Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 6 í UMRÆÐAN Skipanir þurfti ekki til JÓN Ólafsson fram- kvæmdastjóri Hugvís- indastofnunar ritar grein í síðasta hefti tímaritsins Skírnis þar sem hann gerir nokkra J grein fyrir skoðunum j sínum á Sovéttengsl- um íslenskra sósíal- ' ista. Þar segir hann að fræðimenn sem fjallað hafi á prenti um So- véttengslin skiptist í tvö horn. Annars vegar þá sem telji að kommún- istar og sósíalistar hafi verið taglhnýtingar j Kremlverja og lotið stjórn þeirra og hins vegar þá sem vilji hefja umræðuna upp á hærra i plan - yfír stjórnmál og dægurþras. Fyn-i flokkinn fylli ég ásamt prófessorunum og doktorunum Þór Whitehead og Arnóri Hannibals- syni. Síðari flokkinn skipar Jón sjálfum sér einum í. Það er ekki í mínum verkahring að fjalla um túlk- un Jóns á skoðunum þeirra Þórs og Arnórs, en ég tel ástæðu til að gera I athugasemdir við túlkun hans á mínum skrifum. í grein sinni dregur Jón saman sameiginlegar skoðanir okkar þrí- menninganna: „Litið er svo á að í öllum samskiptum kommúnista við Moskvu hafí valdaskiptingin verið augljós og staða sovéthollra komm- únista á Vesturlöndum hliðstæð stöðu vinnumanns eða þræls gagn- vart Moskvuvaldinu: Moskva skip- aði, félagarnir hlýddu. Þetta er talið I vera augljóst um sambandið á Stal- ínstímanum, einkum á fjórða ára- tugnum, en þeir Árni og Arnór hafa báðir hamrað á því í ritum sínum að svona hafi tengslin verið miklu lengur og það hefur Þór White- head einnig gert í íjölrniðlum." (Jón Ól- afsson: Sovéttengsl sósíalista: Hverjir voru hagsmunirnir og hvaða staðreyndir skipta máli?, Skírnir - tímarit Hins íslenska bók- menntafélags. 174. ár, Reykjavík, vor 2000, bls.178.) Enn spyrðir Jón okkur saman og segir okkur teija að fjárstyrkir við Sósíal- istaflokkinn sanni að íslenskir sósíalistar hafi lotið vilja sovéska kommúnista- flokksins. Þá segir hann okkur þeirrar skoðunar að flokkurinn hafí verið útibú Moskvuvaldsins, „æxli eða meinsemd í íslenskum stjórn- málum“, enda skipaður landráða- mönnum. (Sama: bls. 178-179.) Þessu til sönnunar vitnar Jón til nið- urstöðukafla ritgerðarinnar „Flokk- urinn og fyrirmyndam'kin“ (Árni Snævarr: „Flokkurinn og fyrir- myndarríkin" Liðsmenn Moskvu, Reykjavík 1992, bls. 218-221.) Fylgispekt ekki fjarstýring Túlkun Jóns á niðurstöðum mín- um kom sjálfum mér í opna skjöldu. Ekkert sem stendur í niður- stöðukaflanum gefur minnsta tilefni til þess að draga þær ályktanir sem hann dregur, enda er því hvergi haldið fram í ritgerðinni að sósíalist- ar hafi fengið beinar skipanir frá Moskvu eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Vissulega er sýnt fram á að Komintern hafi haldið áfram að senda sósíalistum skipanir þótt þeir Sovéttengsl Gera verður þá kröfu til Jóns Olafssonar, segir Arni Snævarr, að hann virði þá einföldu reglu að segja satt og rétt frá skoðunum annarra. hefðu hátíðlega slitið tengslum við Moskvu við stofnun Sósíalista- flokksins 1938 og skiptir þar mestu „línan“ sem Kristinn E. Ándrésson sótti til Moskvu 1940. I lok ritgerðar minnar skrifaði ég: „Trúin á Sovétríkin var kjarni í stefnu Sósíalistaflokksins og vita- skuld Kommúnistaflokksins á und- an honum“. (Sama: bls. 218.) En það er ekki þar með sagt að hann hafi tekið við beinum skipunum frá Moskvu. Þvert á móti tel ég að ís- lenskir sósíalistar undir stjórn Ein- ars Olgeirssonar, Brynjólfs Bjarna- sonar og Kristins E. Ándréssonar, og síðar Lúðvíks Jósepssonar og Inga R. Helgasonar hafi verið svo þrautþjálfaðir í flokkslínudansinum að þeir hafi fylgt utanríkisstefnu Moskvu í nærri öllu sem máli skipti allt þar til Sósíalistaflokkurinn leið undir lok árið 1968 og sumir jafnvel lengur. Dæmi um þetta eru rakin í ritgerðinni. Þar er hins vegar hvergi nokkurs staðar fullyrt að Sósíalistaflokknum hafi verið stýrt frá Moskvu. Að hann fylgdi Sovétmönnum að málum í öllu sem skipt máli í utanríkismálum (valdataka kommúnista í Austur- Árni Snævarr Evrópu, uppreisnin í Ungverja- landi, bygging Berlínarmúrsins og svo framvegis...) þýðir ekki að hann hafi tekið við beinum skipunum að austan. Vissulega hefur komið á daginn að flokksforingjarnir leituðu ráða og hlustuðu grannt eftir rödd Moskvu en það þurfti ekki að skipa þeim fyr- ir, þeir fylgdu einræðisríkinu að málum sjálfviljugir og ótilneyddir. Afskiptaleysi um hvunndagspólitík Sjálfur hef ég ekkert látið frá mér á prenti um fjárstuðning við Sósíal- istaflokkinn og fráleitt er að ég dragi þær ályktanir um „Rússagull- ið“ sem Jón segir mig gera í fréttum Stöðvar 2. Ekki hef ég heldur sjúk- dómsgreint flokkinn sem æxli á ís- lensku samfélagi. Heldur hef ég ekki sakað hann um landráð þótt vafalaust hefði ekki staðið á flokks- mönnum að gera slíkt við aðra ílokka hefðu þeir orðið uppvísir að því að þiggja svo mikið fé sem raun ber vitni erlendis frá. Mér þykir ósennilegt að eftir daga Kominterns hafi Kremlverjar séð ástæðu til að hafa mótaðar skoð- anir á því hvað Sósíalistaflokkurinn ætti að aðhafast í innanlandsmálum hvunndags. Frá slíku var í raun horfið þegar Samfylkingarstefnan var tekin upp eftir miðjan fjórða áratuginn og þar að auki rofnaði samband að miklu leyti við flokka í Vestur-Evrópu í stríðinu. Vafalaust hafa þó Ki-emlverjar lit- ið á baráttu herstöðvaandstæðinga með velþóknun. Það er ekki þar með sagt að þeir hafi vélað þar um þótt línan í baráttunni gegn herstöðvun- um hafi í raun verið lögð með skipun frá Komintern - þeirri síðustu sem hingað barst svo vitað sé með Kristni E. Andréssyni árið 1940. Að segja satt og rétt frá Ekki ætla ég mér að öðru leyti að standa í ritdeilu við Jón um Sovét- tengsl enda vill svo til að hvað sem fullyrðingum hans líður er ég sam- mála mörgu sem hann skrifar. Vissulega kýs ég að orða hugsanir mínar á nokkuð afdráttarlausari hátt og nálgast viðfangsefnið frá öðru sjónarhorni en hann, en það er fráleitt hjá Jóni að flokka þá fræði- menn sem um Sovéttengslin hafa fjallað á þann hátt sem hann gerir. Þar að auki dreg ég ekki dul á að á köflum finnast mér skrif hans í Skírni þversagnakennd. Annars vegar sakar hann mig og aðra um að velta sér um of upp úr peningamálum sósíalista en skrifar samt heila bók þar sem um fátt ann- að er rætt en fjárhags- og viðskipta- tengsl. En fyrst og fremst verður að gera þá kröfu til Jóns Olafssonar að hann virði þá einföldu reglu að segja satt og rétt frá skoðunum annarra og geta heimilda. Það er meginregla sem ekki gildir aðeins í sagnfræði heldur einnig jafnt í öllum hugvís- indum. Höfundur er sagnfræðingur og starfar við fréttamennsku. Kápur 5T [LL Neðst á Skólavörðustíg - ■ .......... sceti lcmsl Stölar og sófctr á tHboðsverði CLARI0N '0 Verðáður 159.000,- DAKOTA Nw 95.400,- Hvíldarstóll - leður Veiðáður 125.000,- METR0P0LITAN Nw 98.750,- Veið áður 159.000,- MEMPHIS NÚ: 111.300,- Leðursófi 2ja sœta Tilboðsverð Hvíldarstólar m/tauáklceði Bæði ruggandi og iastir Litín Blát; Graenn, Brúnn Verð áður 377.000,- CRISTO sófasett Nw287.000,- Leðursófasett 3+2+1 Veiðáður425.000,- DAYT0NA sófasett Nw297.500,- Leðursófasett 3 +1 +1 Opið í dctg kl. 10:00 - 16.00 Sími: 5 Mörkinni 4 • IOf» Kcvkjavík »500 • l'áx: 5,» í >510 • www.míin.o.is Við styðjum við bakið á þer! Opið virka diMRt* kl. 00:00 - IH:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.