Morgunblaðið - 07.10.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.10.2000, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ 1 Safnsvæði við Skans- inn í Eyjum vígft Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Berglind Hrafnkelsdóttir tekur við gjöfínni frá Emblum. Vinnustofu fatlaðra færðar gjafir Selfossi - Vinnustofa fatlaðra á Selfossi fékk höfðinglegar gjafir afhentar 5. október. Kvenfélag Selfoss færði vinnustaðnum still- aniegt vinnuborð og dýnu og Emblur á Selfossi afhentu fjölfotl- uðum á staðnum vatnsdýnu og tvö nuddborð. Bæði þessi félög hafa oft fært stofnunum á Selfossi gjaf- ir sem eru afrakstur af starfi þeirra. Það voru Birgir Örn Viðarsson og Berglind Hrafnkels- dóttir sem tóku við gjöfunum fyrir hönd vinnustaðarins. Á vinnustofunni er fjölbreytt starfsemi, þar er meðal annars unnið við vefnað, körfugerð úr tágum, leirmunagerð, saumaskap og fleira ásamt því sem fjölfatlaðir einstaklingar fá þar þjálfun. Vestmannaeyjum - Laugardaginn 30. september sl. var endanleg vígsla á Skanssvæðinu á Hringskersgarði við Vestmannaeyjahöfn, áður hafði verið þar vígð Stafkirkjan sem Norð- menn gáfu Islendingum í tilefni 1000 ára kristni í landinu, þá að viðstödd- um konungi Noregs, forseta Islands og fleiri fyrirmennum. Um leið og svæðið var endanlega tekið í notkun var annað elsta hús Vestmannaeyja, Landlyst, vígt eftir nákvæma endur- byggingu sem staðið hefur yfir mest- an hluta þessa árs og er þar með lok- ið í bili einhverri glæsilegustu framkvæmd í Vestmannaeyjum í seinni tíð, sem á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir ferðamannaþjónust- una í bænum og ekki síður lyftir þessi framkvæmd grettistaki í um- hverfismálum við höfnina í Vest- mannaeyjum og ásýnd bæjarins í heild. Það kom vel fram í blíðunni sem var á vígsludaginn hvað öll fram- kvæmdin á skanssvæðinu hefur tek- istvel og rómaði fólk svæðið. I ræðu sem forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, Sigrún Inga Sigur- geirsdóttir, flutti kom fram að eftir að Norðmenn ákváðu að gefa íslend- ingum stafkirkjuna að gjöf og reisa hana við Skansinn í Vestmannaeyj- Morgunbaðið/Sigurgeir Jónasson Guðjón bæjarsljóri opnaði svæðið í Skansinum formlega. Qjaldskrárbreyting hjá Orkubúi Vestfjarða Ohjákvæmileg vegna annarra hækkana Isafirði - Með hliðsjón af 2,9% hækk- un gjaldskrár Landsvirkjunar 1. júlí í sumar og almennum verðlagshækk- unum hefur stjóm Orkubús Vest- fjarða ákveðið að gera breytingar á gjaldskrám fyrirtækisins enda annað óhjákvæmilegt. Breytingar þessar jafngilda 2,79% meðalhækkun á gjaldskrám OV og taka gildi frá 1. október. I breytingunum felst að allir rafhit- unartaxtar hækka um 5%, allir hita- veitutaxtar um 4% og ótryggð orka um 3,5%. Innheimtugjald verður kr. 1.000 og gjald fyrir enduropnun verð- ur kr. 4.000. Heimtaugargjöld í þétt- býli hækka um 25%. Niðurgreiðslur verða auknar og hámark hækkað í 50.000 kWh á ári. Aðrir gjaldskrárlið- ir breytast ekki. Þetta er skref að því marki, að tekjur hvers gjaldskrárhð- ar standi undir kostnaði við að selja orku samkvæmt honum en verði ekki notaðar til að niðurgreiða aðra liði. Á síðustu 9 ámm hefur gjaldskrá Landsvirkjunar hækkað um 43,5% en á sama tíma hefur almennur taxti hjá Orkubúi Vestíjarða nánast staðið í stað eða hækkað um 0,7%. Afltaxti fyrirtækisins hefur hækkað á tímabil- inu um 17,6% og húshitunartaxti um 33,5%. Hækkun á húshitunartaxtan- um hefur að mestu verið mætt með auknum niðurgreiðslum úr ríkissjóði. Almennur taxti Orkubús Vest- fjarða er um 22% lægri en hjá RAR- IK en nánast hinn sami og hjá Orku- veitu Reykjavíkur eða um 0,6% hærri. Afltaxti OV er um 30% lægri en hjá RARIK og um 11% lægri en hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Niður- greiddur húshitunartaxti hjá OV er um 4,6% lægri en hjá RARIK en um 17% hærri en hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Um síðustu áramót hækkuðu nið- urgreiðslur vegna húshitunar um ná- lega kr. 15.000 á ári hjá meðalheimili. Gjaldskrárbreytingin nú hefur það í for með sér, að orkureikningurinn hjá meðalheimili hækkar um tæpar 600 krónur á mánuði. Heimtaugargjöldin hjá OV hafa verið nánast óbreytt sl. áratug og því var nauðsynlegt að hækka þau verulega. Þrátt fyrir hækkunina nú eru þau lægri en hjá RARIK. um var farið að huga að heildarmynd svæðisins. Lengi hafði það verið í bígerð að endurreisa Landlyst í Eyj- um og kom fljótlega upp sú hugmynd að gera það á Skanssvæðinu, þegar sú ákvörðun var tekin var jafnframt ákveðið að endurreisa gamla vitahús- ið á Hringskersgarði sem var að hruni komið. Fjölmargir aðiiar komu að endur- reisn Landlystar og uppbyggingar á svæðinu, Pétur Jónsson landslagsar- kitekt var aðalhönnuður svæðisins og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar við framkvæmdina voru Ólafur Ólafsson tæknifræðingur og Guðmundur Þ.B. Ólafsson eftirlitsmaður með húseign- um bæjarins. Helstu verktakar við framkvæmdina voru norska fyrir- tækið Stokk og Stein sem reistu stafkirkjuna, þá komu að verkinu Teiknistofa Páls Zophaníassonar og Rafhönnun sem sáu um hönnunar- vinnu á svæðinu, Garðyrkja sá um hleðslu undir handleiðslu Steinþórs Einarssonar, Kristján Egilsson sá um sökkla, Miðstöðin um pípulagnir, ístak hf. var aðalverktaki við endur- byggingu Landlystar, þá komu að málum starfsmenn áhaldahúss Vest- mannaeyjabæjar og garðyrkjustjóra og auk þess fjöldi annarra verktaka frá Eyjum og fastalandinu. Loka- hönd að undirbúningi sýningarinnar í Landlyst var í höndum starfsfólks byggðasafns Vestmannaeyja, og endanlega yfirumsjón með þessu öllu hafði Menningarmálanefnd Vest- mannaeyja undir forystu forseta bæjarstjómar Sigrúnar Ingu Sigur- geirsdóttur. Saga Landlystar er merkileg, en húsið var upphaflega byggt sem fæðingarheimili árið 1847 og er því annað elsta hús í Vest- mannaeyjum á eftir Landakirkju. Ástæða byggingarinnar er að gin- klofi var landlægur í Vestmannaeyj- um á þessum árum og dóu um 60- 80% af nýburum vegna hans. Með til- komu fæðingastofnunar í Landlyst og notkunar hennar snerist þetta óheilladæmi alveg við á nokkrum ár- um. Við vígslu Landlystar kom fram sönghópur úr Bústaðakirkju og flutti nokkur Eyjalög sem Guðni Guðmundsson organisti hafði útsett, en Guðni lést fyrir skömmu en hann ætlaði alltaf að mæta með sönghóp- inn á vígslu æskuheimilis síns, því miður naut hans ekki við en hópurinn hans mætti. Nú birtir yfír kirkj ugar ðinum í Stykkishdlmi Yerið að setja upp lýsingu Stykkishólmi - Stykkishólmskirkju- garður tekur miklum breytingum um þessar mundir. Lagfæringar og endurbætur hafa verið á dagskrá sóknarnefndar undanfarin ár og er heildarverkinu skipt niður í áfanga og lokið við hvern þeirra áður en byijað er á þeim næsta. Ráðunautur sóknamefndar hefur verið Guð- mundur Rafn Sigurðsson, umsjónar- maður kirkjugarða. í haust hefur verið unnið að því að koma upp lýsingu í garðinum og helluleggja göngustíg sem liggur í gegnum miðjan garðinn. Hingað til hefur grúft myrkur yfir garðinum þegar dimma tekur en með lýsing- unni færist birta yfir garðinn og gef- ur fólki tækifæri að ganga þar um eftir að skyggja tekur. Áður en hell- ur voru lagðar á göngustíginn varð að hafa jarðvegsskipti og var það gert síðasta haust. Kirkjugarðurinn sem er rétt fyrir ofan Stykkishólm var tekinn í notk- un upp úr 1920 en áður var notaður kirkjugarður við bæinn Borg sem á þeim tíma var fyrir utan bæinn. Gáfu skoðunarbekk til krabbameinsleitar Siglufirði - í tilefni af þrjátíu ára afmæli Krabbameinsfélags Siglu- fjarðar ákvað félagið að færa Heil- brigðisstofnuninni á Siglufirði að gjöf nýjan skoðunarbekk til krabba- meinsleitar. Gjöfin var formlega af- hent hinn 3. október síðastliðinn. Það var Halldóra Jónsdóttir, for- maður Krabbameinsfélagsins, sem afhenti Andrési Magnússyni yfir- lækni og Þórarni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, gjöfina fyrir hönd Krabbameins- félagsins. Um er að ræða skoðunar- bekk af nýjustu gerð og hann leysir af hólmi eldri búnað sem félagið hafði einnig fært stofnuninni á íyrsta starfsári þess. Að sögn Þórarins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, kemur þessi búnaður í afar góðar þarfir, þar sem eftirlit af þessu tagi verður stöðugt nákvæmara og betra. Sá búnaður sem fyrir henda var hafi að auki verið orðinn léleg- ur, og beinlínis hættulegur í notk- un. Krabbameinsfélag Siglufjarðar _ Morgunblaðið/Halldór Þormar Frá afhendingu gjafarinnar. Frá vinstri: Þdrarinn Gunnarsson fram- kvæmdasljóri, Andrés Magnússon yfirlæknir, Sigurður Baldursson læknir, Svala Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og Halldóra Jónsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Siglufjarðar. var stofnað 11. júní 1969, og hefur stofnunina með ýmsum gjöfum til allar götur síðan stutt Heilbrigðis- krabbameinsleitar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.