Morgunblaðið - 03.09.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 03.09.2000, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ A i k i d o Opnar kynningaræfingar 4. og 6. sept. kl 20.00 á Engjateigi 1 (Listdansskóli). Byrjendanámskeið hefjast 11. september Nánari uppiýsingar í símsvara 881 0083 eða á netinu aikikai@here.is http://here.is/aikikai RAHUL PATEL SNÝR AFTUR FÓLK í FRÉTTUM ÞakkargjÖrdartónléikar til heiðurs Jóni Múla Auðgaði íslenska tónlist JÓN Múli Ámason hefur á sinn ein- staka og líflega hátt kynnt íslend- ingum djass sl. hálfa öld og vel það. Auk þess hefur hann auðgað ís- lenska tónlist með frábærum söng- dönsum sínum og blásið í kornett við hátíðleg tækifæri. Það er því vel við hæfi á þessu afmælisári Jazzhá- tíðar að djassgeggjarar ætli að halda þakkargjörðartónleika í kirkju Óháða safnaðarins til heiðurs þessum merka manni. Hefjast þeir kl. 15 á sunnudaginn og er aðgang- ur ókeypis. Séra Pétur Þorsteinsson, prestur í kirkju Óháða safnaðarins, gengst fyrir þakkargjörðartónleikunum þar sem valinkunnir menn munu flytja Jóni þakkir í orðum, einsog Ingvi Þór Kormáksson og Vern- harður Linnet, og ýmsir hljóðfæra- leikarar votta honum virðingu sína í tónum og má þar nefna jafn ólíka djassleikara og Ómar Axelsson og Oskar Guðjónsson. Leika þeir tón- list hans og annarra sem honum eru Maðurinn sem skólaði landann í' djassi. kærir. Einnig verður frumflutt lag sem Gunnar Reynir Sveinsson samdi í tilefni 75 ára afmælis Jóns. „Hann hefur haft mjög mótandi áhrif á mig,“ segir Óskar Guðjóns- son um Jón Múla. „Ég var fimmtán ára gamall þegar ég byrjaði í Tón- listarskóla FÍH og hann kenndi mér sögu og ég varð reynslunni ríkari eftir þau kynni. Ekki bara í djass- sögulegu tilliti heldur sýndi karlinn manni, með því að vera jafn einstak- ur og hann er, að það er í lagi að vera bara einsog maður er, sem er auðvitað eitt af því mikilvægasta sem ungir tónlistarmenn læra. Röddin hans í útvarpinu er líka alveg magnþrungin og mjög „expressív“, og ég verð að viður- kenna það að ef ég væri með þann tenórhljóm, sem rödd hans hefur, í saxófóninum mínum væri ég á grænni grein,“ sagði Óskar sem er að vinna geisladisk með söngdöns- um Jóns Múla og leikur einn þeirra á sunnudaginn. Kvartettinn Tré leikur á Hótel Borg í kvöld Djassrætur Norðurlanda „Ekkert, ekkert er ómögulegt" Námskeið um von lífsins og lækningar framtíðar með einum eftirsóttasta heilunarsérfræðingi Bandaríkjanna. Upplýsingar á www.lifandi.is eða í síma 552 3210 og á Suðurlandsbraut 10, 2. hæð kl. 12.00 -18.00 Rahul hefur gífurlega mikla þekkingu sem hann miðlar á skiljanlegan máta. Skilaboð hans meðtökum við með hjartanu, ekki heilanum. - Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir. Námskeiðið er styrkl af Liósiirandiehf. ^ JAZZHATIÐ m REYKJAVÍKUR 2 -10. SEPTEMBER 2000 http://e.o. to/rpykjavikjcizz I dag sunnudag 3. sept. ’ Ki.kji nli.iðÍM ÍLljtk.Vi'.’-Íói'ó.ViuVilloÍk.Vi' mm'y iqp :<i. bv,io • Mro.biv/.v/ UHoil.lÍiV'vliVVi'óVðÍIÍil : !<l: l'&v; :<|iÍ|<lS í I'iíó Ol.ii'i •)í:ol/onv/vMd ■ÉÉHÍlfeÉllrilÍiÉkÉÉÉM sjá nánar á vefsíöu V.' A morgun mánudog 4. sept. kl20:30 • Hótel Borg TRÉ - Norrænar menningarborgir Evrópu 2000 Bergen-Helsinki-Reykjavík kL2o:3o • Kaffl Reykjavík Jazzvakning 25 ara Trfó Ame Forchhammer kh 22:00 • Kaffl Reykjavík Trfó „Jazzandi“og „Fortral“trfó ÞAÐ gamla ráð að standa á fætur ef maður týnist í „skógi“ hérlendis mun líklega ekki eiga við á Hótel Borg í kvöld því þar innandyra verður aðeins að finna eitt tré. Kvartettinn Tré er skipaður tón- listarmönnum frá Bergen, Helsinki og Reykjavík. Frá Noregi koma Terje Isungset og Arve Henriksen, Jorma Tapio í'rá Finnlandi og Hilmar Jensson frá íslandi. Allir eru þeir þekktir fyrir framsækna djasstónlist í heimalöndum sínum. Terje Isungset er forsprakki hópsins og mikill slagverksmeist- ari. Mörgum er minnisstætt er hann hélt tónleika í Norræna hús- inu árið 1998 og léku þá Hilmar og Sigurður Flosason með honum. Þó að kvartettinn verði ekki um- kringdur trjám í kvöld er þó bót í máli að Terje er umkringdur tréhljóðfærum sem hann smíðar sjálfur. Trompetleikarinn Arve Henrik- Terje Isungset, höfuðpaur Tré- kvartettsins, í góðri sveiflu. sen er ein skærasta ungdjass- stjarna Norðmanna og hefur m.a. leikið með breska saxófónleikaran- um Iain Ballamy. Aitósaxófónleikarinn Jorma Tap- io er þekktastur fyrir leik sinn með trommaranum Édward Vesala, einnig fyrir að vera í hópi stofnenda JAZZHÁT RLYKJAVÍK hljómsveitarinnar Sound and Fury. Sú sveit var ein af framúrstefnu- legri djasshljómsveitum Evrópu. Með útgáfu geisladiskanna „Dof- inn“ og „Kjár“ hefur Hilmar Jens- son öðlast sess sem einn af frum- kvöðlum íslenskrar djasstónlistar. A geisladiskum sínum vegur hann oft salt á milli heima djassins og draumkenndra gítartilrauna. Helena Jónsdóttir dansari kemur fram með hópnum í nokkrum lag- anna. Höfuðpaurinn Terje leggur til lag- og útlínur tónlistarinnar sem þróast síðan á æfingum kvartetts- ins. Það þarf enginn að hræðast að Tré-tónlistin sé of þungmelt. Stemmning laganna er mikil og stef úr norskum þjóðlögum skjóta af og til upp kollinum. Chet Baker í höndum norrænna víkinga Hvert hljóðfæri nýtur sín ÓLAFUR Stolzenwald tók sín fyrstu skref inn í heim djassins í Tónlistarskóla FIH, og hefur undanfarin ár glatt marga með þétt- um og ljúfum bassaleik sínum. Á Jazzhátíð hefur hann valið með sér tvo unga og efnilega djassara til að leika með sér í tríói, þá Birki Frey Matthíasson trompetleikara og Árna Heiðar píanista. Þeir halda tónleika á Kaffi Reykjavík í kvöld og hefj- ast þeir kl. 22. Ljúf tónlist „Eins og hljóðfæraskip- anin segir til um ætlum við félagarnir að spila frekar ljúfa tónlist. Ég hef verið mjög hrifinn af Chet Baker í gegnum árin og þetta er svolítið í þá átt- ina,“ segir Ólafur. „Hvert hljóðfæri fær sitt pláss, og það er mjög gaman að vera trommu- leikaralaus til tilbreyting- ar.“ - Getur Árni ekki hamr- að trommurnar á píanóið? Morgunblaðið/Jim Smart Birkir Freyr, Ólafur og Árni Heiðar laða fram Ijúfu túnana. „Jú, hann getur hamrað, en maður á ekkert að vera að keppast við það að fylla upp í einhver göt, þetta á bara að verða til. Hugsunin á bakvið trommulaust band er að hvert hljóðfæri fái að njóta sín og ekki endilega að vera að hamra eða halda einhverjum dampi.“ - En hvernig nær Birkir Freyr Chet Baker? „Hann er náttúrlega ekki að reyna það í sjálfu sér. En grunnhugsunin er að hún hefur heillað mann þessi tónlist og við bara túlkum hana eins og nor- rænir víkingar gera,“ segir Ólafur. „Svo læðast með önnur uppáhaldslög, eitt- hvað nýtt og gamalt bland í poka. Þetta verða svona ljúfar nótur. Ég held að það verði svolítið mikið af ágengari tónlist þarna niðri á Kaffi Reykjavík og fyrir þá sem vilja heyra gömlu standardana er upp- lagt að kíkja á okkur á efri hæðinni," segir Ólafur að lokum og lofar ljúfri kvöldstund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.