Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 67 Safnaðarstarf Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði PJÖLBREYTT safnaðarstarf fer fram á vegum Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og er sérstök áhersla lögð á uppbyggilegt starf fyrir börn og unglinga. Barnaguðsþjónustur. Barna- guðsþjónustur eru í kirkjunni alla sunnudaga kl. 11 í umsjón Eddu Möller, Sigríðar Kristínar Helga- dóttur og Arnar Arnarsonar. Foreldrar, afar og ömmur hafa verið dugleg að mæta með börnum sínum í þessar samverustundir og taka virkan þátt í söng og gleði barnanna. Einnig verður opið hús í safnað- arheimilinu við Linnetstíg fyrir börn og unglinga sem hér segir: Æskulýðsfélag. Öll ungmenni 13 ára og eldri eru boðin velkomin til þátttöku í fjörmiklu starfi á mánu- dagskvöldum kl. 20. Æskulýðsfé- lagið hefur verið skemmtilegur vettvangur unglinganna og þátt- taka verið mikil á liðnum árum. 11-12 ára börn. Á fimmtudögum kl. 17 er opið hús fyrir 11-12 ára börn. Bömin fá hressingu þegar þau mæta en síðan er farið í leiki, föndrað, sungið og samveran endar með helgistund. 8-10 ára börn. Alla þriðjudaga kl. 17 er svo 8-10 ára börnum boðið upp á samskonar samverstundir þar sem mikil gleði ríkir. Umsjón með æskulýðsstarfi og opnu húsi hefur Sigríður Valdimarsdóttir djákni. Barna og unglingakór. Barna- og unglingakór starfar við kirkjuna og eru æfingar á mánudögum og miðvikudögum kl.17.30. Kórinn er fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-17 ára. Kóræfingarnar eru skemmtilegar og lærdómsríkar samverustundir og kórinn er nú þegar farinn að undirbúa jólin. Nýir félagar eru boðnir velkomnir. Um- sjón með kórstarfinu hefur Þóra Vigdís Guðmundsdóttir organisti. Vetrarstarf í Lágafellsókn VETRARSTARFIÐ er hafið í Lágafellssókn og hér verður kynnt það helsta sem er á döfinni. Foreldramorgnar. Foreldra- morgnar verða í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, þriðjudagsmorgna kl. 10-12. Með breyttu nafni er undir- stikað að öll fjölskyldan ervelkomin til þessara samverustunda. I boði er fræðsluefni, markaðsdagar, föndur- verkefni, spil og leikföng fyrir börn- in og margt fleira til gagns og gam- ans. Hver samvera endar með bænastund. Umsjón: Þórdís Ás- geirsdóttir, djákni og Þuríður Hjaltadóttir, húsmóðir í safnaðar- heimili. Kirkjukrakkar. Starfið er ætlað 7-9 ára börnum. Líflegar og skemmtilegar samverustundir með leikjum og söng, sögum og leikrit- um. Börnin fá fræðsluefni og mæt- ingamerki í hvert skipti og þegar hefur stór hópur mætt til leiks á þessu hausti. Staður: Safnaðar- heimilið. Tími: Þriðjudagar kl. 17.15-18. Umsjón Þórdís Ásgeirs- dóttir, djákni og Sylvía Magnús- dóttir, guðfræðinemi. Töff, töfrandi og taktfast. Starf fyrir 10-12 ára börn í umsjón Hreiðars Arnar Ste- fánssonar, æskulýðsleiðtoga og eig- inkonu hans, Sólveigar Ragnars- dóttur, sálfræðinema. Fundarefni verða að vanda fjölmörg og skemmtileg. Staður: Safnaðarheimilið. Tími: Mánudagar kl. 16-16.45. Sunnudagaskólinn. Barnaguðs- þjónustur verða í safnaðarheimilinu á sunnudögum kl. 11.15. Efnið er sniðið fyrir yngri ald- urshópa, 2-6 ára. Foreldrar koma með börn sín, stundum líka eldri systkini eða afi og amma, og eiga saman skemmtilegar og uppbyggi- legar stundir. Fræðsluefni er ein- falt og skiljanlegt. Börnin taka þátt í leikjum og söng og ekki má gleyma hristuhljómsveitinni! Leið- togar í þessu starfi eru Þórdís Ás- geirsdóttir, djákni, Sylvia Magnús- dóttir, guðfræðinemi og Jónas Þórir, organisti, sér um að stjórna tónlistinni. Æskulýðsfélag. Hreiðar Örn og Þórdís djákni ætla að stýra starfi æskulýðsfélagsins í vetur. Það er hugsað sem starf með fermingar- börnum vorsins og unglingum í 9. og 10. bekk grunnskólans. Fundir verða á mánudögum kl. 17.30-18.30. Kyrrðarstundir. Kyrrðar- og bænastundir verða í Lágafells- kirkju í vetur á miðvikudögum kl. 18. I fyrsta skipti sl. miðvikudag, 4. október. Þessar stundir hefjast með orgelleik, síðan er ritningarlestur og bæn. Sérstökum bænarefnum má koma til sóknarprests eða djákna í síma 5667113 eða 566 8028 alla morgna frá mánudögum til föstudags. Kyrrðarstundirnar verða í umsjón sóknarprests og djákna. Heimsóknarþjónusta. Þórdís Ásgeirsdóttir, djákni, mun sinna heimsóknarþjónustu í vetur. Þjónustan felst í því að djákni heim- sækir fólk sem á ekki heimangengt vegna sjúkdóma, fötlunar eða elli og styttir því stundir með spjalli og hjástoð. Djákni kemur í heimsókn sem gestur en er ekki hjúkrunarað- ili eða heimilishjálp. Heimsóknar- þjónustuan verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 12-16. Upplýsingar eru veittar í símavið- talstíma djákna á fimmtudögum kl. 9.30-11.30. Kirkjukórinn. Kirkjukórinn starfar af þrótti allt árið um kring undir stjórn organistans, Jónasar Þóris. í haust býður kórinn upp á nám- skeið í tónfræðum og tónheyrn. Margrét Árnadóttir, sópran, hefur verið ráðinn raddþjálfari kórsins í vetur. Á næsta vori er fyrirhuguð söngferð til frændþjóða á Norður- löndum og er undirbúningur þegar hafinn. Kórinn auglýsir eftir nýjum félögum. Sérstaklega vantar karla- raddir, en annars eru allir velkomn- ir. Formaður kórsins er Jón Hörður Guðjónsson. Æfingar kórsins eru í safnaðar- heimilinu á þriðjudögum kl. 20.30. Guðsþjónustur. Hin almenna guðsþjónusta safnaðarins verður hvern sunnudag kl. 14, að jafnaði í sóknarkirkjunni að Lágafelli, en í Mosfellskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Viðgerð stendur nú yfir á Mos- fellskirkju og hefst messuhald þar að líkindum ekki fyrr en í nóvem- ber. Guðsþjónustur á Reykjalundi, á Hlaðhömrum og í Víðinesi eru auglýstar sérstaklega. Kvöldguðsþjónustur. Á síðasta ári var gerð tilraun með kvöldguð- sþjónustur með léttu sniði. Þessar helgistundir hafa mælst mjög vel fyrir og verður áframhald á þessari nýbreytni í vetur. Til liðs eru kallað- ir þekktir tónlistarmenn sem leika og syngja ásamt kór safnaðarins og organista, - en tónlag guðsþjónust- unar er kennt við Tai Zé (frb. te- se ) regluna í Frakklandi. Þessar guðs- þjónustur eru auglýstar sérstak- lega. Fræðsiufundir og námskeið. Efnt verður til fræðslufunda og námskeiða af ýmsum toga í vetur og verður það starf auglýst sérstak- lega. Sóknarprestur í Mosfellspresta- kalli er sr. Jón Þorsteinsson og er hann með símaviðtalstíma í safnað- arheimilinu þriðjudaga til föstu- daga kl. 11-12 en viðtalstímar eru annars eftir samkomulagi. Sími í safnaðarheimili er 566 7113. Kirkjuvörður og framkvæmda- stjóri sóknarnefndar er Jóhann Björnsson. Hann hefur síma 898 6708. Sóknarfólk er hvatt til þátt- töku í fjölþættu og gefandi starfi á vetri komanda. Með kærri kveðju frá starfsfólki Lágafellssóknar. Fræðslumorgunn í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 8. október verð- ur erindi um „kirkjuna í miðborg- inni“ á fræðslumorgni í Hallgríms- kirkju kl. 10 árdegis. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur erindið, en hún hefur starfað sem miðbæjar- prestur í 2 ár. Eftir erindið gefst kostur á fyrirspurnum fram til messugjörðar og barnastarfs sem hefstkl. 11. Götumessa á löngum laugardegi KIRKJA Jesú Krists er kirkja á ferð. Þess vegna viljum við í Kvennakirkjunni og miðbæjarstarfi KFUM & K eiga helgistund á Laugaveginum laugardaginn 7. október. Helgihaldið hefst kl. 13.40 fyrir utan Austustræti 20. Gengið verður syngjandi upp að verslun- inni Kello á Laugavegi 32. Þar veð- ur staldrað við kl. 14 til helgistund- ar á götunni. Er öllu fólki velkomið að slást í för og njóta samfélagsins við Guð og menn undir berum himni. Að loknu helgihaldinu verður boðið upp á hressingu á loftstofunni í Austur- stræti 20 (fyrir ofan McDonalds). Kvennakirkjan og mið- bæjarstarf KFUM & K. Prófastur vísiterar Kr ýsuvíkur kir kj u og Hafnar- fjarðarkirkju DR. GUNNAR Kristjánsson, pró- fastur Kjalamessprófastsdæmis, mun vísitera Ki-ý'suvíkukirkju sunnudaginn 8. október nk., 16. sunnudag eftir þrenningarhátíð. Messa hefst í kirkjunni kl. 14. Pró- fastur prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt sr. Gunnþóri Ingasyni, sóknarpresti. Eyjólfur Eyjólfsson leikur á þverflautu við athöfnina. Við lok messu verður altaristafla Krýsuvíkurkirkju eftir Svein Bjömsson tekin ofan til vetursetu í Hafnarfjarðarkirkju. Eftir messuna verður boðið til kirkjukaffis í Sveinshúsi. Sætaferð verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.05 og til baka eftir kirkjukaffið. Kirkjan, sem er opin yfir sumar- tímann, hefur verið mjög mikið sótt af ferðafólki sem hefur notið þess að komast inn í þennan litla og látlausa helgidóm í magnþmngnu umhverfi og eiga þar kyrrðar- og bænastund er nærir sálu. Þrjár messur hafa þegar farið fram í Krýsuvíkurkirkju í sumar í tengslum við árþúsunda- verkefni Hafnarfjarðarbæjar, og var kirkjan vel sótt í öll skiptin og þess er vænst að svo verði einnig nú er prófastur vísiterar kirkjuna. Gunnþér Ingason, sóknarprestur. Námskeið um tjald- búðina í Krossinum Á SUNNUDAGINN kemur, 8. október, kl. 13.30-15 hefst nám- skeið í Krossinum í Kópavogi um tjaldbúðina. Kennt verður næstu fjóra sunnudaga á sama tíma. Um er að ræða efni sem flestir þyrftu að kunna skil á, en fjallað verður um grundvallaratriði tjaldbúðar Móse og táknmál hennar. Kennari er Kol- beinn Sigurðsson. Allir eru hjartan- lega velkomnir og er aðgangur að námskeiðinu ókeypis. Taize-messa í Hafnarfj arðarkirkju TAIZE-MESSA fer fram í Hafnar- fjarðarkirkju kl. 17 sunnudaginn kemur, 8. október. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur, annast þjónustu við hana, en félagar úr kór kirkjunnar leiða söng undir stjórn Natalíu Chow, organista, en fyrr um dag- inn, kl. 11, fer fram gregorsk messa í kirkjunni. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Með Taizemessunni hefjast að nýju síðdegisguðsþjón- ustur í kirkjunni kl.17, en þær fara að jafnaði fram hvern sunnudag í kirkjunni en falla þó niður þegar messað er að kvöldi dags, sem er að jafnaði einu sinni í mánuði. ^ Við síðdegisguðsþjónusturnar í Hafnarfjarðarkirkju er flutt Taize- tónlist, sem er bæna- og íhugunar- tónlist frá Taizeklaustrinu í Frakk- landi, eða önnur tónHst sem hljóð- færaleikarar eða einsöngvarar flytja. Þessar síðdegisguðsþjónust- ur í Hafnarfjarðarkirkju eru stuttar en innihaldsríkar og fela í sér kyrr- ar stundir jafnframt stuttri hug- vekju, fyrirbænum og tónlistar- flutningi og eru vel til þess fallnar að miðla Guðs nánd og friði. Prestar Ilafnaríjarðarkirkju. Drengjakór og djass í Laugar- neskirkju NÚ verður tvíheilagt í Laugarnes- kirkju á sunnudaginn, því við al- menna messu og sunnudagaskóla kl. 11 mun Drengjakór kirkjunnar syngja undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, og um kvöldið mun djassinn duna í kirkjunni þegar Djasskvartett Gunnars Gunnars- sonar lætur til sín taka í hinni mán- aðarlegu kvöldmessu. Best er að sækja báðar messurn- ar, en sú fyrri er sérstaklega miðuð við þarfir ungra barnafjölskyldna, þar sem fyrri hluti messunnar er á ' forsendum barna, en þegar kemur að prédikun og altarisgöngu fylgja þau Hrund Þórarinsdóttur og hin- um sunnudagaskólakennurunum yfir í safnaðarheimilið þar sem sam- veran er sniðin að þörfum ólíkra al- durshópa. Kvöldmessan, sem hefst kl. 20.30, eftir að djasskvartettinn hefur leik- ið listir sínar í hálftíma, er aftur sniðin að fullþroska fólki og ekki reiknað með börnum sérstaklega. SJÁ NÆSTU SÍÐU Fyrir 100 árum komust ekki eins mörg börn á legg og nú. Þar áttu barnasjúkdómar stóran hlut að máli. Þótt þeir séu ekki allir lífshættuiegir, geta þeir orðið mjög alvarlegir. Því er vissara að bólusetja börnin. Bólusetning eykur lífslíkur þeirra - það er alveg Ijóst. Lyf skipta sköpum! Samtök verslunarinnar, s(mi: 588 8910 Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun íslands hf. Medico ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.