverk: Burt
Reynolds, Benjamin Bratt, Lauren
Holly. (86 mín.) Bandarikin 1999.
Háskólabfó. Öllum leyfð.
viðtal og leiðbeiningar
nr vetunnn,
20 tímar á verði 10-aðeins í dag!
Förðunarfraðingur frá No Name með fría ráðgjöf.
Láttu mæla fituhlutfall líkamans-fritt i dag!
um æfii
ita ráðgjöf og svara spumingum þínumi
Allar sem fara í heitu laugina i dag fá fritt
höfuðnudd hjá nuddurum okkar.
Setur á gervineglur. Sjáðu vinnubrögðin!
Tilboð á nöelum.
Frí barnagæsla frá 13.00-17.00, svo þu getir tekið þér
tíma til að skoða og spyrja.
- kiktu i heimsokn !
Veita
Er einkaþjálfun eitthvað fyrir þig?
Komdu og kynntu þér málið.
Snyrtifraeðingar veit fría ráðgjöf um umhirðu
húðar og val á þeirri húðlínu er hentar þér best.
Þarf ég að geta staðið á haus til að stunda jóga?
Jógakennarar svara spurningum.
Kennarar og viðskiptavinir taka þátt í 2 klst. löngum
blönduðum þolfimirima! Þú getur komið og séð eða
prófað, hinar ýmsu tegundir af tímum.
Endað á afslöppun í kyrrðarstund.
Á heilsubamum-fyrir alla gesti,
Fáðu ráðgjöf og mælingu.
Kynning á heilsuátökum og stórátökum.
LASt IXOaWSlt
MYNDIR um streðið í kvik-
myndasmiðju Hollywoodborgar
eru orðnar nokkrar. Það er ætíð
■HHMnn
gaman að fylgjast
með kvikmynda-
gerðarmönnum
skoða eigin starfs-
stétt, skjóta nett á
félagana og jafn-
vel sjálfa sig ef vel
og heiðarlega er
að verki staðið.
The Player er hér
í sérflokki, hár-
beitt og tímabær naflaskoðun á hé-
góma Hollywood. Önnur lúmsk
mynd er The Big Picture eftir
Spinal Tap-meðliminn Christopher
Guest. Hún lýsir síðan hversu erf-
itt getur verið að koma sér áfram -
jafnvel þótt hæfileikinn sé ótvíræð-
ur. I Síðasta framleiðandanum er
Burt karlinn Reynolds að undir-
strika að tímarnir hafi breyst - að
gullöld Hollywood sé liðin, tíminn
þegar allir sem að kvikmyndagerð-
inni komu voru í bransanum vegna
áhugans á því að gera góða kvik-
mynd en ekki vegna peninganna,
þar með taldir sjálfir framleiðend-
urnir. Nú séu sendiboðar Mamm-
ons við stjórnvölinn - ungir pabba-
strákar sem hugsi um það eitt að
græða sem mest. Þótt Reynolds
lýsi hér bitrum veruleika fyrir
gamlan jaxl eins og sig þá passar
hann sig sem betur fer á því að
taka sig og sér eldri kynslóðir ekki
of hátíðlega. Þótt hinn fjárþurfi
framleiðandi, sem hann leikur hér
með ágætum, muni tímana tvenna
þá var hann aldrei neinn stórlax
heldur einungis einn af þeim fjöl-
mörgu sem rembdust eins og rjúp-
an við staurinn við að slá í gegn.
Skarphéðinn Guðmundsson
Sænskur
tryllir
Kafarinn
(Dykaren)
S p e n n ii iii y n d
★%
Leikstjóri: Erik Gustavson. Hand-
rit: Erik Gustavson og Kjetil
Indregard. Aðalhlutverk: Stefan
Sauk, Klaus M. Brandauer og Iza-
bella Scorupco. (91 mín.) Danmörk/
Svíþjóð, 2000. Sam myndbönd.
Bönnuð innan 16 ára.
SVÍAR virðast hafa komið sér
upp talsverðri framleiðslu spennu-
mynda og -þátta, en einhvern veg-
inn veit titillinn „sænskur spennu-
tryllir" sjaldnast á gott. Kafarinn
styrkir mig að
minnsta kosti í
þeirri trú þar sem
fyfoj um mjög útvatn-
aða hollywoodíska
formúlumynd er
að ræða. Glæpa-
umsvif rússnesku
mafíunnar eru að
HláÆtÖÍll sjálfsögðu tilval-
3 inn efniviður í
slíkar myndir, og
hér kynnumst við sérlega illskeytt-
um durtum úr þeim hópi. Heiðar-
legur sænskur skipstjóri í lopa-
peysu dregst inn í flókin
glæpaátök þegar hann bjargar
dularfullri konu frá drukknun. Sú
hefur verið í slagtogi við mafíuna
og býr yfir vitneskju sem félagar
hennar töldu best geymda á hafs-
botni. Að hætti formúlunnar þarf
skipstjórinn síðan að takast á við
dulda og sársaukafulla fortíð sína
sem áhorfandinn fær að kynnast í
dramatískum endurlitsatriðum.
Persónusköpun og flétta er þunn
eftir því, fyrir utan nokkrar
viðkunnanlegar aukapersónur.
Leikstjórinn Erik Gustavson gerir
síðan nokkrar tilraunir til að
hressa upp á handritið en árang-
urinn er takmarkaður.
Heiða Jóhannsdóttir