Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Matsnefnd eignarnámsbóta fellst á eignarnámssáttina um Yatnsendalandið
Meirihlutinn sakaður
um óvönduð vinnubrögð
og baktjaldamakk
Kópavogur
MATSNEFND eignarnáms-
bóta hefur fallist á eignar-
námssáttina um Vatnsenda-
landið, sem bæjarstjóri
Kópavogs undirritaði þann 1.
ágúst síðastliðinn. Úrskurð-
ur matsnefndar var kynntur
í bæjarráði í fyrradag og
verður lagður fyrir bæjar-
stjórn á þriðjudaginn og
verður eignarnámssáttin þá
einnig tekin til formlegrar
afgreiðslu.
Snarpar umræður urðu
um málið á bæjarráðsfundin-
um og telur Kópavogslistinn
(K-listinn) að eignamámið
liggi fyrst nú fyrir til form-
legrar afgreiðslu, þrátt fyrir
að bæjarstjóri hafí undirrit-
að hana í ágúst. Meirihlut-
inn, þ.e. fulltrúar Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknar-
flokks, heldur því hins vegar
fram að eignarnámið hafí
þegar verið samþykkt.
I bókun minnihlutans á
fundinum segir:
„Hingað til hafa einstakir
efnisþættir ekki verið af-
greiddir með formlegum
hætti, heldur hefur verið
veitt heimild til áframhald-
andi vinnu við sáttaumleitan.
Því lítum við svo á að fyrst
nú gefíst okkur kostur á að
leggja fram okkar mat á ein-
stökum þáttum sáttarinnar
með formlegum hætti.
Skipulagsvinnu ólokið
Mat okkar er að:
1. Óeðlilegt er að binda í
sáttinni skipulagslegar for-
sendur, sem ekki hafa hlotið
afgreiðslu bæjarstjórnar.
Þau vinnubrögð að semja í
sátt um eignarnám um fjölda
íbúða á tveimur svæðum í
Vatnsendalandi meðan
skipulagsvinnu á umræddu
svæði er ólokið er með ein-
dæmum. Það að leita eftir at-
hugasemdum og ábendingum
við skipulagstillögur, sem
byggjast á sáttinni er því
sýndarmennska af verstu
tegund, ákvörðunin hefur
þegar verið tekin í forsend-
um sáttarinnar. Þetta teljum
við hvorki fagleg vinnubrögð
né góða stjórnsýslu.
Eðlileg vinnubrögð væru
að bíða með afgreiðslu eign-
arnáms þar til nýtt skipulag
á svæðinu hefur verið sam-
þykkt.
2. I sáttinni felast fjár-
hagslegar skuldbindingar af
hendi bæjarins, sem bæjar-
stjórn hefur ekki veitt heim-
ild til.
3. Ekki hefur verið lagt
fram hver raunverulegur og
endanlegur kostnaður bæj-
arins er vegna sáttarinnar.
Nauðsynlegl að taka
fullt tillit til lífríkis
Kópavogslistinn sam-
þykkti að leita eftir eignar-
námsheimild, enda þeirrar
skoðunar að Kópavogsbær
eigi að hafa fullt vald á landi
á Vatnsenda. Við höfum
haldið fram nauðsyn þess að
skipuleggja svæðið, til að
átta sig á framtíðarnotkun og
eyða óvissu þeirra sem þarna
búa. Kópavogslistinn hefur
lýst þeirri skoðun að á Vatns-
endalandi eigi að skipuleggja
íbúðabyggð. Við skipulagn-
ingu hennar er nauðsynlegt
að taka fullt tillit til lífríkis
og umhverfis vatnsins sem
sérkenna byggðar á svæðinu
og gæta þess að laga
nýbyggingarsvæði að þeirri
byggð sem fyrir er.
Málsmeðferð við gerð og
afgreiðslu þessarar sáttar í
eignarnámi í Vatnsenda nú
er öll mörkuð af óvönduðum
vinnubrögðum og baktjalda-
makki forystumanna meiri-
hlutans. Af ofansögðu er
ljóst að við getum ekki sam-
þykkt fyrirliggjandi sátt í
eignarnámsmáli um land
Vatnsenda að óbreyttu og
greiðum atkvæði gegn stað-
festingu hennar.“
Minnihlutinn hefur
fylgst með frá upphafi
Eins og áður var getið tel-
ur meirihlutinn að Kópa-
vogslistinn hafi þegar sam-
þykkt eignarnámið. I bókun
meirihlutans segir:
„K-listinn hefur þegar
samþykkt eignarnám, sem
öll bæjarstjórnin samþykkti
fyrr á árinu og K-listinn er
núna allt í einu á móti því!
Með þessari bókun er K-
listinn að greiða atkvæði á
móti samningi milli Kópa-
vogsbæjar og landeiganda.
Upphrópanir eins og óvönd-
uð vinnubrögð og baktjalda-
makk forystumanna meiri-
hlutans eru afar
ósanngjarnar og ekki sann-
leikanum samkvæmar, þar
sem að fulltrúar minnihlut-
ans hafa fengið að fylgjast
með málinu frá upphafi.“
Smára-
lind
r'n'ra%!/v
Hnoðra
holt
^skóiaioð hverfi
Vífilsstaðavöllur /ý \
(Núverandi golfvöllur) /í'skóg-
ræktar- ú
svæði
Rjúpn'áhæð
við hverfið verður útbúinn 9
holu golfvöllur sem mun
tengjast Vífilsstaðavelli og
því mun Golfklúbbur Kópa-
vogs og Garðabæjar hafa 27
holu golfvöll til umráða.
Deiliskipulagið vegna
skóla- og íþróttasvæðisins
verður til sýnis hjá bæjar-
skipulagi Kópavogs til 27.
október nk. Frestur til að
koma með athugasemdir eða
ábendingar rennur út kl.
15.00 föstudaginn 10. nóv-
ember.
deiliskipulagi
—T--!-!—r------
Selja-
hverfi
Deiliskipulag í Salahverfí
Um 3.000 manna
byggð í Salahverfí
Kópavogur
MIKLAR framkvæmdir
standa nú yfir í Salahverfi í
Kópavogi en þegar hverfið
verður fullbyggt verður þar
um 3.000 manna byggð. 011-
um lóðum í hverfinu hefur
verið úthlutað og Gunnar I.
Birgisson formaður bæjar-
ráðs Kópavogs býst við því
að framkvæmdum í hverfinu
verði að mestu lokið árið
2003.
Skipulagsstjóri Kópavogs
hefur nú auglýst deiliskipu-
lag fyrir skóla- og íþrótta-
svæði í Salahverfi. í tillög-
unni eru byggingareitir
afmarkaðir fyrir íþróttahús;
sundlaug og grunnskóla. I
tillögunni er einnig gert ráð
fyrir 120x130 m grasvelli til
íþróttaæfinga, gönguleiðum
og reiðstíg auk aðkomu að
svæðinu og bílastæði.
Salaskóli mun rúma
600 nemendur
Jarðvinna vegna grunn-
skólans er þegar hafin og
verður bygging hans boðin
út á næstunni. Salaskóli mun
fullbyggður rúma allt að 600
nemendur. Gunnar segir 1.
áfanga skólans eiga að vera
lokið haustið 2001 en ekki sé
enn búið að ákveða hvaða
íþróttafélag fái aðstöðu í
íþróttahúsinu. Það komi
jafnvel til greina að tvö félög
skipti notkun þess með sér.
Golfvöllur í næsta
nágrenni
Stór óbyggð svæði liggja
að Salahverfi og Málfríður
Kristiansen, arkitekt hjá
skipulagsstjóra Kópavogs,
segir mikla möguleika til úti-
vistar í nágrenninu. Sunnan
• •
Skólatorg Oldutúns-
skóla opnað
Leifur S. Garðarsson aðstoðar Valgerði Sigurðarddttur,
forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar við að opna skólatorg
Öldutúnsskóla.
Hafnarfjördur
SKÓLATORG Öldutúnsskóla
í Hafnarfirði var opnað í
gær. Á torginu eru upp-
lýsingar um flest það sem fer
fram innan veggja skólans.
Þar er m.a. hægt að lesa sér
til um sögu og starf skólans,
nálgast námskrá, póstföng
kennara o.fl. Þegar eru mikl-
ar upplýsingar komnar inn á
vefinn en Leifur S. Garðars-
son, kennari við Öldutúns-
skóla og umsjónarmaður
þess í skólanum, segir skóla-
torgið enn í þróun og margt
eigi eftir að bætast við.
Einn af þeim möguleikum
sem skólatorgið getur boðið
upp á er að foreldrar geta
séð hvernig barn þeirra
stundar skóiann. Þá verða
foreldrar sem þess óska sett-
ir á póstlista og fá fréttir og
tilkynningar frá skólanum í
tölvupósti. Kennarar munu
auk þess geta sett upp eigin
heimasíður á torginu. Leifur
segir þann hugbúnað sem
skólatorgið byggist á auð-
veldan og þægilegan í notk-
un. Kennarar þurfi því alls
ekki að vera sérfræðingar f
tölvunotkun til að nýta sér
skólatorgið.
Viktor A. Guðlaugsson
skólastjóri segir meirihluta
foreldra hafa aðgang að Net-
inu, annaðhvort heima eða í
vinnu. Hann telur skólatorg-
ið vera afar mikilvæga sam-
skiptaleið, jafnt, fyrir skóla
sem heimili. Viktor segir for-
eldra almennt ánægða með
skólatorgið og hann býst við
því að það reynist vinnuspar-
andi fyrir kennara.
Öldutúnsskóli er fyrsti
skólinn í Hafnarfirði sem
setur upp skólatorg en Val-
gerður Sigurðardóttir, for-
seti bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar, vonast til þess að
aðrir skólar bæjarins verði
komnir með skólatorg innan
3-5 mánaða.
Æfíngasvæði Skotfélags Reykjavíkur
Farið fram á að skot-
æfíngum verði hætt
Grafarholt
REYKJAVÍKURBORG hef-
ur sent Skotfélagi Reykjavík-
ur bréf þar sem farið er fram
á að öllum skotæfingum í
Leirdal í Grafarvogi verði
hætt. í bréfinu er áréttað að
heimild félagsins til að
stunda skotæfingar á þessu
svæði hafi runnið út í febrúar
1999, en að hún hafi byggst á
samþykkt borgarráðs frá ár-
inu 1979 um að félaginu gæf-
ist kostur á 20 ára leigusamn-
ingi um umrætt svæði til að
stunda æfingar.
Einnig segir að forsenda
þess að leyfið var veitt á sín-
um tíma hafi verið sú að
svæðið var talið uppfylla ör-
yggiskröfur, þó að golfskáli
og sumarbústaðir væru í ná-
grenninu, en nú eigi að rísa
íbúðabyggð á svæðinu og
augljóst sé að skotæfingar
fari ekki saman með henni. í
bréfinu segir einnig að af
hálfu Reykjavíkurborgar hafi
verið reynt að finna Skotfé-
laginu nýjan stað til æfinga
og að bent hafi verið á nokkra
möguleika í því sambandi en
að ekki hafi fundist sá staður
sem félagið hafi getað sætt
sig við.
Starfsemin fellur
undir íþróttalög
Guðmundur Kr. Gíslason,
gjaldkeri Skotfélagsins, segir
að mál þetta eigi sér langan
aðdraganda eða allt síðan
Reykjavíkurborg auglýsti
samkeppni um skipulag á
Grafarholtssvæðinu fyrir
nokkrum árum. Vitað hafi
verið að um aldamótin þyrfti
að vera búið að finna annað
svæði fyrir Skotfélagið og
segir hann félagið hafa staðið
í bréfaskriftum og viðræður
við borgina síðan samkeppn-
in var auglýst þar sem farið
var fram á að fundin yrði
lausn fyrir félagið.
„Félagið er innan íþrótta-
bandalags Reykjavíkur og í
íþrótta- og ólympíusambandi
íslands. Þar af leiðandi fellur
starfsemin undir íþróttalög
og í þeim segir að bæjarfélög-
um sé skylt að útvega íþrótta-
félögum aðstöðu undir starf-
semi sína,“ segir Guðmundur.
Aldrei komið skrifleg
tillaga um nýtt svæði
Hann segir að borgaryfir-
völd vilji meina að Skotfélag-
ið hafi hafnað ótal staðsetn-
ingum um nýja
æfingaaðstöðu en segir að
það hafi aldrei verið gert því
frá borgarverkfræðingi hafi
aldrei komið skrifleg tillaga
um nýtt svæði. Árið 1997 hafi
borgarskipulag hins vegar
sett fram tillögur um þrjú
svæði sem talin voru henta en
segir hann að þau hafi ekki
hlotið hljómgrunn innan
borgarkerfisins.
Guðmundur segir að bréf
borgaryfirvalda nú geri það
að verkum að Skotfélagið
hætti að sjálfsögðu æfingum
þarna og þar af leiðandi verði
760 félagsmenn svæðislausir,
fyrir utan aðra sem nota
svæðið og þurfa á því að
halda svo sem lögregluskól-
ann og ríkislögreglustjóra.