Morgunblaðið - 03.09.2000, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
A i k i d o
Opnar kynningaræfingar 4. og 6. sept.
kl 20.00 á Engjateigi 1 (Listdansskóli).
Byrjendanámskeið hefjast 11. september
Nánari uppiýsingar í símsvara 881 0083
eða á netinu aikikai@here.is http://here.is/aikikai
RAHUL
PATEL
SNÝR AFTUR
FÓLK í FRÉTTUM
ÞakkargjÖrdartónléikar til heiðurs Jóni Múla
Auðgaði íslenska tónlist
JÓN Múli Ámason hefur á sinn ein-
staka og líflega hátt kynnt íslend-
ingum djass sl. hálfa öld og vel það.
Auk þess hefur hann auðgað ís-
lenska tónlist með frábærum söng-
dönsum sínum og blásið í kornett
við hátíðleg tækifæri. Það er því vel
við hæfi á þessu afmælisári Jazzhá-
tíðar að djassgeggjarar ætli að
halda þakkargjörðartónleika í
kirkju Óháða safnaðarins til heiðurs
þessum merka manni. Hefjast þeir
kl. 15 á sunnudaginn og er aðgang-
ur ókeypis.
Séra Pétur Þorsteinsson, prestur
í kirkju Óháða safnaðarins, gengst
fyrir þakkargjörðartónleikunum
þar sem valinkunnir menn munu
flytja Jóni þakkir í orðum, einsog
Ingvi Þór Kormáksson og Vern-
harður Linnet, og ýmsir hljóðfæra-
leikarar votta honum virðingu sína í
tónum og má þar nefna jafn ólíka
djassleikara og Ómar Axelsson og
Oskar Guðjónsson. Leika þeir tón-
list hans og annarra sem honum eru
Maðurinn sem skólaði landann í'
djassi.
kærir. Einnig verður frumflutt lag
sem Gunnar Reynir Sveinsson
samdi í tilefni 75 ára afmælis Jóns.
„Hann hefur haft mjög mótandi
áhrif á mig,“ segir Óskar Guðjóns-
son um Jón Múla. „Ég var fimmtán
ára gamall þegar ég byrjaði í Tón-
listarskóla FÍH og hann kenndi mér
sögu og ég varð reynslunni ríkari
eftir þau kynni. Ekki bara í djass-
sögulegu tilliti heldur sýndi karlinn
manni, með því að vera jafn einstak-
ur og hann er, að það er í lagi að
vera bara einsog maður er, sem er
auðvitað eitt af því mikilvægasta
sem ungir tónlistarmenn læra.
Röddin hans í útvarpinu er líka
alveg magnþrungin og mjög
„expressív“, og ég verð að viður-
kenna það að ef ég væri með þann
tenórhljóm, sem rödd hans hefur, í
saxófóninum mínum væri ég á
grænni grein,“ sagði Óskar sem er
að vinna geisladisk með söngdöns-
um Jóns Múla og leikur einn þeirra
á sunnudaginn.
Kvartettinn Tré leikur á Hótel Borg í kvöld
Djassrætur Norðurlanda
„Ekkert, ekkert er ómögulegt"
Námskeið um von lífsins og lækningar
framtíðar með einum eftirsóttasta
heilunarsérfræðingi Bandaríkjanna.
Upplýsingar á www.lifandi.is eða í síma 552 3210
og á Suðurlandsbraut 10, 2. hæð kl. 12.00 -18.00
Rahul hefur gífurlega mikla þekkingu sem hann
miðlar á skiljanlegan máta. Skilaboð hans
meðtökum við með hjartanu, ekki heilanum.
- Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir.
Námskeiðið er styrkl af Liósiirandiehf.
^ JAZZHATIÐ
m REYKJAVÍKUR
2 -10. SEPTEMBER 2000
http://e.o. to/rpykjavikjcizz
I dag sunnudag 3. sept.
’ Ki.kji nli.iðÍM
ÍLljtk.Vi'.’-Íói'ó.ViuVilloÍk.Vi'
mm'y iqp
:<i. bv,io • Mro.biv/.v/
UHoil.lÍiV'vliVVi'óVðÍIÍil
: !<l: l'&v; :<|iÍ|<lS
í I'iíó Ol.ii'i •)í:ol/onv/vMd
■ÉÉHÍlfeÉllrilÍiÉkÉÉÉM
sjá nánar á vefsíöu
V.'
A morgun mánudog 4. sept.
kl20:30 • Hótel Borg
TRÉ - Norrænar menningarborgir Evrópu 2000
Bergen-Helsinki-Reykjavík
kL2o:3o • Kaffl Reykjavík
Jazzvakning 25 ara
Trfó Ame Forchhammer
kh 22:00 • Kaffl Reykjavík
Trfó „Jazzandi“og „Fortral“trfó
ÞAÐ gamla ráð að standa á fætur
ef maður týnist í „skógi“ hérlendis
mun líklega ekki eiga við á Hótel
Borg í kvöld því þar innandyra
verður aðeins að finna eitt tré.
Kvartettinn Tré er skipaður tón-
listarmönnum frá Bergen, Helsinki
og Reykjavík. Frá Noregi koma
Terje Isungset og Arve Henriksen,
Jorma Tapio í'rá Finnlandi og
Hilmar Jensson frá íslandi. Allir
eru þeir þekktir fyrir framsækna
djasstónlist í heimalöndum sínum.
Terje Isungset er forsprakki
hópsins og mikill slagverksmeist-
ari. Mörgum er minnisstætt er
hann hélt tónleika í Norræna hús-
inu árið 1998 og léku þá Hilmar og
Sigurður Flosason með honum. Þó
að kvartettinn verði ekki um-
kringdur trjám í kvöld er þó bót í
máli að Terje er umkringdur
tréhljóðfærum sem hann smíðar
sjálfur.
Trompetleikarinn Arve Henrik-
Terje Isungset, höfuðpaur Tré-
kvartettsins, í góðri sveiflu.
sen er ein skærasta ungdjass-
stjarna Norðmanna og hefur m.a.
leikið með breska saxófónleikaran-
um Iain Ballamy.
Aitósaxófónleikarinn Jorma Tap-
io er þekktastur fyrir leik sinn með
trommaranum Édward Vesala,
einnig fyrir að vera í hópi stofnenda
JAZZHÁT
RLYKJAVÍK
hljómsveitarinnar Sound and Fury.
Sú sveit var ein af framúrstefnu-
legri djasshljómsveitum Evrópu.
Með útgáfu geisladiskanna „Dof-
inn“ og „Kjár“ hefur Hilmar Jens-
son öðlast sess sem einn af frum-
kvöðlum íslenskrar djasstónlistar.
A geisladiskum sínum vegur hann
oft salt á milli heima djassins og
draumkenndra gítartilrauna.
Helena Jónsdóttir dansari kemur
fram með hópnum í nokkrum lag-
anna.
Höfuðpaurinn Terje leggur til
lag- og útlínur tónlistarinnar sem
þróast síðan á æfingum kvartetts-
ins. Það þarf enginn að hræðast að
Tré-tónlistin sé of þungmelt.
Stemmning laganna er mikil og stef
úr norskum þjóðlögum skjóta af og
til upp kollinum.
Chet Baker í höndum norrænna víkinga
Hvert hljóðfæri nýtur sín
ÓLAFUR Stolzenwald tók
sín fyrstu skref inn í heim
djassins í Tónlistarskóla
FIH, og hefur undanfarin
ár glatt marga með þétt-
um og ljúfum bassaleik
sínum. Á Jazzhátíð hefur
hann valið með sér tvo
unga og efnilega djassara
til að leika með sér í tríói,
þá Birki Frey Matthíasson
trompetleikara og Árna
Heiðar píanista. Þeir
halda tónleika á Kaffi
Reykjavík í kvöld og hefj-
ast þeir kl. 22.
Ljúf tónlist
„Eins og hljóðfæraskip-
anin segir til um ætlum
við félagarnir að spila
frekar ljúfa tónlist. Ég hef
verið mjög hrifinn af Chet
Baker í gegnum árin og
þetta er svolítið í þá átt-
ina,“ segir Ólafur.
„Hvert hljóðfæri fær
sitt pláss, og það er mjög
gaman að vera trommu-
leikaralaus til tilbreyting-
ar.“
- Getur Árni ekki hamr-
að trommurnar á píanóið?
Morgunblaðið/Jim Smart
Birkir Freyr, Ólafur og Árni Heiðar laða fram
Ijúfu túnana.
„Jú, hann getur hamrað,
en maður á ekkert að vera
að keppast við það að fylla
upp í einhver göt, þetta á
bara að verða til. Hugsunin
á bakvið trommulaust band
er að hvert hljóðfæri fái að
njóta sín og ekki endilega
að vera að hamra eða
halda einhverjum dampi.“
- En hvernig nær Birkir
Freyr Chet Baker?
„Hann er náttúrlega
ekki að reyna það í sjálfu
sér. En grunnhugsunin er
að hún hefur heillað mann
þessi tónlist og við bara
túlkum hana eins og nor-
rænir víkingar gera,“ segir
Ólafur. „Svo læðast með
önnur uppáhaldslög, eitt-
hvað nýtt og gamalt bland
í poka. Þetta verða svona
ljúfar nótur. Ég held að
það verði svolítið mikið af
ágengari tónlist þarna
niðri á Kaffi Reykjavík og
fyrir þá sem vilja heyra
gömlu standardana er upp-
lagt að kíkja á okkur á efri
hæðinni," segir Ólafur að
lokum og lofar ljúfri
kvöldstund.