Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Þingmenn slógu á létta strengi þegar þeir komu saman til fundar á nýj- an leik sfðastliðinn mánudag. Yinstri-grænir vilja skattleggja fjármagnsflutninga milli landa Tekinn verði upp svo- kallaður Tobin-skattur Bankastjori Landsbankans Greina verður á milli ummæla sérfræðinga og afstöðu stjórnenda Samfylking- leggur fram frumvarp er varðar söluhagnað hlutabréfa Felld verði út heimild til að fresta greiðslu skatts NÁI frumvarp, sem fimm þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram á Al- þingi, fram að ganga verða felld á brott þau ákvæði skattalaga sem heimila frestun á greiðslu skatts af söluhagnaði hlutabréfa og að hægt sé að komast hjá skattgreiðslu af slíkum söluhagnaði með því að kaupa ný hlutabréf. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í vikunni en Svanfríður Jón- asdóttir er fyrsti flutningsmaður þess. Afleiðingarnar aðrar en reiknað var með I greinargerð frumvarpsins segir að afleiðingar breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem urðu í tengslum við álagningu fjármagn- stekjuskatts árið 1996, hafi orðið aðr- ar og víðtækari en reiknað var með. Alvarlegast fyrir íslenskt efnahags- og atvinnulíf sé að mikið fjármagn hafi verið losað úr íslensku atvinnulífi með sölu hlutabréfa og verið flutt úr landi. Flutningsmenn segja að ef marka megi umræðu sem varð á Alþingi við lagabreytingar 1996 hafi markmiðið verið að stuðla að spamaði og því að fjármagnið héldist áfram í íslenskum atvinnufyrirtækjum. Annað hafi hins vegar orðið niðurstaðan. „Umræddar skattabreytingar og sá möguleiki að fresta skattgreiðslum með því að fjárfesta áfram í hlutafélögum, ásamt hagstæðu skattumhverfi erlendis, hefur haft það í for með sér að margir fara þá leið að stofna eigin eignar- haldsfélög erlendis og fjárfesta síðan í þeim,“ segir í greinargerðinni. Beina sjónum einkum að sjávarútveginum Er sjávarútvegurinn gerður að sérstöku umtalsefni í greinargerð- inni því þótt reglan um frestun skatt- lagningar nái til allra hlutabréfaeig- enda í öllum atvinnugreinum þá sé það svo að hagnaður af viðskiptum með hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum hafi stungið almenning mest í augu. Skýringin á því felist e.t.v. í þeirri staðreynd að margir þeirra sem hafa farið með mikla peninga út úr grein- inni og komist hjá skattlagningu vegna ákvæða laganna frá 1996 hafa heldur ekki greitt fyrir þau afnot sem þeir fengu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð hefur lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um undirbún- ing upptöku svokallaðs Tobin-skatts á fjármagnsflutninga milli landa. Fel- ur tillagan í sér áskorun til stjóm- valda um að beita sér fyrir upptöku málsins á alþjóðavettvangi. Ögmundur Jónasson er flutnings- maður tillögunnar. í greinargerð kemur fram að hugmyndin um al- þjóðlegan skatt á fjármagnsflutninga milli landa hafi verið sett fram í byrj- un 8. áratugarins af Nób- elsverðlaunahafanum James Tobin, prófessor í hagfræði við Yale-háskóla. Upphaflega markmiðið með slíkum skatti hafi verið að renna stoðum und- ir sjálfstæða efnahagsstefnu ríkja heims og draga úr gengissveiflum. ,Á síðari árum hefur Tobin-skatt- urinn einnig verið nefndur sem leið til að veija gjaldmiðla fyrir árásum spá- kaupmanna og til að fjármagna að- kallandi alþjóðaverkefni. í stuttu máli má segja að útgangspunkturinn með slíkri skattheimtu sé að treysta efna- hagslegt öryggi hvarvetna í heimin- um,“ segir í greinargerðinni. FUNDUR hefst á Alþingi kl. 15 á mánudag. Á dagskrá fundarins er: 1. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. 2. Fjárlög 2001. Frh. 1. umræðu. (Atkvæðagreiðsla.) 3. Aukaþing Alþingis um byggðamál sumarið 2001. Frh. fyrri umræðu. (Atkvæðagreiðsla.) 4. Meðferðarstofnanir, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 5. Löggjöf og eftirlit með klámi, vændi o.fl., beiðni um skýrslu. 6. Stefna Islands í alþjóðasam- Er fullyrt að áhugi á hugmynd Tobins hafi vaxið mjög eftir fjármála- kreppuna í Suðaustur-Asíu haustið 1997, enda spilaði spákaupmennska þar stóra rullu. Ennfremur er upplýst að nú þegar hafi kanadíska þingið og ríkisstjóm Frakklands lýst yfir stuðningi sínum við hugmyndina. Kemur ekki að gagni nema alþjóðleg samstaða náist Tekið er fram í greinargerð að huga þurfi að því hvemig innheimta eigi skattinn, hver eigi að vera vörslu- aðili teknanna og hversu langt sé hægt að ganga í samræmingu laga og reglna um slíkan skatt án þess að ganga á fullveldi ríkja. „Flestir era hins vegar sammála um að Tobin- skatturmn komi ekki að gagni nema um hann náist alþjóðleg samstaða. Ef rOd neita að leggja slíkan skatt á mun gjaldeyrisverslunin einfaldlega flytja þangað. Hvað ráðstöfun teknanna af slíkum skatti snerti hafa málaflokkar á borð við hungur, ólæsi, friðargæslu, hreinsun jarðsprengjusvæða og brýn verkefni í umhverfismálum verið nefndir til sögunnar." skiptum. Fyrri umræða. 7. Stofnun Snæfellsþjóðgarðs. Fyrri umræða. 8. Endurskoðun viðskiptabanns á írak. Fyrri umræða. 9. Dreifð eignaraðild að við- skiptabönkum og öðrum lánastofn- unum. 1. umræða. 10. Tilnefning Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Ramsar- samningsins. Fyrri umræða. 11. Upptaka Tobin-skatts á fjár- magnsflutninga milli landa. Fyrri umræða. í UMRÆÐUM á Alþingi í fyiTadag um fjárlagaframvarpið komu við- brögð fjármálamarkaðarins við framvarpinu m.a. til umræðu í tilefni af yfirlýsingum starfsmanna Kaup- þings og Landsbréfa í viðtali við Stöð 2. Morgunblaðið sneri sér í gær til Halldórs J. Kristjánssonar, banka- stjóra Landsbanka íslands, og leit- aði umsagnar hans um þær athuga- semdir, sem fram höfðu komið í garð Landsbréfa í þessum umræðum. „Eg átti stutt símtal við fjármála- ráðherra síðdegis á fimmtudag varð- andi ummæli starfsmanna verð- bréfafyrirtækja, þ.m.t Landsbanka- samstæðunnar, um fjárlagafram- varpið í fréttum Stöðvar 2 kvöldið áður. Fréttin gaf ekki rétta heildar- mynd af afstöðu verðbréfafyrirtækis Landsbankans, Landsbréfa, til framvarpsins. Ég upplýsti ráðherra ÁKVEÐIÐ hefur verið að grípa nú þegar til þreföldunar á þeim lyfja- skammti af MS-lyfinu Interferon beta sem MS-sjúklingar hafa barist fyrir að fá um nokkurt skeið. Sigurð- ur Guðmundsson landlæknir sagði við Morgunblaðið að þótt niðurstöður nýs útboðs á lyfmu kæmu ekki fyrr en eftir nokkrar vikur myndi Land- spítalinn þegar byrja að veita þeim sjúklingum aukinn skammt sem sér- stakur starfshópur taugalækna ákvarðar fyrir. Að sögn Sigurðar er óljóst hversu margir sjúklingar fái skammtinn þrefaldaðan nú þegar en þeir gætu verið á bilinu 40 til 70. Utboð sem Landspítalinn auglýsti nýlega á lyfinu þarf samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins að vera opið í 10 vikur. Sigurður sagði að fyrst læknisfræðilegar leiðbein- ingar starfshópsins, sem tekur við umsóknum um aukinn skammt, lágu fyrir þótti ekki ástæða til að bíða lengur með rétta lyfjameðferð. „Landspítalinn byrjar að gefa lyfið eftir þessum nýju skömmtum og reikningar verða þá gerðir upp þegar tilboð hafa verið opnuð í útboðinu. Þetta er vonandi að leysast því málið hefur tekið allt of langan tíma,“ sagði Sigurður. um að Landsbréf, myndu gefa út yf- irlýsingu um málið og vísa ég til þeirrar yfirlýsingar um þetta mál. Eins og fram kemur í yfirlýsingunni vora aðeins neikvæð ummæli starfs- manns fyrirtækisins um tiltekna þætti í framvarpinu birt, m.a varð- andi ráðstöfun lánsfjárafgangs. Ég vildi því leiðrétta þann mis- skilning sem vú-tist kominn upp um afstöðu Landsbankans varðandi fjárlagafrumvarpið, sem er almennt jákvæð. Ummæli sérfræðings Landsbréfa gáfu hinsvegar ekki tii- efni til frekari ummæla eða afsökun- ar. í því sambandi er mikilvægt að greina á milli persónulegra skoðana sérfræðinga verðbréfafyrirtækja og banka um efnahagsmál á íslandi og formlegrar afstöðu yfirstjórnenda fyrirtækjanna eða stjórna þeirra til einstakra málefna," sagði Halldór. Eins og kom fram í Morgunblað- inu í vikunni hefur einn MS-sjúkling- ur sent erindi til umboðsmanns Al- þingis þar sem hann kvartar undan þeim takmörkunum sem settar hafa verið á notkun lyfsins, hvaða sjúkl- ingar fá aukinn skammt og hverjir ekki. Telur hann takmarkanirnar ekki standast lög. Áhugavert að sjá niður- stöðu umboðsmanns Aðspurður um viðbrögð við þessu erindi sagði landlæknir að áhugavert væri að sjá niðurstöðu umboðsmanns í málinu. Þarna væri ekki verið að gera annað en það sem læknar gerðu á hverjum degi, þ.e. að vega og meta hvaða meðferð, lyf, rannsóknir eða aðgerðir væra líklegar til árangurs fyrir sjúklinga. „Þama er verið að leggja upp leið- beiningar sem byggðar era á þeirri þekkingu sem liggur fyrir núna. Það er réttur sjúklinga að þeir fái með- ferð sem talin er best. Leiðbeiningar era einnig settar til að koma í veg fyrir meðferð sem gagnast ekki og getur jafnvel verið skaðleg. Þessi lyfjagjöf sem ýmsar aðrar heí'ur því miður sínar aukaverkanir," sagði Sigurður. Dagskrá Alþingis Landlæknir segir lausn loksins í höfn varðandi MS-lyfíð Interferon beta Sjúklingar fá þre- faldan skammt strax Alþingi Utan dagskrár Örólegu deildinni vísað til sætis á aftasta bekk EFTIRDAVfo LOGA SIGURÐSSON ÞINGFRÉTTAMANN INGHEIMUR mátti sæta því að hefja störf nú í haust með áfrýjunarorð eldri borgara glymjandi í eyrunum. Reyndar settu mótmæli eldri borgara fyrir framan Alþingishúsið á þingsetningardag síðastliðinn mánudag svip sinn á ali- ar umræður í þinginu þessa fyrstu starfsviku 126. löggjafarþings og skipti þá engu hvort um var að ræða fjárlögin eða stefnuræðu for- sætisráðherra. Segja má að þingsetningarfundur hafi reynst óvenjufréttnæmur að þessu sinni. Ekki aðeins létu eldri borgarar til sín taka heldur vakti umtalsverða athygli lítt dulin gagn- rýni Halldórs Blöndals þingforseta á ummæli Ólafs Ragnars Grimssonar, forseta íslands, við innsetningar- athöfn í þinghúsinu í ágúst síðast- liðnum. Hápunktur dagsins átti sér þó stað eftir að slökkt var á mynda- vélum sjónvarpsstöðvanna, þ.e. þeg- ar hlutað var til um sæti þingmanna í þingsalnum. Rétt eins og þegar börnin gleðjast yfir sætaskipan í skólastofunni á haustin, eða gleðjast ekki - allt eftir atvikum, fylgdust þingmenn með af áhuga. Ohætt er að segja að handagangur hafi verið í öskjunni við þetta tæki- færi. „Hvaða númer dróst þú?“ mátti heyra Ögmund Jónasson spyrja Jó- hönnu Sigurðardóttur og eftir að hafa heyrt svarið tók Ögmundur sig til og dró næsta sæti við hlið hennar. Þeim kemur víst ekki illa saman, ef marka má orð Ögmundar. Annars staðar vekur það kátínu þeirra Þórannar Sveinbjamardóttur og Kolbrúnar Halldórsdóttur að þær skuli dragast hlið við hlið, nú fyrst geta þær farið að ræða umhverfis- málin af einhverju viti. Til að kóróna allt saman kemur á daginn að Ólafur Örn Haraldsson, formaður umhverf- isnefndar, hefur dregið sér sæti við hlið Þórannar. Nú vantar aðeins Katrínu Fjeldsted til að „órólega deildin" í umhverfismálunum sé full- skipuð á aftasta bekk. XXX etta er aðeins annað þing kjörtímabilsins og þing- mannalið er því eins skipað og á síðasta ári. Meðal þingvarða era hins vegar mörg ný andlit. Þetta fólk á eftir að kynnast þingmönnum og ráðherram á næstu mánuðum, kannski betur en það kærir sig um því framundan eru margir langir fundir. Ekki er líklegt að samkomu- lag náist alveg á næstunni um breyt- ingar á þingsköpum sem gætu komið meiri skikkan á þinghaldið. Að sögn hinna reyndari starfs- manna Alþingis eru menn hins vegar tilbúnir í slaginn. Þeir segja að vissu- lega sé rólegra um að litast í þing- húsinu yfir sumarmánuðina en heim- sóknum erlendra fyrirmenna hafi þó fjölgað mjög á þeim árstíma, þannig að menn sitja alls ekki með hendur í skauti á meðan þinghlé varir. Evrópumálin setja að einhverju leyti svip sinn á umræður um stefnu- ræðu forsætisráðherra. Það væri hins vegar að æra óstöðugan að vera með getgátur uppi á þessu stigi um það hvort þeir Davíð Oddsson og Páll Pétursson félagsmálaráðherra hafi í raun verið að tukta samstarfsmann sinn í ríkisstjórn og formann Fram- sóknarflokksins til með ummælum sínum í þeim efnum. Meiri athygli vekja þau orð sem falla af vöram Sverris Hermannssonar í garð utan- ríkisráðherrans. Má Sverrir sætta sig við það á miðvikudegi að vera tyftaður af þingforseta fyrir vikið. Þrátt fyrir allt þetta fer þinghaldið rólega af stað. Utandagskráram- ræða um kjör eldri borgara kemst aldrei almennilega á flug og það er einna helst í örstuttri sennu Geirs H. Haarde og Össurar Skarphéðinsson- ar í fyrstu umræðu um fjárlögin sem brúnir manna taka að lyftast. Úthald ráðherrans vekur reyndar eftirtekt og er ekki laust við að sumum finnist að hann ætti að fara betur með sig, nýstiginn af sjúkrabeði. Ekki kemur hins vegar til greina af hálfu stjómarandstæðinga að beita víð- frægum silkihönskum. XXX Yinstri grænir mæta til leiks nú í haust vopnaðir skoðana- könnun sem sýnir þá sem næststærsta stjórnmálaflokkinn. Það er því bjart upplitið á þeim á fyrstu dögum þingsins og þeir taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrra með því að styðja hver annan í öllum málum. Líklega eru þeir stað- ráðnir í að sanna enn á ný að þeir hafi bestu og samstæðustu liðsheild- ina, svo notað sé tungutak úr íþrótt- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.