Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 ...■■■■■■ .... ..............'■■■■■.■■■— MINNINGAR t Elskulegur eiginmaður minn, SVEINN ÓLAFUR SVEINSSON, Sævangi 41, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 4. október. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BJARNI GUÐBJÖRNSSON fyrrv. yfirvélstjóri á rannsóknarskipinu „Bjarna Sæmundssyni", Byggðarholti 31, Mosfellsbæ, lést á heimiii sínu miðvikudaginn 4. október. Kristín Hulda Óskarsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Loftur Loftsson, Rakel Bjarnadóttir, Jóhann Karl Þórisson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EIRÍKUR TÓMASSON áður bóndi í Miðdalskoti, Torfholti 6, Laugarvatni, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju í dag, laugardaginn 7. október, kl. 13.30. Guðrún Karlsdóttir, Margrét Eiríksdóttir, Einar G. Friðgeirsson, Karl Eiríksson, Margrét S. Lárusdóttir, Ósk Eiríksdóttir, Haraldur R. Haraldsson, Eiríkur Rúnar Eiríksson, Helga H. Sturlaugsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför SVEINBJÖRNS SIGURBJÖRNSSONAR, Sundabúð 2, Vopnafirði. Marfa Sveinbjörnsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, iangömmu og systur, HJÖRDÍSAR ÞORBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Bæ í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu. Guðný Sigurbjörnsdóttir, Ingþór Arnórsson, Eiríkur Sigurbjörnsson, Kristín Kui Rim, Gunnar Egill Sverrisson, Bjarndís Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. t Við þökkum af heilum hug öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andiát og jarðarför ástkærs sonar okkar og bróður, JÓNS AÐALSTEINS KJARTANSSONAR, Sólvangi, Borgarfirði eystra. Guð blessi ykkur öll. Birna Þórunn Aðalsteinsdóttir, Árni Björgvin Sveinsson, Árni Bergþór Kjartansson, Þröstur Fannar Árnason, Ragnhildur Sveina Árnadóttir. + Margrét Sigur- laug Pálsdóttir húsmóðir frá Túni í Vestmannaeyjum fæddist að Hlíð und- ir Austur-Eyjafjöll- um 20. júní 1901. Hún lést í Sjúkra- húsinu í Vestmanna- eyjum 29. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Sig- urðardóttir frá Hlíð, f. 30. nóvember 1878 og Páll Páls- son bóndi í Hlíð, f. 9. júní 1867, d. 31. október 1912. Móðir hennar lést af barnsförum við fæðingu hennar og tvíbura- systur hennar Pálínar Geirlaug- ar, d. 11. mars 1992. Hálfbræður Margrétar samfeðra voru Jón músikant og skáld frá Hlíð, f. 3. aprfl 1892, d. 20. janúar 1928 og Björgvin Pálsson, verkstjóri í Vestmannaeyjum, f. 3. júlí 1906, d. 19. maí 1997. Margrét ólst upp hjá móður- ömmu sinni og afa til fjögurra ára aldurs, en eftir að amma hennar lést fluttist hún til Guð- jóns móðurbróður síns í Hlíð og Vilborgar konu hans og dvaldist hjá þeim til fullorð- insára. Uppeldis- systkini Margrétar voru Sigurður, Kjart- an Tómas og Guð- laug, börn þeirra hjóna, svo og Asta Steingrímsdóttir fóst- urdóttir þeirra. Milli þessara systkina og Margrétar ríkti ein- lægt, og ástkært sam- band meðan þau lifðu og þó einkum milli hennar og Guðlaug- ar, sem bjó að Núpa- koti undir Austur- Eyjafjöllum. Margrét giftist 29. september 1929. Eiginmaður hennar var Ketill Helgi Eyjólfsson bóndi í Steinum undir Austur-Eyjafjöll- um, f. 17. mars 1897, d. 7. janúar 1933. Dóttir þeirra er Helga Mar- grét, húsmóðir, f. 13. ágúst 1933. Maður hennar er Sigurður G. Sigurðsson, skrifstofustjóri, f. 16. ágúst 1935. Synir þeirra eru: a) Arni Sigurðsson, forstöðumaður, f. 7. september 1955, kona hans er Guðný Lilja Oddsdóttir, sjúkraþjálfari, f. 27. september 1956 og eiga þau tvo syni: Bjarna og Árna Þór. b) Helgi Grétar Sig- urðsson, verkfræðingur, f. 16. júní 1967, sambýliskona Pascale Gamache, þjónustufulltrúi, f. 28. júlí 1969. Margrét fluttist til Vestmanna- eyja 1938. Hún giftist öðru sinni 21. nóvember 1942, Árna Ólafs- syni, fískimatsnianni frá Túni í Vestmannaeyjum, f. 5. september 1898, d. 22. september 1959. Börn þeirra eru: 1) Bjarni, verka- maður, f. 5. júlí 1943. 2) Sigurlín Árný, húsmóðir, f. 1. maí 1945, maður hennar var Þórarinn Guð- mundsson, fískverkandi úr Garði, f. 11. ágúst 1948, d. 26. aprfl 1974. Dætur þeirra eru: a) Mar- grét Bima, sálfræðinemi, f. 19. april 1971, maður hennar Karl James Gunnarsson, verksljóri, f. 7. júlí 1963. Þau eiga eina dóttur: Línu Katrínu. b) Dóra Guðrún, deildarritari, f. 29. sept. 1974 og er sambýlismaður hennar Sigmar Valur Hjartarson, útibústjóri, f. 22. september 1965. Margrét kom að Túni í Vest- mannaeyjuml940 og eftir lát Árna bjó hún þar með börnum sínum fram að gosi, 1973. Eftir gosið bjó hún bæði í Sandgerði og Garði ásamt Bjarna syni sín- um sem alla tíð bjó með móður sinni. í september 1975 fluttust þau aftur til Vestmannaeyja að Foldahrauni 40 og þar bjó hún þar til hún lést. Margrét verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmanneyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. MARGRÉT SIGUR- LAUG PÁLSDÓTTIR Annaðhvort þrír dagar, þrjár vik- ur eða þrír mánuðir. Þetta sagði amma fyrir u.þ.b. þremur mánuðum einn morguninn þegar hún vaknaði eftir draum sem hana dreymdi um þrjá hringi, það eru annaðhvort þrír dagar, þrjár vikur eða þrír mánuðir þar til ég dey. Það er u.þ.b. þrír mánuðir liðnir síðan þá þegar hún kveður þennan heim. Ó, amma mín, ég á svo erfítt með að koma orðum að því að lýsa þér, þú sem varst með svo sérstakan pers- ónuleika. Ég held að tengdamóðir mín hafí komið orðum best að því að lýsa honum, hún sagði „það eru for- réttindi að hafa fengið að kynnast eins gefandi og góðri konu eins og henni ömmu“. Amma mín, hvað á ég að gera án þín núna? Þú sem varst vön að hjálpa mér að taka stórar ákvarðan- ir, og leggja blessun þína yfir þær. Það er eins og hlutirnir yrðu ekki að veruleika fyrr en þú varst búin að samþykkja þá. Það á eftir að verða mjög skrýtið að koma með mömmu upp í Folda- hraun og geta ekki sest með þér nið- ur við eldhúsborðið þar sem þú varst vön að sitja og lesa Morgunblaðið með stækkunargleri frá a til ö, og segja okkur frá því sem er að gerast í þjóðmálunum í dag, sérstaklega íþróttunum, hvernig IBV gengi bæði í handbolta og fótbolta kvenna og karla. Bara núna þegar IBV var að keppa í bikarleiknum vildir þú fá að vita úrslitin, þar sem þú lást fár- veik á banabeðnum uppi á sjúkra- húsi. Og ég tala nú ekki um landslið- in í handbolta og fótbolta, með þeim fylgdist þú grimmt. Ég verð nú að segja þér það, amma mín, að þú varst alveg ein- staklega nýjungagjörn í matarupp- skriftum, kryddum og öllu sem við- kemur matargerð. Alltaf tilbúin í að prófa eitthvað nýtt og spennandi, og vön að spyrja mig og mömmu spjör- unum úr í sambandi við nýja rétti þó svo að þú værir löngu búin að tapa öllu bragð- og lyktarskyni. Manstu þegar þú komst til mömmu í mat á aðfangadagskvöld og við vorum saman fjölskyldan: mamma, Bjarni, Magga, Kalli, Lína, Simmi og ég. Svo komstu til okkar Simma til að skoða nýja húsið okkar og við fjöl- skyldan drukkum saman kvöldkaff- ið áður en þið Bjarni fóruð saman uppí Foldahraun að ganga eitt á jól- anótt, en þá fórst þú að setja á púð- ursykurtertu sem þú varst búin að baka til að hafa með kaffínu eftir matinn sem þú bauðst okkur í eins og vanalega á jólakvöld, hangikjöt og kaffí á eftir. Amma, þú ert alveg ótrúleg. Það var í vetur sem að við mamma og Simmi komum að þér þar sem þú sast inn í herbergi og varst að stytta boli af honum Bjarna syni þínum, en þið bjugguð saman uppí Folda- hrauni. Þú sast þarna á stól við saumavélina þína að reyna að þræða tvinna í gegnum augað á nálinni, svo skjálfhent, en þú neitaðir að gefast upp fyrr en þú værir búin að þræða nálina án aðstoðar frá okkur. Þú þurftir alltaf að vera svo sjálfstæð í einu og öllu og ég dáist að þér fyrir það. Amma mín, hann Bjarni var þér alveg sérstaklega góður og þú hon- um góð, enda eruð þið búin að búa saman í fimmtíu og sjö ár og það er langur tími. Hún mamma var þér líka með eindæmum góð. Hún kom til þín á hverjum degi milli fjögur og fimm. Þetta á eftir að verða þeim mjög erfitt nú þegar þú ert farin á vit feðranna. Svo varstu með svo miklar áhyggjur af útlitinu, hvort þú værir með hrukkur eða hvort hárið á þér væri fallegt. Þú varst ekki með nein- ar hrukkur enda varstu vön að þvo þér uppúr mjólk á virkum dögum en rjóma á hátíðis- og helgidögum. Hárið á þér er sérstakur kapituli útaf fyrir sig, það var þér mikið mál hvort hárið á þér væri fallegt, svo hún Margrét hárgreiðslukona kom á tveggja til þriggja mánaða fresti til að klippa þig og setja í þig perman- ent. Þess á milli kom mamma og setti í þig rúllur, en þá varstu vön að segja „Lína ekki of fast“ eða „Lína ekki of laust“. Þegar þú lást þessa löngu og erfiðu viku uppá sjúkra- húsi varstu alltaf að pæla í því hvernig þú litir út. Þú sagðir alltaf „Hvernig lít ég út, er ég nógu ung- leg, hvernig hárið á mér?“ Amma mín, ég verð að segja þér að þú hef- ur aldrei litið eins vel út og þegar þú lást uppá sjúkrahúsi. „Fólki kemur ekki við hvað ég er gömul“ varstu vön að segja. Og ég gleymi því aldrei þegar þú lást upp á sjúkrahúsi fyrir sautján árum að berjast við krabbamein, lást þarna á gjörgæslu milli heims og helju, og mamma kom inn til þín þar sem þú lást í rúminu, tengd slöngum og tól- um. Þú leist upp til mömmu og sagð- ir „Lína, það er spjald framan á rúminu og á því stendur hvað mán- aðardag og ár ég er fædd er það ekki?“ Og mamma sagði svo vera. Þá sagðir þú „Lína, rífðu það, það kemur engum við hvað ég er göm- ul.“ Þessi atburður lýsir þér svo vel. Elsku amma mín, þegar þú fórst uppá sjúkrahús 22. september síð- astliðinn fann ég það á mér að þú kæmir ekki aftur heim. Þú sem vild- ir aldrei fara á sjúkrahúsið, vildir bara vera heima að elda ofan í hann Bjarna þinn. Þetta var mjög löng vika, Helga, Diddi og Árni komu að sunnan til að kveðja þig. Helgi Grét- ar kveikti á kerti handa þér í dýrl- ingakirkju úti í Kanada þar sem hann býr. Magga systir og Lína litla komu á sunnudeginum og voru hjá þér þar til yfir lauk. Kalli mágur kom á miðvikudeginum og kvaddi. Eftir að hann var búinn að koma var eins og hringnum væri lokað og þú fórst að missa lífsþróttinn. Við mamma, Bjarni, Magga, Lína, Simmi og ég sátum hjá þér frá átta á morgnana til tíu-ellefu á kvöldin. Og þú kvaddir okkur með svo mikilli hlýju og fegurð að annað eins hefur ekki sést. Þú varst svo góð við mig á miðvikudagskvöldinu þegar við sát- um bara tvær einar og ég sagði þér drauminn um þig. í rauða kjólnum þar sem þú varst að koma að Túni og afi stóð á hlaðinu með lítið barn í fanginu, svo ungur og fallegur. Þú vildir vita hvort hann væri ungur, spurðir mig hvað eftir annað. Þar sem þú lást þarna í rúminu sagði ég við þig „amma, ég elska þig, ég elska þig svo heitt, amma mín“. Þá sagð- irðu við mig „Dóra mín, ég elska þig líka elsku hjartans gullið mitt“. O, það var svo fallegt og yndislegt að heyra þig segja þetta. Guð, hvað ég á eftir að sakna þín mikið, meira en orð fá lýst. Þú varst nefnilega orðin ein af mínum bestu vinkonum. Við Magga vorum hjá þér kvöldið áður en þú fórst burt frá okkur, þú varst svo falleg, það var svo mikil værð yf- ir þér og þú varst svo afslöppuð. Þér leið svo vel, þú varst lögð af stað yfir í hinn horfna heim, við sáum það á þér. Svo var hringt í okkur um nótt- ina og okkur sagt að þú værir farin, öllum að óvörum. Amma, lofaðu mér því að fylgjast með mér þegar litla barnið okkar Simma kemur í heim- inn í febrúar. Þú varst búin að fylgj- ast með því í gegnum sónarmynd- irnar sem Simmi sýndi þér og þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.